Fréttablaðið - 22.11.2002, Qupperneq 10
10 22. nóvember 2002 FÖSTUDAGURSVONA ERUM VIÐ
FARÞEGAFJÖLDINN TVÖFALDAST
Fjöldi þeirra sem hafa farið með Herjólfi
milli lands og Vestmannaeyja hefur rúm-
lega tvöfaldast á einum áratug að því er
fram kemur í svari samgönguráðherra við
fyrirspurn Kjartans Ólafssonar, þingmanns
Sjálfstæðisflokks af Suðurlandi. Flugfar-
þegum hefur hins vegar fækkað um
fimmtung frá því mest var 1998 og 1999,
þeir voru innan við 80.000 í fyrra.
DANMÖRK Einungis fimmti hver
jafnaðarmaður í Danmörku hef-
ur trú á því að Mogens Lykketoft
geti aflað flokknum nægilegs
fylgis til þess að komast í stjórn
eftir næstu kosningar.
Þetta kemur fram í skoðana-
könnun sem sagt var frá í danska
dagblaðinu Jyllandsposten í gær.
Lykketoft sækist eftir því að
verða formaður flokksins nú þeg-
ar Poul Nyrup Rasmussen hefur
sagt af sér. Nýr formaður verður
valinn á aukalandsfundi flokks-
ins 14. desember.
Lykketoft er einn reyndasti
stjórnmálamaður Danmerkur.
Hann þykir slyngur í að koma
sínum málum fram, þótt hann
eigi kannski ekki auðvelt með að
ná til almennings. Sjálfur viður-
kenndi hann í útvarpsviðtali á
þriðjudag að hann þurfi að forð-
ast það þunglamalega stofnana-
mál, sem hann hefur tamið sér að
tala. Hann segist þess fullviss að
sér takist leysa úr þeim vanda.
Lykketoft hefur, þrátt fyrir
vantrú almennra flokksmanna,
mikinn stuðning meðal flestra
þingmanna flokksins til þess að
taka við leiðtogaembættinu. Nán-
ast öruggt þykir að hann verði
fyrir valinu, enda virðast aðrir
þingmenn flokksins ófáanlegir til
að taka þetta embætti að sér. ■
FARÞEGAFJÖLDI SÍÐUSTU ÁRA
Ár Farþegafjöldi
1992 48.555
1993 52.006
1994 60.562
1995 65.227
1996 70.105
1997 80.361
1998 78.817
1999 78.518
2000 88.582
2001 102.325
HEILSA Bláa lónið hefur brugðið á
það ráð að bjóða gestum sínum
nudd ofan í lóninu sjálfu. Geta
gestir valið á milli þess að láta
nudda sig í kafi eða þá fljótandi á
sérútbúnum dýnum: „Þá fljóta
þeir ofan á vatninu og nuddarinn
stendur hjá,“ segir Magnea Guð-
mundsdóttir, markaðsstjóri Bláa
lónsins.
„Við bjóðum upp á 10 mínútna
axlanudd og 50 mínútna heil-
nudd,“ segir hún. Axlanuddið
kostar 1.200 krónur en heilnudd-
ið 5.500 krónur. Fjórir nuddarar
hafa verið ráðnir til Bláa lónsins
til að sinna verkinu og er nóg að
gera þó aðsókn hafi eilítið dregist
saman:
„Við fundum fyrir 11. septem-
ber á fyrra hluta ársins en nú er
þetta allt að koma,“ segir Magnea,
en í fyrra voru gestir Bláa lónsins
315 þúsund talsins. Útlendingar
voru í miklum meirihluta en ís-
lenskir gestir um 100 þúsund tals-
ins. Nú vinna verkfræðingar að
því að hanna hugmyndir að nýjum
gufuböðum við lónið en stefnt er
að því að hafa þau nýstárleg og án
hliðstæðu hér á landi. Sú vinna er
þó enn á frumstigi. ■
NUDD Í LÓNI
Fimm mínútur kosta 1.200 krónur.
PRÓFKJÖR Minni spenna er í kring-
um prófkjör Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík en oft áður. Ljóst
er hverjir skipa tvö efstu sætin
og telja ýmsir líklegt að það
verði til þess að draga úr kjör-
sókn. Eftir stendur þó að hart
verður barist um næstu átta
sæti sem gætu gefið þingsæti og
nokkrar megin-
línur farnar að
skýrast um hverj-
ir berjast um
hvaða sæti.
S j á l f s t æ ð i s -
menn sem blaðið
ræddi við greinir
á um hvort Björn
Bjarnason eða
Sólveig Pétursdóttir beri sigur
úr býtum í baráttunni um þriðja
sætið í prófkjörinu. Reyndar var
það svo að viðmælendur blaðs-
ins skiptust nákvæmlega jafnt í
spám sínum um hvort þeirra
hefði betur.
Flestir voru á því að Ásta
Möller og Pétur Blöndal myndu
berjast um fimmta sætið en
greindi á um hvort þeirra hefði
betur. Einn sagði Guðmund Hall-
varðsson geta blandað sér í bar-
áttuna um fimmta sætið og allir
voru sammála um að hann væri
öruggur um að halda þingsæti
sínu.
Sömu sögu er ekki að segja
um þær Katrínu Fjeldsted og
Láru Margréti Ragnarsdóttur.
Viðmælendur blaðsins voru
sammála um að Lára Margrét
stæði veikast af þingmönnum
flokksins. Töldu flestir líklegt að
hún yrði annað hvort í baráttu-
sæti eða neðar. Fleiri höfðu trú á
að Katrín næði í öruggt sæti en
sumir höfðu trú á því að hún
gæti verið völt í sessi ef nýliðar
næðu mjög góðum árangri í
prófkjörinu. Það yrði þó óvænt.
Nær allir voru sammála um
að Guðlaugur Þór Þórðarson
ætti mesta möguleika á að ná
þingsæti af nýliðunum sem gefa
kost á sér. Flestir voru á því að
hann ætti að komast upp fyrir
Katrínu og Láru Margréti, aðra
eða báðar. Ólíklegt væri þó að
nýliði færi mikið ofar en í átt-
unda sætið.
Hinir nýliðarnir sem eru tald-
ir eiga besta möguleika eru Sig-
urður Kári Kristjánsson og Stef-
anía Óskarsdóttir. Sigurður Kári
er sagður njóta stuðnings
flokksforystunnar auk ungra
sjálfstæðismanna og hafa for-
skot á Ingva Hrafn Óskarsson og
Birgi Ármannsson. Stefanía nýt-
ur þess að hafa setið nokkuð á
þingi sem varamaður. Viðmæl-
endur voru þó sumir á því að
henni hefði ekki tekist að marka
sér stöðu en að á endanum gæti
hún notið þess að vera kona.
brynjolfur@frettabladid.is
Óvíst um allt
nema forystuna
Mikil óvissa er um úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Það
eina sem menn eru vissir um eru tvö efstu sætin. Tveir þingmenn eru
taldir valtir en aðeins einn nýliði er öruggur um þingsæti.
Nýjung í Svartsengi:
Nuddarar í Bláa lóninu
FORYSTUMENN Í TVEIMUR KJÖRDÆMUM
Formaður og varaformaður flokksins, Davíð Oddsson og Geir H. Haarde, eru öruggir um
tvö efstu sætin. Óvíst er með uppröðun í öll önnur sæti en nokkuð ljóst í hvaða deildum
fólk er að kljást.
Flestir voru á
því að Ásta
Möller og Pét-
ur Blöndal
myndu berjast
um fimmta
sætið.
Danskir jafnaðarmenn hafa litla trú á Lykketoft:
Ætlar að venja sig
af stofnanamálinu
POUL NYRUP RASMUSSEN
Allt bendir til þess að arftaki hans sem formaður danskra jafnaðarmanna verði
Mogens Lykketoft.
AP
/M
YN
D