Fréttablaðið - 06.02.2003, Page 14

Fréttablaðið - 06.02.2003, Page 14
Haft er eftir Jóhannesi GeirSigurgeirssyni, stjórnarfor- manni Landsvirkjunar, á forsíðu Fréttablaðsins laugardaginn 18. janúar sl. „að það væri ekki vinn- andi innan fyrirtækisins ef menn litu á Kárahnjúkavirkjun sem um- hverfisglæp“. Nú er það samt staðreynd að þeim fjölgar stöðugt sem eru á þeirri skoðun í dag. Enda hvað er það annað en um- hverfisglæpur að eyðileggja um 40 ferkílómetra af dýrmætum gróðurvinum á hálendinu, spilla 1000 ferkílómetra svæði ómetan- legs víðernis og jarðsögumenja, eyða stórum búsvæðum hrein- dýra, heiðagæsa og fleiri dýrateg- unda og þar fyrir utan að valda röskun og skaða á 60 fossum og er þá ekki allt upp talið. Að auki er tekin mikil áhætta á sand- og leir- foki úr fjöruborði Hálslóns og Keldulóns með tilheyrandi gróð- urskemmdum á Vestur-Öræfum og Hraunum, en eins og alþjóð ætti að vera kunnugt um þá verð- ur Hálslón á stærð við Hvalfjörð með allt að 70 metra vatnsborðs- sveiflu. Vísindamenn vara við því að smátt og smátt muni svo aurinn úr Jökulsá á Dal, einu aurugasta jök- ulfljóti í Evrópu, fylla upp Hálsa- lón þar til eftir kannski 100 ár að þá verði það orðið fullt af leir og virkjunin ónothæf. Mér er spurn; vega einhver arðsemisrök svo þungt að þetta sé réttlætanlegt? Ef þetta er ekki umhverfisglæpur þá leyfi ég mér að spyrja Jóhann- es; hvað er þá umhverfisglæpur? Hvernig ætli sú kynslóð sem síðar mun standa frammi fyrir afleið- ingunum meti þennan verknað? Í opnuviðtali í sama blaði í kafla undir yfirskriftinni Sumir taka engum rökum svarar Jó- hannes aðspurður um hvort mót- mæli umhverfissinna, sem enn lifa í voninni um að ekkert verði af framkvæmdum við Kára- hnjúka í ljósi kröftugra mótmæla sem þeir hafa haldið uppi, hvort að stjórnendur Landsvirkjunar upplifi sig ekki orðið sem um- hverfisglæpamenn? „Nei, við ger- um það ekki enda væri þá óvinn- andi og ólíft ef við gerðum það.“ Síðar segir hann: „Ég vil hinsveg- ar taka það fram að eins og ég skynja það, þá vill nú mikill meiri- hluti íslensku þjóðarinnar horfa á þetta í samhengi, annars vegar út frá náttúruvernd og nýtingu hins vegar.“ Telji Jóhannes sig geta tekið rökum þá vil ég beina því til hans í ljósi þeirra staðreynda sem ég hef talið upp hér að ofan varðandi þau umhverfisspjöll sem leiða af Kárahnjúkavirkjun og þess sem eftir honum er haft „að það væri ekki vinnandi innan fyrirtækisins ef menn litu á Kárahnjúkavirkjun sem umhverfisglæp“ hvort ekki sé skynsamlegast að ganga úr skugga um það í næstu alþingis- kosningum með þjóðaratkvæða- greiðslu um Kárahnjúkavirkjun áður en framkvæmdum er haldið áfram hvort meirihluti þjóðarinn- ar er fylgjandi eða ekki. Væri það ekki heppilegast fyrir alla að hafa staðfestan vilja meirihluta lands- manna á borðinu vegna viðamestu framkvæmda sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir frá upphafi í stað mats sem byggt er á tilfinn- ingum forgöngumanna stóriðj- unnar og skoðanakönnunum? Eða eru það forstöðumenn Landsvirkjunar og ráðamenn þjóðarinnar sem neita að taka rök- um í þessu máli? ■ 14 6. febrúar 2003 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Lára V. Júlíusdóttir afhenti í gærMagnúsi Leopoldssyni skýrslu um rannsókn sína á því hvort opin- berir starfsmenn hefðu viðhaft ámælisverð og ólögleg vinnubrögð í tengslum við rannsókn Geirfinns- málsins sem leitt hefði til gæslu- varðhaldsvistar Magnúsar. Magnús sat 105 daga í gæsluvarðhaldi árið 1976 grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar ásamt þrem- ur öðrum mönnum. Þeim voru öll- um dæmdar skaðabætur fyrir gæsluvarðhaldsvistina í kjölfar endanlegs dóms í Geirfinns- og Guð- mundarmálum. Rannsókn Láru V. Júlíusdóttur kemur í kjölfar kröfu Magnúsar um rannsókn á því hvort hann hafi verið fyrirmynd leir- styttu – Leirfinns – en hún ekki gerð eftir lýsingu vitna, og hvort lögregl- an í Keflavík hafi hagað rannsókn málsins með öðrum hætti þannig að grunur beindist að Magnúsi. Niðurstaða Láru er að ekkert bendi til að lögreglan hafi vísvitandi reynt að beina gruni að Magnúsi. Höfuðástæða þess sé rangur vitnis- burður þeirra sem síðar voru dæmd fyrir morðið á Geirfinni. Lára sýkn- ar því lögregluna í Keflavík af ásök- un Magnúsar og það er vandséð hvernig hún hefði mátt komast að annarri niðurstöðu. Þessi rannsókn er mikið vand- ræðamál. Það er ljóst að það er nokkur vilji meðal þjóðarinnar að gera með einhverjum hætti upp við Geirfinnsmálið. Við rannsókn þess voru alvarleg mistök gerð og enn ríkir mikill efi um sekt þeirra sem að lokum voru dæmd fyrir að bana Geirfinni. Magnús Leopoldsson hef- ur gengið fast eftir ástæðum þess óréttar sem hann var beittur með gæsluvarðsvistinni og þeirri miklu röskun sem hún kallaði yfir líf hans og fjölskyldu hans. Þetta tvennt virðist hafa vakað fyrir ríkisstjórn og Alþingi þegar lögum var gagn- gert breytt til að gera þessa rann- sókn mögulega. Gallinn er hins vegar sá að hún gat aldrei leitt til neinnar niður- stöðu sem stangaðist á við fyrri af- greiðslu málsins. Ef einhver sök hefur legið hjá lögreglunni í Kefla- vík er sú sök löngu fyrnd. Ef Lára hefði ýjað að sekt lögreglumann- anna í skýrslunni hefðu þeir hvergi getað varið sig þar sem málsókn hefði verið ómöguleg. Dómskerfið er ekki eðlilegur farvegur fyrir uppgjör við Geir- finnsmálið. Það er hins vegar tilval- ið fyrir rannsóknarnefnd á vegum þingsins. Í slíkri rannsókn er hægt að velta upp lögfræðilegum, póli- tískum og stjórnvaldsflötum á mál- inu. Niðurstaðan yrði hvorki skýr né klár enda ekki hægt að ætlast til þess af þessu máli. En hún gæti orð- ið upphaf uppgjörs við þetta óþægi- lega mál. ■ Vandræðarannsókn lokið skrifar um rannsókn sérstaks ríkissak- sóknara á Leirfinni. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON Mikill afsláttur allan daginn! Fimmtud. Borgarapótek Föstud. Árbæjarapótek tónlistar- og mynd- listarmaður skrifar um Kárahnjúka- virkjun. JÓHANN G. JÓHANNSSON Um daginn og veginn Kárahnjúkavirkjun er umhverfisglæpur Héraðsdómur í vafa vegna afstöðumunar sérfræðinga: Læknaráð kallað til í Hafnarstrætismáli DÓMSMÁL Dómararnir þrír í Hafn- arstrætismálinu vilja álit lækna- ráðs á tildrögum þess að fórnar- lambið í málinu lést. Heilaskurðlækni, sem gerði að sárum piltsins sem lést, og prófess- or sem krufði piltinn, bar ekki sam- an varðandi hvort eitt tiltekið högg dró piltinn til dauða. Krufningarlæknirinn taldi pilt- inn hafa látist af einu tilteknu höggi sem hann fékk á hnakkann. Eftir það högg hafi hann verið al- gerlega ófær um að standa upp. Heilaskurðlæknirinn sagði á hinn bóginn ekki útilokað að pilturinn hafi getað staðið upp og hreyft sig eftir að hafa verið veitt það eða þau högg sem bundu enda á líf hans. Þessi afstöðumunur sérfræð- inganna skiptir miklu því tveir piltar eru ákærðir í málinu. Fyr- ir liggur að annar þeirra spark- aði aðeins einu sinni í fórnar- lambið, sem við það féll á hnakk- ann og stóð aldrei upp aftur. Hinn árásarmaðurinn hafði hins vegar áður margslegið og spark- að í piltinn. Miðað við framburð krufning- arlæknisins er óhugsandi að sá sem flest höggin veitti hafi í raun banað piltinum. Vitnisburð- ur heilskurðlæknisins opnaði hins vegar á þann möguleika. Úr þessu á læknaráð að reyna að greiða fyrir Héraðsdóm Reykja- víkur. ■ Ísbjörn ógnar fjölskyldu: Óttaðist um líf barna sinna OSLÓ, AP Líf ísbjörns sem var á vappi fyrir utan heimili norskr- ar fjölskyldu á eynni Svalbarða hlaut skjótan endi þegar hús- bóndinn á bænum dró upp skammbyssu og skaut björninn í hausinn. Inni í húsinu voru börn mannsins fjögur og áleit hann að þeim stæði ógn af dýrinu. Norðmaðurinn kom auga á spor ísbjarnarins í snjónum fyr- ir utan húsið og rakti þau að eld- húsglugganum. Þar sá hann hvar dýrið var að reyna að opna gluggann með framfótum sínum. Maðurinn brást skjótt við og skaut ísbjörninn fjórum sinnum. Ísbirnir hafa verið friðaðir í Noregi síðan árið 1973 en ekki er ljóst hvort maðurinn verður ákærður fyrir að drepa dýrið. ■ SAKBORNINGUR Í HÉRAÐSDÓMI Dómarar í Héraðsdómi Reykjavíkur kynntu í gær þá ákvörðun að kalla eftir áliti læknaráðs varðandi áverka piltsins sem lést af heilablæðingu. Búast má við að málið tefjist um nokkra mánuði vegna þessa. Mennirnir sem eru ákærðir hafa þegar setið í gæsluvarðhaldi í meira en átta mánuði. Ábyrgð Vesturlanda Kjartan Kjartansson skrifar: Í Fréttablaðinu 4. febrúar birtist grein eftir formann Frjálshyggju- félagsins með yfirskriftinni „Hinn sanna þróunaraðstoð“. Þar heldur hann því fram að peningaframlög Vesturlanda og tollar á afurðir þró- unarlanda séu það sem hindrar fé- lagslegar umbætur í þriðja heimin- um. Þá verði að hafa ýmsa hluti á hreinu varðandi reynslu þriðja heimsins af frjálshyggjunni og kapítalismanum. Þegar formaður- inn talar um að þróunarlöndin hafi frá upphafi barist við fátækt, hung- ursneyð, heilsuleysi, fáfræði og slæmt stjórnarfar ber að hafa í huga að enginn ber sennilega meiri ábyrgð á að hafa komið því ástandi á í mörgum tilfellum og viðhaldið en Vesturlönd. Hafa þau barið nið- ur af hörku allar tilraunir til fé- lagslegra og stjórnarfarslegra um- bóta þar sem það hentaði ekki hagsmunum þeirra á þessum svæð- um, en í nafni einstaklings- og við- skiptafrelsis. Að ógleymdri með- ferð Vesturlanda á þróunarlöndun- um á nýlendutímanum. Í stað þess að styrkja uppbyggingu innviða þjóðfélagana og almannaþjónustu er þriðja heims löndum þröngvað til að taka upp frjálslynd markaðs- kerfi og selja alla almannaþjónustu og þjóðarauðlindir í hendur Vestur- landabúa. Þetta eru skilyrðin fyrir lánum frá Alþjóðabankanum, sem nú heldur þróunarlöndunum í fá- tæktargryfju. Á sama tíma erum við sjálf ekki reiðubúin til að fram- kvæma slíka útsölu á okkar eigin náttúruauðlindum (sbr. fjárfest- ingu útlendinga í sjávarútvegin- um). Þetta eru grundvallaratriði sem formaður „Frjálshyggjufélagsins“ kýs að hunsa þegar hann talar með yfirlæti um kosti frjálshyggjunnar til lausnar vanda þriðja heimsins. Frjálshyggjan er nefnilega og hef- ur alltaf verið einn skæðasti óvinur þróunarlandanna. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M YOGA Fyrir þá sem eru að ganga í gegnum eða hafa lokið krabbameinsmeðferð Ný námskeið hefjast 13. janúar Kennari er Arnhildur S. Magnúsdóttir sem m. a. byggir námskeiðin á sinni eigin reynslu. Tilgangur námskeiðisins er að takast á við dag- legt líf að nýju með aðstoð yoga, styrkja sig líkamlega og andlega auk þess að sættast við líkamann. Námskeiðin verða haldin í sal Lífssýnar að Bolholti 4, 4. hæð til vinstri. Skráning og upplysingar gefur Arnhildur í síma 895-5848

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.