Fréttablaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 23. janúar 2003 K O R T E R allt að afsláttur ÞINGVELLIR Loks hillir undir að Ísland eignist svæði á heimsminjaskrá UNESCO. Svíar eiga 12 svæði á skránni en Þingvellir verða fyrsta íslenska svæðið á heimsminjaskrá. Heimsminjaskrá UNESCO: Þingvellir á listann 2004 ÞINGVELLIR „Í mínum huga er alveg ljóst að Þingvellir ættu fyrir löngu að vera komnir á heimsminjaskrá UNESCO. Í því fælist í senn viðurkenning fyrir staðinn en ekki síður okkur sem þjóð,“ sagði Rannveig Guðmunds- dóttir, þingmaður Samfylkingar- innar, og spurði í kjölfarið forsæt- isráðherra hvað liði umsókn þar um. Ráðherra upplýsti að verið væri að leggja lokahönd á málið. Umsókn um skráningu Þingvalla sem menningarminjastaðar yrði send UNESCO fyrir 1. febrúar næstkomandi. Þingvellir kæmust því að líkindum á alþjóðlegan lista UNESCO um helstu menningar- og náttúruminjar heims fyrir 60 ára afmæli Lýðveldisins Íslands á næsta ári. Í ársbyrjun 2004 er svo stefnt að því að sækja um skrán- ingu Skaftafells sem náttúru- minjastaðar hjá UNESCO. ■ Ekkert gerist – án afláts: Beðið í 50 ár LEIKRIT Leikritið Beðið eftir Godot eftir Samuel Beckett var frum- sýnt í París árið 1953 og hefur því verið á sýningarskrám leikhúsa um allan heim í hálfa öld. Grein Soffíu Auðar Birgisdóttur, Ekkert gerist – án afláts, um Beckett og Godot hefur af þessu tilefni verið uppfærð og birtist nú á menning- arvefritinu www.kistan.is. Beckett var kominn hátt á fimmtugsaldur þegar verkið var frumsýnt en hann hafði fengist við ritstörf allt frá því hann lauk prófi frá Trinity College í Dublin árið 1927. Frægðin hafði hins veg- ar látið á sér standa þar til Godot lét ekki sjá sig á fjölunum. ■ VIÐ REYKJAVÍKURHÖFN Það er í ýmsu að snúast er skip eru í höfn. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.