Fréttablaðið - 21.11.2002, Síða 8

Fréttablaðið - 21.11.2002, Síða 8
8 21. nóvember 2002 FIMMTUDAGUR Til a› fá tákn e›a tón sendir›u SMS, dæmi: tt logo 961BIO í síma 1848. tt logo 4068TON tt logo 1066BIO tt logo 1244KYN tt logo 2159GLE tt logo 2765KRU tákn skammval PEOPLE ARE STRANGE Doors/Jim Morrison TIER Rammstein KISS KISS Stella Soleil SHINY HAPPY PEOPLE R.E.M. RABIES CANIS XXX Rottweiler tt ton 32ROK tt ton 105POP tt ton 31ROK tt ton 104POP tt ton 70ISL tónn skammval N‡justu tónar og tákn N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 7 6 5 9 / sia .is tt logo 958BIO tt logo 1921TAK tt logo 2799KRU tt logo 330TEI DO YOU THINK I´M SEXY?Rod Stewart OBJECTION (TANGO) Shakira RAMP (LOGICAL SONG) Scooter GLORY GLORY MAN UTD. Stretford End Boys SÍSÍ (FRÍKAR ÚT) Gr‡lurnar tt ton 30ROK tt ton 101POP tt ton 100POP tt ton 17KLA tt ton 43ISL Ná›u flér strax í öll heitustu táknin og svölustu tónana fyrir GSM-símann flinn. Í hverri viku bætast vi› n‡ tákn og n‡ir tónar. fiessir tónar og tákn eru eingöngu fyrir Nokia-síma. Hver sending kostar 59 kr. Kíktu á vit.is til a› sjá fleiri tóna og tákn.tt logo 961BIO SKIPULAGSBREYTINGAR Ársverkum hjá Flugleiðum hf. fækkar úr 2.500 í fjögur til sex. Ástæðan er sú að skipulagsbreytingar Flug- leiða sem taka gildi um áramót fela í sér að Flugleiðir verða eign- arhaldsfélag yfir fyrirtæki í flug- og ferðaþjónustu. Deildum og sviðum fyrirtækisins verður breytt í sjálfstæð fyrirtæki. Eftir breytinguna verða Flugleiðir hf. eignarhaldsfélag sem stýrir starf- semi 11 sjálfstæðra fyrirtækja. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Flugleiða, segir skipulags- breytingarnar lokapunkt á þróun síðustu ára. Markmiðið sé að gera einingarnar sjálfstæðari og ábyrgari í rekstri sínum. Hver eining fyrir sig sé nokkuð stórt fyrirtæki og muni skila eigin af- komu. Fyrir vikið verði rekstur einstakra þátta gagnsærri. Guðjón segir ánægjulegt að ráðast í slíkar breytingar nú þeg- ar rekstur fyrirtækisins gengur jafn vel og raun ber vitni. Afkoma félagsins fyrstu níu mánuði ársins var mjög góð. Hagnaður tímabils- ins er 3,3 milljarðar króna. ■ Skipulagsbreytingar Flugleiða: 4-6 starfsmenn hjá Flugleiðum ENDURSKIPULAGNING Flugleiðir hafa skipt rekstri sínum upp í 11 sjálfstæð fyrirtæki. Við það verður ábyrgð hvers fyrirtækis um sig skýrari. VILNÍUS, MOSKVU, AP Fyrir aðeins fá- einum árum hefði það verið ein versta martröð Rússa að Eystra- saltslöndin þrjú og önnur fyrrver- andi Austantjaldsríki fengju aðild að Atlantshafsbandalaginu. Í dag hefst í Prag í Austurríki leiðtoga- fundur Nató, þar sem búist er við að sjö af þessum ríkjum verði boð- in aðild. Viðbrögð rússneskra stjórnvalda hafa verið frekar afslöppuð, sem bendir til þess að Rússland hafi náð miklu betri tengslum við Nató en áður var talið mögulegt. Rússnesk stjórnvöld eru að vísu enn andvíg því að Eistland, Lett- land, Litháen, Búlgaría, Rúmenía, Slóvakía og Slóvenía gangi í Nató, eins og raunin virðist ætla að verða. Nú talar Rússar hins vegar frekar um að þessi stækkun skaði Nató en að hún ógni öryggi Rúss- lands. „Því meir sem Nató stækkar, því ónothæfara verður bandalag- ið,“ sagði Vladimir Lukin, aðstoð- arforseti neðri deildar rússneska þingsins. Hann var sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum snemma á síðasta áratug. Svo virðist sem afstaða austan- tjaldsríkjanna fyrrverandi sem vilja komast í Nató hafi einnig tek- ið breytingum á síðustu misserum. Valdas Adamkus, forseti Lithá- ens, hafnar til að mynda algjörlega þeirri túlkun að það sé fyrst og fremst ótti við Rússland sem geri það að verkum að Litháen vilji fá aðild að Atlantshafsbandalaginu. „Þeir tímar eru liðnir,“ segir hann. Adamkus, sem bjó hálfa öld í út- legð í Bandaríkjunum, segir að Lit- háar vilji fá aðild fyrst og fremst til þess að „vera í sama liði“ og Bandaríkin, sem hann segist líta á sem „leiðtoga hins frjálsa heims.“ Eitt af því sem hvað helst hefur orðið til þess að draga úr gagnrýni Rússa á Nató er að þeir líta á sig sem bandamenn Bandaríkjanna og Natóríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. Sú barátta er einmitt það sem George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, leggur hvað mesta áher- slu á í viðræðum sínum við ráða- menn hinna Natóríkjanna í Prag. Búist er við því að Nató sam- þykki á fundinum í Prag að auka verulega framlag sitt til barátt- unnar gegn hryðjuverkastarfsemi. Rússar gerðu einnig samning við Nató í maí síðastliðnum um sameiginlega ákvarðanatöku í þeirri baráttu og fleiri málum. Rússar telja þennan samning mikla framför frá fyrri samstarfs- samningi þeirra við Nató árið 1997. „Ólíkt því sem áður var, þegar Nató gerði ekki annað en að kynna fyrir okkur sameiginlega afstöðu sína, þá erum við nú að taka ákvarðanir í sameiningu,“ sagði Kuznetsov. „Og með því að starfa saman höfum við fengið betri skilning á hvor öðrum.“ ■ Rússar farnir að sætta sig við Nató Andstaða Rússa við stækkun Nató til austurs hefur snarminnkað. Samstarf og sameiginleg ákvarðanataka hafa dregið úr gagnkvæmri tortryggni. MIKIL ÖRYGGISGÆSLA Tékkneska lögreglan ætlar að vera við öllu búin. Leiðtogar Natóríkjanna 19 eru komnir til Prag, höfuðborgar Tékklands, þar sem þeir ætla meðal annars að taka ákvarðanir um stækkun bandalagsins. AP /P ET ER D EJ O N G John Lee Malvo: Ekki sendur í geðrannsókn FAIRFAX, VIRGINÍU, AP Dómari í Virg- iníu í Bandaríkjunum hefur neit- að beiðni lögfræðinga um að John Lee Malvo, 17 ára gamall drengur sem grunaður er um að- ild að leyniskyttumorðunum í landinu, verði látinn gangast undir geðrannsókn. Það var verj- andi Malvo sem óskaði eftir rannsókninni til að komast betur inn í hugarheim Malvo. Vill hann komast að því hvort pilturinn eigi að bera við geðveiki fyrir dómstólum. Dómarinn í málinu sagði beiðnina um geðrannsókn vera ótímabæra. Slík rannsókn mætti fara fram þegar málið fer fyrir dómstóla. Malvo og John Allen Muhammad eiga báðir yfir höfði sér dauðadóm verði þeir fundnir sekir. ■ TVEIR Á SLYSADEILD Tveir voru fluttir á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir árekstur á Þór- unnarstræti á Akureyri á ní- unda tímanum í gærmorgun. Ökumaður annars bílsins og farþegi í hinum slösuðust. Var farþeginn ekki í öryggisbelti. Meiðsl þeirra eru ekki talin al- varleg. Fjarlægja þurfti bílana með kranabíl. FÍKNIEFNI Í BÍL Tveir menn voru handteknir í miðborg Reykjavíkur í fyrrinótt eftir að fíkniefni fundust í bíl þeirra. Annar fékk að fara eftir skýrslutöku en hinum var hald- ið eftir. Gisti hann fanga- geymslur og var yfirheyrður í gærdag. Maðurinn hefur áður komið við sögu fíkniefnamála. Þá voru tveir aðrir handteknir í fyrrinótt. Voru þeir staðnir að verki við innbrot í bíl í Ármúl- anum. LÖGREGLUFRÉTTIR ORÐRÉTT SÖGULAUS ANDLIT Hrukkulaust andlit verður hvorki dýrkeypt né auðkeypt, bara keypt. Guðmundur Andri Thorsson um hrukkuaðgerðir. DV, 20. nóvember. SVINDLIÐ TALIÐ Í ANNAÐ SINN Við fórum yfir öll gögn og alla pappíra og ekkert óeðlilegt kom fram. Jóhann Kjartansson, formaður kjör- stjórnar Sjálfstæðisflokksins í Norðvestur- kjördæmi. Morgunblaðið, 20. nóvember. HEIL 24% Maður með slíkt bak- land þarf ekki á því að halda að beita brögð- um. Árni M. Emilsson um Sturlu Böðvars- son. Morgunblaðið, 20. nóvember. Sérsveitir frá Afganistan: 150 heim CANBERRA, ÁSTRALÍU, AP Ástralar ætla að senda 150 manna sérsveit- arlið sitt heim frá Afganistan eftir árs veru í landinu. Að sögn John Howard, forsætisráðherra Ástral- íu, munu flestir mannanna fara heim fyrir jól. Sagði hann að þörf- in fyrir sérsveitarlið í Afganistan hafi minnkað eftir að ákveðið var að leggja áherslu á endurbygg- ingu í landinu í stað hernaðarað- gerða. Að sögn Howard mun Ástralía halda áfram að leggja sitt af mörk- um til stríðsins gegn hryðjuverk- um. Sagði hann að í janúar á næsta ári verði tvær eftirlitsflugvélar og tvö herskip á Persaflóa til að framfylgja viðskiptabanni Sam- einuðu þjóðanna á Írak. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.