Fréttablaðið - 07.02.2003, Qupperneq 10
10 7. febrúar 2003 FÖSTUDAGUR
SAMSTILLTAR AÐGERÐIR
Allir sem tóku þátt í aðgerðunum voru í
hlífðarvestum þar til búið var að tryggja
öryggi þeirra á vettvangi.
Meintir hryðjuverka-
menn í Bretlandi:
Sjö hand-
teknir
LUNDÚNIR, AP Breska lögreglan
handtók sjö meinta hryðjuverka-
menn í samstilltum aðgerðum í
Englandi og Skotlandi í gær. Gerð
var atlaga að fólkinu á heimilum í
Glasgow, Edinborg, Lundúnum og
Manchester. Sex karlmenn og ein
kona voru handtekin en ekki hef-
ur verið lagt hald á nein hættuleg
efni enn sem komið er.
Að sögn lögreglu voru aðgerð-
irnar þaulskipulagðar og skiluðu
tilætluðum árangri. Verið er að
fínkemba íbúðirnar þar sem fólk-
ið fannst og ekki hægt að útiloka
að eitthvað eigi eftir að finnast.
Þeir sem eru í haldi verða allir
fluttir á öruggan stað í Skotlandi
til yfirheyrslu. ■
SAMKEPPNISMÁL Háttsemi Flug-
stöðvar Leifs Eiríkssonar hf. sem
tengist forvali á viðskiptatæki-
færum í flugstöðinni í ágúst í
fyrra brýtur í bága við samkeppn-
islög.
Þetta er niðurstaða Samkeppn-
isstofnunar vegna kvörtunar Ís-
lensks markaðar hf. Megin-
ástæða kvörtunarinnar er forval
um aðgang og afnot verslunar- og
þjónusturýmis í flugstöðinni sem
kvartandi telur ekki samrýmast
samkeppnislögum. Misnotkun á
markaðsráðandi stöðu segir kvart-
andi að komi glögglega í ljós í for-
valsgögnum. Í þeim komi fram að
verslunarsvið Flugstöðvar Leifs
Eiríkssonar haldi áfram bestu
staðsetningu verslunarrýmis og
jafnframt verðmætustu vöru-
flokkunum. Þetta tvennt komi
ekki til úthlutunar samkvæmt for-
valsgögnum.
Samkeppnisstofnun beinir
þeim fyrirmælum til flugstöðvar-
innar að fresta forvalinu til 1. júní
eða þar til Samkeppnisstofnun
hefur verið upplýst um hvaða að-
gerða hafi verið gripið til í því
skyni að tryggja að starfsemi
Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf.
varðandi útleigu á verslunarrými
sé í samræmi við ákvæði sam-
keppnislaga.
Það er mat samkeppnisráðs að
sú skipan sem varð með því að Frí-
höfnin á Keflavíkurflugvelli var
færð undir eignarhald Flug-
stöðvar Leifs Eiríkssonar hafi
þegar í upphafi boðið heim hættu
á hagsmunaárekstrum og sam-
keppnishömlum. Þá er það skoðun
samkeppnisráðs að stjórn flug-
stöðvarinnar hefði þurft að gera
umfangsmiklar breytingar á
rekstrarformi flugstöðvarinnar
innan þess lagaramma sem starf-
að er eftir áður en til forvals á við-
skiptatækifærum kom á síðasta
ári.
Að mati samkeppnisráðs væri
æskilegast, með vísan til mark-
miðs samkeppnislaga, að skipta
rekstri Flugstöðvar Leifs Eiríks-
sonar upp í tvö aðskilin félög sem
ekki lúti sömu stjórn eða fram-
kvæmdastjórn. Annað félagið ann-
ist rekstur allra mannvirkja flug-
stöðvarinnar en hitt félagið annist
allan verslunarrekstur sem stjórn-
völd telja æskilegt að flugstöðin
eða sambærilegur aðili annist.
Samkeppnisráð telur einnig
hugsanlegt að bjóða út allan versl-
unarrekstur í flugstöðinni, þar
með talið núverandi fríhafnar-
rekstur, til einkaaðila. Ef það yrði
gert yrði afgjald greitt til eiganda
eða rekstraraðila flugstöðvarinn-
ar eftir ígildi þeirra tekna sem
flugstöðin hefur nú af fríhafnar-
rekstrinum.
trausti@frettabladid.is
FJÁRMÁL Í fyrsta sinn í sögu
Lífeyrissjóðs lækna hafa
réttindi verið skert. Á sjóðs-
félagsfundi sjóðsins var
ákveðið að lækka áunnin
réttindi um 9% og eftir
breytinguna eru heildar-
skuldbindingar hans 4%
umfram eignir.
Frá árinu 1997 hafa rétt-
indin hins vegar þrisvar
verið aukin um alls 60%,
síðast um 45% árið 2000.
Bráðabirgðauppgjör fyrir
síðasta ár sýnir að raun-
ávöxtun sjóðsins var nei-
kvæð um 3,94% og hefur raun-
ávöxtun því verið neikvæð síðast-
liðin þrjú ár.
Erlendar eignir sjóðsins rýrn-
uðu mikið á síðasta ári, aðallega
vegna verðlækkana á hlutabréfa-
mörkuðum og hækkunar gengis
íslensku krónunnar. Lækkun á er-
lendum eignum varð því 37%.
Hins vegar skiluðu innlendar
eignir sjóðsins í skuldabréfum
10,7% nafnávöxtun og hlutabréf
17,6%. Meðalraunávöxtun sjóðs-
ins síðustu 5 árin er 2,4% og með-
alraunávöxtun síðustu 10 ára er
5,4%.
Heildareignir Lífeyrissjóðs
lækna í árslok 2002 voru 12,9
milljarðar króna og stækkaði
sjóðurinn um 141 milljón á árinu.
Greidd iðgjöld voru 714 milljónir
króna og hækkuðu þau um 13%.
Lífeyrissjóðurinn greiddi 297
milljónir króna í lífeyri á árinu og
jukust þær um 22% frá fyrra ári.
Lífeyrisgreiðslur hafa vaxið mik-
ið undanfarin ár og má sem dæmi
nefna að þær hafa ellefufaldast á
síðustu 10 árum. ■
Á VAKTINNI
Erlendir hermenn eru tíð sjón á götum
Kabúl.
Friðargæsluliðar:
Verða að
vera til
staðar
KABÚL, AP Friðargæslusveitir
verða að vera til staðar í Kabúl,
höfuðborg Afganistan, næstu tvö
til þrjú árin hið minnsta, segir
Hilmi Akin Zorlu, yfirmaður fjöl-
þjóðasveitanna sem eiga að
tryggja öryggi í landinu. Zorlu
segir að ef friðargæsluliðið yfir-
gefur svæðið fyrr geti það leitt til
ringulreiðar í höfuðborginni og
sett ríkisstjórnina í vandasama
stöðu.
Um 4.000 friðargæsluliðar eru
í höfuðborginni. Nokkrar
sprengjuárásir og eldflaugaárásir
hafa verið gerðar á borgina en
Zorlu segir hana samt öruggari
stað en áður. ■
BORGARMÁL Skipulagsvinna vegna
uppbyggingar á Mýrargötusvæð-
inu, þar sem gamli slippurinn var,
hefst á þessu ári. Í aðalskipulagi
Reykjavíkur er gert ráð fyrir allt
að 200 íbúðum á svæðinu.
Borgarráð hefur samþykkt til-
lögu skipulags- og byggingarsviðs
og hafnarstjóra um að stofna sér-
stakan stýrihóp, sem á að undirbúa
skipulagsvinnuna og hafa yfirum-
sjón með henni. Í hópnum eiga
sæti Steinunn Valdís Óskarsdóttir,
formaður skipulags- og bygging-
arnefndar, Árni Þór Sigurðsson,
formaður hafnarstjórnar, og
Hanna Birna Kristjánsdóttir, borg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skipulagssvæðið nær frá fyrir-
huguðu tónlistar- og ráðstefnuhúsi
við Faxagarð og vestur að Granda.
Auk þess að færa og tvöfalda Mýr-
argötu er gert ráð fyrir íbúða-
byggð á svæðinu, eins og áður
sagði.
Steinunn Valdís segir að upp-
bygging á svæðinu ætti að geta
hafist innan fimm ára. Hún segir
að hvorki sé búið að ákveða hversu
mörg hús verði rifin né hvaða. Því
sé enn óljóst hvort slippfélagshús-
ið og hraðfrystistöðin muni stan-
da. Óskað hefur verið eftir því að
breyta hraðfrystistöðinni í íbúðar-
húsnæði, en ekkert er búið að
ákveða í þeim efnum.
Í aðalskipulaginu segir að á
hafnarsvæði miðborgarsvæðis
skuli samhæfa miðborg og fjöl-
breytta, hefðbundna hafnarstarf-
semi. Þá er gert ráð fyrir breikkun
Mýrargötu. ■
Forval brýtur í bága
við samkeppnislög
Samkeppnisstofnun hefur beint þeim tilmælum til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar að fresta
forvali á viðskiptatækifærum. Íslenskur markaður hf. kvartaði. Samkeppnisráð telur æskilegast
að skipta rekstri flugstöðvarinnar upp í tvö aðskilin félög.
FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR
Það er mat samkeppnisráðs að sú skipan sem varð með því að Fríhöfnin á Keflavíkurflug-
velli var færð undir eignarhald Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hafi þegar í upphafi boðið
heim hættu á hagsmunaárekstrum og samkeppnishömlum.
Lífeyrissjóður lækna lækkar áunnin réttindi um 9%:
Lífeyrisréttindi
lækna skert
LANDSPÍTALINN VIÐ HRINGBRAUT
Lífeyrissjóður lækna greiddi 297 milljónir
króna í lífeyri á síðasta ári og jukust þær
um 22% frá fyrra ári. Lífeyrisgreiðslur hafa
vaxið mikið undanfarin ár og má sem
dæmi nefna að þær hafa ellefufaldast á
síðustu 10 árum.
Skipulagsvinna vegna Mýrargötusvæðis hefst á árinu:
Gert ráð fyrir
200 íbúðum
GAMLA HRAÐFRYSTISTÖÐIN Á MÝRARGÖTU
Óskað hefur verið eftir því að breyta hraðfrystistöðinni í íbúðarhúsnæði, en ekkert er búið
að ákveða í þeim efnum. Samkvæmt hugmyndum eignarhaldsfélags um Mýrargötu 26 frá
því í nóvember sl. á að breyta frystistöðinni í 43 íbúðir.
SVONA ERUM VIÐ
FJÖLDI ÍBÚA
Í HVERFUM
REYKJAVÍKUR*
101: 14.652
103: 1.757
104: 9.362
105: 15.298
107: 9.372
108: 12.125
109: 12.376
110: 9.148
111: 9.159
112: 17.492
113: 848
160: 753
*1. desember
2002. Heimild:
Hagstofa Íslands.