Fréttablaðið - 06.02.2003, Síða 28

Fréttablaðið - 06.02.2003, Síða 28
28 6. febrúar 2003 FIMMTUDAGUR Pondus eftir Frode Øverli ÍSLENS K GÆ ÐI Í ÁRAT UGI Sveitasetrið ÁSA ~ 70 fm, auk þess ~ 12 fm gestahús og ~ 100 fm verönd sphönnun - sími 564 6161 netf. spdesign@mmedia.is veff. www.spdesign.go.is Íslendingar ekkert sérstakir Íslenskur erfðafræðingur birtir grein í Annals of Human Genetics. Kollvarpar niðurstöðum DeCode um einsleitni þjóðarinnar. Íslending- ar álíka blandaðir og Frakkar. Baskar og Walesbúar eru hins vegar erfðafræðilega sérstakir. ERFÐAFRÆÐI Eitt elsta og virtasta vísindatímarit heims á sviði erfðafræði birti á dögunum grein eftir Einar Árnason stofnerfða- fræðing þar sem færðar eru sönnur á að íslenska þjóðin sé ekki eins einsleit og haldið hefur verið fram heldur sé jafn blönduð og gerist og gengur með aðrar Evr- ópuþjóðir. Stinga þessar niðurstöð- ur í stúf við aðrar sem ættaðar eru frá vísindamönn- um DeCode þar sem þjóðin er talin sérlega einsleit og henta því afar vel til erfðafræði- rannsókna. Grein Einars Árna- sonar í breska vísindatímaritinu Annals of Human Genetics er gert hátt undir höfði og til að mynda leggur ritstjóri út af henni í leiðara. „Eins og vísindamenn DeCode skoðaði ég hvatbera DNA en komst að allt annarri niðurstöðu en þeir. Í grein minni sýni ég fram á ákveðnar villur í gagna- grunnum sem þeir styðjast við og hvernig þær skekkja niðurstöð- una og gera hana í raun ranga,“ segir Einar. Á lista sem Einar hefur gert þar sem hann raðar þjóðum heims niður eftir breytileika þeir- ra annars vegar og einsleitni hins vegar kemur skýrt í ljós að Ís- lendingar eru á miðjum lista í samfloti við blandaðar þjóðir eins og Frakka og aðrar mið-evrópsk- ar þjóðir. Breytilegustu þjóðirnar á lista Einars er að finna í Mið- austurlöndum, þar sem umferð hefur verið mikil í aldanna rás, svo og Tyrkir: „Einsleitustu þjóð- irnar og þær sem við töldum okk- ur í hópi með eru annars vegar Baskar og svo Walesbúar,“ segir Einar. „Hvað varðar meinta ein- angrun Íslendinga á fyrri öldum þá virðist sem svo að hún hafi ekki verið eins mikil og af er lát- ið. Við erum ekki eins sérstakir og haldið var,“ segir hann. eir@frettabladid.is MYNDLIST Picasso-mál- verkið Femme dans un fauteuil af ástkonu listamannsins, Marie- Thérèse Walter, var selt á 4,4 milljónir punda á uppoði hjá Christie’s í London á mánudaginn. Picasso málaði myndina árið 1932 og fyrir fram var búist við að hún myndi fara á fjórar til sex milljónir punda. Annað Picasso-verk seldist á 1,76 milljónir punda. Christie’s hafði vonast til að selja verk impressjónista og nútímalist fyrir rúmar 50 milljónir en uppboðið skilaði 34 milljónum. Verk eftir Cezanne, Deg- as, Duffy, van Gogh og Monet voru ein- nig boðin upp við þetta tækifæri. ■ ELÍSABET I 400 ár eru liðin frá andláti Elísabetar I Englandsdrottningar og af því tilefni eru munir úr eigu hennar til sýnis í Windsor- kastala. Hér gefur að líta litla eftirmynd eft- ir Isaac Oliver af stærra málverki af Elísa- betu þegar hún var 13-14 ára gömul og franskan Saltara sem talinn er frá 1520. EINAR ÁRNASON Einangrun Íslendinga fyrr á öldum virðist ekki hafa verið jafn mikil og af er látið. Grein Einars Árnasonar í breska vís- indatímaritinu Annals of Human Genetics er gert hátt undir höfði og til að mynda lagt út af henni af rit- stjóra í leið- ara. RAUÐI DREGILLINN Gert klárt fyrir framan aðalkvikmyndahús fimmtugustu og þriðju alþjóðlegu Berlinael-kvikmyndahátíðarinnar sem opn- ar í Berlín í dag. Hátíðin stendur til 16. febrúar og þar verða sýndar 300 kvik- myndir úr öllum heimshornum. Hálstöflu? Jói... í síðasta skipti... NEI, TAKK! Gerðu það? Nei! Af hverju verð ég endilega að éta þessar ömurlegu háls- töflur þínar? Af því að þú ert jafn andfúl og sjálf- dauður flóðhestur! Jebb... sítrónu- hálstöflum troð- ið lengst upp í nasirnar! Vilt þú, Lára? Nei, takk! Gerðu það? Keflavík: Barnamynd frumsýnd BÍÓ Didda og dauði kötturinn nefn- ist ný íslensk barna- og fjölskyldu- mynd sem verður frumsýnd í Sam- bíóinu í Keflavík í kvöld. Helgi Sverrisson leikstýrir myndinni, sem er gerð eftir handriti Krist- laugar M. Sigurðardóttur, Kikku. Myndin gerist í gamla bænum í Keflavík og segir frá hinni níu ára gömlu Diddu sem öðlast hæfileika sem koma sér m.a. vel í viðureign við glæpamenn. Fjölda þekktra leikara bregður fyrir í myndinni auk þess sem bæjarstjóri Reykja- nesbæjar, Árni Sigfússon, lætur ljós sitt skína. Almennar sýningar á myndinni hefjast á föstudag. ■ FEMME DANS UN FAUTEUIL Málverk Picassos frá árinu 1932 var slegið á 4,4 milljónir punda hjá uppboðshaldaranum Christie’s í London á mánudag. Picasso: Boðinn upp hjá Christie’s FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.