Fréttablaðið - 21.11.2002, Blaðsíða 16
16 21. nóvember 2002 FIMMTUDAGURÍSHOKKÍ
SVÍI Í VANDRÆÐUM
Pavel Brendl, leikmaður Philadelphia
Flyers, gaf ekkert eftir gegn Svíanum
Jimmie Olvestad, leikmanni Tampa Bay, í
leik liðanna í bandarísku NHL-deildinni í
íshokkí. Svo virðist sem fólskubragð Brendl
hafi virkað því leikurinn endaði með sigri
Flyers, 3:2.
FÓTBOLTI
ÍÞRÓTTIR Í DAG
15.00 Sjónvarpið
Landsleikur í fótbolta (Þýska-
land-Holland endurs.)
16.45 Sjónvarpið
Landsleikur í fótbolta (Eist-
land-Ísland endurs.)
18.00 Sýn
Sportið
18.30 Sýn
Heimsfótbolti með Western
Union
19.15 Keflavík
Körfubolti kv.1.deild (Keflavík-
Njarðvík)
19.15 Ásvellir
Körfubolti kv. 1. deild (Haukar-
KR)
20.00 Sjónvarpið
Landsmót hestamanna (1:2)
22.30 Sýn
Sportið
23.00 Sýn
HM 2002
KÖRFUBOLTI Dallas Mavericks sigr-
aði í ellefta leik sínum í röð þegar
liðið bar sigurorð af meisturum
Los Angeles Lakers í NBA-deild-
inni í körfubolta með 98 stigum
gegn 72.
Dallas hefur aldrei unnið
Lakers með jafn miklum mun.
Þetta var jafnframt aðeins í
fimmta sinn í 46 viðureignum frá
árinu 1991 sem Dallas sigrar
Lakers.
Aðeins níu önnur lið í sögu
deildarinnar hafa náð því að sigra í
11 fyrstu leikjum sínum í deild-
inni. Þau lið sem síðast náðu því af-
reki eru Atlanta Hawks og L.A.
Lakers, tímabilið 1997-98.
Houston Rockets (1993-94) og Was-
hington Capitols (1948-49) eiga
metið hvað varðar bestu byrjun í
deildinni með 16 sigrum í röð.
Steve Nash skoraði 21 stig fyr-
ir Dallas í leiknum, þar af 17 í
fyrri hálfleik. Dirk Nowitski og
Michael Finley áttu einnig góðan
leik. Nowitski setti 18 stig og tók
17 fráköst og Finley skoraði 18
stig og tók 15 fráköst. Þetta var
sjötta tap meistara Lakers í síð-
ustu sjö leikjum. Liðið hefur að-
eins unnið þrjá af fyrstu 11 leikj-
um sínum í deildinni. Liðið virðist
sakna Shaquille O´Neal, miðherja
liðsins, sárlega, en hann á við
meiðsl að stríða.
„Ég leit í kringum mig í bún-
ingsklefanum og sá hvergi glam-
pa í augunum á mönnum,“ sagði
Kobe Bryant, leikmaður L.A.
Lakers, eftir leikinn. „Menn eru
hálfsofandi. Það vantar allan vilja
og kraft.“
Mark Jackson, leikmaður Utah
Jazz, er kominn í þriðja sæti yfir
þá leikmenn sem gefið hafa flest-
ar stoðsendingar í sögu deildar-
innar. Jackson náði áfanganum í
leik gegn Phoenix Suns á þriðju-
dagskvöld. Fór hann fram úr goð-
sögninni Oscar Robertson með
því að gefa fjórar stoðsendingar í
leiknum, sem endaði með sigri
Jazz, 99:76.
„Þetta er mikil blessun,“ sagði
Jackson eftir leikinn. „Ég geri
mér grein fyrir því hvað Oscar
Robertson hefur gert fyrir leikinn
og hvers konar leikmaður hann
var. Þetta er mikill heiður.“
Jackson hefur nú gefið 9.890
stoðsendingar í NBA-deildinni.
Félagi hans hjá Utah Jazz, John
Stockton, er stoðsendingakóngur
deildarinnar með 15.259 sending-
ar. ■
Dallas nálgast NBA-metið
Dallas Mavericks vann 11. sigur sinn í röð, gegn meisturum L.A. Lakers, í NBA-deildinni í
körfubolta. Metið í flestum sigurleikjum í röð í upphafi leiktíðar er 16 leikir. Mark Jackson, leik-
maður Utah Jazz, er kominn í þriðja sæti yfir stoðsendingakónga deildarinnar frá upphafi.
NASH
Steve Nash, leikmaður Dallas Mavericks, leikur framhjá Stanislav Medvedenko, leikmanni
L.A. Lakers, í leik liðanna á þriðjudagskvöld. Nash skoraði 21 stig í leiknum.
BOX Heimsmeistarinn í léttþunga-
vigt, Roy Jones, hefur misst IBF-
meistaratign sína eftir hafa neitað
að slást við áskorendanum Anton-
io Tarve. Þess í stað hefur Jones
ákveðið að keppa við John Ruiz,
sem er þungavigtarmeistari hjá
WBA-sambandinu.
Sá bardagi verður haldinn
þann 1. mars á næsta ári í Las
Vegas.
Jones hafði frest fram á mánu-
dag til að áfrýja dómi IBF en
ákvað að gera það ekki.
Talið er að Jones eigi erfiða
viðureign fyrir höndum gegn
Ruiz, sem er töluvert þyngri
keppandi. ■
Roy Jones missti IBF-titilinn í hnefaleikum:
Neitaði að slást
við Tarve
FÓTBOLTI Argentínska landsliðið í
knattspyrnu sigraði Japan í vin-
áttuleik í gær með tveimur
mörkum gegn engu. Juan Pablo
Sorin, leikmaður Lazio, skoraði
fyrra mark leiksins eftir send-
ingu frá Juan Sebastian Veron.
Hernan Crespo bætti öðru
marki við eftir sendingu frá
Ariel Ortega. Japan hefur þar
með tapað síðustu fjórum lands-
leikjum sínum gegn Argent-
ínu.Brasilía bar sigurorð af Suð-
ur-Kóreu með þremur mörkum
gegn tveimur. Ronaldinho skor-
aði sigurmarkið úr vítaspyrnu á
síðustu mínútum leiksins. Ron-
aldo skoraði fyrstu tvö mörk
Brasilíu í leiknum. ■
Vináttulandsleikur í fótbolta:
Argentína
vann Japan
HERNAN CRESPO
Crespo fagnar marki sínu gegn Japan.
AP/M
YN
D
Lothar Matthäus, fyrrverandileikmaður Bayern München
og þýska landsliðins í knatt-
spyrnu, hefur slitið öll tengsl við
sitt gamla félag. Ástæðan er deila
hans við stjórnanda félagsins, Uli
Höness, um slaka frammistöðu
Bayern í Meistaradeild Evrópu.
„Bayern verður alltaf til staðar í
hjarta mínu,“ sagði Matthäus,
sem vann 7 deildarmeistaratitla
með liðinu á sínum tíma. ■