Fréttablaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 12. febrúar 2003 Erum a› taka á móti umsóknum um skiptinemadvöl. Fjölmörg lönd í bo›i. Brottfarir júní–september 2003. Ársdvöl, hálfsársdvöl, 3 mána›a dvöl og 4–6 vikna sumardvöl. Akureyrar Egilsstaða Ísafjarðar Reykjavíkur Færeyja Frábærir gististaðir. Gerum tilboð í flug, gistingu og hátíðarkvöldverð. Árshátíðarslaufur Starfsmannafélög, klúbbar, hópar... Látið okkur hnýta árshátíðarslaufuna Hafðu samband við Bergþóru eða Kristjönu í síma 570 30 35 / 570 30 38 hopadeild@flugfelag.is Litríkar og eftirminnilegar árshátíðarslaufur til: ...fljúgið frekar - með glæsibrag. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 1 88 19 09 /2 00 2 TF-LÍF sótti slasaðan sjómann: Rifbeins- brotinn Pólverji SLYS Stjórnstöð Landhelgisgæsl- unnar barst ósk um aðstoð aðfara- nótt mánudagsins frá Alþjóðlegu fjarlækningamiðstöðinni í Róm (International Radio Medical Centre) vegna slasaðs manns um borð í risaolíuskipinu Dundee sem áætlað var að yrði statt 60 sjómíl- ur suður af Reykjavík um klukkan átta á mánudagsmorgun. Slasaði maðurinn var pólskur og sagður tvírifbeinsbrotinn. Eftir að veður hafði gengið nokkuð niður kl. 12.33 fór þyrla Landhelgisgæsl- unnar, TF-LÍF, í loftið og var kom- in að skipinu kl. 13.25. Greiðlega gekk að ná hinum slasaða um borð í þyrluna þrátt fyrir erfið veður- skilyrði. TF-LÍF lenti á Reykja- víkurflugvelli kl. 14.29 en þar beið sjúkrabíll eftir hinum slasaða og var hann fluttur á slysadeild Landspítala – Háskólasjúkrahúss í Fossvogi. ■ Læknir ákærður: Sjúklingar misnotaðir NOREGUR Norskur kvensjúkdóma- læknir hefur verið ákærður fyrir kynferðislega misnotkun við störf sín. Um er að ræða sjö atvik sem eiga að hafa átt sér stað á árunum 1988 til 1995 og koma nokkrar konur við sögu. Læknirinn, sem nú er farinn á eftirlaun, neitar sakargiftum og segir að það sem konurnar upp- lifðu sem misnotkun hafi í raun verið fullkomlega eðlileg læknis- rannsókn. Í ákærunni kemur fram að maðurinn hafi notað hendur sínar og tæki til þess að gæla við kynfæri kvennanna en að hans sögn var einfaldlega verið að prófa nýjan tækjabúnað. ■ Dauðarefsing: Geðsjúkur maður tekinn af lífi BANDARÍKIN, AP Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að taka megi fanga af lífi þó hann sé haldinn geðklofa. Maðurinn var dæmdur fyrir að stinga afgreiðslu- stúlku til bana í ráni árið 1979. Fanginn tekur lyf sem halda sjúkdómnum í skefjum og því telja dómstólar réttlætanlegt að hann hljóti dauðarefsingu fyrir glæp sinn. Maðurinn hafði áður verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Lögfræðingur mannsins stefnir að því að áfrýja úrskurðinum til hæstaréttar. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.