Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.11.2002, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 22.11.2002, Qupperneq 2
2 22. nóvember 2002 FÖSTUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Borið hefur á því að fólk hefur haft samband við Trygg- ingastofnun og spurt um svokallað- an kvóta hjá sérfræðilæknum, að því er kom fram á blaðamanna- fundi sem Tryggingastofnun efndi til í gær. Þar vakti stofnunin athygli á að fólk hefði hringt og kannað hvort rétt væri að sérfræðilæknar hefðu rétt til að vísa sjúklingum frá vegna þess að „kvótinn“ væri bú- inn. Í samningum Tryggingastofnun- ar við sérfræðinga er ekki til neitt sem heitir kvóti, að sögn Kristjáns Guðjónssonar, framkvæmdastjóra sjúkratryggingasvið. Hann segir sérfræðingum óheimilt að bjóða umbeðna eða tiltekna þjónustu gegn því að sjúklingur greiði sjálf- ur samningsbundinn hluta Trygg- ingastofnunar. „Hið rétta er að í samningum Tryggingastofnunar við sérfræði- lækna er gert ráð fyrir að eftir ákveðin mörg læknisverk beri þeim að gefa afslátt. Svo virðist sem þeim tímapunkti sé náð. Þar sem þeir fá ekki fulla greiðslu fyrir læknisverkin er sjúklingum ein- faldlega vísað frá og þeim sagt að koma eftir áramót. Þetta er alfarið brot á samningum og er ekki í nein- um takti við þá samninga sem við höfum gert við þá,“ segir Kristján. Elínborg Guðmundsdóttir, for- maður Félags augnlækna, segist ekki kannast við að sjúklingum sé vísað frá. „Ég á bágt með að trúa að það sé gert. Ég veit að dregið hefur verið úr augnsteinskiptingum vegna þess að ekki verður varið meira fé til þess á árinu. Aðrar að- gerðir á stofum veit ég ekki betur en að séu gerðar.“ ■ Sérfræðingar vísa sjúklingum frá: Engir kvótar á læknisverk TRYGGINGASTOFNUN Alfarið óheimilt að neita sjúklingum um aðgerðir á þeim forsendum að kvótinn sé búinn. MENNTAMÁL Fyrsta árs læknanemar sem tóku þátt í úrtökuprófi á dög- unum þar sem meðal ann- ars var spurt um litinn á Barbapabba hafa kært útfærslu prófsins til stúdentaráðs. Nemend- urnir telja að þarna hafi verið um misnotkun á greindarprófi að ræða. Réttindastofu stúdenta hefur verið falið að vísa málinu til Sálfræðingafé- lags Íslands til umsagnar. Nemendurnir telja að til grundvallar fyrsta hluta úrtökuprófsins hafi verið lagt svokallað Raven-próf og fyrir- lögn þess fái hvorki staðist siða- né starfsreglur Sálfræðingafé- lagsins. Nemendur vekja á því athygli að þeim hafi ekki verið sagt að prófið væri greindarpróf. Þeir telja hnökra í fyrirlögn prófs- ins vera slíka að niður- stöður þess hljóti að vera marklausar. Brynjólfur Stefáns- son, formaður stúdenta- ráðs, staðfesti að málið væri komið á hans borð. „Hingað hafa leitað stúdentar vegna fram- kvæmdar prófsins og ákveðinna atriða þess. Við munum kanna málið og leita eftir umsögnum vegna þess. Þá höfum við þegar sent Sálfræðingafélagi Ís- lands erindi vegna prófsins,“ segir Brynjólfur. ■ BRYNJÓLFUR STEFÁNSSON Stúdentaráð fjallar um mál læknanemanna sem voru spurðir um Barbapabba. Læknadeild: Barbapabbamálið kært til stúdentaráðs VIÐSKIPTI Afkoma Flugleiða var um- fram væntingar markaðsaðila. Við- snúningur félagsins frá fyrra ári var um fjórir millj- arðar. Forsvars- menn Flugleiða segja að rekja megi helming viðsnún- ingsins til ytri þátta. Hinn helminginn má rekja til betri ár- angurs í rekstri. Hagnaður félagsins var 3,3 milljarðar fyrstu níu mánuði ársins. Gengi bréfa félagsins hefur hækkað um tæp 200% frá áramótum. Jónas G. Friðþjófsson hjá grein- ingardeild Landsbankans - Lands- bréfa segir að fyrir fram hafi verið búist við góðu uppgjöri. Afkoman hafi þó verið heldur betri en flestir bjuggust við. Jónas segir að þær ytri aðstæður sem ráði mestu um bætta afkomu séu lækkandi vextir í Bandaríkjunum, eldsneytisverð og styrking evru á móti dollar. „Flug- leiðir eru með hærra hlutfall tekna í evrum og hærra hlutfall gjalda í dollurum. Styrking evru kemur því fyrirtækinu til góða.“ Jónas segir að rekstur fyrirtæk- isins hafi verið hæpin síðustu þrjú til fjögur ár. Stjórnendur fyrirtæk- isins hafi unnið að skipulagsbreyt- ingum. „Þeir innleiddu þær breyt- ingar ekki að fullu fyrr en eftir 11. september.“ Jónas segir að gengi bréfanna á markaði hafi endurspeglað minnk- andi trú manna á að rekstur fyrir- tækisins gengi upp. „Þær aðgerðir eru greinilega að skila sér í rekstr- inum.“ Millilandaflugi Flugleiða má skipta í þrennt: farþegar á leið yfir Atlantshafið, ferðamenn á leið til Íslands og Íslendingar á leið til út- landa. „Aðalvöxturinn er í ferða- mannamarkaðnum og verðið sem fyrirtækið fær er hærra af ferða- mönnunum en þeim sem eru að fljúga yfir Atlantshafið,“ segir Jónas. Flugleiðum hafi tekist að breyta samsetningu farþega sinna og það skili sér í betri framlegð. Gengi bréfa Flugleiða hefur hækkað mikið það sem af er árinu. Jónas segir að markaðurinn hafi misst trú á fyrirtækinu, en sé að öðlast hana aftur: „Verðið í dag er ekki mjög hátt ef gert er ráð fyrir að hér sé um varanlegan rekstrar- bata að ræða“. Hann tekur þó fram að líklegt verði að teljast að árið í ár teljist óvenju gott, enda þótt skýr merki séu um bata í rekstrinum til lengri tíma. haflidi@frettabladid.is Hluti afkomubata vegna breytinga Markaðurinn bjóst við góðu uppgjöri Flugleiða. Niðurstaðan var betri en búist var við. Viðsnún- ingur í rekstri var fjórir milljarðar. Helmingurinn af því er vegna ytri aðstæðna. Gengi bréfa Flugleiða hefur hækkað um tæp 200% frá áramótum. Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Okóber Nóvember 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 5,5 LOKSINS VIÐSNÚNINGUR Flugleiðir hafa mátt þola nokkur mögur ár, en nú hefur rofað til í rekstri félagsins. Ytri aðstæður og betri rekstur skila félaginu fjögurra milljarða viðsnúningi. Aðalvöxturinn er í ferða- mannamark- aðnum og verðið sem fyrirtækið fær er hærra af ferðamönnun- um en þeim sem eru að fljúga yfir Atl- antshafið SEXTUGUR Í 15 MÁNAÐA FANG- ELSI Hæstiréttur dæmdi í gær tæplega sextugan karlmann í 15 mánaða fangelsi fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn öðrum karl- manni á fimmtugsaldri í eða við nuddstofu í Kópavogi. Maðurinn notaði einu sinni rafmagnsstuð- byssu og ók bifreið sinni einu sinni á hann þar sem hann var fótgangandi. DÓMSMÁL Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, vegna fréttar í Fréttablaðinu í gær þar sem fram kom að framkvæmdastjórn ESB telji ómögulegt að fella nið- ur tolla af sjávarafurðum nema bann við fjárfesting- um útlendinga í sjávarútvegi verði afnumið. Það kemur ekki til álita að mínu mati að skipta á niðurfellingu tolla af sjávarafurð- um og fjárfestingu erlendra aðila í sjávarút- vegi. Það eru engin rök fyrir því að heimila frekari fjárfestingar útlendinga í íslenskum sjávarútvegi heldur en nú þegar er heimilt samkvæmt íslenskum lögum. Mörgum finnst lögin of rúm nú þegar. SPURNING DAGSINS Eigum við að leyfa fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegi? ALÞJÓÐAHÚSIÐ Portúgalskur saltfiskur og pólsk myndlist. Alþjóðahúsið: Veitinga- rekstur einkavæddur MIÐBÆRINN Stjórn Alþjóðahússins við Hverfisgötu hefur ákveðið að skilja veitingarekstur hússins frá annarri starfsemi frá og með næstu áramótum. Gerist það í framhaldi af at- hugasemdum Samtaka ferðaþón- ustunnar, sem sendu borgarstjóra bréf þar sem farið var fram á skýringar á því hvers vegna borg- in stæði í veitingarekstri í sam- keppni við önnur veitingahús. „Veitingareksturinn verður seldur og einkarekinn í framtíð- inni,“ segir Bjarney Friðiksdóttir, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss- ins. „Þó er ekki víst að farið verði í útboð.“ Rekstur veitingahússins í Al- þjóðahúsinu hefur gengið vel. Nú eru þar á borðum saltfiskréttir frá Portúgal. Á veggjum hanga svo myndir eftir pólska lista- menn. ■ ÞRÓUN HLUTABRÉFAVERÐS FLUGLEIÐA Á ÁRINU FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.