Fréttablaðið - 21.11.2002, Page 12

Fréttablaðið - 21.11.2002, Page 12
12 21. nóvember 2002 FIMMTUDAGUR Framsóknarmenn í Reykjavík suður: Deilt um annað sætið STJÓRNMÁL Framsóknarmenn í Reykjavík eru ekki á eitt sáttir um hver skuli skipa annað sæti á lista flokksins í Reykjavík suður. Ljóst er að Jónína Bjartmarz skipi efsta sætið en óvissa ríkir um hver skuli skipa annað sætið, sem margir Framsóknarmenn vonast til að skili flokknum þingsæti við næstu kosn- ingar. Nafn Guðjóns Ólafs Jónssonar, formanns kjördæmisráðs, hefur ít- rekað verið nefnt í tengslum við annað sætið. Þó Guðjón segist sjálf- ur enga ákvörðun hafa tekið velkj- ast Framsóknarmenn sem blaðið ræddi við ekki í vafa um að hann sækist eftir sætinu. Guðjón er umdeildur innan flokksins og ljóst af samtölum við fólk sem tekur virkan þátt í flokks- starfinu að framganga hans sem formaður kjördæmisráðs og á aðal- fundi ungra framsóknarmanna í kjördæminu hefur aflað honum óvina sem mega ekki til þess hugsa að hann skipi annað sætið. Einn þeirra sem ekki vilja sjá hann þar sagði menn leita logandi ljósi að frambjóðanda til að bjóða fram í stað Guðjóns. Alls óvíst er þó í dag hver það kynni að vera. Enn hafa fáir verið nefndir við sætið. Þó hefur nafn Þráins Bertelssonar borið á góma. Eins er vitað að sumir gátu hugsað sér Dagnýju Jónsdóttur, formann Sambands ungra framsóknar- manna, í því sæti en sjálf vill hún í framboð í Norðausturkjördæmi. ■ HALLDÓR KYNNTUR TIL SÖGUNNAR Þegar Halldór þekktist boð um að taka efsta sætið í Reykjavík norður þótti ljóst hvernig þrjú af fjórum efstu sætunum myndu raðast. Spennan stendur um annað sætið sunnan- megin í borginni. Vonum að við fáum viðbótarkvóta Í Sandgerði hefur þorskkvótinn minnkað um 90 prósent á síðustu fimm árum. Bæjarstjórinn segir vonir standa til að sjávarútvegráðherra úthluti kvóta í byggðarlagið í næsta mánuði. SJÁVARÚTVEGSMÁL „Já, það er rétt, allur kvóti hefur nær horfið úr Sandgerði á undanförnum árum. Það voru um það bil 11.000 þorskígildistonn í bæjarfélaginu árið 1998 en eru nú 1.100 tonn,“ segir Sigurður Valur Ásbjörnsson, bæjarstjóri í Sand- gerði. Hann segir það sama hafa verið að gerast í öðrum bæjarfélögum á Suðurnesjum. „Ég hef oft sagt áður að ég vildi ekki reka þetta bæjar- félag einhvers staðar úti á lands- byggðinni. Það skiptir hins vegar miklu máli hér að bæirnir hér í kring eru eitt og sama atvinnusvæði og því hefur minnkun kvótans ekki haft sömu áhrif hér eins og ef því væri hátt- að á annan veg.“ Sigurður Valur segir að þegar Haraldur Böðvarsson og Co. hafi á sínum tíma keypt útgerðarfélag- ið Miðnes hafi verið talað um að reksturinn yrði með svipuðum hætti en það hafi farið á annan veg. „Við erum nú að láta skoða hvað hægt er að gera í því sam- bandi.“ Sigurður segir að þrátt fyrir að kvótinn hafi færst úr byggðarlag- inu hafi komið önnur fyrirtæki sem skapi mönnum vinnu og nefn- ir hann í því sambandi fyrirtæki eins og Nýfisk, sem vinni fisk af fiskmörkuðum til útflutnings, en þar starfa að minnsta kosti um 40 manns. „Við erum að vinna í því að finna lausn á því að fá kvóta í byggðarlagið en getum ekki greint frá því að svo stöddu hvað við erum að hugsa í því sambandi. Það er hins vegar ekkert launung- armál að sjávarútvegsráðherra mun á næstunni úthluta kvóta sem við gerum okkur vonir um. Byggðarkvótinn sem Bolvíkingar fengu á sínum tíma breytti miklu fyrir þá. Á sama hátt vonumst við til þess að kvóti til okkar, auk ann- arra ráðstafana sem eru í farvatn- inu, tryggi atvinnulífið á staðnum.“ bergljot@frettabladid.is „Það er ekk- ert launungar- mál að sjávar- útvegsráð- herra mun á næstunni út- hluta kvóta sem við ger- um okkur von- ir um. “ SIGURÐUR VALUR ÁSBJÖRNSSON, BÆJARSTJÓRI Í SANDGERÐI Fólki hefur ekki fækkað þrátt fyrir að kvótinn hafi að mestu horfið. Ný stofnun á nýjan stað: Umhverfis- stofnun valinn staður FLUTNINGAR Ný Umhverfisstofn- un, sem tekur til starfa um næstu áramót, verður til húsa að Suðurlandsbraut 24, þar sem Íbúðalánasjóður var áður. Varð húsnæðið fyrir valinu eftir að ráðuneytismenn höfðu farið víða í leit að hentugum stað fyrir stofnunina, sem líklega verður einhver sú umfangsmesta á veg- um ríkisins í nánustu framtíð. Meðal annarra bygginga sem skoðaðar voru og þóttu koma til greina var gamla DV-húsið við Þverholt. Það stendur því enn autt: „Þetta er fínt hús og við stefn- um að því að flytja inn um leið og Umhverfisstofnunin tekur form- lega til starfa um áramótin,“ seg- ir Davíð Egilsson, forstjóri Um- hverfisstofnunar og eini starfs- maður henar enn sem komið er. ■ Ísafjörður - Bíldudalur: Áætlunar flug á vest- fjörðum SAMGÖNGUR Vestfirðingar kætast nú yfir áætlunarflugi á milli Ísa- fjarðar og Bíldudals sem hefst um næstu mánaðamót. Flogið verður á Cessna - flugvél frá Ísa- firði klukkan tíu að morgni á þriðjudögum og fimmtudögum og aftur frá Hvassanesflugvelli við Arnarfjörð þremur stundar- fjórðungum síðar. Á föstudögum verður svo flug frá Ísafirði klukkan korter fyrir tólf og til- baka frá Bíldudal laust fyrir klukkan hálfeitt. Það er Íslandsflug sem sér um áætlunarflugið og verður flogið svo lengi sem farþegar eða varn- ingur er til staðar. ■ Pharmaco: Endurbætur á Möltu LYFJAIÐNAÐUR Pharmaco hf. hefur lokið fyrsta áfanga endurbóta á lyfjaverksmiðju sinni á Möltu. Eftir endurbæturnar uppfyllir lyfjaverksmiðja Pharmaco ítr- ustu kröfur Evrópusambandsins og opnast þar með nýir markaðir fyrir lyf fyrirtækisins í Evrópu. Framleiðslugeta verksmiðjunnar er um 2,5 milljarðar taflna á ári. Einnig var opnuð ný rannsóknar- aðstaða. Fyrirtækið hefur sett sér metnaðarfull markmið um vöxt og telur nýju verksmiðjuna mik- ilvægan áfanga í að tryggja hann. ■ Rændu bensínstöð: Héldu af- greiðslukon- unni fastri ÞJÓFNAÐUR Tveir hettuklæddir karlmenn rændu bensínafgreiðslu Olís við Skúlagötu í Reykjavík um hálftíuleytið á þriðjudagskvöld. Mennirnir réðust að tvítugri af- greiðslukonu sem var ein í versl- uninni. Þeir héldu henni fastri meðan þeir opnuðu peningakass- ann og höfðu á brott með sér um tólf þúsund krónur í peningum og einn farsíma. Mennirnir hlupu í burtu með ránsfenginn og um leið tilkynnti afgreiðslukonan atburðinn. Rann- sóknardeild lögreglunnar kannar nú málið. ■ Harðfisksmyglari: Gripinn í Færeyjum SMYGL Íslenskur sjómaður var ný- lega gripinn í Færeyjum með 60 kíló af harðfiski. Tildrög málsins voru þau að sjómaðurinn, sem er í millilandasiglingum milli Íslands og Evrópu, hafði fallist á að taka með sér harðfiskinn, sem er vöruprufa, og afhenda í Færeyj- um. Sá sem tók við harðfiskinum var gripinn og hann benti á smygl- arann. Maðurinn með harðfiskinn var handtekinn með góssið en sleppt eftir að hafa lagt fram 100 þúsund króna tryggingu. Ekki hefur verið dæmt í máli íslenska sjómannsins. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.