Fréttablaðið - 30.10.2002, Page 4
4 30. október 2002 MIÐVIKUDAGUR
LÖGREGLUFRÉTTIR
FÍKNIEFNI „Foreldrar fíkniefna-
neytenda þora ekki að takast á við
fíkniefnaheiminn af ótta við að
verða handrukkuð. Ég neita því
staðfastlega að láta þessa menn
segja mér hvað ég að gera við
barnið mitt,“ segir Guðmundur
Sesar Magnússon.
Guðmundur Sesar hefur sagt
handrukkurum stríð á hendur eft-
ir að hann komst að því fyrir
tveimur mánuðum
að dóttir hans
hefði ánetjast eit-
urlyfjum. Í barátt-
unni fyrir velferð
hennar fékk hann í
kjölfarið morðhót-
un frá fíkniefna-
sölum. Segist hann
vera búinn að
koma stúlkunni fyrir á afviknum
stað svo ekki sé hægt að nota
hana gegn sér. Að auki segist
hann vera með hlaðið skotvopn
innan veggja heimilisins til að
verja fjölskyldu sína.
„Hótunin liggur fyrir og ég bíð
eftir viðbrögðum,“ segir Guð-
mundur. Hann segist ekki vera
hræddur heldur fullur reiði.
Guðmundur Sesar segist hafa
orðið fyrir vonbrigðum með eftir-
fylgni könnunar á vegum lögregl-
unnar þar sem tæplega níutíu
ungmenni sem höfðu verið viðrið-
in fíkniefnum voru kölluð til við-
tals. Hefur hann ritað bréf til
dómsmálaráðherra þar sem hann
segist hafa ímyndað sér að við
tæki átak til að stöðva eða trufla
sölukerfi fíkniefnanna. Ekkert
hafi gerst.
Í sama bréfi spyr hann hvort
ekki sé réttlætanlegt að rýmka
lagaheimildir til rannsókna og eft-
irlits á fíkniefnasölum. Segir hann
óþolandi og óhugsandi að taka
þegjandi líflátshótunum stór-
skemmdra ómenna fyrir þá sök
eina að ætla að vernda barnið sitt.
Krefst hann þess að löggjafinn
geri þær ráðstafanir að lögreglu
og dómsvaldi verði gert kleift að
taka úr umferð þá glæpamenn sem
lengi séu búnir að vera að störfum.
Þetta séu menn sem allir viti um
en séu ósnertanlegir vegna alls-
konar lagaþröskulda og ákvæða
um friðhelgi einkalífsins. Guð-
mundur spyr dómsmálaráðherra
í bréfi sínu hvort hann og aðrir
foreldrar þurfi virkilega að berj-
ast um framtíðarheill barnanna í
beinum átökum við þetta glæpa-
hyski.
Fréttablaðið leitaði upplýsinga
hjá dómsmálaráðuneytinu. Feng-
ust þau svör að búið væri að boða
Guðmund Sesar á fund ráðherra í
dag þar sem farið yrði yfir stöðu
mála.
kolbrun@frettabladid.is
LEYNISKYTTURNAR Fjöldi vitna hefur
gefið sig fram og sagst hafa séð
John Allen Mohammad og John
Lee Malvo þegar þeir ferðuðust um
Washington og nágrenni til þess að
skjóta fólk úr launsátri. Þeir voru
alltaf jafn vingjarnlegir, kurteisir
og brosmildir, hvort sem þeir voru
að panta sér hótelherbergi eða taka
á móti pizzu til að borða.
Óvíst er enn hvar mennirnir
tveir verða sóttir fyrst til saka. Yf-
irvöld í Virginíuríki og Maryland-
ríki hafa farið fram á dauðarefs-
ingu yfir mönnunum, sem kölluðu
sig feðga og eru grunaðir um að
hafa myrt tíu manns og sært þrjá í
október. Líklegra þykir að dauða-
refsing náist fram í Virginíuríki,
vegna þess að lögin þar eru strang-
ari.
Talið er fullvíst að þeir feðgar
hafi einnig myrt konu í Tacoma 16.
febrúar síðastliðinn. Þeir eru
sömuleiðis grunaðir um nokkrar
skotárásir á samkunduhús gyðinga
í maí. Enginn varð fyrir skoti í
þeim árásum.
Upp komst um tengsl þeirra við
þessi mál þegar kunningi Mo-
hammads gaf sig fram og sagðist
hafa lánað honum byssur nokkrum
sinnum á þeim tíma, þegar þessar
árásir voru gerðar. Kunninginn lét
lögregluna fá byssurnar og þá kom
í ljós að þarna voru sömu skotvopn
á ferðinni og notuð voru í árásun-
um.
Breytingar
hjá Reykjanesbæ:
Þremur topp-
um sagt upp
STJÓRNSKIPULAG Fækka á æðstu
stjórnendum og nefndum í
Reykjanesbæ samkvæmt tillög-
um Árna Sigfús-
sonar bæjarstjóra
að breyttu stjórn-
skipulagi fyrir
s v e i t a r f é l a g i ð .
Hann segir að með
þessu megi spara
um 20 milljónir
króna á kjörtíma-
bilinu.
Árni segir að
þremur starfs-
mönnum á mark-
aðs- menningar- og
atvinnuþróunar-
sviði verði sagt
upp, sviðsstjóranum og tveimur
deildarstjórum. Verkefni sviðsins
muni síðan færast yfir á annað
svið. Hann segir að markmiðið
með fækkun æðstu stjórnenda,
sviða og nefnda sé að samþætta
betur skyld verkefni og draga úr
kostnaði.
Samkvæmt tillögunum á að
ráða sérstakan fjárhagsáætlunar-
fulltrúa og starfsþróunarstjóra.
Styrkja á starfsmannaþjónustu og
fjármálastýringu og áætlanagerð
með það að markmiði að gera fjár-
hagsáætlanagerð og innkaup
markvissari og eftirfylgni auð-
veldari.
Árni lagði tillögurnar fram í
bæjarráði þann 24. október. Gert
er ráð fyrir að þær komi tvisvar
til umræðu í bæjarráði, áður en
þær verða lagðar fyrir bæjar-
stjórn í byrjun nóvember þar sem
einnig verða tvær umræður.
RANNSÓKN HELDUR ÁFRAM
Rannsókn málsins á stórbrunan-
um sem varð á Laugaveginum 19.
október síðastliðinn heldur
áfram. Samkvæmt upplýsingum
frá Herði Jóhannssyni yfirlög-
regluþjóni hafa engar nýjar upp-
lýsingar komið fram.
Fannst í fjöruborði:
Lést eftir
hrakningar
LEIT Björgunarsveitin Brák í Borg-
arnesi leitaði að eldri manni í
gærmorgun sem saknað hafði
verið síðan kvöldinu áður. Maður-
inn fannst síðan um tíuleytið í
fjörunni við Böðvarsgötu í Borg-
arnesi.
Maðurinn, sem hafði bein-
brotnað, gat sig hvergi hreyft. Var
hann orðinn mjög kaldur og hrak-
inn þegar hann fannst. Hann var
fluttur án tafar á sjúkrahúsið á
Akranesi en lést skömmu eftir
komuna þangað. Málið verður tek-
ið til rannsóknar.
ALÞINGI „Með þessu vil ég draga
fram í dagsljósið hvað aflakvóta-
kerfið er í raun og veru að bland-
ast inn í fiskviðskiptin. Það eru
gömul sannindi og ný og menn
hafa á því mismunandi skoðanir.
Þeir eru jafnvel til sem halda því
fram að það sé sjálfsagt og eðli-
legt að þetta blandist en ég tel það
alls ekki vera. Þá teljum við full-
víst að viðskiptalegt umhverfi
verslunar með óunninn fisk hér á
landi fullnægi ekki settum kröf-
um EES-samningsins um virka
samkeppni,“ sagði Guðjón Arnar
Kristjánsson, þingmaður Frjáls-
lynda flokksins.
Hann mælti í gær fyrir þings-
ályktunartillögu um fjárhagsleg-
an aðskilnað í rekstri útgerðar og
fiskvinnslu. Þingmenn Vinstri
grænna og Samfylkingarinnar
eru meðflutningsmenn. Sam-
kvæmt tillögunni á ríkisstjórnin
að skipa þriggja manna nefnd til
að semja frumvarp til laga um
fjárhagslegan aðskilnað milli
reksturs útgerðar annars vegar
og fiskvinnslu í landi hins vegar.
Gert er ráð fyrir að frumvarpið
verði lagt fram á þessu þingi og
að því stefnt að lögin taki gildi um
næstu áramót.
„Aðskilnaður veiða og vinnslu
mun skapa skilyrði fyrir eðlilega
verðmyndun á öllum óunnum
fiski á markaði, heilbrigðum og
gegnsæjum viðskiptaháttum í
fiskviðskiptum og koma þannig á
eðlilegum samkeppnisskilyrðum
á því sviði,“ sagði Guðjón Arnar
Kristjánsson.
SVERRIR HERMANNSSON
Hef haft áhuga á starfsemi eins og þeirri
sem Íslensk erfðagreining stundar. En það
verður að skilja á milli þess og fjárplógs-
starfsemi.
Hlutabréf í deCode:
Vill rannsaka
sölu bréfa
ALÞINGI „Ef það hefur verið seld
svikamylla á Íslandi og fjárplógs-
starfsemi stunduð var það við
sölu á hlutabréfum í deCODE,“
segir Sverrir Hermannsson, for-
maður Frjálslynda flokksins.
Hann hefur lagt fram þingsálykt-
unartillögu um að kosin verði
rannsóknarnefnd þingmanna til
að rannsaka umsvif deCODE og
aðstoðarmanna þess í íslensku
fjármálakerfi.
Sverrir vill að hvort tveggja
verði rannsakað hvernig staðið
var að sölu hlutabréfa í deCODE
og hver hafi verið hlutur stjórn-
valda í að keyra upp verð og sölu.
„Það eru margir sem bera
skarðan hlut frá borði og hafa far-
ið heiftarlega út úr þessu,“ segir
Sverrir. „Þarna stunduðu þessir
fjármálaspekingar okkar nýja al-
veg hreina ósannindaaðferð. Þeir
sögðu manni sem þeir seldu á
rúmlega 60 um mitt ár að gengið
yrði orðið hundrað um næstu ára-
mót. Undir þessu kynnti ríkis-
stjórnin. Alltaf voru kallaðir sam-
an blaðamannafundir hjá Ís-
lenskri erfðagreiningu og kynnt
ný gen þegar gengið fór niður.“
GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON
Aðskilnaður myndi án efa leiða til heil-
brigðara umhverfis í viðskiptum með
óunnin fisk.
Rekstur útgerðar og fiskvinnslu:
Fjárhagslegur aðskilnaður
nauðsynlegur
ÁRNI
SIGFÚSSON
segir að þremur
starfsmönnum á
markaðs- menn-
ingar og atvinnu-
þróunarsviði
verði sagt upp.
MALVO OG MOHAMMAD
Lögreglunni í Bandaríkjunum hafa borist
fjölmargar frásagnir frá fólki, sem sá til ferða
þeirra meðan raðmorðin voru framin.
Enn er óljóst hvar leyniskytturnar verða saksóttar:
Brosmildir og kurteisir fjöldamorðingjar
AP
P
H
O
TO
/C
O
U
RT
ES
Y
O
F
SH
ER
O
N
N
O
R
M
AN
GUÐMUNDUR SESAR MAGNÚSSON
Guðmundur Sesar segir þúsundir barna eiga við fíkniefnavanda. Aðgerðaleysi yfirvalda sé
orðið kapphlaup við tímaglas eyðileggingarinnar. Foreldrar séu fastir í óþægilegri og ís-
kaldri návist dauðans á baki barna sinna.
Með hlaðið skot-
vopn á heimilinu
Guðmundur Sesar Magnússon er faðir 14 ára dóttur sem hefur ánetjast
eiturlyfjum. Í baráttunni um velferð dóttur sinnar hefur honum verið hót-
að lífláti af handrukkurum. Hefur hann ritað dómsmálaráðherra bréf.
Óþolandi og
óhugsandi að
taka þegjandi
líflátshótunum
stórskemmdra
ómenna
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
KJÖRKASSINN
Farðu inn á frett.is og segðu
þína skoðun
frétt.is
Ætlarðu á skíði í vetur?
Spurning dagsins í dag:
Munu deilur framsóknarmanna í
Reykjavík hafa áhrif á fylgi flokksins í
næstu alþingiskosningum?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
63,8%
36,2%Já
ÞRIÐJUNGUR Á
SKÍÐI
Um þriðjungur
gesta á vefsíðunni
frett.is hyggjast
fara á skíði í vetur.
Nei