Fréttablaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 25
TÓNLIST Breska hljómsveitin Oasis
ætlar að endurvinna lagið „Wond-
erwall“, sem er hennar stærsti
smellur hingað til.
Að sögn talsmanna sveitarinn-
ar verður útkoman á laginu „allt
öðruvísi“ en sú upphaflega en
stærsta breytingin er sú að Noel
Gallagher syngur í stað bróður
síns Liams.
Talið er að meðlimir Oasis hafi
fengið innblástur frá tónlistar-
manninum Ryan Adams sem tók
lagið í sínar hendur á tónleikum
fyrir skömmu.
Oasis gaf upphaflega út lagið
Wonderwall í október árið 1995 og
náði það öðru sæti breska vin-
sældalistans.
Næsta smáskífa sveitarinnar
heitir Songbird og kemur út þann
3. febrúar. Þar má heyra nýtt lag
frá Noel, „(You´ve Got) the Heart
of a Star“ og „Columbia“, sem tek-
in voru upp á tónleikum í Barr-
owlands í Glasgow á síðasta ári.
FIMMTUDAGUR 23. janúar 2003 21
15% til 25% afsláttur
KOMIN MEÐ NÝJAN
Angelina Jolie hefur undanfarið sést með
Jonny Lee Miller. Þau voru saman áður en
Billy Bob heillaði Hollywood-dísina upp úr
skónum.
Angelina Jolie:
Trúir enn
á ástina
KVIKMYNDIR Hin gullfallega leik-
kona Angelina Jolie trúir enn á
ástina, þrátt fyrir erfiðan skiln-
að við Billy Bob Thornton.
Jolie, sem hefur nýlega lokið
tökum á framhaldsmynd Tomb
Raider, sem mun heita „Lara
Croft and the Cradle of Life,“
hefur undanfarið sést með
Jonny Lee Miller. Þau voru sam-
an áður en Billy Bob heillaði
Hollywood-dísina upp úr skón-
um.
Í viðtali við tímaritið Now
sagði Jolie: „Það sem ég lærði á
sambandi mínu við Billy er að
ég get tekið öllu sem sagt er við
mig. Ég hef meira sjálfstraust
og veit hvað ég vil.“
Hvort það er Miller sem hún
vill á eftir að koma í ljós, en sú
staðreynd að hún keypti sér ný-
lega hús í London ýtir enn frek-
ar undir þær sögusagnir. ■
RENEE ZELLWEGER
OG CATHERINE ZETA-JONES
Féllust í faðma eftir að Zellweger hafði
betur og hlaut verðlaun sem besta leik-
konan í söngleik eða gamanmynd fyrir
Chicago. Þær stöllur léku báðar í myndinni
og voru báðar tilnefndar til sömu verð-
launa. Illar tungur segja nú að Jones hafi
gert sér upp ánægjuna með sigur
Zellweger en hún mætti ekki í nein eft-
irpartí og varð býsna köld á svip þegar
nafn sigurvegarans var tilkynnt.
Rokkarinn Ozzy Os-bourne hefur tekið að
sér að leika í nýrri gos-
drykkjarauglýsingu sem
sýnd verður á Super
Bowl, úrslitaleiknum í
amerískum fótbolta. Rúm-
lega 100 milljónir manna
munu fylgjast með hinni
45 sekúndna auglýsingu fyrir
nýja bragðtegund af gosdrykkn-
um Pepsi. Í auglýsingunni má
sjá Ozzy ásamt börnum sínum
Kelly og Jack. Börnin
sjást rífa af sér andlitin
og fyrir innan leynast
Donny og Marie Osmond,
úr samnefndri fjölskyldu,
sem upphefja söng við
slakar undirtektir rokkar-
ans. Með auglýsingunni
hefur Ozzy fetað í fótspor
Britney Spears, Beyoncé
Knowles, Tinu Turner og fleiri
sem hafa tekið að sér að auglýsa
gosdrykki.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Oasis í hljóðveri:
Endurvinna vinsælasta lagið
LIAM GALLAGHER
Lætur stóra bróður eftir að syngja end-
urunna útgáfu af laginu „Wonderwall“.
Í VOLGOGRAD
Í Volgograd er nú verið að undirbúa hátíð-
arhöld 2. febrúar, þegar þess verður
minnst að 60 ár verða liðin frá orrustunni
um Stalíngrad. Hins vegar mun einhverjum
gömlum hermönnum þykja vanta upp á
að borgin heitir ekki lengur Sovétnafninu
Stalíngrad.