Fréttablaðið - 06.02.2003, Page 4
4 6. febrúar 2003 FIMMTUDAGURKJÖRKASSINN
Farðu inn á frett.is og segðu
þína skoðun
frétt.is
Hvað borðar þú margar
máltíðir á dag?
Spurning dagsins í dag:
Er nauðsynlegt að rannsaka Geirfinns-
málið betur?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
10,9%
49,9%3-4
5-6
40,1%
MATUR ER
MANNSINS
MEGIN
Fæstir borða fleiri
máltíðir en fjórar
á dag.
1-2
Alþýðusambandið uggandi vegna
ört vaxandi atvinnuleysis:
Vill samstarf um
mótvægisaðgerðir
ATVINNULEYSI Miðstjórn Alþýðu-
sambands Íslands lýsir yfir þung-
um áhyggjum vegna ört vaxandi
fjölda þeirra einstaklinga sem eru
án atvinnu. Nú eru um sex þúsund
manns án atvinnu og segir í álykt-
un ASÍ að atvinnuleysi hafi ekki
verið jafn mikið síðan 1998. Þá
segir að langtímaatvinnuleysi
hafi samhliða þessu aukist mjög
mikið, eða úr 410 manns í desem-
ber 2001 í 1.021 í desember 2002.
Miðstjórn ASÍ segir að virkj-
ana- og stóriðjuframkvæmdir
muni ekki hafa veruleg áhrif á ís-
lenskan vinnumarkað og íslenskt
efnahagslíf fyrr en í fyrsta lagi á
seinna hluta næsta árs og þunginn
af framkvæmdunum verði ekki
fyrr en á árunum 2005 til 2007.
Miðstjórn ASÍ telur mikilvægt
að efnt verði til formlegs sam-
starfs milli aðila vinnumarkaðar,
stjórnvalda og Seðlabanka Ís-
lands, með það að markmiði að
móta skýra áætlun um mótvægis-
aðgerðir sem komi til fram-
kvæmda á allra næstu vikum.
Þær þurfi meðal annars að fela í
sér að opinberir aðilar flýti mann-
aflsfrekum framkvæmdum, sem
mögulegt er að ljúka á næstu 6 til
18 mánuðum. Þá þurfi Seðlabank-
inn að lækka stýrivexti og styrkja
gjaldeyrisforðann. Loks þurfi
bankar og sparisjóðir að lækka
vexti og þá sérstaklega verð-
tryggða vexti.
Samhliða þessu telur miðstjórn
ASÍ nauðsynlegt að hækka at-
vinnuleysisbætur og treysta stöðu
langtímaatvinnulausra með fjöl-
breyttari starfs- og endurmennt-
unartilboðum. ■
Stækkun Norðuráls á
Grundartanga:
Þolir enga
bið
NORÐURÁL „Það sem skiptir megin-
máli nú er að Landsvirkjun taki af
skarið og tilkynni Norðuráli að fyr-
irtækið fá þá orku sem það þarf til
stækkunar álversins. Það svar þarf
að liggja fyrir sem fyrst þannig að
Hitaveita Suðurnesja og Orkuveita
Reykjavíkur, sem
einnig taka þátt í
orkuöflun, geti
hafið fram-
kvæmdir en þær
taka þrjú ár,“
sagði Guðjón
Guðmundsson,
þingmaður Vest-
lendinga, á Al-
þingi.
Guðjón sagði
að Norðurál
þyrfti að geta haf-
ið framkvæmdir
strax í sumar
þannig að stækk-
un álversins yrði
lokið áður en
mesti þunginn
verður í framkvæmdum við álver á
Reyðarfirði.
„Vegna atvinnuástandsins er
mikilvægt að þessar framkvæmdir
hefjist sem fyrst. Útlfutningur ál-
vers Norðuráls mun aukast um 12
milljarða króna á ári og 400 ný störf
skapast við álverið og afleidd störf.
Þetta verkefni þolir ekki frekari
bið,“ sagði Guðjón Guðmundsson. ■
Úrskurður um Norðlinga-
ölduveitu varnarsigur
Formaður Vinstri grænna segir Norðlingaölduúrskurð umhverfisráðherra marka tímamót.
Með honum hafi ákveðinn varnarsigur unnist í baráttuni fyrir verndun Þjórsárvera. Úrskurð-
urinn og fordæmisgildi hans voru til umræðu utan dagskrár á Alþingi í gær.
ALÞINGI „Þegar ráðherra var að
rökstyðja niðurstöðu sína, meðal
annars með því að tiltekinni hag-
kvæmni væri fórnað í þágu nátt-
úruverndar og til þess að unnt
væri að virða frið-
lýsinguna og al-
þjóðlegar skuld-
bindingar, sam-
kvæmt Rómarsátt-
málanum, fannst
mér um sinn eins
og þjóðin hefði
loksins eignast
eiginlegan um-
hverfisráðherra.
En því miður að-
eins tímabundið og í þessu eina
máli,“ sagði Steingrímur J. Sigfús-
son, Vinstri hreyfingunni – grænu
framboði.
Úrskurður setts umhverfisráð-
herra um Norðlingaölduveitu var
ræddur utan dagskrár á Alþingi í
gær. Steingrímur hrósaði Jóni
Kristjánssyni, settum umhverfis-
ráðherra, fyrir málsmeðferðina,
sagði ákveðinn varnarsigur hafa
unnist í baráttunni fyrir verndun
Þjórsárvera með úrskurði ráð-
herra en langt í frá fullan sigur.
Jón Kristjánsson svaraði þeirri
spurningu þingmannsins neitandi
hvort ekki hefði komið til álita að
fella úrskurð Skipulagsstofnunar
alveg úr gildi og benda fram-
kvæmdaraðila á aðra útfærslu.
Enn fremur svaraði Jón því neit-
andi að með úrskurði sínum væri
hann að fallast á 6. áfanga
Kvíslárveitu án mats á umhverfis-
áhrifum. Um fordæmisgildi úr-
skurðarins fyrir friðlýst svæði og
alþjóðlegar skuldbindingar í um-
hverfismálum vildi ráðherra ekki
tjá sig.
„En ég er almennt þeirrar
skoðunar að það verði að fara að
öllu með gát þegar friðlönd eru
annars vegar. Ég ætla ekki að
túlka þennan úrskurð minn sem
setts umhverfisráðherra frekar
eða fara með hann inn í framtíð-
ina, hann skýrir sig sjálfur,“ sagði
Jón Kristjánsson.
Formaður Samfylkingarinnar
taldi hins vegar að fordæmisgildi
úrskurðarins væri ótvírætt og það
hlytu umhverfisráðherrar fram-
tíðarinnar að virða. Mörk opin-
bers friðlands væru ekki skert, al-
þjóðlegir samningar væru virtir
og þá hafi ráðherra virt rannsókn-
arskylduna. Hann staldraði hins
vegar við þátt Landsvirkjunar og
velti fyrir sér af hverju Lands-
virkjun hefði ekki komið fram
með þá lausn sem ráðherra
kynnti, lausn sem af mörgum
hefur verið kölluð tímamóta-
úrskurður.
the@frettabladid.is
Staða háskólamenntaðra á vinnumarkaðnum versnar:
Atvinnuleysi
jókst um 75%
VINNUMARKAÐUR Fjöldi atvinnu-
lausra háskólamanna á landinu
jókst um 75% á síðasta ári. Á síð-
ustu tveimur árum hefur fjöldinn
þrefaldast.
Um síðustu áramót voru 363 há-
skólagengnir á atvinnuleysisskrá á
landinu öllu. Hlutfall háskólageng-
inna af atvinnulausum í heild hefur
farið vaxandi. Í árslok árið 2001
voru háskólagengnir 5,1% af heild-
arfjölda á atvinnuleysisskrá en í lok
desember sl. var hlutfallið komið
upp í 7,2%.
Um áramótin voru tæplega 30
tölvunarfræðingar á atvinnuleysis-
skrá, 60 verk- og tæknifræðingar og
rúmlega 40 manns með menntun í
öðrum raunvísindagreinum. Tæp-
lega 80 manns með viðskipta- og
rekstrarmenntun eru á atvinnuleys-
isskrá og 24 kennarar. Stærsti hóp-
urinn, sem flokkast undir önnur
hugvísindi, taldi 133 einstaklinga í
desemberlok.
Samtök atvinnulífsins könnuðu
fyrir skömmu skiptingu atvinnu-
lausra eftir menntun samkvæmt
gögnum frá Vinnumiðlun höfuð-
borgarsvæðisins. Samkvæmt
þeim eru 10% atvinnulausra á
skrá með háskólamenntun eða
2,8% fleiri en að meðaltali á land-
inu öllu. Þessi munur þarf ekki að
koma á óvart, þar sem hlutfall há-
skólamenntaðra er mun hærra á
höfuðborgarsvæðinu en annars
staðar á landinu. ■
Réttarhöldin
yfir Milosevic:
Ónýt
málsvörn
HAAG, AP Dómarar við stríðs-
glæpadómstólinn í Haag hafa
bent Slobodan Milosevic, fyrr-
um forseta Júgóslavíu, á að vörn
hans sé oft á tíðum ómarkviss og
ekki líkleg til þess að skila til-
ætluðum árangri. Milosevic,
sem ákærður er fyrir alvarlega
stríðsglæpi í forsetatíð sinni,
hefur alla tíð haldið fram sak-
leysi sínu og gert lítið úr þeim
sönnunum sem lagðar hafa verið
fyrir hann. Hann kaus að sjá
sjálfur um að halda uppi
málsvörnum fyrir rétti en ef
marka má athugasemdir dómara
fór hann þar illa að ráði sínu.
Milosevic var fyrst og fremst
ávítaður fyrir að einbeita sér um
of að því að sýna fram á sekt
vitnanna. Var honum ráðlagt að
reyna þess í stað að varpa betur
ljósi á sinn þátt í glæpum sem
hann er ákærður fyrir. ■
ATVINNULEYSI EYKST
Hugvísindamenntað fólk á erfiðast með að finna sér vinnu úr hópi háskólamenntaðra.
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON
Sagði Íslendinga hafa eignast í Jóni Kristjánssyni, eiginlegan umhverfisráðherra tímabundið.
fannst mér
um sinn eins
og þjóðin
hefði loksins
eignast eigin-
legan um-
hverfisráð-
herra.
GRÉTAR ÞORSTEINSSON
Miðstjórn ASÍ kallar eftir vaxtalækkunum,
flýtingu opinberra framkvæmda og hækk-
un atvinnuleysisbóta.
GUÐJÓN
GUÐMUNDSSON
Segir brýnt að hefj-
ast þegar handa við
stækkun álvers
Norðuráls á Grund-
artanga, verkefnið
þoli enga bið vegna
atvinnuástandsins.
VANHÆFUR
VERJANDI
Ákvörðun
Slobodan
Milosevic um
að verja sig
sjálfur fyrir
stríðsglæpa-
dómstólnum
virðist ekki
ætla að verða
honum til
framdráttar.