Fréttablaðið - 06.02.2003, Page 1
SKIPASKRÁNING
Sjóræningjablær
á frumvarpi
bls. 10
Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Fimmtudagurinn 6. febrúar 2003
Tónlist 18
Leikhús 18
Myndlist 18
Bíó 20
Íþróttir 16
Sjónvarp 22
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
TÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands frumflytur fjögur splunkuný
íslensk tónverk á Myrkum músík-
dögum í kvöld klukkan 19.30.
Stjórnandi er Bernharður Wilkin-
son. Flutt verða verk eftir Atla Ing-
ólfsson, Hróðmar Inga Sigur-
björnsson, Jón Ásgeirsson og Jónas
Tómasson.
Ný íslensk tónverk
FUNDUR Jónas G. Halldórsson tauga-
sálfræðingur fjallar um sértæka
námsörðugleika og svarar fyrir-
spurnum á opnu húsi Tourette-sam-
takanna. Fundurinn hefst klukkan
20.30 og er haldinn í Hátúni 10b.
Sértækir
námsörðugleikar
FUNDUR Rithöfundarnir Pirjo
Hassinen, Jørgen Norheim, Liv
Kølzow, Morten Søndergaard, Jó-
hann Hjálmarsson, Álfrún Gunn-
laugsdóttir og Kelly Berthelsen
kynna bækur sínar í í Norræna
húsinu í kvöld klukkan 19.30. Þau
hafa öll verið tilnefnd til bók-
menntaverðlauna Norðurlandaráðs
í ár.
Raddir frá
Norðurlöndum
ALÞINGI Fjörutíu mál eru á dagskrá
Alþingis í dag. Þingfundur hefst
klukkan 10.30 og meðal þess sem er
á dagskrá eru breytingar á hegn-
ingarlögum, frumvarp um skrán-
ingu skipa og þingsályktunartillaga
um þjónustugjald á fjölsóttum
náttúruverndarsvæðum.
Annasamt á þingi
AFMÆLI
Ætlaði að
verða flugfreyja
FIMMTUDAGUR
31. tölublað – 3. árgangur
bls. 24
HAFNARFJÖRÐUR
Ætlum að
gera kraftaverk
bls. 30
ATVINNULEYSI Fyrir hádegi í gær
voru 25 störf í boði hjá Vinnumiðl-
un höfuðborgarsvæðisins en eftir
þeim biðu á skrá 3.750 einstak-
lingar:
„Þetta eru allt láglaunastörf
fyrir ófaglærða. Atvinnulausir á
skrá hjá okkur spanna hins vegar
allan skalann og eru hámenntaðir
jafnt sem ófaglærðir,“ segir Erla
Hrönn Sveinsdóttir hjá Vinnu-
miðluninni, sem man vart aðra
eins tíð, en hún hefur starfað hjá
Vinnumiðluninni í áratug. „Árin
1994-95 voru einnig slæm. Þá voru
hér margir á skrá og ástandið
kannski svipað,“ segir hún.
Stöðugur straumur fólks í at-
vinnuleit er til Vinnumiðlunarinn-
ar, sem er til húsa að Engjateigi
11, og fyrir marga eru sporin
þangað þung: „Fólk ber sig mis-
jafnlega. Margir eru ósáttir og
skilja hreinlega ekki þá stöðu sem
þeir eru komnir í enda aldrei stað-
ið í þessum sporum fyrr. Þessu
fylgir mikil skriffinnska fyrir við-
komandi og fólki finnst hún niður-
lægjandi. Í hnotskurn má segja að
sumir séu reiðir og aðrir beygðir,“
segir Erla Hrönn og er ekki bjart-
sýn á framhaldið. Fátt sé í spilun-
um sem bendi til þess að störfum í
boði fjölgi á næstu vikum: „Við lít-
um helst til vorsins og vonum það
besta,“ segir hún. ■
Í FYLGD MEÐ FULLORÐNUM Hressilega blés á skólabörn í Mosfellsbæ í gær sem og aðra landsmenn. Það þótti því vissara að fylgja
börnunum í og úr skólabílnum. Greinilega fannst sumum nóg um veðurhaminn og héldu þétt í fylgdarmann sinn.
3.750 manns um 25 störf hjá Vinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins:
Sumir reiðir – aðrir beygðir
FÓTBOLTI
bls. 20
Lætur
hlutina
gerast
KVIKMYND
Djassinn
dunar
bls. 16
DÓMSMÁL Dómsmálaráðuneytið tel-
ur að fram séu komnar nýjar upp-
lýsingar í Geirfinnsmálinu og hef-
ur falið ríkissaksóknara að meta
hvort ekki beri að gera þeim sem
dæmd voru fyrir að hafa banað
Geirfinni grein fyrir upplýsingun-
um.
Dómsmálaráðuneytið byggir
bréf sitt á skýrslu Láru V. Júlíus-
dóttur hæstaréttarlögmanns. Hún
var settur saksóknari í rannsókn á
tildrögum þess að Magnús Leo-
poldsson dróst saklaus inn í Geir-
finnsmálið.
Sævar Ciesielski, sem dæmdur
var í sautján ára fangelsi fyrir að
hafa banað Geirfinni og Guðmundi,
segist ekki hafa mikla trú á að rík-
issaksóknari taki mál hans nú upp
að nýju. „En ég vona hið besta. Að-
alatriðið er að aðferðafræðin í
tengslum við endurupptöku mála
verði gerð skýrari,“ sagði Sævar.
Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður
Sævars, hafði ekki lesið skýrslu
Láru í gær. Ragnar sagðist hins
vegar fagna því mjög að dómsmála-
ráðuneytið vekti athygli ríkissak-
sóknara á því að hann eigi að gera
gangskör að því að opna málið.
„Það kemur auðvitað einhvern
tíma að því að við verðum að gera
upp bæði Geirfinns- og Guðmund-
armálið. Það verður ekki við annað
unað. Þeir dómar sem þá gengu fá
ekki staðist miðað við þær upplýs-
ingar sem hefur verið aflað síðar,“
sagði Ragnar.
Ráðuneytið sendir bréfið til rík-
issaksóknara með vísan til þess að
hann sé æðsti handhafi ákæru-
valds í landsinu. Hann geti gefið
fyrirmæli til lögreglu um að hefja
rannsókn vegna vitneskju eða
gruns um að refsivert brot hafi
verið framið.
Í skýrslu sinni greinir Lára
meðal annars frá því að eftir að
hún á árinu 2001 var settur sak-
sóknari í máli Magnúsar hafi til-
tekinn maður gefið sig fram við
hana. Hafði hann eftir látnum
mági sínum sem starfaði hjá verk-
takafyrirtæki einu að fjórir starfs-
menn þess hafi banað Geirfinni
þegar þeir hittu hann í Dráttar-
brautinni í Keflavík. Þeir hafi síð-
an komið líki hans fyrir við Djúpa-
vatn. Málið hafi tengst smygli á
spíra.
Þá nefnir Lára að fangaverðir
hafi stundað yfirheyrslur á sak-
borningum í málinu. „Þetta hlýtur
að veikja tiltrú manna á hinni
svokölluðu harðræðisrannsókn
sem fór fram í lok Geirfinnsmáls-
ins. Þessi gögn sem stöfuðu frá
fangavörðum voru hins vegar ekki
lögð fyrir dóm og misvísandi skýr-
ingar gefnar á því,“ segir Lára.
gar@frettabladid.is
Geirfinnsmálið
til saksóknara
Dómsmálaráðuneytið vill að ríkissaksóknari meti hvort nýjar upplýsingar í Geirfinnsmálinu
hefðu breytt framgangi málsins í dómskerfinu, hefðu þær legið fyrir á sínum tíma. Sævar
Ciesielski segist vonast eftir hinu besta þó hann hafi ekki mikla trú á lausn málsins.
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT
FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002.
Fr
é
tt
a
b
la
ð
ið
M
o
rg
u
n
b
la
ð
ið
Meðallestur 25 til 49
ára samkvæmt
fjölmiðlakönnun
Gallup frá
október 2002
28%
D
V
80.000 eintök
70% fólks les blaðið
Hvaða blöð
lesa 25 til 49
ára íbúar á
höfuðborgar-
svæðinu á
fimmtu-
dögum?
53%
72%
VINNUMIÐLUN
HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
Skjólstæðingarnir margir hverjir ósáttir –
skilja ekki stöðu sína enda margir hverjir
aldrei verið í henni áður.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
REYKJAVÍK Suðvestan 8-13
m/s og skúrir eða slydduél.
Hiti 4 stig.
VEÐRIÐ Í DAG
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 8-13 Skúrir 4
Akureyri 8-13 Skýjað 4
Egilsstaðir 5-10 Léttskýjað 4
Vestmannaeyjar 8-13 Rigning 5
➜
➜
➜
➜
+
+
+
+
Evrópusambandið:
Fær Guð
inngöngu?
BRUSSEL, AP Það heldur áfram að
vefjast fyrir mönnum hvort Guð
fái sinn sess í stjórnarskrá Evr-
ópusambandsins sem verið er að
vinna að. Málið hefur reynst
mönnum erfitt úrlausnar. Spán-
verjar, sem hafa slæma reynslu
af miklu valdi kirkjunnar, og
Frakkar, sem búa að aðskilnaði
ríkis og kirkju frá tímum
frönsku byltingarinnar, hafa
mælt gegn því en íhaldsmenn og
Vatíkanið hafa barist fyrir því
að vitnað sé til Guðs og arfleifð-
ar kristinnar kirkju í stjórnar-
skránni.
Giscard d’Estaing, fyrrum
forseti Frakklands, skilar í dag
drögum að texta stjórnarskrár-
innar. Búist er við því að ekki
verði minnst á trúarbrögð í þeim
texta. Slíkt getur þó auðveldlega
breyst. ■