Fréttablaðið - 21.11.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 21.11.2002, Blaðsíða 1
TÓNLIST Björk á tímamótum bls. 28 Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Fimmtudagurinn 21. nóvember 2002 Tónlist 18 Leikhús 18 Myndlist 18 Bíó 20 Íþróttir 16 Sjónvarp 22 KVÖLDIÐ Í KVÖLD TÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveit Ís- lands og Sálin sameina krafta sína á tónleikum kvöldsins. Þeir hefjast kl. 19.30. Sinfó og Sálin FUNDUR Svandís Svavarsdóttir talar um fæðingarsögur íslenskra kvenna í hádegisrabbi Rannsóknar- stofu í kvennafræðum. Rabbið hefst klukkan 12. Fæðingar- sögur kvenna TÓNLEIKAR Vinir Indlands halda styrktartónleika í Salnum, Kópa- vogi, í kvöld klukkan 20. Meðal þeirra sem koma fram eru Bubbi Morthens, Sigrún Hjálmtýsdóttur og Anna Guðrún Guðmundsdóttir. Vinir Indlands spila saman UPPLESTUR Lesið verður upp úr fjór- um bókum á Súfistanum Laugavegi í kvöld. Andri Snær Magnason og Einar Már Jónsson eru meðal þeir- ra sem stíga á stokk klukkan 20. Andri Snær og Einar Már FISKUR Vonast eftir kvóta FIMMTUDAGUR 233. tölublað – 2. árgangur bls. 12 ÍÞRÓTTIR Dallas nálgast metið bls. 16 SPEGILMYND ESJUNNAR Snævi þaktar hlíðar Esjunnar spegluðust fallega í glerhýsinu við Laugaveg þegar ljósmyndari Fréttablaðsins átti leið þar hjá. Húsið líktist helst mósaíklistaverki eftir frægan listamann. REYKJAVÍK Austlæg átt 5-10. Skýjað og rigning öðru hverju. Hiti 3-9 stig VEÐRIÐ Í DAG VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 5-10 Skúrir 6 Akureyri 5-10 Skýjað 8 Egilsstaðir 10-15 Rigning 7 Vestmannaeyjar 5-10 Skýjað 6 ➜ ➜ ➜ ➜ ÞETTA HELST + + + + STJÓRNMÁL Kröfum Íslendinga um að Evrópusambandið felldi niður tolla af sjávarafurðum gegn því að framlög í þróunarsjóð Sam- bandsins yrðu hækkuð að ein- hverju marki var svarað með því að ekki kæmi til greina að fella tollana niður nema þegnar ESB- ríkja fengju að fjárfesta í ís- lenskum sjávarútvegi. Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins hefur kynnt hug- myndir þess efnis að fjárframlög EFTA-ríkjanna í þróunarsjóð Sambandsins hækki verulega. Í tilfelli Íslands myndi framlagið hækka úr hundrað milljónum króna í tvo til þrjá milljarða. Er sú krafa rökstudd með því að verið sé að byggja upp markaði sem gagnist EFTA-ríkjunum jafn vel og ESB-ríkjum, því sé eðli- legt að EFTA-ríkin greiði hlut- fallslega jafnmikið og ESB-ríkin. Þessu hafa íslensk stjórnvöld mótmælt harkalega og sent full- trúa sína til að tala fyrir málstað Íslands hjá ríkisstjórnum allra aðildarríkja Evrópusambandsins. Þar sem fríverslunarsamningar við ríki Austur-Evrópu falla úr gildi þegar þau verða aðilar að Evrópusambandinu hafa íslensk stjórnvöld krafist niðurfellingar tolla samhliða stækkun Sam- bandsins. Framkvæmdastjórn ESB svarað því svo að það komi ekki til greina, Íslendingar geti ekki hvort tveggja fengið toll- frjálsan aðgang að evrópskum mörkuðum og haldið uppi banni við því að útlendingar fjárfesti í íslenskum sjávarútvegi. Þetta er tenging sem íslensk stjórnvöld sætta sig ekki við. Þar er litið svo á að semja megi um aukin framlög gegn því að fá tolla fellda niður. „Fram- kvæmdastjórnin vill loka þeim dyrum með því að segja að þeir geti ekki hreyft sig þar nema með því að taka upp fjárfesting- ar,“ segir Gunnar Snorri Gunn- arsson, ráðuneytisstjóri í utan- ríkisráðuneytinu. Þær hugmynd- ir sem framkvæmdastjórn ESB hefur kynnt eru enn aðeins á til- lögustigi. Áður en viðræður eru hafnar við EFTA-ríkin þarf ráð- herraráðið að ákveða kröfurnar. Það verður væntanlega gert í byrjun desember. Viðræður gætu hafist í framhaldi af því, líklega í janúar. Það eru þó ekki allir andvígir banni við fjárfestingum útlend- inga í sjávarútvegi. „Það er í raun bara ein ástæða fyrir því að menn hafa litið öðruvísi á fjár- festingar í sjávarútvegi en í öðr- um atvinnugreinum. Það er eign- arhaldið á kvótanum,“ segir Jó- hann Ársælsson, þingmaður Samfylkingar. Hann segir að menn líti svo á að ekki sé hægt að selja útlendingum auðlindina. Án kvótakerfisins mælti ekkert gegn því að opna fyrir erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi. brynjolfur@frettabladid.is Vilja fjárfestingar gegn niðurfellingu tolla Ísland vill fá fellda niður tolla af sjávarafurðum samhliða stækkun ESB til austurs. Framkvæmdastjórn ESB segir það ómögulegt nema bann við fjárfestingum útlendinga í sjávarútvegi verði afnumið. HÁSKÓLIN Nokkur kurr er meðal læknanema vegna úrtökuprófs sem haldið var á föstudag. Meðal spurninga þar sem prófað var í al- mennri þekkingu var spurt um hvernig Barbapabbi væri á litinn og hvert væri fornafn Mulders, annars tveggja aðalleikara í sjón- varpsþættinum X-Files. Mörgum læknanemanum var brugðið við þessara spurningar. Kristján Erlendsson, kennslu- stjóri læknadeildar Háskóla Ís- lands, staðfesti að spurningin um Barbapabba væri meðal þeirra spurninga sem bornar voru upp í þeim hluta sem sneri að almennri þekkingu. Hann sagðist ekki hafa orðið var við óánægju vegna þessa. Hann segir að sá hluti prófsins sem snýr að almennri þekkingu hafi innihaldið 160 spurningar og nemendur hafi haft 30 sekúndur til að svara hverri og einni. Því hafi spurningin um Barbapabba ekki haft mikið vægi í heildarprófinu. „Ég reikna nú ekki með að Bar- bapabbi einn geti fellt einhvern en hann spilar inn í,“ segir Kristján. 166 nemar þreyttu prófið en 48 munu ná áfram. Í desember fer fram síðasti hluti prófsins. Af gefnu tilefni skal tekið fram að Barbapabbi er bleikur og Fox er fornafn Mulders. ■ Kurr í læknadeild Háskóla Íslands: Barbapabbi fellir læknanema Skrautleg jól NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2002 28% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á fimmtu- dögum? 53% 72% FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Tæplega 26 ára gamall karl-maður hefur verið dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir kyn- ferðisbrot gegn þremur stúlkum. Hann þarf að sitja inni í þrjá mánuði. bls. 2 Garðar Sverrisson, formaðurÖryrkjabandalags Íslands, segir stóran hluta hækkunar al- mannatrygginga ekki skila sér vegna lækkunar skattleysis- marka. bls. 2 Formaður Húseigendafélagsinsgagnrýnir nýja nefnd Íbúða- lánasjóðs sem fjalla á um bóta- skyldu sjóðsins. Hann segir hana hvorki sjálfstæða né óháða. bls. 14

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.