Fréttablaðið - 07.02.2003, Page 18

Fréttablaðið - 07.02.2003, Page 18
18 7. febrúar 2003 FÖSTUDAGURKÖRFUBOLTI IVERSON Brian Scalabrine (21), leikmaður New Jers- ey Nets, reynir að stöðva Allen Iverson, leikmann Philadelphia 76ers, í leik liðanna í fyrrakvöld. Nets vann leikinn örugglega með 111 stigum gegn 85. Iverson skoraði 28 stig í leiknum. HAMM Mia Hamm var valin knattspyrnukona árs- ins á síðasta ári af Alþjóðaknattspyrnusam- bandinu. Brasilíumaðurinn Ronaldo vann í karlaflokki. Landsleikur Íslands og Bandaríkjanna: Mia Hamm í hópnum FÓTBOLTI Mia Hamm, sem valin var knattspyrnukona ársins í fyrra af Alþjóðaknattspyrnu- sambandinu (FIFA), er í lands- liðshóp Bandaríkjanna sem mætir Íslendingum í vináttuleik þann 16. febrúar næstkomandi. Landsliðsþjálfari Bandaríkj- anna, April Heinrichs, hefur valið 24 leikmenn í æfingahóp fyrir leikinn en hópurinn verður síðan skorinn niður í 18 leik- menn fyrir leikinn. Leikurinn fer fram á Black- baud leikvanginum í Charleston, Suður-Karólínu. ■ ÍÞRÓTTIR Í DAG 18.00 Sýn Sportið með Olís 19.00 Egilshöll Reykjavíkurmótið knattspyrnu (KR-Þróttur R.) 19.30 Sýn Football Week UK (Vikan í enska boltanum) 20.00 Austurberg Handbolti karla (ÍR-HK) 20.00 Framhús Handbolti karla (Fram-FH) 20.00 Ásvellir Handbolti karla (Haukar-Víkingur) 20.00 KA-heimilið Handbolti karla (KA-Grótta/KR) 20.00 Selfoss Handbolti karla (Selfoss-Valur) 20.00 Varmá Handbolti karla (UMFA-Þór Ak.) 20.00 Vestmannaeyjar Handbolti karla (ÍBV-Stjarnan) 21.00 Egilshöll Reykjavíkurmótið í knattspyrnu (Valur-Léttir) 22.35 Sýn Gillette-sportpakkinn FÓTBOLTI Þjóðverjinn Thomas Hitzlsperger, samherji Jóhannes- ar Karls Guðjónssonar hjá Aston Villa, segist hafa átt sinn besta leik í langan tíma í 3:0 sigri liðs- ins gegn Blackburn á sunnudag „Við höfum leikið með þrjá menn á miðjunni og mér líður vel við hliðina á Jóhannesi og Gareth [Barry]. Jóhannes hefur slegið í gegn hjá áhangendum liðsins síð- an hann kom til okkar. Hann hef- ur einnig kveikt neista hjá mér og hinum leikmönnum liðsins. Hann hefur góða kosti. Hann er sterkur, hann tæklar og hefur góðan hægri fót. Það er ekki slæm blanda og það er gott að spila með honum,“ sagði hinn 21 árs gamli Hitzlsperger á heima- síðu Aston Villa. Næsti leikur Aston Villa er á útivelli gegn Fulham á laugar- dag. ■ Thomaz Hitzlsperger, leikmaður Aston Villa: Jóhannes Karl kveikti neistann JÓHANNES KARL Jóhannes Karl Guðjónsson er vinsæll á meðal áhangenda Aston Villa. Gerard Houllier svekktur: Verðum að nýta færin FÓTBOLTI Gerard Houllier, knatt- spyrnustjóri Liverpool, var gífur- lega svekktur eftir 2:0 tap liðsins á heimavelli gegn Crystal Palace í 5. umferð ensku bikarkeppninnar í fyrrakvöld. „Við áttum slæman dag. Við hefðum átt að klára leikinn í fyrri hálfleik en við klúðruðum allt of mörgum færum. Við verðum að nýta þessi færi. Ef við gerum það ekki er alltaf hætta á að okkur verði refsað fyrir það í skyndi- sóknum, sem er nákvæmlega það sem gerðist,“ sagði Houllier. ■ HANDBOLTI Tvær umferðir verða leiknar í Essó-deild karla í hand- bolta um helgina eftir langt hlé vegna heims- meistarakeppn- innar í Portúgal. Fyrri umferðin og sú 18. í röðinni verður leikin í kvöld klukkan 20 en sú síðari á sunnudag. Í kvöld mæt- ast meðal annars efsta og neðsta lið deildarinnar, Val- ur og Selfoss, á heimavelli Selfyss- inga. Þá er búist við hörkuleik í Breiðholti þar sem næstefsta lið deildarinnar, ÍR, tekur á móti HK, sem situr í sætinu fyrir neðan. ■ HANDBOLTI Það verður hart barist í Essó-deild karla í kvöld. Efsta lið deildarinnar, Valur, sækir Selfoss heim. STAÐAN Í DEILDINNI Lið L S Valur 17 27 ÍR 17 25 HK 17 24 Haukar 16 23 KA 16 23 Þór 17 20 FH 17 20 Grótta/KR 17 19 Fram 17 19 Stjarnan 17 12 Afturelding 17 10 ÍBV 17 10 Víkingur 17 4 Selfoss 17 0 LEIKIR KVÖLDSINS Selfoss-Valur KA-Grótta/KR ÍR-HK ÍBV-Stjarnan Haukar-Víkingur Fram-FH Afturelding-Þór Essó-deild karla í kvöld: Efsta liðið mætir því neðsta UNITED Manchester United á harma að hefna gegn nágrönnum sínum í Manchester City. Gary Neville, leikmaður Man.Utd.: Fullir ein- beitingar í nágranna- slag FÓTBOLTI Gary Neville, leikmaður Manchester United, segir að ekk- ert annað en sigur komi til greina í nágrannaslagnum gegn Manchester City í ensku úrvals- deildinni á sunnudag. City vann United í síðustu rimmu liðanna á Maine Road með þremur mörkum gegn engu og á United, sem er í öðru sæti deildar- innar, því harma að hefna. „Við verðum fullir einbeitingar gegn City vegna þess að við þurfum á sigri að halda. Þetta er í okkar höndum. Við eigum eftir að mæta Arsenal aftur þannig að ef við vinnum alla leikina sem eftir eru verðum við meistarar,“ sagði Neville. ■ Verður Keflavík tvö- faldur bikarmeistari? Leikið verður í úrslitum bikarkeppninnar í körfubolta á morgun. Snæ- fell mætir Keflavík í karlaflokki og ÍS mætir Keflavík í kvennaflokki. Landsliðsþjálfarar Íslands spá báðir Keflvíkingum sigri í leikjunum. KÖRFUBOLTI „Maður getur vel unnt Snæfellsliðinu að vera komið aftur í bikarúrslitaleik eftir 10 ára fjar- veru. Auðvitað veltur töluvert á því hvernig þeir koma stemmdir í leikinn og hvernig leikurinn þró- ast,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari karlalandsliðsins, um leik Snæfells og Keflavíkur. „Fyrir aðra en stuðningsmenn Keflavíkur eru margir sem vonast til þess að Snæfellsliðið standist álagið sem fylgir því að spila til úr- slita í Laugardalshöll. Þeir fóru flatt á því fyrir 10 árum. Ég vonast til að Snæfellsliðið komi með rétt spennustig í leikinn með það að leiðarljósi að njóta dagsins og spila sinn besta körfubolta. Geri þeir það koma þeir alveg örugglega til með að stríða Keflvíkingunum verulega. Þeir eru með rosalega mikið baráttulið. Hlynur Bærings- son og Clifton Bush er magnaðir leikmenn og taka gjarnan mjög mikið af fráköstum og eru góðir varnarmenn. Þeir eiga fína skytt- ur, en ég held að það sé algjört lyk- ilatriði fyrir Snæfellinga að bak- verðirnir nái sér vel á strik,“ segir Friðrik. „Ég hallast hins vegar að því að Keflvíkingar vinni öruggan sigur. Þeir eru með miklu breiðari hóp og geta keyrt nánast á öllum 10 leik- mönnunum án þess að liðið veikist mjög mikið. Þrátt fyrir hetjulega baráttu held ég að Snæfell nái ekki að koma í veg fyrir að Keflavík vinni nokkuð þægilegan sigur.“ ÍS-Keflavík „Ég held að þetta verði skemmtilegur leikur. Keflavík var með yfirburðastöðu lengi framan af Íslandsmóti en hefur nú aðeins misstigið sig. Það geta greinilega allir unnið alla,“ segir Hjörtur Harðarson, þjálfari kvennalands- liðsins, um leik ÍS og Keflavíkur. „ÍS er í botnsæti í deildinni en liðið styrktist mikið með tilkomu Öldu Leifar Jónsdóttur þannig að þær sigla upp á við og geta alveg bitið frá sér. Það er spurning hvaða hugarfar Keflavík kemur með í þennan leik. Ef þær spila sinn allra besta leik þá myndi ég telja þær sigurstranglegri en það getur samt allt gerst. Ætli ég spái samt ekki Keflavík 10 stiga sigri,“ segir Hjörtur. „Það mæðir mjög mikið á Öldu Leif og Meadow Overstreet. Yfir- leitt skora þær mest. En það getur allt gerst á svona degi, það koma alltaf upp einhverjar nýjar stjörn- ur í svona leikjum.“ ■ GUÐJÓN SKÚLASON Guðjón Skúlason, leikmaður Keflavíkur, verður í sviðsljósinu í dag. Keflavík er í fjórða sæti Intersportdeildarinnar en Snæfell í því áttunda. Keflvíkingar unnu Snæfellinga stórt í bikar- úrslitum fyrir 10 árum. ÍS GEGN KR ÍS er í neðsta sæti 1.deildar kvenna en Keflavík í því efsta. Robert Pires, leikmaðurArsenal, hefur verið valinn í franska landsliðið fyrir vináttu- leik gegn Tékklandi þann 12. febrúar. Pires, sem er nýkominn á fullt aftur eftir erfið meiðsli, lék síðast með landsliðinu fyrir ári síðan gegn Rúmeníu. MOLAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.