Fréttablaðið - 07.02.2003, Síða 30

Fréttablaðið - 07.02.2003, Síða 30
Óbreyttir þingmenn veltumjög vöngum á Alþingi í gær yfir háttsemi Halldórs Blöndal, forseta Alþingis og fyrsta þing- manns Norðurlands eystra. For- seti tók snerru við Össur Skarp- héðinsson, for- mann Samfylk- ingarinnar, um samkeppnisstöðu fyrirtækja á landsbyggðinni. Kosningalykt var í lofti og hiti í umræðum. Athygli óbreyttra þingmanna vakti að forseti Al- þingis, sem svo mjög hefur brýnt fyrir þingmönnum að virða strangar reglur þingsins, meðal annars að kalla ekki úr sal meðan ræður eru fluttar, varð uppvís að því að kalla ótt og títt fram í fyr- ir Össuri. Engar hlaut forseti Al- þingis þó skammirnar eða gula spjaldið frá sitjandi forseta. 30 7. febrúar 2003 FÖSTUDAGUR Amerískar pönnu- kökur í rúmið Ívar Örn Sverrisson leikari er 26 ára í dag. Hélt upp á afmælið í gær. Þarf að fljúga norður í dag. Fékk amerískar pönnukökur í rúmið. 26 ÁRA Þar sem Ívar Örn Sverr- isson, afmælisbarn dagsins, þarf að fljúga til Akureyrar í dag hélt hann upp á afmælið í gær. Hann ákvað því að sleppa körfubolta- æfingu og spænskutíma og fór með konu sinni á leikritið „Tattú“ í Nemendaleikhúsinu. „Ég er að fara að sýna fyrir norðan. Þar sem veðrið er svolít- ið óstöðugt þessa dagana þarf ég að taka flug snemma svo ég nái sýningartíma,“ segir afmælis- barnið, sem fer með eitt aðalhlut- verka í „Hversdagslegu krafta- verki“, fjölskylduævintýri sem sýnt er hjá Leikfélagi Akureyrar. Það hefur verið nóg að gera hjá Ívari Erni síðan hann útskrif- aðist úr Listaháskólanum í vor. Hann sló meðal annars í gegn í Hamlet hjá LA og síðastliðinn fimmtudag fékk hann stöðu í Þjóðleikhúsinu. Aðspurður hvort það sé erfitt fyrir unga leikara að fá stöðu í „stóru leikhúsunum“ sagði Ívar Örn: „Það er misjafnt og fer eftir því hvað er að gera og hversu mikil þörf er fyrir unga leikara í hlutverk. Þetta fer oft eftir aldri og eftirspurn, eins og allt í þessu þjóðfélagi gengur út á.“ Leiklistarferill Ívars Arnars hófst þegar hann var ungur strákur. Hans fyrsta hlutverk var í „Landi míns föður“ sem Kjartan Ragnarsson leikstýrði og sett var upp í gamla Iðnó. Hann tók þátt í ýmsum sýning- um en ákvað að hvíla sig á leik- listinni og mennta sig. Fór með- al annars sem skiptinemi til Mexíkó. „Þetta var yndislegur tími. Þegar það fer að líða lengra frá þessu eina ári og þetta ár verður minnihluti af öllu lífinu, verður þetta hálf absúrd,“ segir Ívar Örn hlæjandi. „Þegar ég hugsa til baka spyr ég mig hvort þetta hafi verið draumur.“ Ívar Örn er nýlega byrjaður að búa. Leigir íbúð með kærustu sinni, Örnu Ösp Guðbrandsdótt- ur, í Reykjavík. „Við erum að kynnast leigu- markaðnum,“ segir Ívar Örn og bætir við að búskapurinn gangi býsna vel. „Ég fékk til dæmis amerískar pönnukökur í rúmið í tilefni dagsins.“ kristjan@frettabladid.is AFMÆLI HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR „Ég vissi að þetta yrði stórt og mikið mál og það reyndist líka vera svo,“ segir Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmað- ur, sem skipuð var saksóknari í rannsókn á tildrögum þess að Magnús Leopoldsson dróst saklaus inn í Geirfinnsmálið. Lára segir það hafa verið mikla áskorun að taka við rannsókninni enda eitt umtalaðasta sakamál á Ís- landi. „Mér fannst svolítil ögrun í því að kona skyldi takast á við að vera saksóknari í svona máli. Starf- andi lögmenn, konur, eru yfirleitt í skilnaðar- og forsjármálum.“ Lára var í lagadeild Háskóla Ís- lands þegar Guðmundar- og Geir- finnsmálin komu upp. Hún segir nemendur hafa fylgst grannt með og að miklar umræður hafi skapast um málið. Hallvarður Einarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknari, var kennari í lagadeildinni á þess- um tíma. „Þetta mál var afar reyfarakennt og hefur haldið áfram að vera það. Á meðan ég vann að rannsókninni fannst mér ég oft vera stödd í miðjum reyfara,“ segir Lára. Lára ólst upp á Skólavörðuholt- inu og gekk í Austurbæjarskóla. Þaðan lá leiðin í Verslunarskóla Ís- lands og fór hún meðal annars sem skiptinemi til Iowa í Bandaríkjun- um. Eftir Verslunarskólann skráði hún sig í lagadeildina. „Ég tók að vísu ekki ákvörðun um það fyrr en skömmu áður en skráningarfrestur rann út. Ég ætl- aði alltaf í viðskiptafræði og hafði fengið verðlaun á stúdentsprófi fyr- ir viðskiptagreinar,“ segir Lára og skellir upp úr. „Braut viðskiptanna átti því að liggja bein fyrir mér.“ Eftir lagapróf gerðist Lára full- trúi hjá Jóni E. Ragnarssyni. Með- fram kenndi hún verslunarrétt í Verslunarskólanum. Lára starfaði fyrir ASÍ um ára- bil, fyrst sem lögfræðingur þess og síðar sem framkvæmdastjóri. Þá hóf hún rekstur eigin lögmanns- stofu. Hún gegnir einnig lektors- stöðu í Háskólanum. Hún segir fjöl- skylduna vera aðaláhugamálið, en auk þess er hún talsverð útivistar- manneskja og bókaormur. ■ Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður ólst upp á Skólavörðuholtinu. Var í laganámi þegar Geirfinnsmálið kom upp. Ætl- aði í viðskiptafræði en hætti við á síðustu stundu. Persónan Bókaormur af Skólavörðuholtinu ÍVAR ÖRN SVERRISSON Ívar Örn útskrifaðist úr Listaháskólanum nú í vor. Hann hóf störf hjá Þjóðleikhúsinu síðastliðinn fimmtudag og er að æfa verkið „Pabbastrákur“ eftir Hávarð Sigurjónsson. MEÐ SÚRMJÓLKINNI LÁRA V. JÚLÍUSDÓTTIR Lára er gift Þorsteini Haraldssyni endur- skoðanda, sem hún kynntist á mennta- skólaárunum. Þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. FRÉTTIR AF FÓLKI Tveir Hafnfirðingar tóku talsaman. Annar þeirra segir: „Bandaríkjamenn eru víst búnir að finna upp vél sem uppgötvar þegar fólk er að ljúga.“ Hinn horfir á hann forviða en segir svo: „Iss, ég er lengi búinn að vera giftur einni slíkri.“ Hann er ekki húmorslaus.Hann er ekki endurskoðandi. Og hann er ekki snyrtipinni. Heldur þvert á móti: Húmoristi og hæfilega skipulagður,“ segir Björk Jakobsdóttir leikkona um eiginmann sinn til sjö ára, Gunn- ar Helgason leikara. „Ég náði mér í fyrirmyndareiginmann, sálufélaga og vin sem er virkur í heimilishaldinu. Svo er orkan í okkur lík og áhugamálin líka þó að hann sé ef til vill ögn ofvirkari en ég.“ Vefmiðillinn www.visir.is hefurum árabil haldið úti spjall- þræðinum Innherjar þar sem áhugasamir geta úttalað sig um allt milli himins og jarðar. Mest líf er á stjórnmálaspjallinu og þar takast Innherjarnir á, mismálefna- lega eftir því hvernig vindarnir í pólitíkinni blása. Einn Innherjinn hefur tekið sig til og rannsakað þátttöku félaga sinna í spjallinu og samkvæmt talningu hans voru 4330 stjórnmálaspjallþræðir opn- aðir í síðasta mánuði. Stefán Frið- rik Stefánsson er einn fárra manna sem tjáir sig á Innherjun- um undir nafni og er sjálfsagt ein öflugasti málsvari Sjálfstæðis- flokksins og frjálshyggjunnar í netheimum. Hann opnaði sam- kvæmt talningunni 367 þræði í janúar og ef hann heldur sínu stri- ki má því ætla að hann opni um- ræðuna á vefnum rúmlega fjögur þúsund sinnum á árinu, ef ekki oftar þegar tekið er tillit til þess að það er um kosningaár að ræða. MAÐURINN TÍMAMÓT Colin Powell. Alex Ferguson. Fleetwood Mac. 1. 2.. Svör við spurningum á bls. 6 3. Veistu svarið? Að gefnu tilefni skal tekið fram að sá á leir sem finnur. Leiðrétting Góð tannheilsa og reykingar fara ekki saman www.tannheilsa.is FR ÉT TA LB AÐ IÐ /V IL H EL M JARÐARFARIR 13.30 Bjarkey Gunnlaugsdóttir, Lang- holti 5, Akureyri, verður jarðsung- in frá Akureyrarkirkju. 13.30 Jenný Magnúsdóttir, Tryggvagötu 7, Selfossi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju. 13.30 Vigfús K. Gunnarsson, löggiltur endurskoðandi, Sóltúni 5, Reykja- vík, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju. 14.00 Guðni Halldórsson, fyrrverandi heilbrigðisfulltrúi, Kirkjubraut 52, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju. 15.00 Hjörtur Marinósson, Strandaseli 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Seljakirkju. 15.00 Ólafur Bjarnason, múrarameist- ari, Holtagerði 72, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju. 16.00 Lúðvík Reimarsson frá Heiðatúni, Vestmannaeyjum, verður jarð- sunginn frá Landakirkju. 16.00 Sigfús Örn Ólafsson, heimilis- læknir, frá Gröf á Höfðaströnd, verður jarðsunginn frá Digranes- kirkju. MINNINGARATHÖFN 15.00 Minningarathöfn um séra Björn Sigurbjörnsson, Dambakken 47, 3460 Birkerød, verður í Hallgríms- kirkju. AFMÆLI Ívar Örn Sverrisson leikari er 26 ára. FRÉTTIR AF FÓLKI FRÉTTIR AF FÓLKI Heimasíða Hæstaréttar(www.haestirettur.is) er eng- inn sérstakur afþreyingarvefur. Fréttamenn og annað forvitið fólk getur skoðað alla birta dóma réttarins á síðunni og allt bendir til þess að vefurinn hafi verið með þeim mest sóttu í gær. Hæstiréttur dæmdi Árna John- sen, fyrrum alþingismann, í tveggja ára fangelsi í gær og eft- irvæntingin eftir úrskurðinum virðist hafa verið slík að laust fyrir klukkan 17 í gær var ekki vinnandi vegur að komast þar inn. Ástæðan er væntanlega sú að vefþjónninn sem hýsir dómsorðin hafi ekki ráðið við gestafjöldann og www.haestirettur.is hefur því að öllum líkindum verið Íslend- ingabók dagsins á vel flestum nettengdum vinnustöðum lands- ins. Á RAUÐAVATNI Að leika sér á seglbretti á sjó er vinsælt víða um heim. Öllu óalgengara er að vera með seglið á lofti og skíði á fótum eins og þessi piltur sem ljósmyndari smellti af mynd á Rauðavatni. Engum sögum fer þó af hvernig honum miðaði yfir vatnið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.