Fréttablaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 24
Sjónvarpið sýndi á mánudagmynd um einn ljótasta blettinn á sögu Svíþjóðar. Það sem verra er, þetta var ekki gömul saga. Endan- leg lok hennar eru í raun ekki fyrr en 1975 þegar numin voru úr gildi lög um ófrjósemisað- gerðir. Slíkar að- gerðir höfðu verið stundaðar af kyn- þátta- og félagsleg- um forsendum um áratugaskeið. Þau viðhorf sem lágu að baki áttu svo sem hljómgrunn víða um heim. Svíar voru samt einna stór- tækastir í þessum aðgerðum, ef Þjóðverjar eru frátaldir. Nasisminn átti töluvert skjól í Svíþjóð. Hræsni þeirra í seinni heimstyrjöldinni gerði það að verkum að þeir hafa aldrei gert almennilega upp við þessa fortíð sína. Meðferð þeirra á sömum, sígaunum og töturum er þessari miklu menningar- og velferðar- þjóð til ævarandi skammar. Mér varð hugsað til samískrar vinkonu minnar. Hún er mjög sér- stök. Klár og skemmtileg og al- gjör snillingur í að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni en við hin sem erum fórnarlömb hinna ósjálf- ráðu og venjubundnu skoðana. „Menn tala alltaf um að þeir sem eru með Downs-heilkenni séu með einum litningi of mikið,“ sagði hún einu sinni. „Ég held að það sé nær að tala um að okkur skorti einn. Litning gleði og umhyggju.“ Ég er ekki frá því að það sé nokkuð til í þessu. Hvort sem það er við litninga að sakast eða ekki getur vel gert fólk að öðru leyti tekið upp á myrkraverkum skorti það gleði og umhyggju. ■ 23. janúar 2003 FIMMTUDAGUR BÍÓMYNDIR SKJÁR EINN POPPTÍVÍ BÍÓRÁSIN OMEGA SJÓNVARPIÐ HANDBOLT KL. 19.00 HM Í HANDBOLTA SKJÁREINN ÞÁTTUR KL. 20.00 EVERYBODY LOVES RAYMOND Bandarískur gamanþáttur um hinn seinheppna fjölskylduföður Raymond, Debru eiginkonu hans og foreldra sem búa hinumegin við götuna. Robert byrjar með 22 ára gamalli stúlku. Marie og Debru líst ákaflega illa á það og reyna að binda enda á samband- ið enda daðra Frank og Ray stanslaust við hana. 20.00 Kvöldljós 21.00 Bænastund 21.30 Joyce Meyer 22.00 Benny Hinn 22.30 Joyce Meyer SJÓNVARPIÐ STÖÐ 2 SÝN 16.00 The Real Blonde (Ekta ljóska) 18.00 Return to Me (Í hjartastað) 20.00 Smoke (Reykur) 22.00 Things to Do in Denver When You´re Dead (Dauðs manns gaman í Denver) 0.00 Scream 2 (Öskur 2) 2.00 In the Heat of the Night (Í hita nætur) 4.00 Things to Do in Denver When You´re Dead (Dauðs manns gaman í Denver) 18.00 Fólk - með Sirrý (e) 19.00 Will & Grace - lokaþáttur (e) 19.30 Baby Bob - lokaþáttur (e) 20.00 Everybody Loves Raymond 20.30 Ladies man 20.55 Haukur í horni 21.00 The King of Queens 21.30 The Drew Carey show 22.00 Bachelor 2 Piparsveinninn sem lýsir sjálfum sér sem „heillandi, fyndnum og gáfuðum“ og hefur gaman af sundi, skíðaferðum og rómantík leitar durum og dyngjum að hinni einu réttu. 22.50 Jay Lenog 23.40 Law & Order (e) Sjá nánar á www.s1.is Á Breiðbandinu má finna 28 erlendar sjónvarpsstöðvar sem seldar eru í áskrift og þar af eru 6 Norðurlandastöðvar. Að auki sendir Breiðbandið út flestar ís- lensku útvarpsrásirnar ásamt 10 erlendum tónlistarrásum með mismunandi tónlistarstefnum. FYRIR BÖRNIN 16.00 Barnatími Stöðvar 2 Ævintýri Jonna Quests, Með Afa, Finnur og Fróði 18.00 Sjónvarpið Stundin okkar Hafliði Helgason horfði á sænskan þátt um svartan blett í sögu Svíþjóðar. Við tækið 18.00 Bíórásin Return to Me (Í hjartastað) 20.00 Bíórásin Smoke (Reykur) 20.30 Sýn Þín einlæg (Dearly Devoted) 22.00 Bíórásin Things to Do in Denver When You´re Dead (Dauðs manns gaman í Denver) 22.15 Stöð 2 Kynlíf og morð (Sexual Predator) 23.45 Stöð 2 Lygar og leynimakk (The Thin Blue Lie) 0.00 Bíórásin Scream 2 (Öskur 2) 1.20 Stöð 2 Lögregluforinginn Jack Frost (Touch of Frost 7) 2.00 Bíórásin In the Heat of the Night (Í hita nætur) 4.00 Bíórásin Things to Do in Denver When You´re Dead (Dauðs manns gaman í Denver) Þriðji leikur Íslendinga á HM í Portúgal er af erfiðustu gerð, við heimamenn fimmtudaginn 23. janúar klukkan 19.00. Portúgöl- um hefur farið mjög fram í hand- knattleik síðustu ár, og lögðu Ís- lendinga meðal annars að velli á Evrópumótinu í Króatíu árið 2000. Leikurinn ræður miklu um framhaldið hjá báðum liðum, bæði eru líkleg til að komast í milliriðil. „Ég held að það sé nær að tala um að okkur skorti einn. Litning gleði og um- hyggju.“ 18.00 Sportið með Olís 18.30 Western World Soccer Show (Heimsfótbolti með West Uni) 19.00 Pacific Blue (23:35) (Kyrra- hafslöggur) 19.45 Sky Action Video (12:12) (Hasar úr lofti) 20.30 Dearly Devoted (Þín ein- læg) Aðalhlutverk: Rose McGowan. Stranglega bönnuð börnum. 22.00 Football Week UK Nýjustu fréttirnar úr enska boltan- um. 22.30 Sportið með Olís 23.00 HM 2002 (Frakkland - Úr- úgvæ) 0.45 Sky Action Video (12:12) (Hasar úr lofti) 1.30 Dagskrárlok og skjáleikur 16.45 Handboltakvöld Endur- sýndur þáttur frá miðviku- dagskvöldi. 17.05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Stundin okkar Endursýnd- ur þáttur frá sunnudegi. 18.30 HM í handbolta Bein út- sending frá leik Íslendinga og Portúgala. 20.30 Fréttir og veður 21.00 Íslensku tónlistarverðlaun- in Bein útsending frá af- hendingu Íslensku tónlist- arverðlaunanna í Borgar- leikhúsinu í Reykjavík. Stjórn útsendingar: Egill Eðvarðsson. 23.00 Seinni fréttir 23.20 Soprano-fjölskyldan (13:13) (The Sopranos III) Bandarískur myndaflokkur um mafíósann Tony Soprano, fjölskyldu hans og félaga. e. 0.20 HM í handbolta Leikur Ís- lendinga og Portúgala endursýndur. 1.50 Dagskrárlok 6.58 Ísland í bítið 9.00 Bold and the Beautiful 9.20 Oprah Winfrey 10.05 Í fínu formi 10.20 Ísland í bítið 12.00 Neighbours (Nágrannar) 12.25 Í fínu formi (Þolfimi) 12.40 Dharma & Greg (21:24) 13.00 Touch of Frost 7 (Lögreglu- foringinn Jack Frost) 14.30 Chicago Hope (16:24) 15.15 Dawson’s Creek (21:23) 16.00 Barnatími Stöðvar 2 Ævin- týri Jonna Quests, Með Afa, Finnur og Fróði 17.40 Neighbours (Nágrannar) 18.05 Friends (3:24) (Vinir) 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.54 Fáðu 19.00 Ísland í dag 19.30 Friends 1 (15:24) (Vinir) 20.00 Jag (4:24) (Going After Francesca) 20.50 Ég lifi... (3:3) (Vestmanna- eyjagosið 1973) 21.30 NYPD Blue (12:22) (New York löggur) 22.15 Sexual Predator (Kynlíf og morð) Aðalhlutverk: Mc- Kayla. Stranglega bönnuð börnum. 23.45 The Thin Blue Lie (Lygar og leynimakk) Aðalhlutverk: Rob Morrow. 1.20 Touch of Frost 7 (Lögreglu- foringinn Jack Frost) 2.35 Friends 1 (15:24) (Vinir) 2.55 Friends (3:24) (Vinir) 3.20 Ísland í dag 3.45 Tónlistarmyndbönd Skortur á litningum AL A ÚT SA LA ÚT SA LA ÚT SA LA ÚT SA LA ÚT SA LA ÚT SA LA ÚT SA LA ÚT SA LA ÚT SA LA ÚT SA LA ÚT S N SA LA N SA LA N SA LA N SA LA N SA LA N SA LA N SA LA N SA LA N SA LA N SA LA N SA LA 20 7.00 70 mínútur 16.00 Pikk TV 17.03 Pikk TV 18.03 Pikk TV 19.03 XY TV 20.03 Pepsí listinn 21.03 Pepsí listinn 22.03 70 mínútur Vinir: Fimm í frí og einn heldur áfram SJÓNVARP Jeff Zucker, yfirmaður skemmtiefnis hjá NBC-sjónvarps- stöðinni, hefur nú endanlega sleg- ið því föstu að þáttaröðinni vin- sælu um vinina Rachel, Joey, Chandler, Ross, Monicu og Phoebe, ljúki með tíunda árgang- inum. Þeir sem voru byrjaðir að gæla við þá hugmynd að Vinir myndu skemmta þeim eitt ár enn geta því gleymt því. Þetta þýðir þó ekki að áhorfendur þurfi að horfa á eftir öllum vinunum þar sem hugmyndin um að gera sér- staka þætti um persónu mislukk- aða leikarans Joey, sem Matt LeBlanc leikur, hefur í kjölfarið fengið byr undir báða vængi. Málið er að vonum nokkuð við- kvæmt þar sem það gæti virst sem NBC og LeBlanc séu að svíkja hina leikarana. Þetta er sérstaklega slæmt fyrir LeBlanc þar sem sexmenningarnir hafa hingað til staðið saman allir sem einn í öllum samningum við sjón- varpsstöðina. Allar viðræður eru þó á frumstigi en bæði LeBlanc og yfirmenn stöðvarinnar hafa lýst yfir áhuga á því að kanna málið betur. Einhverjir telja þá skyn- samlegast að hefja framleiðslu Joey-þáttanna sem fyrst og nota vinsældir Friends til að festa Joey í sessi. LeBlanc tekur það þó ekki í mál að ganga úr skaftinu á með- an vinahópurinn er enn við lýði á öldum ljósvakans. ■ Sissa tískuhús Hverfisgötu 52, sími 562 5110 Útsalan í fullum gangi 15% aukaafsláttur Opið frá 11-18 , lau. 10.30 -16 PAUL MCCARTNEY Sígarettan sem hann spókaði sig með á Abbey Road-umslaginu er horfin. Amerískir siðvendir: Drepa í McCartney REYKINGAR Bandarískir vegg- spjaldaframleiðendur hafa tekið sig til og lagfært myndina sem prýðir albúm hinnar sígildu Bítla- plötu Abbey Road en á henni gengur Paul McCartney berfætt- ur yfir gangbraut ásamt félögum sínum með sígarettu milli fingr- anna. Það gerði hann í það minnsta í gamla daga en sígarett- an er nú horfin. Veggspjaldaframleiðendurnir, sem eru pólitískt réttþenkjandi að hætti Ameríkana, ákváðu nefni- lega að lagfæra myndina í tölvu og þurrka líkkistunaglann út til þess að gleðja andstæðinga reyk- inga þar í landi. Lítil hrifning mun vera með uppátækið í herbúðum gömlu Bítlanna enda höfðu siða- postularnir enga heimild til að krukka í myndinni og leituðu hvorki eftir samþykki McCart- neys né Apple-útgáfunnar. ■ MATT LEBLANC Á Golden Globe-hátíðinni með kærustunni Melissu McKnight. Hann var tilnefndur til verð- launa fyrir leik sinn í Vinum og nú eru uppi hugmyndir um að hleypa nýjum þáttum af stokkunum sem snúast eingöngu um persónu hans.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.