Fréttablaðið - 22.11.2002, Side 27

Fréttablaðið - 22.11.2002, Side 27
27FÖSTUDAGUR 22. nóvember 2002 Dreifing: Rún heildverslun, sími: 568 0656 Söluaðilar: Herra Hafnarfjörður • 66°N • Intersport • Guðsteinn Eyjólfsson Íslenskir Karlmenn • Herrahúsið • Ellingsen • Bjarg, Akranesi • Hjá Siggu Þrastar, Ísafirði • Olíufélag útvegsmanna, Ísafirði • JMJ, Akureyri • Joes Akyreyri • Lækurinn, Neskaupstað • Lónið, Höfn • Verslunin 66, Vestmannaeyjum • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • Intersport, Selfossi JACKSON? Orðrómur er uppi í Þýskalandi um að söngvarinn Michael Jacksons eigi sér stað- gengil sem sé með honum í för. Jackson er staddur í Berlín í Þýskalandi til að veita Bambi-heiðursverðlaununum viðtöku. Eftir að Jackson sást veifa til aðdáenda sína frá hóteli sínu í Berlín fylgdi honum annar maður sem var alveg eins klæddur og Jackson en með hvítt lak yfir höfði sér. Vakti þetta athygli blaðamanna þar í landi. Á UPPBOÐI Starfsmaður Christie´s sýnir Art nouveau- mun sem boðinn verður upp á laugardag. KVIKMYNDIR Sean Connery og Ingrid Bergman eru bestu leik- arar allra tíma samkvæmt skoð- anakönnun þýska tímaritsins Funk Uhr. 50 þúsund lesendur tóku þátt í könnuninni. Connery er þekktastur fyrir leik sinn í Bond-myndum en frægasta hlutverk Bergman er í mynd- innni Casablanca. Í halarófu á eftir Connery komu þeir John Wayne, Tom Hanks og Richard Gere. Í næstu sætum á eftir Berg- man komu þær Elizabeth Taylor, Julia Roberts, Audrey Hepburn og Sophia Loren. ■ Connery og Bergman: Bestu leikarar allra tíma CONNERY Sean Connery er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem njósnarinn James Bond. Gallerí Nema Hvað: Skúlp- túrar sem má strjúka MYNDLIST Íris Eggertsdóttir opnar sýninguna Skyn í Gallerí Nema Hvað á Skólavörðustíg í dag. Íris er á lokaári í myndlist við Listahá- skóla Íslands og sýnir mjúka skúlptúra úr textíl sem hafa eða framkalla líkamlega tengingu við tilfinningu eða minningu. Íris notar textíl sem er nautna- legur í skynrænum skilningi og gefur þannig verkum sínum snert- anleika, eins konar lífræna líkam- lega skynjun, þannig að verkinu er ætlað að framkalla löngun áhorf- andans til að snerta það. Skúlptúrar Írisar eru allt á milli alvörugefinna skúlptúra annars vegar og hversdagslegra ónot- hæfra eða ópraktískra hluta hins vegar. Þeir eru eitthvað sem um- vefur eða fyllir tómið eins og fatn- aður, varnarskjöldur eða fram- lenging á líkamanum, því það er hægt að faðma þá, klæða sig í þá, strjúka þeim við sig eða leggja þá á sig. ■ BÆKUR Óttar Sveinsson blaðamað- ur hefur sent frá sér níundu Út- kallsbókina. Að þessu sinni bregð- ur Óttar nýju ljósi á Geysisslysið á Vatnajökli. Fyrsta Útkallsbókin kom út árið 1994. Bókaf lokkur inn hefur frá upphafi notið mikillar hylli. Nú standa yfir við- ræður um útgáfu bókanna erlendis. Sjálfur vill Óttar ekkert segja um það á þessu stigi. G e y s i s s l y s i ð vakti skiljanlega gríðarlega athygli á sínum tíma. Lengi vel óttuðust menn hið versta; að sex manna áhöfn flugvélarinnar hefði farist. Fjórum dögum eftir slysið greind- ist veik morssending frá áhöfn- inni; allir voru á lífi. Leit og ein- stæðar björgunaraðgerðir hófust. „Það kom mér mest á óvart hversu björgunin var viðamikil og flókin og hversu tæpt stóð með líf tuga björgunarmanna. Þeir voru með afar frumstæðan búnað mið- að við það sem þekkist í dag. Þetta voru sannkallaðar hetjur sem sýndu mikla ósérhlífni,“ segir Ótt- ar. Óttar segist við skrif bókanna sinna ávallt leitast við að gefa heildstæða og persónulega mynd af björgunaraðgerðum og gera frásögnina spennandi og áhuga- verða. Sjálfur hefur Óttar lent í sjáv- arháska. Veturinn 1985 var hann skipverji á Urriðafossi þegar skipið strandaði í fárviðri og velktist um í fjörunni á Grundar- tanga í þrjá sólarhringa. Varð- skipið Óðinn dró loks skipið út. „Starf mitt á sjónum veitti mér mikla innsýn og reynslu til að ræða við fólk sem hefur lent í háska, sérstaklega á sjó,“ segir Óttar, sem samtals var fimm ár í millilandasiglingum. gar@frettabladid.is Óttar Sveinsson sendir frá sér níundu Útkallsbókina: Lenti sjálfur í sjávarháska ÓTTAR SVEINSSON „Starf mitt á sjónum veitti mér mikla innsýn og reynslu til að ræða við fólk sem hefur lent í háska, sérstaklega á sjó,“ segir Óttar, sem samtals var fimm ár í millilandasigling- um og lenti í erfiðu strandi í Hvalfirði. „Það kom mér mest á óvart hversu björg- unin var viða- mikil og flókin og hversu tæpt stóð með líf tuga björgunar- manna.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.