Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.11.2002, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 22.11.2002, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 22. nóvember 2002 699 Frábært verð! Tilboð á grilluðum kjúkling alla föstudaga kr/stk Grillaður kjúklingur SFC ...safaríkur og bragðgóður! HNEFALEIKAR Hnefaleikakappinn Mike Tyson snýr aftur í hringinn 22. febrúar á næsta ári þegar hann mætir Clifford Etienne. Þetta verð- ur fyrsti bardagi Tysons síðan hann tapaði fyrir heimsmeistaranum Lennox Lewis í sumar. Bardaginn verður haldinn í Pyramid Arena höllinni í Memphis, á sama stað og bardaginn við Lewis fór fram. Talið er að Tyson eigi ágæta möguleika gegn Etienne, sem hefur tvisvar sinnum verið sleginn niður á ferlinum. Síðasti bardagi Etienne, gegn Francois Botha í júlí, endaði með jafntefli. Tyson hefur klásúlu í samningi sínum um að hann geti mætt Lewis aftur í hringnum. Báðir kapparnir ákváðu hins vegar að bíða með að mætast aftur. Talið er að Lewis snúi aftur í hringinn næsta vor í bardaga gegn áskorandanum Vitaly Klitschko, þar sem barist verður um WBC-heims- meistaratitilinn í þungavigt. ■ Mike Tyson: Snýr aftur í hringinn TYSON OG LEWIS Mike Tyson er ekki af baki dottinn þrátt fyrir að hafa verið sleginn niður í 8. lotu af Lennox Lewis í sumar. FORMÚLA Ákveðið hefur verið að Istanbúl í Tyrklandi fái að halda Formúlu 1 kappakstur árið 2005. Istanbúl var tekin fram yfir borg- irnar Izmir og Antalya í Tyrklandi. Þýski arkitektinn Hermann Tilke, sem hannaði keppnisbrautina í Sepang í Malasíu, mun ljúka hönn- un nýrrar brautar í Istanbúl í mars á næsta ári. Síðustu borgir á undan Istanbúl sem voru valdar til að halda Formúlu 1 kappakstur voru Sjanghaí og Barein. Þau mót fara fram árið 2004. Sjónvarpsáhorfendum sem horfðu á Formúluna á síðasta tíma- bili snarfækkaði og gera forráða- menn kappakstursins nú allt sem í þeirra valdi stendur til að auka áhorfið. Tyrkneskir ráðamenn eru himinlifandi með valið á Istanbúl og telja að Grand Prix-keppni eigi eftir að auka ferðamannastraum- inn til landsins verulega. ■ FORMÚLA Keppni í Formúlu 3 kappakstrinum var haldin um helgina. Mugen-Honda bifreið Robert Doornbos frá Hollandi tókst á flug eftir árekstur við bifreið Richard Antinucci frá Bandaríkjunum. Báðir sluppu þeir ómeiddir úr óhappinu. Istanbúl í Tyrklandi: Formúlukapp- akstur árið 2005

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.