Fréttablaðið - 07.02.2003, Page 22

Fréttablaðið - 07.02.2003, Page 22
22 7. febrúar 2003 FÖSTUDAGUR HALF PAST DEAD b.i. 16 8 og 10.15 JAMES BOND b.i. 12 ára kl. 5 og 10.10 SPY KIDS 2 kl. 3.45, 5.50 og 8 ANALYZE THAT kl. 8 og10 HARRY POTTER m/ísl.tali kl. 5 JUWANNA MANN 4, 6, 8 og 10 GULLPLÁNETAN m/ísl.tali kl. 4 THE HOT CHICK kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 bi. 12 Kl. 4 og 8 b.i. 12 ára Sýnd í lúxus kl. 5.30 og 9 kl. 5.50 HAFIÐ kl. 6 DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINN kl. 6 og 10 8 MILE 8.05 og 11IRREVERSIBLE e. texti b. 16 ára Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 8 og 10 kl. 6, 8 og 10STELLA Í FRAMBOÐI Sýnd kl. 6 og 8 b.i.14.ára FRÉTTIR AF FÓLKI Leikarinn Kevin Spacey og EltonJohn héldu stjörnufanstónleika í London á miðvikudagskvöldið til þess að safna fé til uppbyggingar Old Vic-leikhússins. Tónleikarnir voru einnig haldnir í til- efni þess að Spacey hefur ákveðið að taka að sér að vera list- rænn stjórnandi leikhússins. Söngkonan Courtney Love stal svo auðvitað senunni þeg- ar hún tók lagið ásamt Elton John klædd í Daffy Duck-búning. Áður en laginu lauk var hún komin á und- irfötin ein. Hún fór á svið aðeins nokkrum klukkustundum eftir að lögreglan leysti hana úr haldi vegna láta í flugvél á leið til landsins. Dómarinn sem dæmir í máliCatherine Zeta-Jones og Mich- ael Douglas segir að hjónavígslur séu gerðar fyrir almenning. Hjónin höfðuðu mál gegn breska blaðinu „Hello!“ fyrir að birta myndir af brúðkaupi sínu í leyfisleysi. Þau krefjast tveggja milljóna punda í skaðabætur. Þessi skilgreining dóm- arans á hjónavígslum þykir benda til þess að hjónin geti tapað málinu. Plötuverslanir í Bretlandi hafastaðfest að sala á tónlist popp- kóngsins Michael Jackson hafi aukist eftir að um- deild heimildar- mynd um hann var sýnd þar í landi. Sala plötunnar „Thriller“ fimm- faldaðist daginn eftir þáttinn. Talið er að um 14 millj- ónir manna hafi horft á heimildarmyndina, sem breski sjónvarpsmaðurinn Martin Bashir gerði. Hann fylgdi söngvar- anum hvert fótmál í átta mánuði og bjó meðal annars á Neverland- búgarði hans. Jackson segist vera sár út í sjónvarpsmanninn og finnst sem hann hafi verið svikinn. Sýnd kl. 5, 8 og 10 b.i.16.ára Sýnd í lúxus kl. 5 og 8 KVIKMYNDIR Merkilegt hvað við föllum auð-veldlega fyrir alls kyns svikahröppum, hvort sem er í bíó- inu eða raunveruleikanum (þó vonandi ekki jafn auðveldlega og Hollendingarnir sem keyptu sér jarðarskika á tunglinu og gerðu enga athugasemd fyrr en þeir fengu ekki afsal). Við föllum í það minnsta kylliflöt fyrir 16 ára gutt- anum sem strýkur að heiman og tekur að framfleyta sér á kostnað flugfélaga áður en hann tekur upp á því að leika lækni og lögmann. Alvöru athafnaskáld. Catch Me if You Can er auðvit- að léttmeti en afar skemmtilegt léttmeti. Tom Hanks er skemmti- legri en hann hefur verið í fjölda- mörg ár í alvarlegri myndum, sýndi auðvitað að hann gæti þetta enn í sumum senunum í Cast Away. Leonardo diCaprio, sem er búinn að vera óþolandi í mörg ár, smellpassar svo í hlutverk glaum- gosans og svikahrappsins sem skemmtilega leiðinlega löggan gerir sitt besta til að koma bak við lás og slá. Ég held þó samt að Martin Sheen sé skemmtilegastur í sínu hlutverki. Sætar stelpur, skemmtilegir karlar, grín og annað það sem þarf til að rífa okkur upp eftir þennan kuldahroll. Brynjólfur Þór Guðmundsson CATCH ME IF YOU CAN: Leikstjóri: Steven Spielberg. Leikarar: Leonardo diCaprio, Tom Hanks. Alvöru athafnaskáld „Enginn sprelliþáttur“ Í kvöld hefur göngu sína á Skjá Einum tónlistarþátturinn „Popp & Kók“. Um- sjónarmenn hans eru Birgir Nielsen úr Landi & Sonum og Ómar Suarez úr Quarashi. Ekki augljósasti poppkokteill í heimi. SJÓNVARP „Við komum úr ólíkum sjávarþorpum,“ segir Birgir Niel- sen um sig og samstarfsmann sinn Ómar Suarez, en þeir ætla að fjal- la um tónlist á Skjá Einum í þætt- inum „Popp & Kók“. „Okkur kem- ur mjög vel saman, mér líst bara vel á strákinn. Hann er eiginlega bara eins og ég var búinn að ímyn- da mér að hann væri. Það er bara jákvætt.“ Birgir Nielsen hefur vafrað um poppland í gegnum árin ásamt sveit sinni Landi & Sonum á með- an Ómar lætur rímið flæða með Quarashi. Þrátt fyrir að koma úr ólíkum áttum eiga þeir það báðir sameiginlegt að vera íslenskir tón- listarmenn sem hafa freistað gæf- unnar á Bandaríkjamarkaði. Þeir félagar kynntust fyrst fyr- ir mánuði síðan. Þeir virðast ófeimnir að gera út á það hversu ólíkir persónuleikar þeirra virðast vera. Tónlistarsmekkur þeirra fé- laga er víst afar ólíkur. Í auglýs- ingu fyrir þáttinn má til dæmis sjá Birgi í sprelligosahlutverkinu á meðan Ómar fylgist með vopnað- ur vanþóknunarsvip. Eftir að hafa hrist hausinn yfir hamaganginum í trommuleikaranum gefst hann upp og opnar kókflösku með vin- stri augntóttinni. „Veistu, ég held að þessar aug- lýsingar gefi ekki alveg rétta mynd af þættinum. Við erum ekki að fara að gera einhvern sprelli- þátt. Við ætlum bara að vera við sjálfir en samt að reyna að hafa svolítið létt yfirbragð yfir þessu. Við erum samt báðir svona frekar djúpar týpur. Í auglýsingunni er mín týpa þessi „gúddí“-gæi sem mætir einn á Nasa og reddar sér inn í hópinn á dansgólfinu.“ Í fyrsta þættinum, sem hefst kl. 20.30 í kvöld, fá áhorfendur meðal annars að sjá viðtal við „atvinnukrimmann“ Móra. Þar mun stafræn þoka hylja andlit hans. Kíkt verður í heimsókn til tónlistarmanns og plötusafn hans grandskoðað. „Við erum líka með lið þar sem litið er um öxl. Í kvöld verður til dæmis viðtal við Felix Bergsson og myndbandið „Púla“ með Greifunum frá 1988 sýnt.“ Áhorfendur geta svo síðar átt von á því að þeir félagar skelli sér á tónleika, skyggnist bak við tjöld- in við gerð myndbanda og heim- sæki tónlistarmenn í hljóðver. Þættirnir verða á dagskrá Skjásins öll föstudagskvöld fram eftir vori. Hver þáttur er um hálf- tími að lengd. „Popp & Kók“ er framleiddur af Filmus. biggi@frettabladid.is POPP & KÓK Birgir Nielsen segir að áhersla verði lögð á að fjalla um íslenska tónlist. Erlend mynd- bönd verða því sjaldséðir hvítir hrafnar. „Til þess að byrja með ætlum við að vera aðal- lega með íslenskt og sýna það sem er að gerast hérna heima. Auðvitað, ef það koma hingað erlendar hljómsveitir og svona, þá fjöllum við um það. Það er bara orðið tíma- bært að sjónvarpsþáttur reyni að sinna því sem er að gerast hérna heima.“ VILL BANNA EINRÆKTUN Leikarinn Kevin Kline heilsar hér Dianne Feinstein öldungardeildarþingmanni eftir ráð- stefnu sem haldin var um bann við einræktun. Kline slóst í hópinn með þingmönnum til að berjast fyrir því að klónun verði bönnuð með lögum. Sendu SMS skeytið „BT“ á 1415 (Tal) - 1848 (Síminn) Gluggi>nýtt>BT (BTGSM, Rautt, Íslandssími) - SMS-ið kostar 99 kr. TÍUNDI HVER VINNUR! 2000 SHAKIRA Poppsöngkon- an Shakira frá Kólumbíu sést hér á tónleik- um er haldnir voru í bænum Laredo í Texas. Ljósmyndarinn í Mjódd er fluttur að Langarima 21 (áður Ljósmyndastofan Grafarvogi ) Fermingarmyndatökur Nokkrir tímar lausir Sími 557 9550 GSM 663 2070

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.