Fréttablaðið - 30.10.2002, Síða 2
2 30. október 2002 MIÐVIKUDAGUR
INNLENT
VERSLUN Bónusverslunin á Selfossi
hefur gert samning við rútufyrir-
tæki Guðmundar Tyrfingssonar
um hópflutninga á íbúum frá
Stokkseyri og Eyrarbakka til Sel-
foss þar sem þeim verður boðið að
versla í Bónus. Fyrsta ferðin er
ráðgerð á föstudaginn:
„Þetta verður ókeypis og við
teljum nóg að fara eina ferð í
viku. Það er Bónusbragurinn að
versla vel einu sinni í viku,“ segir
Svanur Valgeirsson starfsmanna-
stjóri Bónus.
Sem kunnugt er hefur engin
verslun verið rekin á Stokkseyri
og Eyrarbakka um hríð ef frá er
talin þjónusta söluskála olíufélag-
anna sem reynt hafa að mæta
brýnustu þörf íbúa fyrir nauð-
synjar. Einn þeirra er Jón Bjarni
Stefánsson sem rekur Olís - skál-
ann á Eyrarbakka:
„Mér finnst þetta undarlegt
allt saman. Kjarvalsverslanirnar,
sem lokuðu hér á nefið á fólki,
bjóða nú einnig upp á rútuferðir í
sínar verslanir á Selfossi. Þeir
fara fyrstu ferðina á morgun,“
segir Jón Bjarni sem hefur lagt
mikið á sig til að byggja upp
verslun með nauðsynjar í sölu-
skála Olís. „Mér finnst að fólk
ætti ekki að þiggja þessar ferðir
hjá Kjarval. Þeir fóru héðan og
skelltu hurðum framan í íbúana,“
segir hann.
Fyrsta rútuferð Bónus frá Eyr-
arbaka og Stokkseyri verður farin
á föstudaginn og stefnt að því að
þorpsbúar verði komnir í Bónus á
Selfossi klukkan 11 árdegis. Snúið
verður heim klukkustund síðar.
Ferðir í Kjarval munu verða með
svipuðu sniði en þá ekki á sömu
vikudögum.
Verslunarskortur á Eyrarbakka og Stokkseyri:
Þorpsbúar í rútu í
Bónus og Kjarval FARARTÆKIÐ
Rúta frá Guðmundi Tyrfingssyni ekur fólki
frá Eyrarbakka og Stokkseyri í Bónus á Sel-
fossi.
HEILBRIGÐISMÁL Læknar hafa sagt
upp störfum við heilsugæsluna í
Reykjavík. Uppsagnirnar eru
ekki skipulagðar og eru ekki tald-
ar tengjast á nokkurn hátt. Guð-
mundur Einarsson, framkvæmda-
stjóri heilsugæslunnar í Reykja-
vík, segir að nokkrar stöður séu
ómannaðar og engar umsóknir
berist vegna þeirra. Hann neitar
því ekki að fleiri læknar en vana-
lega hætti til að fara í annað nám.
„Fyrir fimm árum var staðan þan-
nig að það sóttu 15 til 20 um hver-
ja stöðu sem losnaði.“ Guðmundur
segir að sér sé kunnugt um einn
lækni sem beinlínis hafi sagt upp
vegna óánægju með kjör. „En það
er meiri hreyfing en venjulega.“
Guðmundur segir að ástandið
gæti verið betra en flestar stöður
eru mannaðar. Vissulega sé erfitt
á þeim stöðvum sem vanti lækna.
Það sé alltaf þannig að betra sé að
manna þær heilsugæslustöðvar
sem eru nýjastar og með bestu
starfskilyrðin.
Heilsugæslan í Reykjavík:
Engir sækja um lausar stöður
HEILSGÆSLA
Læknar sækja ekki um þær stöður sem
losna hjá Heilsugæslunni í Reykjavík
HEILBRIGÐISMÁL Á þremur stöðum á
landinu mun að óbreyttu skapast
erfitt ástand vegna læknaskorts.
Síðar í þessari viku láta læknar á
Suðurnesjum af
störfum og mánuði
síðar hætta allir
heilsugæslulæknar
á Sólvangi í Hafn-
arfirði. Á Ísafirði
láta fjórir læknar
af störfum þann 1.
desember. Hall-
grímur Kjartans-
son yfirlæknir
heilsusviði Heil-
brigðisstofnunar
hefur sagt starfi
sínu lausu vegna
óánægju með kjör.
Einn er að fara í nám til útlanda,
einn í barnsburðarleyfi og sá
þriðji lætur af störfum vegna ald-
urs. Aðeins verða tveir læknar
eftir til að sinna Ísafjarðarbæ allt
til Þingeyrar. Hallgrímur segir að
ítrekað hafi verið auglýst eftir
læknum án árangurs. „Unglækn-
ar fást ekki til starfa úti á landi
einkum eftir úrskurð Kjaradóms.
Stéttin er nánasta að þurrkast út.“
segir Hallgrímur.
Elsa Friðfinnsdóttir sagði í
samtali við blaðið í gær að hún
reiknaði með að ráðherra kallaði á
læknana á Suðurnesjum til við-
ræðna í vikunni. Í heilbrigðisráðu-
neytinu fengust þær upplýsingar
að heilsugæslulæknar á Suður-
nesjum hafi ekki berið boðaðir á
fund ráðherra en reiknað með að
af því yrði í dag, miðvikudag.
Á landsbyggðinni er ástandið
þokkalegt að sögn Hauks Valdi-
marssonar aðstoðarlandlæknis.
Hann segir að undanfarin misseri
hafi vel gengið að manna stöður
og hefur ekki heyrt að nokkurs
staðar sé skapast vandamál fyrir
utan Keflavík og Ísafjörð.
Emil Sigurðsson yfirlæknir á
heilsugæslustöðinni Sólvangi í
Hafnarfirði segir fátt geta komið í
veg fyrir að læknar þar dragi upp-
sagnir sínar til baka. „Það er ekki
að heyra á heilbrigðisráðherra að
hann ætli að gera neitt til að koma
í veg fyrir að læknar á Suðurnesj-
um láti af störfum eftir örfáa
daga. Það er því ekki ástæða til að
ætla að hann geri eitthvað í okkar
málum. Við munum veita læknis-
þjónustu áfram í bænum og reikn-
um því með að eftir rúman mánuð
verðum við farnir að reka okkar
eigin stofur í Hafnarfirði,“ segir
Emil.
bergljot@frettabladid.is
Heimilislæknar
að þurrkast út
Færri og færri læknar leggja fyrir sig nám í heimilislæknum. Læknarnir
segja að ef ekki verði eðlileg endurnýjun í stéttinni þá sé ekki langt að bíða
að alvarlegur skortur verði á læknum. Ekki útlit fyrir að heilbrigðisráð-
herra geri nokkuð í máli lækna á Suðurnesjum. Fundur ekki boðaður.
VERÐA AÐ FARA TIL REYKJAVÍKUR
Suðurnesjamenn verða að sækja læknisþjónustu til Reykjavíkur innan fárra daga og á Ísa-
firði mun neyðarástand skapast í desember ef ekkert verður að gert.
Við eigum
eftir að súpa
seyðið af
slæmum
starfsskilyrð-
um heimilis-
lækna undan-
farin ár því
þeim fækkar
óðum sem
leggja heimil-
islækningar
fyrir sig.
JARÐARFÖR Í MOSKVU
Konstantin Litvinov, einn gíslanna 116
sem létust þegar rússneski herinn reyndi
að bjarga þeim á laugardaginn, var jarðað-
ur í gær.
Ópíumefni líklega í
gasinu í Moskvu:
Flestir
skæruliðarn-
ir skotnir
MOSKVA, AP Flestir skæruliðanna,
sem héldu gíslum í leikhúsi í
Moskvu í 58 klukkustundir, létust
af skotsárum. Líklegt má telja að
þeir hafi þegar verið meðvitund-
arlausir af völdum gassins, sem
dælt var inn í leikhúsið, þegar
þeir voru skotnir.
Í gær skýrðu heilbrigðisyfir-
völd frá því að 45 manns í leikhús-
inu hafi látist af völdum skotsára.
Þar af var að minnsta kosti 41
skæruliði, sem er mikill meiri-
hluti þeirra fimmtíu skæruliða
eða svo, sem sagðir eru hafa stað-
ið að gíslatökunni.
Bandarískir eiturefnafræðing-
ar halda því fram að gasið hafi
verið unnið úr svæfingarlyfi, sem
nefnist Fentanyl. Þetta er ópíum-
efni sem verkar mjög hratt og er
notað meðal annars á sjúkrahús-
um.
Rússnesk stjórnvöld hafa enn
ekki viljað segja hvaða gastegund
var notuð. Rússneskir læknar
segja að þessi leynd hafi torveld-
að mjög meðferð þeirra, sem urðu
fyrir gaseitrun. Þeir reyndu fyrst
að nota lyf, sem nefnist atrópín og
er mótefni gegn taugagasi. Síðan
prófuðu þeir narcan, sem er
mótefni gegn ópíumefnum. Það
virtist virka.
SEKT STAÐFEST Áfrýjunarnefnd
samkeppnismála hefur staðfest
úrskurð Samkeppnisráðs um að
Seglagerðinni Ægi verði að
greiða 400.000 króna sekt. Sektin
var lögð á fyrirtækið eftir að það
hélt áfram að birta auglýsingar
eftir að Samkeppnisstofnun hafði
bannað þær.
ÞINGFORSETI Í FINNLANDI Hall-
dór Blöndal, forseti Alþingis, fer
í dag í opinbera heimsókn til
Finnlands í boði finnska þingsins.
Halldór mun funda með forseta
og utanríkisráðherra Finnlands
auk forseta finnska þingsins.
ÁTJÁN UMFERÐARÓHÖPP Átján
umferðaróhöpp urðu á götum
Reykjavíkur í fyrradag sem að
langflestu leyti mátti rekja til
hálku. Að sögn lögreglu slasaðist
enginn í þessum óhöppum en
mikið eignatjón varð.
TOGARA LYFT Norsk yfirvöld hafa
samþykkt áætlanir Íshúss Njarð-
víkur ehf. um að lyfta togaranum
Guðrúnu Gísladóttur af hafsbotni.
Ljúka á verkinu fyrir áramót.
Hraðfrystistöð
Eskifjarðar:
Milljarður
í hagnað
UPPGJÖR Hagnaður Hraðfrysti-
stöðvar Eskifjarðar var rúmur
milljarður á fyrstu níu mánuðum
ársins. Hagnaðurinn fyrir sama
tímabil í fyrra var tæpar 23 millj-
ónir króna.
Veiðar og vinnsla uppsjávar-
fisks eru mikilvægast tekjuþáttur
félagsins. Heldur hefur dregið úr
tekjum eftir því sem liðið hefur á
árið. Gert er ráð fyrir að framlegð
dragist saman þegar líður á árið.
Félagið hefur í kjölfar lækkandi
verðs, veiðibrests og hækkandi
skiptahlutfalls ákveðið að hætta
rækjuveiðum.
Gísli, er ekkert að marka
hvað þú segir?
Það er ýmislegt sem menn segja í reiði sem
betur hefði verið látið ósagt. Þess vegna
hafði ég ekki ástæðu til að vera að draga
fólk í dilka.
Gísli S. Einarsson sagði að Alþýðubandalagsklíkan
væri að gæta sinna hagsmuna í NV kjördæmi.
Hann hefur tekið orð sín til baka.
SPURNING DAGSINS