Fréttablaðið - 30.10.2002, Qupperneq 15
15MIÐVIKUDAGUR 30. október 2002
SÍMI 553 2075
AUSTIN POWERS kl. 6
KILLING ME SOFTLY kl. 8 og 10
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15
Sýnd kl. 6, 8 og 10
HABLE CON ELLA kl. 8 KUNG FU SOCCER kl. 10.30
Sýnd kl. 7.40 og 10 b.i. 16 ára
Sýnd kl. 7
SALTON SEA kl. 8 og 10.10 VIT453
SERVING SARA kl. 6 VIT435
MAX KEEBLE’S... kl. 4 VIT441
Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 VIT 460
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 VIT 448 XXX kl. 10.10
Létt & laggott er viðbit með litlu fituinnihaldi og bragðast
líkt og smjör. Nú á 20% afslætti í næstu verslun.
N
O
N
N
I O
G
M
A
N
N
I •
N
M
0
7
7
1
8
/ sia
.is
Lleikkonan í þáttunum Beðmál íborginni, Sarah Jessica Parker,
hefur eignast strák. Hefur honum
verið gefið nafnið David Perkins
Broderick. Parker er gift leikaran-
um Matthew Broderick og er þetta
fyrsta barn þeirra hjóna. Upptökur
á nýrri þáttaröð af Beðmálinu hefj-
ast í febrúar á næsta ári.
Söng- og leikkonan JenniferLopez segist vera tilbúin til að
fórna ferlinum til að geta lagst í
barneignir. Segir hún að á undan-
förnum árum hafi
henni fundist hún
vera tilbúinn til að
stofna fjölskyldu.
Lopez, sem tvígift,
segist þó ekki vilja
eignast börn utan
hjónabands. Hún
hefur átt í ástar-
sambandi við leik-
arann Ben Affleck og hefur lýst
því yfir að hann gæti verið sá „eini
rétti.“
James Hetfield, söngvari og gít-arleikari í Metallica, hefur tekið
upp lagið „Don’t You Think This
Outlaw Bit’s Done Got Out of
Hand,“ sem er eftir hinn látna kán-
trísöngvara Waylon Jennings. Lag-
ið verður að finna á plötu til heið-
urs kappanum, sem kemur í búðir í
febrúar á næsta ári.
Söngkonan Whitney Houston ogeiginmaður hennar Bobby
Brown hafa verið sökuð um að
hóta viðskiptafélaga föður hennar
lífláti. Houston stendur nú í harðri
lagabaráttu við umboðsfyrirtæki
föður síns sem heldur því fram að
hún skuldi þeim 100 milljónir doll-
ara fyrir þjónustu sína. Viðskipta-
félagi föður Houston heldur því
fram að hann hafi fengið símhring-
ingu frá manni sem kallaði sig
Malik. Sá hafi tilkynnt honum að ef
fyrirtækið myndi ekki hætta við
lögsóknina myndi parið ráða leigu-
morðingja til þess að ráða hann af
dögum. Ágætis fjölskyldudrama
þarna á ferð.
FÓLK Vitni í dómsmáli leikkonunn-
ar Winonu Ryder segir að hún hafi
játað að hafa hnuplað fatnaði úr
búð í Beverly Hills áður en hún
var handtekin. Hún á að hafa sagt
að hún hefði stolið fötunum að
beiðni leikstjóra síns vegna undir-
búnings fyrir hlutverk í kvik-
mynd.
Í dómssalnum var kviðdómi
sýnd 45 mínútna löng myndbands-
upptaka af Ryder er hún var
stödd inni í búðinni. Ryder var
fyrir rétti sökuð um að hafa tekið
með sér skæri og stóran poka inn
í búðina. Var hún einnig sökuð um
að hafa farið inn í búðina í þeim
tilgangi að stela fötum fyrir jólin.
Að sögn saksóknara keypti Ryder
fjórar flíkur í búðinni en stal aft-
ur á móti tuttugu til viðbótar að
verðmæti rúmlega hálfrar millj-
ónar króna.
Ryder, sem meðal annars hefur
leikið í kvikmyndunum „Mr
Deeds“ og „Little Women“, hefur
neitað öllum ásökunum á hendur
sér.
Mál Winonu Ryder:
Segist hafa verið
að æfa fyrir kvik-
myndahlutverk
WINONA RYDER
Var mæðuleg að sjá þegar hún mætti til réttarhalda á mánudag.
RÁÐGÁTUR Glæpasagnahöfundur-
inn vinsæli Patricia Cornwell hef-
ur sett fram þá kenningu að morð-
inginn Jack the Ripper hafi í raun
verið málarinn Walter Sickert.
Morðinginn gekk milli bols og
höfuðs á að minnsta kosti sjö
vændiskonum í London árið 1888.
Hann fannst aldrei og í gegnum
tíðina hafa ótal kenningar verið
settar fram og margir verið grun-
aðir um morðin.
Cornwell gerir grein fyrir hug-
myndum sínum í bókinni Portrait
of a Killer - Jack the Ripper Case
Closed. Hún styðst við nýjustu
tækni í erfða- og meinafræðum og
kemst að þeirri niðurstöðu að
Sickert hljóti að vera sekur um
morðin. Samanburður á DNA sýn-
um af bréfum, umslögum og frí-
merkjum sem morðinginn sendi
lögreglunni á sínum tíma, annars
vegar, og bréfum sem Sickert
sjálfur sendi fólki benda til þess
að einn og sami maðurinn hafi
sleikt frímerkin í báðum tilfell-
um.
Cornwell telur niðurstöðuna
renna stoðum undir kenningu sína
en hún kemst varla mikið lengra
þar sem líkamsleifar Sickerts
voru brenndar og því er ekki hægt
að komast í frekari lífsýni af hon-
um. Cornwell fór einnig vandlega
yfir listaverk Sickerts og telur að
á stundum endurspegli þau þann
ofsa og hatur í garð kvenna sem
morðinginn hljóti að hafa borið í
brjósti.
Kobbi kviðristir:
Lífsýni gætu
afhjúpað morð-
ingjann
MÁLALOK?
Glæpasagnahöfundurinn Patricia Cornwell færir rök fyrir því í
nýrri bók að morðinginn alræmdi Jack the Ripper hafi í raun
verið málarinn Walter Sickert.
FROM HELL
Í kvikmyndinni „From Hell“ var morðinginn
Sir William Gull en hann var hirðlæknir
bresku krúnunnar.