Fréttablaðið - 22.11.2002, Side 14
HANDBOLTI Það verður sannkölluð
handboltabomba um helgina þeg-
ar tvær umferðir verða spilaðar í
Essó-deild karla á þremur dögum.
Fyrri umferðin, sem er sú 12.,
verður í kvöld. Fréttablaðið fékk
Guðmund Guðmundsson lands-
liðsþjálfara til að spá í leiki
kvöldsins.
ÍBV-KA: „KA-menn eru mjög
frískir og ég hrífst alltaf af bar-
áttu þeirra og leikgleði, sem mér
hefur fundist vera til fyrirmynd-
ar í vetur. ÍBV er hins vegar erfitt
heim að sækja. Eyjamenn hafa átt
í erfiðleikum í vetur en þeir eru
að sækja í sig veðrið. Þetta gæti
orðið hörkuleikur en ég hallast þó
að sigri KA-manna.“
Fram-Víkingur: „Ég held að
Framarar vinni þó að ég telji að
Víkingarnir hafi komið mun betur
frá tapleikjum sínum en margir
gerðu ráð fyrir. Þeir eru kannski
ekki með sterkt lið en hafa á köfl-
um staðið sig bærilega.“
FH-Grótta/KR: „Bæði lið hafa sótt
í sig veðrið. FH-ingar náðu góðum
úrslitum á móti Val. Grótta/KR
hefur verið að klifra upp töfluna
hægt og sígandi. Þeir náðu góðum
úrslitum í Evrópuleikjum sínum
og það mun efla þá. Þetta gæti
endað með jafntefli.“
Afturelding-Valur: „Ég hallast að
sigri Vals. Val hefur gengið nokk-
uð vel með Aftureldingu undan-
farin ár. Valsliðið virkar vel á mig.
Þetta er sterkt lið sem er með góð-
an markvörð og býr yfir góðum
hraðaupphlaupum. Þegar Vals-
arar ná upp góðri vörn eru þeir ill-
viðráðanlegir. Afturelding hefur
ekki spilað eins vel og búist var
við. Ef Bjarki Sigurðsson þjálfari
er í stuði þá er erfitt fyrir Val að
innbyrða sigur en ég hallast engu
að síður að því.“
HK-Selfoss: „Þetta held ég að sé
klár heimasigur. Selfyssingum
hefur gengið erfiðlega í deildinni.
Þeir hafa mun lakari mannskap og
það skýrir þeirra gengi í vetur.“
ÍR-Haukar: „Þetta er toppslagur
og verður mjög spennandi viður-
eign. Þó að Haukar séu neðar í
töflunni þá eru þeir með eitt af
bestu liðunum á Íslandi. ÍR-ingar
hafa spila mjög vel undanfarið og
nú reynir á hvort þeir hafa styrk
til að tryggja stöðu sína á toppn-
um. Þetta er fjögurra stiga leikur.
Ég held að þetta geti orðið mjög
jafnt og spái jafntefli.“
Þór Ak.-Stjarnan: „Ég spái Þórs-
urum sigri. Ég hef þó séð Stjörn-
una leika og þeir leikir hafa á
köflum verið mjög vel spilaðir.
Þórsarar hafa sýnt mjög góðan
leik í deildinni og hafa komið
einna mest á óvart. Þeir eru með
blöndu af ungum strákum og
reyndari leikmönnum sem Sigur-
páli [Árna Aðalsteinssyni þjálf-
ara] virðist hafa gengið vel að
stilla saman. Þegar Hörður Flóki
[Ólafsson] í markinu nær að
verja vel eru þeir til alls líklegir
á móti hvaða liði sem er.“
freyr@frettabladid.is
14 22. nóvember 2002 FÖSTUDAGURGOLF
DARREN CLARKE
Kylfingurinn Darren Clarke frá Norður-Ír-
landi er í efsta sæti með tveggja högga
forystu eftir fyrsta keppnisdag á Dunlop
Phoenix-mótinu í Japan. Tiger Woods gekk
hins vegar illa og er í 32. sæti, sjö höggum
á eftir Clarke.
ÍÞRÓTTIR Í DAG
18.00 Sýn
Sportið með Olís
19.00 Vestmannaeyjar
Handbolti karla
(ÍBV-KA)
19.00 Framheimili
Handbolti karla
(Fram-Víkingur)
19.00 Kaplakriki
Handbolti karla (FH-Grótta/KR)
19.00 Varmá
Handbolti karla
(Afturelding-Valur)
19.00 Digranes
Handbolti karla (HK-Selfoss)
19.00 Austurberg
Handbolti karla (ÍR-Haukar)
19.00 Akureyri
Handbolti karla (Þór-Stjarnan)
19.30 Sýn
Alltaf í boltanum
Íslendingaliðið Stoke:
Vill ekki
missa Hvít-
Rússann
FÓTBOLTI Íslendingaliðið Stoke City
hefur hafnað beiðni Hvít-Rússans
Sergei Shtaniuk um að vera seld-
ur frá félaginu. Samningur Shtan-
iuk við félagið rennur út í júní
2004. Forráðamenn Stoke vonast
hins vegar til að ná samningum
við landsliðsmanninn um eins árs
framlengingu á samningnum.
Telja þeir hann vera lykilmann í
framtíðaráformum félagsins.
Shtaniuk, sem er þrítugur, kom
til félagsins frá Dynamo Moskvu
sumarið 2001. ■
Handboltabomba í Essó-deild karla um helgina. Tvær umferðir spilaðar, sú fyrri í kvöld en sú
síðari á sunnudag. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari spáir í leikina fyrir Fréttablaðið.
Fjögurra stiga
leikur í Breiðholti
GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON
Guðmundur segir að hugmyndin með handboltabombunni sé sú að
skapa svigrúm af og til yfir veturinn til að liðin geti fengið samfellu í
æfingarnar sínar. Þannig fá liðin tækifæri til að keyra upp þrek fyrri
hluta viku og undirbúa sig síðan fyrir leikina. Guðmundur segir að
gæði Essó-deildar karla í vetur hafi batnað með hverjum leik og að
margir leikir hafi verið mjög skemmtilegir.
STAÐAN Í ESSÓ-DEILD KARLA:
Leikir Stig
Valur 11 18
ÍR 11 18
Þór Ak. 11 16
KA 11 16
Grótta/ KR 11 13
HK 11 13
Haukar 9 11
FH 10 11
Stjarnan 11 10
Fram 10 9
Afturelding 11 7
ÍBV 11 5
Víkingur 11 3
Selfoss 11 0
AFREKSFÓLK Íþrótta- og Ólympíu-
samband Íslands hefur ákveðið að
styrkja fimm unga og efnilega
íþróttamenn um samtals 17 milljón-
ir króna. Peningarnir koma frá
Ólympíusamhjálpinni, sem veitir
styrki af ýmsu tagi á ári hverju.
Fjárhæðin skiptist jafnt á milli
styrkþeganna og á að auðvelda
þeim að leggja meiri stund á æfing-
ar og keppni með þátttöku á Ólymp-
íuleikum framtíðarinnar að mark-
miði.
Íþróttafólkið sem fær styrkinn
er á aldrinum 16 til 19 ára. Andri
Jónsson, Íslandsmeistari í tennis,
er einn þeirra. Hann er 18 ára og
hefur þegar keppt með landsliðinu
á Davis Cup. Hann hefur æft og
keppt í þýsku deildarkeppninni
undanfarin þrjú sumur.
Anna Soffía Víkingsdóttir hef-
ur náð góðum árangri í júdó hér-
lendis þrátt fyrir að vera aðeins
17 ára. Hún vann til gullverðlauna
á síðasta Norðurlandameistara-
móti og hefur margoft lent á verð-
launapalli á ungmennamótum er-
lendis.
Íris Edda Heimisdóttir, 18 ára
sundkona, hefur sýnt góðan árang-
ur og miklar framfarir undanfarið.
Hún varð meðal annars danskur
meistari í 200 metra bringusundi á
síðasta ári og hefur komist mjög
nálægt því að bæta Íslandsmetin í
bringusundi.
Hinn 19 ára gamli Kristján Uni
Óskarsson er ungur og efnilegur
skíðamaður sem er í 344. sæti í
svigi á stigalista FIS. Hann er í 19.
sæti á þeim lista miðað við jafn-
aldra sína. Stefnt er að því að hann
taki þátt í vetrarólympíuleikunum í
Tórínó á Ítalíu árið 2006.
Sigurbjörg Ólafsdóttir er aðeins
16 ára og hefur alla tíð verið í sér-
flokki í sínum aldurflokki í þeim
greinum sem hún keppir í, en það
eru spretthlaup og langstökk. Hún
er þegar kominn í hóp sterkustu
frjálsíþróttakvenna Íslands. ■
Fimm afreksmenn styrktir um 17 milljónir króna:
Ólympíufarar
framtíðarinnar
ÍÞRÓTTAFÓLK
FRAMTÍÐARINNAR
Íþrótta- og Ólympíusamband
Íslands tilkynnti í gær að það
hygðist styrkja fimm unga og
efnilega íþróttamen. Frá vinstri:
Sigurbjörg Ólafsdóttir, Andri
Jónsson, Fjölnir Geirsson, sviðs-
stjóri Afrekssviðs ÍSÍ, Íris Edda
Heimisdóttir og Anna Soffía
Víkingsdóttir. Kristján Uni Ósk-
arsson var fjarverandi.