Fréttablaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 21
21FÖSTUDAGUR 22. nóvember 2002 SÍMI 553 2075 RED DRAGON kl. 10Sýnd kl. 6, 8 og 10.10 Sýnd kl. 6 og 8HALLOWEEN kl. 8 Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 6 LILO OG STITCH m/ísl.tali kl. 4 VIT429 BEND IT LIKE BECKHAM kl. 4 VIT 460 UNDERCOVER BROTHER 6, 8 og 10.10 VIT448 Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11 VIT 461 Sýnd kl. 1, 3, 5, 7, 9 og 11 VIT 468 MONAS VERDEN kl. 10.30 DÖNSK HÁTÍÐ Það er ekki sérstaklega feitankött að flá, eins og maðurinn sagði, þegar maður rennir augun- um yfir bíóauglýsingarnar. Harry Potter er að vísu mættur á svæðið og yfirskyggir allt annað í kvik- myndahúsum borgarinnar. Fyrir utan galdrafræðin í heimavistar- skólanum og flugferðir á kúst- sköftum gefur þar að líta fræga leikara í hverju hlutverki, og þar fær maður að sjá í hinsta sinni hinn magnaða Íra Richard Harris í síðskeggjuðu gervi Dymbildórs skólameistara. Fræg nöfn eru að vísu aldrei trygging fyrir góðri mynd eins og vanir bíómenn vita, því að svo bregðast krosstré sem önnur tré. Það eru mikil krosstré sem eru framleiðendur að Monster (Skrímsli) eftir Hal Hartley, þeir stórmeistarar Francis Ford Coppola og Friðrik Þór Friðriks- son, en þótt þessir mikilhæfu snill- ingar legðust á eitt hefur afkvæmi þeirra, Skrímslið, fengið einhverja alverstu gagnrýni sem nokkurt skrímsli í kvikmyndasögunni hef- ur fengið, og hafa gagnrýnendur þó gegnum tíðina lagt skrímsli í einelti. En það gæti þó verið fróð- legt að sjá myndina til að athuga hvort hún er jafn hroðalega vond og af er látið og hvort þarna er virkilega á ferð mislukkaðasta skrímsli skrímslumprýddrar kvik- myndasögunnar. En nú líður að jólum og þá verð- ur farið að spila út sterkari mynd- um handa okkur að velja úr. Þang- að til verðum við að láta duga að sjá myndir sem eru í besta falli al- veg svona sæmilegar. AUGNAPOPP Skrímsli í einelti People Magazine hefur kosiðleikarann Ben Affleck kyn- þokkafyllsta leikara Bandaríkj- anna. Affleck tekur við titlinum af James Bond-leikaranum Pierce Brosnan. Kærasta Affleck, Jenni- fer Lopez, sagðist ekki þurfa People Magazine til að segja sér að leikarinn væri kynþokkafull- ur. „Fyrir mér verður hann alltaf kynþokkafyllsti maðurinn á jörð- inni, líka þegar hann verður 100 ára,“ sagði Lopez. Á listanum voru ein- nig Simon Cowell og Hugh Gr- ant, sem var valinn kynþokka- fyllsti út- lendingur- inn. Geor- ge Clooney hlaut titil- inn kyn- þokka- fyllsti leik- stjórinn og Enrique Iglesias var kosinn kynþokka- fyllsti poppsöngv- arinn.að röfla og sagði að aðrir hefðu verið bannaðir fyrir minna.“ Forvarnir, ritskoðun og ungvið- ið eru hundunum greinilega ofar- lega í huga á þessari plötu. Aðrir fá það þó einnig óþvegið. Til dæm- is virðist álit hundanna á net- og bloggmenningunni ekki vera hátt. „Lúlli er mikill tölvukall. Hann hefur þó verið að slappa aðeins af á Netinu upp á síðkastið. Það er svona 1% til í því sem kemur fram á Netinu. Þetta er svo mikill sýnd- arveruleiki. Fólk fer inn á einka- málasíður og sér þar auglýsingu frá 19 ára „heitri“ gellu. Svo er þetta kannski fertugur gaur í Breiðholti sem skrifar. Eða þeir sem skrifa um rapp og þykjast vita allt. Svo eru þetta stamandi málhaltir nördar! Það kom í ljós þegar „internet“ rappararnir fóru að rappa að þeir héldu ekki takti og nota allt of mörg atkvæði í setn- ingum.“ Eftir umtalaðan árekstur Árna Johnsen og Rottweilerhundanna á Þjóðhátíð í Eyjum ætti ekki að koma á óvart að hann fái á baukinn í laginu „Brekkusöngur?“. „Hann er rammfalskur þjóð- lagasöngvari sem á stærsta „gigg“ sitt á hverju ári þegar allir eru blindfullir. Hvernig væri hann ef hann væri í okkar geira? Þá væri hann náttúrulega „gangster“-rapp- ari. Lagið fyrir hann er þess vegna „gangster“-rapplag. „Ég skil svertingja, kynvillinga, eftir í dauðateygjum/Þjóðin hatar mig, en ég er alltaf hot í Eyjum/Ég er Heimaeyja, pleyja!/Stel fyrir metó, úr Byko, you know my stíló.“ Ég get vel trúað því að hann hringi og biðji okkur um að taka lagið með sér,“ segir Erpur að lok- um en verður að teljast svolítið bjartsýnn. biggi@frettabladid.is XXX ROTTWEILERHUNDAR „Það skulda allir núna,“ segir Erpur. „Hand- rukkarar taka jaxla úr fólki, „óumbeðið“ eins og stóð í DV, vegna skulda. Það er líka fullt af liði sem skuldar þeim virðingu sem ruddu brautina. Ég er búinn að vera að rappa á ís- lensku í 14 „fokking“ ár og svo koma ein- hver litlir tittlingar og halda að þeir séu stór- ir. Mér finnst frábært að það sé allt að ger- ast en ég veit alveg hverjir voru á undan mér. Það er líka fullt af liði sem skuldar okk- ur peninga! Það verður annað hvort sendur handrukkari eða lögfræðingur!“ AUKATÓNLEIKAR MEÐ NICK CAVE Búið er að ganga frá aukatónleikum með Nick Cave þriðjudagskvöldið 10. desember á Broadway. Miðasala hefst á hádegi þriðjudaginn í næstu viku í verslunum Japis á Laugavegi og í Brautarholti. Hver einstaklingur fær ekki að kaupa fleiri en fjóra miða. Hera mun einnig hita upp fyrir seinni tónleikana.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.