Fréttablaðið - 22.11.2002, Side 20
Rapp- og leikkonan Queen Latifahvar nýlega handtekin í Los Ang-
eles, grunuð um ölvunarakstur. Lög-
reglan í Hollywood tók eftir því að
söngkonan skipti kæruleysislega um
akrein og heimtaði í framhaldi af
því að hún blési í blöðru. Þá kom í
ljós að Latifah var undir áhrifum og
hún var handtekin og ákærð. Henni
var sleppt að því loknu. Latifah, öðru
nafni Dana Owens, þykir einn besti
kvenrappari Austurstrandarinnar.
Kylie Minogue verður væntanlegaí sviði í West End í London á
fimmtudaginn, en það var sjálfur
Karl Bretaprins
sem óskaði eftir að
hún tæki þátt í upp-
færslu á leikritinu
The Play What I
Wrote, sem er uppá-
haldsleikritið hans.
Minogue var efst á
óskalista prinsins,
en aðstandendur
sýningarinnar báðu prinsinn að velja
gestaleikara kvöldsins. Nýr leikari
kemur fram í sýningunni daglega, en
sýningin á fimmtudag er liður í fjár-
öflun á vegum góðgerðarfélags sem
kennt er við Karl prins. Hann verður
sjálfur viðstaddur sýninguna. David
Pugh, stjórnandi leikhússins, vildi
ekki staðfesta val prinsins en sagðist
alsæll. „Við erum lukkulegir, lukku-
legir, lukkulegir. Þetta er
stærsta stjarna sem við höfum fengið
til liðs við okkur – en jafnframt sú
minnsta.“
Liza Minelli hefur tekið upphanskann fyrir Micael Jackson,
sem olli aðdáendum sínum skelfingu
þegar hann sveifl-
aði ungum syni sín-
um yfir svölum í
Berlín. Liza, sem er
mikill vinur
Jacksons, sagði
þetta ekkert líkt
söngvaranum. „Það
er orðið „sveifla“
sem ég hnýt um. Ég
sá ekki að hann stefndi barninu í
hættu með því að „sveifla“ því. Það
sem ég sá var stjarna sem vildi
leyfa aðdáendum sínum og heims-
pressunni að segja halló við barnið.“
20 22. nóvember 2002 FÖSTUDAGUR
MR. DEEDS kl. 4
ONE HOUR PHOTO kl. 8 og 10
ROAD TO PERD... kl. 5 og 10
ROAD TO PERD... kl. 5 og 10.30
Sýnd kl. 4, 6, 8.30 og 10.30
Sýnd kl. 4 og 10.30
kl. 10.10Í SKÓM DREKANS
BLOOD WORK kl. 8
Sýnd kl. 4, 6, 8, 10 og 11.15 POWERSÝNING Sýnd kl. 6
THE TUXEDO kl. 6, 8 og 10.10 VIT474 UNDERCOVER BROTHER kl. 4
VIT
448
LILO OG STITCH/ísl.tal kl. 4 VIT429
Sýnd kl. 6, 8 og 10 VIT 479Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 VIT 468
Sýnd kl. 4 og 8 VIT 469kl. 5.45 og 8HAFIÐ
kl. 10.15DAS EXPERIMEN
TÓNLIST „Að hlusta á Rottweiler er
góð skemmtun,“ heyrist Gylfi Páls-
son segja með alþekktri röddu sinni
á upphafi nýja Rottweilerdisksins.
Hann þekkja landsmenn úr viðvör-
unum kvikmyndaeftirlitsins á undan
þeim myndum sem leigðar eru á
myndbandaleigum.
Erpur Eyvindarson segir að
hugmyndin um að fá hann hafi
komið upp vegna þess hversu
margir hneyksluðust á textainni-
haldi síðustu plötu. „Fólk var að
segja að textarnir væru ekki fyr-
ir börn af því að þeir væru of
grófir,“ segir hann. „Við ætluð-
um ekkert endilega að gera þetta
fyrir börn. Við settum meira að
segja miða framan á, „Foreldrar
athugið, óheflað málfar“, til þess
að vara foreldra við. Samt þurfti
Jónína Bjartmarz að tala opin-
berlega um það hvað við værum
grófir. Svo var einhver prestur
FRÉTTIR AF FÓLKI
Komið að
síðasta gjalddaga
Á þessum tíma í fyrra voru Rottweilerhundarnir vinsælasta hljómsveit landsins. Í
dag kemur út önnur plata þeirra, „Þú skuldar“, þar sem hundarnir urra meðal
annars á þá sem vildu þagga niður í þeim eftir síðustu plötu.
KVIKMYNDIR
Þegar ég las aðra Harry Potter-bókina á sínum tíma átti ég
erfitt með að komast í gegnum
hana vegna áhugaleysis. Hún er án
efa slakasta bókin í seríunni og sú
eina sem ekki fer í saumanna á for-
tíð foreldra Potters eða atburðum
tengdum Voldemort. Aldrei var
hún spennandi og eina skemmtana-
gildið fólst í persónum bókanna, þá
aðallega nýja kennaranum, Lock-
hart, sem er skemmtilega óþolandi.
Með þetta í huga sá ég myndina
og hún kemur mjög á óvart. Allur
hasarinn sem skilaði sér ekki nægi-
lega vel í bókinni skilar sér 102% í
myndinni. Leikstjórinn Chris Col-
umbus tekur á sögunni á hárréttan
hátt og gerir úr eina langa ævin-
týralega rússibanareið. Það er ekki
að finna dauðan punkt í myndinni,
það auðveldaði leikstjóranum líka
fyrir að í þetta skipti þarf ekki að
eyða tíma í útskýringar á atburðum
eins og leikreglur Quidditch.
Kenneth Branagh er frábær í
hlutverki Lockhart, Jason Isaacs er
fullkominn sem Lucious Malfoy og
leikarinn ungi Rupert Grint, sem
leikur Ron, er rísandi stjarna.
Ekki datt mér í hug að ég myndi
skrifa þetta en... önnur Harry Pott-
er myndin er þónokkuð betri en sú
fyrsta. Ég get þó ekki mælt með
því að börn undir 6 ára sjái mynd-
ina nema um veruleg hörkutól sé
að ræða.
Birgir Örn Steinarsson
Betri Potter
HARRY POTTER AND
THE CHAMBER OF SECRETS
TÓNLIST Það ætti ekki að
koma neinum á óvart að
Gallagher-bræður spjalli
ekki saman þessa dagana.
Hljómsveit þeirra, Oasis,
er á tónleikaferðalagi um
heiminn og hættu þeir
bræður að tala saman fyr-
ir sex vikum síðan eftir að
Liam rauk af sviðinu í
upphafi tónleika í Japan.
„Hann hafði verið að
væla yfir hljóðinu í sviðs-
hátölurunum alla ferðina,“
sagði Noel Gallagher í við-
tali við NME. „Svo þegar við vorum
búnir með fjórða lagið á tónleikun-
um í Japan spurði ég hann hvort
hann ætlaði að halda kjafti það sem
eftir væri ársins, eða hvort hann ætl-
aði að halda áfram að væla. Hann
horfði undarlega til mín, henti hrist-
unni á gólfið eins og kelling og labb-
aði af sviðinu.“
Noel varð því að
syngja það sem eftir
var af tónleikunum.
Eftir það hafa bræð-
urnir ekki yrt hvor á
annan, þrátt fyrir að
leika fyrir framan þús-
undir manna á hverju
kvöldi. „Ef hann geng-
ur inn í sama herbergi
og ég er í þá labba ég
út. Ég hef samúð með
honum ef hann er aum-
ur í hálsinum. En það
fer í taugarnar á mér ef hann ætlar
að leika prímadonnu bara af því að
stóri bróðir hans skipar honum að
hætta að væla. Allir tónleikagestirnir
sem sjá að söngvarinn er ekki að
skemmta sér hljóta að velta því fyrir
sér hvort þeir eigi að skemmta sér
eða ekki.“ ■
OASIS
Gallagherbræðurnir Liam og
Noel virðast aldrei ætla að
geta tekið hvor annan í sátt.
Gallagher-bræður ósáttir:
Ræðast ekki viðNóvember – Desember
Jólahlaðborð
frá 29. nóvember
Skötuveisla
23. desember
Velkominn í jólahlaðborðið okkar
Einar Geirsson
Yfirmatreiðslumaður
Opnunartími
Hádegi mán. – föst. 12.00 – 14.00
Kvöld alla daga frá 18.00
tveir fiskar
( við Reykjavíkurhöfn )
Geirsgata 9 • 101 reykjavik
sími 511 - 3474
netfang restaurant@restaurant.is
heimasíða www.restaurant.is
Síðumúla 3-5
N
á
t
t
f
a
t
n
a
ð
u
r
www.gunnimagg . i s
Trúlofunar- og
giftingarhringir
20% afsláttur í takmarkaðan tíma