Fréttablaðið - 07.02.2003, Side 8
8 7. febrúar 2003 FÖSTUDAGUR
Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
Bi
llu
nd
Bi
llu
nd
DANMÖRK
Beint leiguflug
me› ICELANDAIR
29
.
m
aí
-
4.
s
ep
t.
21
.6
52
21
.6
52
V
er
›
fr
á
kr.
á mann
m. v. að 2 fullorðnir og 2 börn,
2ja-11 ára, ferðist saman.
Innifalið er flug
og flugvallarskattar.
Ef 2 ferðast saman,
24.950 kr á mann.
Takmarkað sætaframboð
VÆNDI Sjö prósent auglýsinga um
skyndikynni á einkamálavefnum
einkamal.is virðast snúast um
vændi. Þetta er meðal þess sem í
ljós kom í lauslegri könnun Tölvu-
heims í tengslum við grein í
nýjasta tölublaði tímaritsins. Rit-
stjóri blaðsins skoðaði auglýsing-
ar á vefnum í byrjun janúarmán-
aðar og svo aftur nú í byrjun febr-
úar. Í báðum tilvikum var hlutfall
vændisauglýsinga það sama, en
skoðaðar voru auglýsingar frá
konum sem tengst höfðu vefnum
undanfarinn mánuð í flokki
skyndikynna. Skoðaðar voru aug-
lýsingar frá konum á öllum aldri,
en þær sem falbuðu blíðu sína
voru á aldrinum 25 til 42 ára.
Tölvuheimur hefur eftir forsvars-
mönnum vefsins að reynt sé að sía
út vændisauglýsingar, enda séu
þær óheimilar á vefnum. Hins
vegar treysta forsvarsmenn vefs-
ins sér ekki til að hreinsa til á
vefnum þar sem að sögn er oftar
en ekki talað undir rós, eins og
það er orðað. ■
ÍRAKSDEILAN Hún er orðin fræg
spurningin sem Madeleine Al-
bright, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna í ríkisstjórn Bills Clint-
ons, spurði þegar henni ofbauð
varfærni bandarískra herfor-
ingja. „Til hvers að hafa þennan
frábæra her sem þið eruð alltaf að
tala um ef við getum ekki notað
hann?“
Spurningin beindist öðrum
fremur að Colin Powell, herfor-
ingjanum sem mæltist til þess að
efnahagsþvinganir yrðu notaðar
til að reka Íraka frá Kúvæt og
forðast í lengstu lög að senda her-
inn inn. Hann talaði líka gegn loft-
árásum í Bosníu og sagði ólíklegt
að þær myndu binda enda á borg-
arastríðið í Júgóslavíu.
Árum saman var Powell mað-
urinn sem hélt fram kostum
samningaviðræðna og efnahags-
þvingana í stað þess að fara í
stríð, maðurinn sem andstæðing-
ar og efasemdarmenn um herskáa
stefnu bandarískra stjórnvalda
töldu best til þess fallinn að halda
aftur af George W. Bush Banda-
ríkjaforseta og haukunum í kring-
um hann. Nú fer hann þó fremstur
í flokki við að sannfæra þjóðir
heims um nauðsyn þess að taka á
Írökum af fullri hörku.
Powell-kenningin um beit-
ingu hersins
Í sjálfsævisögu sinni sagði
Powell að margir af sinni kynslóð,
ungu herforingjanna sem börðust
í Víetnam, hefðu svarið að gefa
ekki auðveldlega eftir og heyja
stríð á vafasömum forsendum
sem bandaríska þjóðin skildi ekki.
Bandarískum her ætti aðeins að
beita þegar brýnir þjóðarhags-
munir væru í veði.
Þetta virtist hann hafa í huga
allt fram á síðustu vikur. Eftir
skýrslugjöf Hans Blix og Mo-
hameds ElBaradei um gang
vopnaeftirlits í Írak og framgang
Íraka var komið annað hljóð í
skrokkinn. Þá sagði hann að það
mætti aldrei útiloka beitingu
valds heldur stæði spurningin
um hvenær þyrfti að beita því til
varnar Bandaríkjunum og heims-
byggðinni.
Annað sem Powell hefur lagt
áherslu á er að byggja upp
bandalög. Hann hefur ferðast
víða til viðræðna við menn og
verið helsta vopn Bandaríkja-
manna í viðræðum við þjóðir sem
hafa treyst honum betur en
mönnum eins og Donald Rums-
feld og Dick Cheney. Þess vegna
lagði hann áherslu á að ná sam-
komulagi um að öryggisráð Sam-
einuðu þjóðanna stæði að aðgerð-
um gagnvart Írak með samþykkt-
inni í desember. Þá þótti honum
nauðsynlegt að mynda breiða
samstöðu. Nú segir hann Banda-
ríkin geta staðið ein að aðgerðum
bregðist Sameinuðu þjóðirnar.
Þær dæmi sig sjálfar til áhrifa-
leysis.
Hvað breyttist og hvenær?
Erlendir fjölmiðlar hafa látið
að því liggja að það sem hafi ráð-
ið breyttri afstöðu Powells hafi
ekki verið skýrslur þeirra Blix
og ElBaradei heldur bandalag
Þjóðverja og Frakka gegn fyrir-
sjáanlegri innrás.
Viku fyrir fund öryggisráðs-
ins þar sem Blix og ElBaradei
fluttu skýrslur sínar fundaði ráð-
ið um hryðjuverk. Frakkar
stýrðu þeim fundi og beindu
sjónunum aðallega að Írak. Það
og hörð afstaða Frakka og Þjóð-
verja gegn innrás reitti Powell
til reiði. Hann hafði barist fyrir
því að fá Bush til að hafa samráð
við Sameinuðu þjóðirnar um að-
gerðir gagnvart Írak og þurft að
teygja sig langt. Því fannst hon-
um sem komið væri í bakið á sér
þegar Evrópuríkin tvö vildu
halda vopnaeftirliti áfram en
ekki láta kné fylgja kviði eins og
Powell taldi að hefði verið sam-
þykkt í öryggisráðinu í desem-
ber.
Hvað sem öðru líður virðast
andstæðingar innrásar í Írak
hafa glatað helsta bandamanni
sínum í Bandaríkjastjórn.
brynjolfur@frettabladid.is
Vaxandi vændi á vefnum einkamal.is:
Hlutfall vændis-
auglýsinga nú 7%
VILL EINHVER ELSKA...
Dæmigerð vændisauglýsing á vefnum.
Dúfan sem
breyttist í hauk
Maðurinn sem Þjóðverjar og Frakkar vonuðust til að gæti haldið aftur
af herskárri mönnum í Bandaríkjastjórn fer nú fremstur í flokki þeirra
sem réttlæta innrás í Írak. Umskiptin, sem hafa átt sér stað á síðustu
vikum, hafa komið mörgum á óvart.
Í HLUTVERKI HAUKSINS
„Hverjir tóku hörðu drifin? Hvert var farið með þau? Hvað er verið að fela? Hvers vegna?“ Powell lét spurningunum rigna yfir öryggisráðið
milli þess sem hann sýndi myndir og lék upptökur sem hann sagði sýna fram á brot Íraka gegn samþykktum Sameinuðu þjóðanna.
EKKI MEIR, EKKI MEIR
Írakar hafa þvælst fyrir vopnaeftirlitsmönnum og ítrekað logið um vopnaeign sína, sagði
Powell. Það er kominn tími til að þeir fái ekki lengur notið vafans.
BLIX OG ELBARADEI
Fyrir nokkrum vikum sagði Powell ekki úti-
lokað að vopnaeftirlitsmenn fengju lengri
tíma. Það hefur breyst og nú segir hann
Íraka koma í veg fyrir að markmið vopna-
eftirlitsins náist.
FLUGIÐ STÖÐVAÐ Air Lib, næst
stærsta flugfélag Frakklands,
missti flugrekstrarleyfi sitt á
fimmtudag eftir að því mistókst
að semja við hollensk fjármála-
fyrirtæki um fjármögnun til að
komast hjá gjaldþroti.
MIKIÐ UM SNJÓFLÓÐ Milli 30 og
40 manns sem voru staddir í veit-
ingastað í
Flims í Sviss
sluppu
ómeiddir þeg-
ar snjóflóð
féll á veitinga-
staðinn þannig
að hann fór á kaf. Fimm skíða-
menn hafa farist í snjóflóðum í
Sviss það sem af er vikunni.
EVRÓPA