Fréttablaðið - 07.02.2003, Síða 11

Fréttablaðið - 07.02.2003, Síða 11
11FÖSTUDAGUR 7. febrúar 2003 EVRÓPA Reykjavík • Akureyri Selfoss • Reykjanesbær www.blomaval.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 01 63 02 /2 00 3 útsölulok um helgina Rósatilboð, 10 stk. 990kr. STJÓRNVÖLD VÖRUÐ VIÐ Breskir embættismenn hafa varað stjórn- völd við því að dómstólar myndu ógilda tilraunir stjórnvalda til að segja sig frá alþjóðlegum skuld- bindingum um meðferð hælisleit- enda. Tony Blair forsætisráð- herra hefur látið í veðri vaka að hann grípi til þess ráðs til að draga úr fjölda hælisleitenda í Bretlandi. HUNGURVERKFALL Í LAUNADEILU 25 forystumenn verkalýðsfélaga í risastórri járnverksmiðju í Síber- íu hafa farið í hungurverkfall til að knýja á um hærri laun og lengri frítíma. Þeir krefjast einnig upplýsinga um laun stjórn- enda. ÓMETANLEG MENNINGARVERÐMÆTI Bandarískir sérfræðingar eru að aðstoða Íraka við að meta áhrif stíflunnar og reyna að finna leiðir til að bjarga rústunum. Fornar rústir: Menningar- verðmætum sökkt LOS ANGELES, AP Óttast er að stífla sem fyrirhugað er að byggja við ána Tígris í Írak muni færa á kaf rústir merkrar menningarborgar frá tímum Assýríumanna. Búið var í borginni Assur í yfir 1000 ár eða þar til Babýlóníumenn lögðu hana í rúst árið 614 e.Kr en heiti assýrska menningarsamfélagsins er dregið af nafni borgarinnar. Sumir vilja meina að Írakar hafi neyðst til þess að byggja stífl- una vegna efnahagslegra tak- marka sem þeim voru sett í kjölfar Persaflóastríðsins. Þeir hafa orðið að auka matvælaframleiðslu í landinu og eina leiðin til þess virð- ist vera að reisa fleiri stíflur. ■ Rússneskar geimferðir: Ekki fleiri geimtúrista MOSKVA, AP Rússar hafa ákveðið að hætta að bjóða fólki far með geim- förum sínum gegn ríflegum greiðslum. Auðmenn sem hafa viljað komast út í geiminn hafa reitt fram fúlgur fjár til að láta draum sinn verða að veruleika og hefur það fé að hluta staðið undir kostnaði við geimferðir Rússa. Ákvörðun þeirra um að loka fyrir þessa geimferðamenn kostar þá andvirði um þriggja og hálfs milljarðs íslenskra króna. Rússar tóku þessa ákvörðun í kjölfar þess að bandaríska geim- ferjan Columbia fórst þegar hún var að koma inn til lendingar. ■ ÞRÍR LÁTNIR VEGNA ÖLVUNARAKSTURS Ölvaður öku- maður í New York ók á ljósa- staur og ruddist því næst í gegn- um hóp gangandi vegfarenda með þeim afleiðingum að kona, unglingsstúlka og eins árs gam- all drengur létust. Maðurinn hélt áfram akstrinum nokkra stund en lenti loks á vörubíl og velti bílnum. Hann liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi. SKOTÁRÁS Í SKÓLA Fjórtán ára gamall drengur tók upp skamm- byssu og skaut ítrekað úr henni á skólalóð í Ranum-gagnfræðaskól- anum í Colorado. Skólafélagar drengsins hlupu inn í skólann og varð enginn fyrir skoti. Pilturinn á yfir höfði sér ákæru fyrir til- raun til morðs. Ranum er aðeins 35 km frá Columbine, skólanum þar sem tveir nemendur myrtu 13 manns árið 1999. N-AMERÍKA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.