Fréttablaðið - 07.02.2003, Síða 14

Fréttablaðið - 07.02.2003, Síða 14
14 7. febrúar 2003 FÖSTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Góðæri aldraðra Jónatan Árni Aðalsteinsson frá Reykjanesbæ skrifar: Ég rakst á samkomulag eldriborgara og ríkisins um launa- greiðslu í Morgunblaðinu um síð- ustu áramót. Mér fannst nú þunn- ur þrettándi. Af þeim nöfnum sem skrifuðu undir kannaðist ég við Ólaf Ólafsson og Benedikt Davíðs- son. Mig langar að varpa fram þeirri spurningu hvort ekki hefði verið hægt að ná betri samningi en þetta? Nýlega flokkaðist ég sem eldri borgari. Þegar ég fékk launa- seðilinn í hendurnar varð ég hissa því ég bjóst við öðru. Hækkun um 3,2%, skattur 38,54%, ráðherrar með 7% hækkun. Það er ekki sama Jón eða séra Jón. Mér finnst stór- merkilegt að teknir séu skattar af 67 þúsund krónum. Erum við ekki búin að fá nóg af góðærisskatta- kónginum? Ég er hér með tillögu um skattleysimörk og breytingar á þeim. Til dæmis 10% skattur í staðinn fyrir 38,54%, og að skatt- leysismörk verði færð í 100 þús- und krónur á mánuði. Eldri borgarar þurfa að leggja hörku í þessi mál og jafnvel fá að- stoð lögfræðinga ef annað dugar ekki. Það er mikil ósvífni að taka svona háa skatta af þeim fáu krón- um sem gamlingjunum er ætlað að lifa á. Ég skora á alla eldri borgara og öryrkja að nýta sér kosningarétt- inn. Við eigum að vera um 25.000 talsins og ættum að geta gjör- breytt þessu leikhúsi við Austur- völl í virðulegt Alþingishús. Ekki skil ég hvernig sama fólkið getur kosið sömu flokkana ár eftir ár. Tökum sem dæmi forsætis- ráðherrann sem í sumar hefur setið í ráðherrastólnum í tólf ár, gott hjá honum. Hann hefði samt getað verið betri við þá aumu og smáu. ■ Það er erfitt að sjá annað en að Ís-lendingar muni sækja um aðild að Evrópusambandinu á næstu árum. Evrópusambandið er það svæði sem Íslendingar hafa mest viðskipti við og sem hefur mest áhrif á þróun íslensks samfélags og efnahags. Það eina sem getur tafið fyrir umsókn um aðild er getuleysi íslenskra stjórnmálaflokka til að koma sér saman um málið. Flestöll hagsmunasamtök landsins hafa þegar gert upp hug sinn. Þau vilja inn í Evrópusambandið. Nú er bara beðið eftir stjórnmálaflokkunum. Það er erfitt að sjá annað en að dregið verði úr innflutningshöftum á landbúnaðarvörum á næstum árum. Matvælaverð á Íslandi er allt of hátt í samanburði við önnur lönd og þar ræður mestu óheyrilegt verð á landbúnaðarvörum. Þær eru um 30 prósent af matarinnkaupum heimilanna. Að auka innflutning og samkeppni í framleiðslu og sölu landbúnaðarvara er því stærsta ein- staka aðgerðin sem stendur til boða til að bæta hag alls almennings. Flestir sem skoðað hafa þessi mál hafa áttað sig á þessu. Það mun hins vegar verða löng bið á því að stjórn- málaflokkanir ráði við þetta mál. Ókeypis úthlutun aflakvóta er bæði ákaflega ósanngjörn ráðstöfun á sameign þjóðarinnar og skekkir auk þess hagkerfið. Það að mikil- vægasti útflutningsatvinnuvegur- inn byggir á ókeypis hráefni hefur styrkt hann í samkeppni við aðrar greinar og haldið þeim niðri. At- vinnulífið er því ekki eins fjölbreytt og öflugt og það ætti að vera. Rang- indi kerfisins og óhagkvæmni eru flestum ljós og ætla má að kerfinu verði breytt í veigamiklum atriðum innan fárra ára. Það er hins vegar vandséð að stjórnmálaflokkunum muni takast að hafa forystu um það mál. Það er ljóst að á næstu árum mun þurfa að endurskilgreina hlut- verk ríkisins og vinna til baka stjórnlausan vöxt þess á undan- förnum áratugum. Hið opinbera tekur ekki aðeins til sín of mikið af fjármunum sem öðrum er fremur treystandi fyrir heldur hefur það teygt valdsvið sitt yfir of marga þætti samfélagsins og inn í einkalíf borgaranna. Það er hins vegar ólík- legt að stjórnmálaflokkunum muni takast að finna leið út úr ógöngun- um. Miðað við upphitun kosninga- baráttunnar er ekki að sjá að næstu kosningar muni breyta miklu um hin stærri mál samfélagsins. En þótt stjórnmálaflokkarnir okkar séu slappir er það ekki svo að þeim takist að tefja úrlausn stórra mála endalaust. Einhverja nóttina eftir langa þingfundi undir mikilli tíma- pressu munu þingmenn afgreiða hvert hinna stóru mála svefn- drukknir á innan við tíu mínútum. Það hefur verið vaninn hingað til og verður það svo lengi sem við búum við þá stjórnmálahefð sem hér hefur ríkt. ■ Tafir flokkanna – ekki lausnir skrifar um líkur þess að Íslendingar leysi stór mál. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON Lítil vísbending getur skipt sköpum Námskeið í stjórnun leitaraðgerða á landi stendur nú yfir. Þátttakendur koma frá ýms- um stofnunum sem sinna neyðarþjónustu. BJÖRGUN „Tilkynning sem berst um týnda persónu getur virst sak- leysisleg í upphafi en snúist upp í andhverfu sína,“ segir Hörður Már Harðarson, skólastjóri Björgunarskóla Slysavarnafé- lagsins Landsbjargar, sem þessa dagana stendur fyrir námskeiði í stjórnun leitaraðgerða á landi. „Í þessu sambandi má nefna Geir- finnsmálið. Námskeiðið á að stuðla að því að menn vinni saman skipulega frá upphafi og skilji hvað litlar vísbendingar geta ver- ið mikilvæg sönnunargögn.“ Farið er yfir upplýsingaöflun, skipulag leitarsvæða, útreikninga á líklegustu leitarsvæðum, leitar- aðferðir og hvernig og hvenær á að hætta leit. Notast er við raun- verulega atburði hér á landi og þeir brotnir til mergjar. Einnig er hegðunarmynstur týndra skoðað. Byggt er á erlen- dum rannsóknum á því hvernig haga skuli leit eftir hugarástandi fólksins, s.s. alzheimersjúklinga, sálsjúks fólks sem vill vinna sér mein o.s.frv. Tveir erlendir kenn- arar voru fengnir til að fara yfir þessi atriði, þeir Skip Stoffel, eig- andi ERI, og Clive Swombow, fyrrverandi rannsóknarlögreglu- maður í Wales. Hörður segir þessa tvo hafa víðtæka reynslu í öllu er komi að leitaraðgerðum. Hörður segir nú vera lag að fara yfir og samræma stjórnun leitaraðgerða. Ný stjórnstöð verði tekin í notkun í sumar þar sem Landsbjörg, Almannavarnir, Fjar- skiptamiðstöð Ríkislögreglu- stjóra, Flugmálastjórn og Neyðar- línan verði með aðstöðu. Með þessu sé stefnt að því öll sam- ræming björgunar- og leitarað- gerða verði markvissari og örugg- ari. Námskeiðið er haldið í sam- vinnu við Emergency Response International (ERI) sem er fyrir- tæki sem sérhæfir sig í kennslu og þjálfun við leit og björgun ásamt fleiri þáttum sem snúa að neyðarþjónustu. Þátttakendur koma frá ýmsum stofnunum sem sinna neyðarþjónustu á Íslandi svo sem embætti Ríkislögreglu- stjóra, lögregluembættunum í Reykjavík, Snæfellsnesi, Akur- eyri, Árborg og Keflavík, Al- mannavörnum, Landsstjórn björgunarsveita og svæðis- stjórnum björgunarsveita. Eiga þeir sameiginlegt að hafa komið að stjórnun leitaraðgerða á landi. kolbrun@frettabladid.is Samstöðufundir á Austurvelli íhverju hádegi frá því snemma í haust, í öllum veðrum, fjöldafundir, greinaskrif, umræður í fjölmiðlum og manna á milli; í fáum orðum, málafylgja í þágu umhverfisvernd- ar, innan þings og utan, hefur skipt máli og hefur nú skilað árangri. Ný- fallinn úrskurður um Norðlinga- öldu ber þess vott að náttúruvernd- arsinnar eru í sókn. Úrskurður Jóns Kristjánssonar, setts umhverfis- ráðherra, hefði ekki orðið á þennan veg ef ekki hefði áður risið í land- inu alda til varnar umhverfinu. Ár- angurinn er mikilvægur varnarsig- ur varðandi Þjórsárverasvæðið. Sigurinn vísar einnig inn í framtíð- ina. Í auknum mæli munu stjórn- völd verða knúin til að taka tillit til náttúrunnar þegar nýjar virkjanir koma til álita. Um leið og niður- staða setts umhverfisráðherra fel- ur í sér varnarsigur veldur hún líka vonbrigðum. Margir höfðu gert sér vonir um að í úrskurði sínum myndi Jón Kristjánsson einfaldlega hafna með öllu virkjunaráformum á Þjórsárverasvæðinu. Með því hefði fengist svigrúm til að svara áleitn- um spurningum sem nú brenna mjög á þjóðinni. Í fyrsta lagi þarf að svara því til hvers við ætlumst af Landsvirkjun. Ljóst er að taka þarf stefnu Lands- virkjunar til gagngerrar endur- skoðunar. Hvorki Landsvirkjun né iðnaðarráðuneyti virðast kunna sér nokkurt hóf þegar virkjanir eru annars vegar. Ekki er nóg með að hart sé sótt eftir því að virkja í frið- landi innan Þjórsárvera; nú er einnig búið að taka stefnuna á Torfajökulssvæðið og greinilegt að hvorki örnefni eins og Hrafntinnu- sker né Landmannalaugar duga til að halda aftur af Landsvirkjun. Í öðru lagi og í framhaldi af þessu þarf að svara því hvort ekki sé tímabært að við endurmetum af- stöðu okkar til raforkuframleiðslu og nýtingar á raforku. Virkjunar- áform Landsvirkjunar eru fyrst og síðast til að þjóna stóriðju. Við stefnum nú hraðbyri að því að ál- iðnaður vegi mjög þungt í efna- hagslífinu. Álið er háð miklum sveiflum og þegar þetta tvennt fer saman, mikilvægið og sveiflurnar, verður augljóst að við eiga hin gam- alkunnu varnaðarorð, að ekki sé hyggilegt að setja mörg egg í sömu körfuna. Reyndar þarf einnig að setja fyrirvara um mikilvægi ál- framleiðslunnar varðandi þjóð- hagslegan ávinning því þegar eign- arhaldið er erlent verður lítið vinnsluvirði eftir í landinu. Arður- inn streymir út úr landinu í ríkari mæli en í atvinnugreinum sem eru í eigu innlendra aðila. Allar nafnstærðir um þjóðhagslegan ávinning orka því mjög tvímælis. Þennan efnahagslega þátt þarf að taka til skoðunar og endurmats, bæði í víðu og þröngu tilliti. Í þriðja lagi þarf að spyrja hvort eitthvað mikið sé að hjá Lands- virkjun og iðnaðarráðuneyti í ljósi þess hve miklu skeikar á milli til- lagna þessara aðila annars vegar og setts umhverfisráðherra hins veg- ar. Gæti verið ráð að fá utanaðkom- andi aðila til að leita leiða við nýt- ingu orkulinda á umhverfisvænan hátt? En aftur að úrskurði Jóns Krist- jánssonar. Hann á vissulega lof skilið fyrir að sýna tilburði til að hlýða kalli tímans. Það hefur þó ekki alveg verið laust við að vera aumkunarvert að hlusta á hvern framsóknarmanninn á fætur öðrum á Alþingi mæra flokksbróður sinn og flokk eins og þjóðin hefði aldrei kynnst öðru eins framtaki í þágu náttúruverndar. Ég ætla að leyfa mér að trufla helgihaldið með því að spyrja: Var það nokkuð annað en sjálfsagt og eðlilegt að fara með virkjunarlónið út úr friðlýstu landi? Var það nokk- uð annað en sjálfsagt og eðlilegt að virða alþjóðlegar skuldbindingar okkar á sviði náttúruverndar? Ef óskadraumur Landsvirkjunar hefði orðið að veruleika hefðum við ekki staðið við Ramsar-sáttmálann um verndun votlendissvæða og senni- lega átt yfir höfðum okkar máls- höfðun á erlendum vettvangi. Síð- ast en ekki síst skal spurt hvort það eigi að vera sjálfgefið að við virkj- um þegar erlendur álrisi krefst þess? Eru menn staðráðnir í því að hlusta aldrei á þá sem tala fyrir öðrum lausnum í atvinnumálum en þungaiðnaði? Framhjá öllu þessu horfir Fram- sóknarflokkurinn enda liggur mik- ið við að telja fólki trú um að Fram- sókn sé umhverfisvæn; hún hafi af einurð og staðfestu gengið fram fyrir skjöldu sem merkisberi um- hverfisverndar. En er Framsóknar- flokkurinn ekki einmitt sá stjórn- málaflokkur sem stendur fyrir mestu náttúruspjöllum Íslandssög- unnar í tengslum við Kárahnjúka- virkjun og stóriðjuáformin á Aust- urlandi? Halda menn ef til vill að þær framkvæmdir gleymist vegna Norðlingaöldu? Halda menn að nú sé lag að tala sig upp í syndaaflausn vegna náttúruspjallanna við Kára- hnjúka? Ekki hef ég trú á að það muni takast. Mér sýnist Framsókn hins vegar ætla að reyna. ■ þingmaður skrifar um Norðlingaöldu. ÖGMUNDUR JÓNASSON Um daginn og veginn Syndaaflausn eða sjálfsagt mál? FARIÐ YFIR STJÓNUN LEITARAÐGERÐA Með nýrri samræmingarstöð er stefnan tekin á að öll samræming björgunar- og leitarað- gerða verða mun markvissari og öruggari þar sem allir aðilar sem koma að leit- og björg- un á Íslandi verða á sama stað og boðleiðir styttri. BERLÍN, AP Þýsk yfirvöld hafa tekið til fanga þrjá menn vegna grunns um aðild að íslömskum öfgahóp sem lagt hefur á ráðin um ýmis hryðju- verk. Mennirnir hafa meðal annars verið yfirheyrðir um meinta þátt- töku þeirra í að skipuleggja hryðju- verk sem fremja átti í Þýskalandi í lok ársins 2001 eða byrjun 2002. Einn þeirra er jafnframt grunaður um að hafa tekið þátt í undirbúningi sjálfsmorðsárásanna á Bandaríkin 11. september. Á meðan mennirnir voru í yfir- heyrslu hjá lögreglunni var gerð skyndileit á sex stöðum í þýsku borgunum Münster og Minden. Að sögn lögreglunnar er markmiðið með þessari aðgerð að varpa ljósi á starf og fyrirætlanir hópsins og hugsanleg tengsl hans við önnur ís- lömsk öfgasamtök. ■ Íslamskur öfgahópur: Árásir skipulagðar í Þýskalandi Hugleiðing- ar kjósanda Lesandi skrifar: Kjósandi í norðvesturkjör- dæmi vildi koma eftirfarandi á framfæri. Væna dúsu Villi fær vinaþekktur greiði Kristján Páls í kulið rær kominn af gelgjuskeiði. Ellert mæðist í mörgu maður með kamb og stél aftan við Ingibjörgu íþróttum búinn vel.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.