Fréttablaðið - 06.02.2003, Síða 30

Fréttablaðið - 06.02.2003, Síða 30
30 6. febrúar 2003 FIMMTUDAGUR Ætlaði að verða flugfreyja Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona á afmæli í dag. Hún sér ekki eftir því að hafa lagt fyrir sig sönginn, þótt hún hafi ætlað að verða flugfreyja. 45 ÁRA „Ég er með tónleika í kvöld í Hafnarborg með stöllum mínum í Fjórum klassískum. Það er reyndar tilviljun, en kannski verður einhver afmæl- isbragur á því,“ segir Signý Sæ- mundsdóttir sópransöngkona, en hún á afmæli í dag. Að öðru leyti verður dagurinn ósköp venjulegur, segir Signý, en hún kennir í Nýja tónlistarskólanum. Hver veit þó nema þrjár klass- ískar muni syngja fyrir þá fjórðu afmælissönginn þríradd- að á tónleikunum í kvöld. Þeir fara fram í Hafnarborg og eftir tónleikana gerir Signý ráð fyrir að gleðjast í faðmi fjölskyldunn- ar. Signý hefur komið víða við á ferlinum, sungið í fjölmörgum óperuuppfærslum sem og með sönghópum og á einsöngstón- leikum. En hvað er eftirminni- legasta hlutverkið? „Ég held ég verði að segja að það hafi verið hlutverk mitt í Mannsröddinni eftir Poulenc í Íslensku óperunni haustið 1999, en þar söng ég einþáttung og þurfti að standa ein á sviðinu,“ segir Signý. Signý leiddist út í sönginn og tók framhaldsnám í söng við Tónlistarháskólann í Vínarborg á sínum tíma. En hún ætlaði sér ekki alltaf að verða söngkona. „Ég ætlaði alltaf að verða flug- freyja,“ segir Signý. „Það var draumur hverrar stúlku á mín- um yngri árum.“ Að sögn Signýjar er mikil gróska í söng hér á landi. „Það eru spennandi tímar,“ segir hún. „Atvinnutækifærin eru að vísu ekki til að hrópa húrra fyrir, en ef maður er duglegur er hægt að gera mjög margt.“ Hún tekur undir það að óperusöngvarar séu að jafnaði miklir egóistar. Hún segir að þeir verði að vera það. „Röddin er svo mikill hluti af sjálfum manni, þannig að maður verður ósjálfrátt sjálf- hverfur,“ segir Signý. „Það sem er stundum talið vera hroki er oftast bara leið söngvaranna til þess að gíra sig upp.“ Ef Signý verður í stuði til að syngja lag þegar hún vaknar á afmælisdaginn er hún ekki í vafa um hvaða lag það verður: Í dag er ég ríkur, í dag er ég glað- ur, eftir Sigfús Halldórssson. gs@frettablaðið.is AFMÆLI FRAMKVÆMDASTJÓRI „Ég ólst upp í Hvassaleitinu og Kringlusvæðið var mitt leiksvæði, þá óbyggt og skemmtilegt,“ segir Gunnar Örn Gunnarsson, skrifstofustjóri í iðn- aðar- og viðskiptaráðuneytinu, en hann tekur við starfi fram- kvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins af Úlfari Steindórs- syni um mánaðamótin. „Ég á hins vegar ættir að rekja út á land, eins og flestir. Móðir mín er að norðan og faðir minn úr Norður-Þing- eyjarsýslu.“ Gunnar Örn gekk í Hvassaleit- isskóla. „Ég fór þessa beinu leið og alltaf án truflana, tók landspróf frá Gaggó Aust, eða Vörðuskóla eins og hann var kallaður, og því næst stúdentspróf frá MS árið 1978.“ Gunnar Örn hóf síðan nám í verk- fræði við Háskóla Íslands og hélt að því loknu til Danmerkur og lauk mastersprófi í DTH í Kaupmanna- höfn 1984. Gunnar Örn hefur starfað hjá iðnfyrirtækjum síðan hann var strákur en undanfarin ár hefur hann meðal annars unnið við fram- leiðslu og fyrirtækjastjórnun, meðal annars hjá Íslenska álfélag- inu, Marel og Kísiliðjunni við Mý- vatn. „Ég tel mig hafa ágæta sýn á starfsemi fyrirtækja af ýmsum gerðum og vonast því til að ég geti látið eitthvað gott af mér leiða hjá sjóðnum.“ Gunnar Örn segist hafa verið mjög ánægður í ráðuneytinu en staða hans hafi verið tímabund- in og því hafi hann ákveðið að sækja um hjá Nýsköpunarsjóði þegar starfið losnaði óvænt. Gunnar Örn er 45 ára, kvæntur Olgu Bergljótu Þorleifsdóttur og saman eiga þau fjögur börn, tvo drengi 18 og 16 ára og tvær stúlk- ur 11 og 7 ára. Hann segist leggja sig fram um að skapa sjálfum sér og fjölskyldunni tíma þrátt fyrir annir í starfi. „Ég var hjá Marel í fimm ár og það var brjálað að gera enda ógurleg uppbygging í gangi. Ég komst þá að því að ég gerði engum gagn með því að hafa ekki tíma fyrir sjálfan mig.“ ■ Nýráðinn framkvæmdastjóri Nýsköpun- arsjóðs atvinnulífsins leggur áherslu á að skapa sér frítíma. Hann syngur með Mótettukór Hallgrímskirkju og er aðeins byrjaður í golfinu. Þá er hann mikill náttúruunnandi þótt hann sé fylgjandi iðnaði og framkvæmdum. StöðuveitingVill láta gott af sér leiða SIGNÝ SÆMUNDSDÓTTIR Segir að óperusöngvarar verði að vera miklir egóistar ef þeir ætla sér að ná langt. MEÐ SÚRMJÓLKINNI GUNNAR ÖRN GUNNARSSON „Ég er í raun með sex ára verkfræðinám að baki í stað fimm eins og gengur og ger- ist en skólinn í Danmörku gerði kröfu um að fólk sæti tvö ár í mastersnáminu. Þannig að ef maður hefði verið praktískur hefði maður farið aðra leið en er bara sprenglærðari fyrir bragðið.“ LÓÐRÉTT: 1 norðanvindur, 2 eigi, 3 príl, 4 takmarkað, 5 hlass, 6 mjúki, 7 skít, 8 borða, 11 menn, 14 nabbi, 16 stærstan, 18 sleif, 20 forvitin, 21 flugufregn, 23 karlmannsnafn, 26 tjón, 28 stórþorsk, 30 dragi, 31 brodd, 33 nudd. LÁRÉTT: 1 brellur, 4 hamingjan, 9 meyrir, 10 megni, 12 stöku, 13 kjagar, 15 anga, 17 kæpa, 19 tínir, 20 eklu, 22 ágerðust, 24 hjón, 25 kvenfugl, 17 dysja, 29 ögnin, 32 röð, 34 óska, 35 óhjálpfús, 36 máttlausi, 37 uppspretta. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 viss, 4 gæskan, 9 umbylta, 10 lóna, 12 lurg, 13 andlát, 15 ágæt, 17 alur, 19 aða, 20 stæra, 22 æfrar, 24 vit, 25 góma, 27 erta, 29 salina, 32 Inga, 34 aðal, 35 nauðaði, 36 starði, 37 inna. Lóðrétt: 1 vola, 2 sund, 3 smalar, 4 gyltu, 5 ælu, 6 strá, 7 kaggar, 8 neitar, 11 ónýtir, 14 álag, 16 æðanna, 18 ræma, 20 sveins, 21 ættina, 23 falaði, 26 ósaði, 28 anar, 30 iðin, 31 alda, 33 guð. KROSSGÁTAFRÉTTIR AF FÓLKI KR-ingur, Skagamaður og svart-ur maður biðu saman á fæð- ingardeildinni að fá fréttir af fæð- ingu barna sinna. Allt í einu kom úf- inn og sveittur læknir fram og sagði að allt hefði gerst í einu og nú vissi enginn hver ætti hvaða barn. Þeir yrðu sjálfir að leysa úr því. Þegar þeir komu inn á fæðingarstofuna gekk KR-ingurinn rakleitt að dekksta barninu og sagðist eiga það. Læknirinn dró þetta í efa og spurði hvort hann væri viss. „Já, ég er al- veg viss. Ég tek sko ekki sénsinn á að fá Skagamann.“ Leikstjórinn Róbert Douglas,sem gerði meðal annars kvikmyndina Maður eins og ég með Jóni Gnarr í aðalhlutverki, vinnur nú að gerð heimildar- myndar, eða „Docu-soap“, sem nefnist Slá í gegn - Saga úr Mjóddinni. Myndin gerist að mestu leyti í verslunarkjarnan- um í Mjóddinni og hann fylgir fólki sem þar starfar eftir með myndavélina að vopni. Söngsnillingnum Geir Óalfssyni bregður fyrir í myndinni og hann tekur að sögn lagið eins og hans er von og vísa. Myndin er í vinnslu og nánari upplýs- ingar er að finna á vef Kvik- myndafélags Íslands (www.icelandicfilmcompany. com). Jarðarfarir 13.30 Bjarkey Gunnlaugsdóttir, Lang- holti 5, Akureyri, verður jarðsung- in frá Akureyrarkirkju. 13.30 Vigfús K. Gunnarsson, löggildur endurskoðandi, Sóltúni 5, Reykja- vík, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju. 14.00 Guðni Halldórsson, fyrrverandi heilbrigiðisfulltrúi, Kirkjubraut 52, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju. 15.00 Hjörtur Marinósson, Strandaseli 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Seljakirkju. 15.00 Ólafur Bjarnason, múrarameist- ari, Holtagerði 72, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju. 16.00 Lúðvík Reimarsson frá Heiðatúni, Vestmannaeyjum, verður jarð- sunginn frá Landakirkju. FRÉTTIR AF FÓLKI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T TÍMAMÓT Magnús Leopoldsson. Phil Spector. Kevin Spacey. 1. 2.. Svör við spurningum á bls. 6 3. Veistu svarið? Að gefnu tilefni skal tekið fram að ekki er ráðgert að fjöldaframleiða styttuna af Leirfinni og selja sem minjagrip á Suðurnesjum. Leiðrétting Nýlegar fréttir af lokun versl-unarinnar Top Shop í Lækj- argötu hafa vakið eftirtekt og menn verið að velta því fyrir sér hvað verður um þetta einkar vel staðsetta 1400 fm húsnæði. Nú liggur fyrir svar við þeirri spurningu. Framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, Karl Th. Birgisson, sá sér leik á borði og festi flokknum húsnæðið sem kosningamiðstöð fyrir komandi kosningar. Það er fyrirtækið Baugur sem framlegir Samfylk- ingunni en húsið er í eigu ÍSTAK.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.