Fréttablaðið - 06.02.2003, Side 18
18 6. febrúar 2003 FIMMTUDAGUR
FUNDIR
12.20 Kristín Björg Guðmundsdóttir
dýralæknir flytur erindið Listeria
monocytogenes í dýrum á Íslandi
í bókasafninu að Keldum. Þetta er
verkefni Kristínar til doktorsprófs
sem hún lauk nú í janúar.
13.00 Harpa Guðmundsdóttir kynnir Alex-
anderstækni fyrir unga foreldra
með börnin sín á Loftinu í Hinu
Húsinu. Áhugasamir eru beðnir að
mæta með teppi og tvær bækur.
16.15 Halldór Pálmar Halldórsson
gengst undir meistarapróf við líf-
fræðiskor raunvísindadeildar Há-
skóla Íslands og heldur fyrirlestur
um Mælingar á vaxtarrými kræk-
lings. Fyrirlesturinn fer fram í stofu
G6 að Grensásvegi 12 og er opinn
öllum meðan húsrúm leyfir.
16.15 María Björk Ólafsdóttir flytur er-
indi um Hlutdeild lipoxygenasa í
stýrðum frumudauða á málstofu í
sal Krabbameinsfélags Íslands,
efstu hæð.
19.30 Sjö rithöfundar af þeim 11 sem til-
nefndir hafa verið til bókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs í ár
kynna bækur sínar í Norræna hús-
inu. Jórunn Sigurðardóttir kynnir þá
til leiks og síðan lesa höfundarnir
brot úr verkum sínum.
20.00 Biblíuskólinn við Holtaveg heldur
fræðslukvöld um tvö af bréfum
Nýja testamentisins, Hebreabréfið
og Júdasarbréf, í húsi KFUM og
KFUK, á horni Holtavegar og
Sunnuvegar. Aðgangur er ókeypis
og allir velkomnir.
20.00 Fræðslufundur um fíkniefnamál
verður haldinn í Hlíðaskóla fyrir
foreldra nemenda í 8. og 9. bekk.
20.00 Opið hús er hjá Nýrri dögun, sam-
tökum um sorg og sorgarviðbrögð,
í safnaðarheimili Háteigskirkju.
Umræðurnar leiðir sr. Halldór Reyn-
isson. Allir syrgjendur eru velkomnir
og þátttaka er ókeypis.
20.30 Tourette-samtökin verða með opið
hús að Hátúni 10b, sem er austasta
ÖBÍ blokkin, í kaffiteríunni á jarð-
hæðinni. Jónas G. Halldórsson
taugasálfræðingur mun fjalla um
sértæka námsörðugleika og svara
fyrirspurnum.
TÓNLEIKAR
19.30 Sinfóníuhljómsveit Íslands frum-
flytur fjögur splunkuný íslensk
tónverk á Myrkum músíkdögum
í kvöld. Stjórnandi er Bernharður
Wilkinson. Flutt verða verk eftir
Atla Ingólfsson, Hróðmar Inga Sig-
urbjörnsson, Jón Ásgeirsson og
Jónas Tómasson.
20.00 4Klassískar halda söngtónleika í
Hafnarborg - menningar- og
fræðslumiðstöð Hafnarfjarðar.
Flutt verða léttklassísk og klassísk
lög ásamt söngleikjatónlist og
ljúfum kaffihúsatónum. 4Klassísk-
ar eru söngkonurnar Björk Jóns-
dóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir og
Signý Sæmundsdóttir og píanó-
leikarinn Aðalheiður Þorsteins-
dóttir. Gestur þeirra í kvöld er
Tómas R. Einarsson bassaleikari.
20.30 Óður til Ellýjar verður endurtek-
inn í Salnum í Kópavogi vegna
fjölda áskorana. Guðrún Gunn-
arsdóttir syngur vinsælustu lög
Ellýjar Vilhjálms. Borgardætur
syngja raddir og Stefán Hilmars-
son er gestasöngvari.
LEIKSÝNINGAR
20.00 Halti Billi eftir Martin McDonagh
á Stóra sviði Þjóðleikhússins.
20.00 Veislan eftir Thomas Vinterberg
og Mogens Rukov á Smíðaverk-
stæði Þjóðleikhússins.
20.00 Söngleikurinn Sól og Máni eftir
Sálina og Karl Ágúst Úlfsson á
Stóra sviði Borgarleikhússins.
20.00 Jón og Hólmfríður eftir Gabor
Rassov á Nýja sviði Borgarleik-
hússins.
20.00 Rómeó og Júlía eftir William
Shakespeare í þýðingu Hallgríms
Helgasonar á Litla sviði Borgar-
leikhússins.
20.00 Nemendaleikhúsið sýnir Tattú
eftir Sigurð Pálsson í Smiðjunni.
Takmarkaður sýningafjöldi.
20.30 Leikfélag Kópavogs er með
aukasýningu á Hljómsveitinni í
Hjáleigunni, litla sviði Félagsheim-
ilis Kópavogs.
20.30 Nemendur Verslunarskóla Ís-
lands frumsýna söngleikinn
Made in USA eftir Jón Gnarr.
SKEMMTANIR
20.00 Rokktónleikar verða á Fimmtu-
dagsforleik í Hinu Húsinu. Hljóm-
sveitirnar sem koma fram eru:
Royal Dirt, Denver, Bob og
I.Q.B.A.L. Allir 16 ára og eldri vel-
komnir og ókeypis inn.
SÝNINGAR
Agatha Kristjánsdóttir sýnir ellefu olíu-
málverk í kaffistofunni Lóuhreiðri að
Laugavegi 59. Málverkin á sýningunni
eru flest ný. Sýningin stendur út febrúar.
Um síðustu helgi hófst sýning verkum
Ólafs Más Guðmundssonar í sýningar-
sal Ingustofu á Sólheimum í Grímsnesi.
Sýningin verður opin fram í maí, virka
daga frá kl. 9-17 en um helgar frá kl. 14-
18. Allir eru velkomnir og aðgangur
ókeypis.
Mannakyn og meiri fræði er yfirskrift
sýningar á myndlýsingum í gömlum ís-
lenskum handritum, sem nú stendur yfir
í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Þar
gefur að líta myndir Jóns bónda
Bjarnasonar og ýmissa annarra mynd-
skreyta. Einnig hljómar á sýningunni
hljóðlistaverkið Forneskjutaut eftir Sjón
og Hilmar Örn Hilmarsson. Sýningin
stendur til 9. mars.
Um síðustu helgi opnaði Freygerður
Dana Kristjánsdóttir myndlistarsýningu
á Te og Kaffi, Laugavegi 27, Reykjavík.
Sýningin heitir Tilfinningar og stendur
út febrúarmánuð.
Um síðustu helgi hófst í Listasafni
Borgarness sýning á málverkum eftir
Hubert Dobrzaniecki. Þar sýnir lista-
maðurinn olíumálverk og grafík frá ár-
unum 1999-2002. Sýningin er opin frá
13-18 alla virka daga og til kl. 20 á
þriðjudags- og fimmtudagskvöldum.
Sýningin stendur til 26. febrúar.
Um síðustu helgi hófst í Hafnarborg,
menningar- og listastofnun Hafnarfjarð-
ar, sýningin Akvarell Ísland. Þetta er
fjórða sýningin sem hópurinn Akvarell
Ísland heldur í Hafnarborg og er hún í
TÓNLIST Hvernig skyldi tónverk
hljóma ef það væri skrifað fyrir
tvær hljómsveitir en aðeins
önnur þeirra léki sinn part á tón-
leikum? Þessa spurningu ættu
áheyrendur á tónleikum Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands í kvöld
kannski að hafa í huga, að
minnsta kosti þegar þeir hlusta
á fyrsta verk tónleikanna, sem
er eftir Atla Ingólfsson.
Verk Atla nefnist Orchestra
B, eða Hljómsveit B, sem gefur
til kynna að hljómsveit A sé
fjarverandi á þessum tónleik-
um. Ekki má þó skilja þetta sem
svo að Atli hafi í raun og veru
skrifað þetta verk fyrir tvær
hljómsveitir.
„Nei, þetta er frekar ákveðið
bragð sem ég nota til þess að fá
áheyrendur til að hlusta öðru-
vísi,“ segir Atli. „Ég er svolítið
að prófa hvað það er sem gerist
í hlustuninni. Svo vil ég bara að
fólk hafi það á hreinu að það sé
ekki að koma til að hlusta á
venjulegar laglínur, einhver
grípandi stef. Hins vegar má
segja að ég hafi hugsað mér
aðra hljómsveit til hliðar við
hina. Ég veit alveg hvernig hún
myndi hljóma. En hún er samt
alls ekki partur af því verki sem
flutt verður á tónleikunum í Há-
skólabíói.“
Atli segist líta frekar á verk-
ið eins og einn hljóðmassa, sem
leiðir áheyrendurna áfram.
„Þótt engar eiginlegar laglínur
séu í verkum mínum hef ég
stundum sagt að í heildarformi
verksins megi greina eitthvað
sem kalla mætti laglínu. Eitt-
hvað sem situr í fólki eftir hlust-
unina. En til þess að fólk geti
bara slappað af og hlustað er
gott að búast ekki fyrir fram við
neinum laglínum.“
Atli segist samt ekki telja
þetta erfitt verk að hlusta á. „Ég
bind þetta svolítið saman með
ýmsum aðferðum, til dæmis
með rytmanum.“
Hann segir þessa nálgun í
raun ekkert frábrugðna því,
sem margir þekkja úr popp-
heiminum á síðustu árum. Í
teknótónlist er ekki beinlínis
lagt mikið upp úr laglínum,
heldur er „sándið“ í aðalhlut-
verki.
Verk Atla er splunkunýtt,
samið á síðustu mánuðum. Á
tónleikunum í kvöld verða ein-
nig frumflutt ný verk eftir þrjú
önnur íslensk tónskáld, þá Hróð-
mar Inga Sigurbjörnsson, Jón
Ásgeirsson og Jónas Tómasson.
Tónleikarnir eru á dagskrá
Myrkra músíkdaga, tónlistarhá-
tíðarinnar sem Tónskáldafélag
Íslands efnir til í skammdeginu
á hverju ári.
gudsteinn@frettabladid.is
Sándið í sinfóníunni
Myrkir músíkdagar halda áfram. Sinfóníuhljómsveit Íslands frum-
flytur í kvöld fjögur splunkuný verk eftir íslensk tónskáld.
NÝSKÖPUN Í SKAMMDEGINU
Sinfóníuhljómsveit Íslands æfði í gær ný verk eftir fjögur íslensk tónskáld.
FIMMTUDAGUR
6. FEBRÚAR
hvað?
hvar?
hvenær?
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Borgarskjalasafn Reykjavíkur
www.rvk.is/borgarskjalasafn
Sími: 563 1770
LESSTOFA
opin alla virka daga kl. 10-16.
www.ljosmyndasafnreykjavikur.is
Langar þig í mynd af Reykjavík
t.d. frá árinu 1910, 1930 eða 1950?
Verð frá 1000 kr.
Grófarhúsi, Tryggvagötu 15.
Opið mán.-fös. kl. 10-16
www.listasafnreykjavikur.is Sími 590 1200
HAFNARHÚS
Lýsir (1.2.), Hugarleiftur, Erró.
Leiðsögn sunnud. kl. 15.00
KJARVALSSTAÐIR
then ...hluti 4, Odd Nerdrum, Kjarval
Leiðsögn sunnud. kl. 15.00
ÁSMUNDARSAFN
Tumi Magnússon,
Ásmundur Sveinsson
Minjasafn Reykjavíkur
Árbæjarsafn - Viðey
www.arbaejarsafn.is
Safnhús Árbæjarsafns eru lokuð
en boðið er upp á leiðsögn alla mánud.,
miðvikud. og föstudaga kl. 13. Einnig er tek-
ið á móti hópum eftir
samkomulagi. Nánari upplýsingar
í síma 577 1111.
Upplýsingar um leiðsögn í
Viðey í síma 568 0535.
www.gerduberg.is
Gerðubergi 3-5, s. 575 7700
Opnunartími sýninga frá kl.11-19
mán.-fös., kl.13-17 lau.-sun.
Ókeypis aðgangur.
Sýning: Bauhaus ljósmyndasýning.
Sýningin stendur til 23. febrúar.
Í félagsstarfi: Árni Sighvatsson.
www.borgarbokasafn.is • s. 563 1717
Upplýsingar um afgreiðslutíma
s. 5527545
Aðalsafn Tryggvagötu 15
verður lokað vegna eignatalningar
5., 6. og 7. febrúar
Seljasafn lokað 7. febrúar
Opið eins og venjulega í Kringlusafni,
Gerðubergi, Foldasafni og Sólheimasafni
www.borgarbokasafn.is
Minjasafn Orkuveitunnar
Minjasafn Orkuveitunnar í
Elliðaárdal er opið
sun. 15-17
og eftir samkomulagi
í s. 567-9009
STÓRA SVIÐ
SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI
eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson
Í kvöld kl. 20
Fös. 7/2 kl. 20
Lau. 8/2 kl. 20 UPPSELT
Fös. 14/2 kl. 20 UPPSELT
Lau. 15/2 kl. 19 ath. breyttan sýn.tíma
Lau. 22/2 kl. 20
Fös. 28/2 kl. 20
Lau. 1/3 kl. 20
SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller
Sun. 9/2 kl. 20
Sun. 16/2 kl. 20
Fim. 20/2 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR
HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. G. Stiles og A. Drewe
Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna
Sun. 9/2 kl. 14
Sun. 16/2 kl. 14
Sun. 23/2 kl. 14 FÁAR SÝNINGAR EFTIR
NÝJA SVIÐ
MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR
eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne
Fös. 7/2 kl. 20
Lau. 8/2 kl. 20
Fim. 13/2 kl. 20
Lau. 15/2 kl. 20
JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov
frekar erótískt leikrit í þrem þáttum
Í kvöld kl. 20 AUKASÝNING
Lau. 22/2 kl. 20 AUKASÝNING
SÍÐASTA SÝNING
KVETCH eftir Steven Berkoff
í samstarfi við Á SENUNNI
Sun. 9/2 kl. 20 UPPSELT
Sun. 16/2 kl. 20
Fös. 21/2 kl. 20
MYRKIR MÚSIKDAGAR
Lau. 8/2 kl. 14 Spunatónleikar
Lau. 15/2 kl. 15 Kammertónleikar-Stelkur
Sun. 16/2 kl. 15 Flaututónleikar
Mið. 19/2 kl. 20
ÞRIÐJA HÆÐIN
PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler
Sun. 16/2 kl. 20
Fös. 21/2 kl. 20
LITLA SVIÐ
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Leikrit með söngvum
í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ
Frumsýning lau. 8/14 UPPSELT
Lau. 15/2 kl. 14
RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare
í samstarfi við VESTURPORT
Fim. 6/2 kl. 20 UPPSELT
Fös. 14/2 kl. 20 UPPSELT
Lau. 15/2 kl. 20
Mið. 19/2 kl. 20
Lau. 22/2 kl. 16 ath. breyttan tíma
Mið. 26/2 kl. 20
Miðasalan, sími 568 8000, er opin kl. 13-18
alla virka daga og fram að sýningu sýningardaga.
Sími miðasölu opnar kl. 10 virka dag. Fax 568 0383
midasala@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is
Miðasalan er opin virka daga á milli 10.00 og 16.00 og laugar-
daga 14.00-17.00 og frá kl. 19.00 sýningardaga, en síminn er
562 9700. Ósóttar pantanir eru seldar 4 dögum fyrir sýningar.
7. feb. ÖRFÁ SÆTI LAUS
8. feb. NOKKUR SÆTI LAUS
14. feb. NOKKUR SÆTI LAUS
22. feb. NOKKUR SÆTI LAUS
22. feb. kl. 23.00 AUKASÝNING
28. feb.
Sendum mat
til fyrirtækja í hádeginu
Enginn sykur - ekkert ger
Upplýsingar fyrir hádegi í síma 552 2028