Fréttablaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 28
28 22. nóvember 2002 FÖSTUDAGUR AFMÆLI Edda Arnljótsdóttir leik- kona er 38 ára í dag. Sonur hennar Áslákur á sama afmælisdag og heldur hann upp á 12 ára afmælið sitt. Af því tilefni verður haldið lítið fjölskyldukaffi. „Ég er að vinna allan daginn en á frí á milli fjögur og sex og þá verður smá kaffiboð,“ segir Edda. Hún er um þessar mundir önnum kafin við æfingar fyrir jólaleikrit Þjóðleik- hússins, söngleikinn „Með fullri reisn“. Auk þess leikur hún í „Halta Billa“. „Ég vonast nú eftir einhverjum faðmlögum í vinnunni. Þar hitti ég annað afmælisbarn, sem er Mar- grét Guðmundsdóttir leikkonu sem er líka að leika í „Halta Billa.“ Það verður eflaust eitthvað fjör þar líka,“ segir Edda. Eiginmaður Eddu er Ingvar Sigurðsson leikari og eiga þau fjögur börn. Auk Ásláks heita þau Snæfríður, sem er tíu ára, Sigurð- ur, fjögurra ára og Hringur sem er þriggja ára. Edda er fædd og uppalin í Reykjavík. Móðir hennar, Lovísa Sigurðardóttir, kemur aftur á móti frá Stykkishólmi. Faðir hennar heitir Arnljótur Björnsson og er Reykvíkingur. Aðspurð um helstu áhugamál segist Edda njóta þess að vera með fjölskyldu sinni og vinum. Hún hefur einnig yndi af góðum göngutúrum. Edda segist ekki vera byrjuð að undirbúa jólin. „Jólin koma alltaf eins og áfall, sérstaklega þegar maður stendur í jólafrum- sýningu. Ég er voða lítil jólamann- eskja, en skreyti nú samt.“ Hvað myndi Edda hugsa sér að gera ef hún væri ekki leikkona? „Ætli ég væri ekki í bisness, ég hugsa það.“ ■ Edda Arnljótsdóttir heldur upp á 38 ára afmælið sitt í dag. Hún ætlar að halda lítið fjölskyldukaffi vegna afmælis sonar síns, sem er 12 ára sama dag. Afmæli Vonast eftir faðmlögum Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 treg, 4 sæluna, 9 klöppin, 10 sæla, 12 eind, 13 staðal, 15 dula, 17 illa, 19 roð, 20 garri, 22 raski, 24 æði, 25 nöfn, 27 tind, 29 saddur, 32 gras, 34 luri, 35 löguleg, 36 svagar, 37 galt. Lóðrétt: 1 túss, 2 ekla, 3 glaðir, 4 spell, 5 æpi, 6 lind, 7 undur, 8 arkaði, 11 ætlaði, 14 alin, 16 lokkur, 18 arfa, 20 gætins, 21 ringla, 23 andleg, 26 Össur, 28 drög, 30 duga, 31 rist, 33 aga. Vegna frétta af óvinsældum Sturlu Böðv- arssonar skal tekið fram að hann á vin fyrir vestan. Leiðrétting KROSSGÁTA LÓÐRÉTT: 1 þrjóskur, 2 ávöxtur, 3 príl, 4 land, 5 skaut, 6 leiðslum, 7 blóðhlaup- inu, 8 stærstra, 11 keðjur, 14 illgresi, 16 stuttrar, 18 fisk, 20 köldum, 21 trausti, 23 kaupi, 26 stólpi, 28 dráp, 30 votlendi, 31 hræddi, 33 þvottur. LÁRÉTT: 1 þróttur, 4 vondum, 9 gabbaða, 10 styrki, 12 mjög, 13 kátar, 15 blítt, 17 þurftu, 19 lík, 20 verk, 22 skordýr, 24 skjól, 25 kvenfugl, 27 fljótum, 29 bönd, 32 hrogn, 34 líffæri, 35 ruglingur, 36 tré, 37 seðill. Garðar Sverrisson. 8%. Barbapabbi er bleikur. 1. 2. 3. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 Bera út íklædd svörtum ruslapoka Hjón á áttræðisaldri bera út Fréttablaðið á hverjum morgni. Fara af stað klukkan hálf fimm á morgnana. BLAÐBERAR Hjónin Sveinn Þor- steinsson og Jónína Vilhjálms- dóttir eru ellilífeyrisþegar á átt- ræðisaldri sem bera út Frétta- blaðið á hverjum morgni. „Við erum búin að vera í þessu nánast frá upphafi Fréttablaðsins,“ segir Sveinn. „Ég hringdi nú fyrst bara til að forvitnast, ekki síst af heilsufarsástæðum, og svo slóg- um við til.“ Aðspurður hvort hann sé þá betri til heilsunnar núna hlær hann hátt og snjallt. „Nei, aldrei verri. Ég ætlaði að grenna mig, en þetta hefur haft þveröfug áhrif. Matarlystin eykst við hreyfing- una og ég hef fitnað ef eitthvað er.“ Sveinn og Jónína fara af stað í blaðburðinn klukkan hálf fimm á morgnana. „Já, já, í öllum veðrum,“ segir Sveinn. „Ég skar út úr svörtum ruslapoka göt fyrir hendur og haus og stakk mér í einn. Þannig arka ég af stað út í rigninguna.“ Hann segist fara í rúmið um níu- leytið á kvöldin og að ekki gefist tími til mikilla tómstunda. „Við erum með þrjú barnabörn hjá okkur. Þau eru sjö, tíu og ellefu ára og eru búin að vera hjá okkur í sex ár. Það er þess vegna nóg að gera í barnauppeldinu. Þetta er eins og að byrja upp á nýtt.“ Sveinn hefur orð á að honum reynist stundum erfitt að hjálpa krökkunum með heimalærdóm- inn. „Það hefur svo margt breyst frá því ég var í skóla,“ segir hann. Þau hjón bjuggu í Kaliforníu í 26 ár. „Þar báru strákarnir okkar út. Þeir brutu saman blöðin og hjóluðu af stað og svo var blöðun- um bara fleygt upp að húsunum, svona eins og maður sér í bíó- myndunum. Það er nú eitthvað annað en að ganga inn og út úr görðum og upp og niður tröppur,“ segir Sveinn skellihlæjandi. „En þetta er fínt fyrir hrygginn og vöðvana.“ edda@frettabladid.is Minkajakki hjá Eggert feld-skera efst á Skólavörðustígn- um. Kostar 530 þúsund krónur. Gerður úr íslenskum minki og karfaroði frá Sauðarkróki. Jakk- inn er fóðraður með hreinu kín- versku silki. Tölur einnig úr karfaroði. Jakkinn er ætlaður konum og er sá eini sinnar teg- undar hér á landi. Eins og flest annað hjá Eggerti feldskera - að- eins eitt af hverju. DÝRT SVEINN OG JÓNÍNA Vakna klukkan fjögur á nóttinni til að bera út Fréttablaðið og hafa aldrei misst úr dag. JARÐARFARIR 13.30 Arngrímur Guðjónsson verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju. 13.30 Borgþór H. Jónsson, Háteigsvegi 38, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju. 13.30 Kári S. Johansen, fyrrverandi deildarstjóri KEA, verður jarðsung- inn frá Akureyrarkirkju. 15.00 Jón Ægir Jónsson, Reykjamel 1, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju. 15.00 Sigríður Kristmundsdóttir, Þang- bakka 10, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Kópavogskirkju. AFMÆLI Margrét Guðmundsdóttir leikkona er 69 ára í dag. Ásgeir Elíasson þjálfari er 53 ára í dag. Hörður Áskelsson orgelleikari er 49 ára í dag. Edda Arnljótsdóttir leikkona er 38 ára í dag. Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður er 37 ára í dag. ANDLÁT Herdís Símonardóttir, Miklubraut 88, Reykjavík, lést 20 nóvember. Jóhannes Eggertsson, Norðurbrún 1, Reykjavík, lést 20. nóvember. Anna Sigurveig Óladóttir, Háaleitisbraut 18, Reykjavík, lést 19. nóvember. Hákon I. Jónsson, Hraunbæ 103, Reykja- vík, lést 19. nóvember. Ingólfur Arnarson, Hellisgötu 27, Hafnar- firði, lést 19. nóvember. Páll Ólafsson, Hringbraut 48, Keflavík, lést 19. nóvember. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI EDDA ARNLJÓTSDÓTTIR Hún og frumburðurinn Áslák- ur eiga bæði afmæli í dag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.