Fréttablaðið - 21.11.2002, Side 32
Miðbærinn er dauður – lengi lifi... Þetta er afskaplega vinsæl
klisja í Reykjavík samtímans. Að
miðbærinn sé steindauður á daginn
en lifni svo við í einhverjum sora á
kvöldin. Ég verð að viðurkenna að
ég kannast ekki alveg við þennan
steindauða miðbæ. Ég á nokkuð oft
leið um miðbæinn á daginn og er
hreint ekkert einmana þar, finnst
bara heilmargt fólk vera á ferli.
Varla er það út af engu. Þetta fólk
hlýtur að eiga erindi í einhverjar af
þeim búðum – sem klisjan segir að
séu örfáar – sem þar eru, nú eða á
kaffihús.
SÉRSTAKLEGA kannast ég ekki
við að miðbærinn hafi verið svo mik-
ið meira lifandi hér áður fyrr. Mér
er í barnsminni þegar pollagrænir
strætisvagnar óku niður Laugaveg-
inn og um Austurstræti og man ekki
eftir því að á þeim tíma hafi verið
fleira fólk á ferli, að minnsta kosti
ekki á Laugaveginum.
MÉR er líka í barnsminni ferð okk-
ar móður minnar, einhvern tíma um
eða upp úr 1970, frá Hlemmi og alla
leið niður í Gefjun-Iðunni Austur-
stræti í leit að gúmmístígvélum á
mig, barnið. Þau fengust bara
hvergi, ekki í nokkurri einustu skó-
verslun á þessari leið. Er þetta hin
blómlega verslun í miðbænum sem
fólk er að rifja upp? Og á þeim tíma
var ekki í önnur hús að venda í leit
að gúmmístígvélum. Nú er þó hægt
að fara annað eftir því sem maður
finnur ekki í miðbænum. Og allt í
lagi með það.
ÞAÐ vill nefnilega gleymast að þótt
verslun hafi dreifst á seinni árum er
hún talsvert meiri en áður var. Það
vill líka gleymast að það er ekki svo
langt síðan að hægt var að telja á
fingrum annarrar handar þá staði
sem hægt var að setjast inn til að fá
sér kaffi í bænum og aðeins var
hægt að fá gott kaffi á Mokka -
hvergi annars staðar.
ÞEIR eru margir sem reyna að tala
niður miðbæinn. Ég held samt að
það verði aldrei hægt. Það er alltaf
til kjarni fólks sem helst vill sækja
sér þann varning sem það þarf í
miðbænum og jafnvel búa þar og
starfa. Hann lengi lifi!
G l i t n i r e r h l u t i a f Í s l a n d s b a n k a
K i r k j u s a n d i • 1 5 5 R e y k j a v í k • w w w . g l i t n i r . i s • S í m i 4 4 0 4 4 0 0
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Bakþankar
Steinunnar Stefánsdóttur
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
0
5
3
7
8
Fyrsta starfið
www.bi.is
Lífeyrisauki Búnaðarbankans
Það borgar sig að byrja snemma að huga að lífeyrissparnaði ef þú
vilt njóta þeirra tækifæra sem í boði eru þegar starfsævi þinni lýkur.
Ef þú byrjar strax að spara þegar komið er á vinnumarkaðinn gætir
þú átt rúmlega 22 milljónir* í viðbótarlífeyrissparnaði þegar þú hættir
að vinna. Í Lífeyrisauka Búnaðarbankans bjóðast þér þægilegar og
traustar leiðir sem gera þér kleift að búa þig undir fjárhagslegt öryggi
í framtíðinni og hætta eða minnka við þig í starfi við 60 ára aldur.
*m.v. að launþegi greiði 4% af 250.000 kr. mánaðarlaunum, ríki og launagreiðandi
greiði 2,4% mótframlag og ávöxtun verði 6% á ári í 35 ár.
Miðbærinn
lengi lifi