Fréttablaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 12. febrúar 2003 SÍMI 553 2075 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15 Sýnd kl. 6 8 MILE kl. 8 og 10.15 THE LORD OF THE RINGS b.i. 12 kl. 5.30 JUWANNA MANN kl. 4 og 6 GULL PLÁNETTAN m/ísl. tali kl. 4 og 6 HARRY POTTER kl. 8Sýnd kl. 3.45, 5.45, 8 og 10.15 b.i.10.ára Sýnd kl. 8 og 10 TRANSPORTER b.i. 14 kl. 10I SPY kl. 5.50, 8 og 10.10 bi. 12 ára BANGER SISTERS kl. 6 og 8Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 bi. 12 ára Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 bi. 12 ára Madonna undirbýr nú að blandasér í hóp stríðsandstæðinga. Myndband við væntanlegt smá- skífulag hennar mun sýna hana gagnrýna harðlega áform Bush Bandaríkjaforseta um að ráðast á Írak. Takmark poppdrottningar- innar er að sýna afleiðingar þess að til stríðs komi. Í myndbandinu sjást meðal annars blóðug börn auk þess sem Madonna kastar handsprengjum í takt við tónlist- ina. Væntanleg breiðskífa Madonnu kemur til með að heita „American Life“. Bókaútgáfan Random Househefur ráðið rithöfundinn Mark Winegardner til þess að skrifa fjórða hluta sögu Corleone-fjöl- skyldunnar. Fjórða Guðföðurbókin ætti því að skila sér í hillurnar á næsta ári. Bókin mun heita því frumlega nafni „The Godfather Returns“. Höfundur Guðföður- bókanna, Mario Puzo, lést árið 1999. Nokkuð öruggt er talið að kvikmyndaverið sem á réttinn á myndunum um Guðföðurinn stefni svo að því að gera fjórðu myndina að veruleika. Brad Pitt afþakkaði boð um aðfara aftur með gestahlutverk í „Friends“-þáttunum. Hann lék fyrrum skólafélaga Ross sem þoldi ekki vinkonu hans, Rachel. Pitt segist hafa neitað af listrænum ástæðum. Hann telur að gestahlut- verk eigi ekki að endurtaka þar sem það myndi ekki hafa jafn mik- il áhrif og í fyrra skiptið. Eigin- kona hans, Jennifer Aniston, sem leikur Rachel, var honum fyrst ósammála en hann á að hafa skýrt ákvörðun sína fyrir henni í róleg- heitunum. Leikkonan Renée Zellweger seg-ist hafa dáðst að einföldum lifnaðarháttum sveitafólks í Rúm- eníu er hún kynntist við tökur myndarinnar „Cold Mountain“. Hún segist hafa áttað sig á því hversu lítið umstang mannskepnan þurfi í raun og veru til þess að komast af. Hún viðurkennir þó að hún kunni vel að meta kvikmynda- stjörnulíferni sitt. Leikarinn George Clooney brástharkalega við á blaðamanna- fundi á kvikmyndahátíðinni í Berlín eftir að tyrkneskur blaða- maður sagði mynd hans „Solaris“ leiðinlega og mislukkaða. Clooney sagði yfir allan fundinn að blaðamaðurinn væri aðeins að reyna vera með leiðindi og sagðist vilja sjá hann gera nokkrar kvik- myndir áður en hann kastaði slík- um yfirlýsingum í andlit sitt. Þrátt fyrir að myndin hafi ekki fengið mjög blíðar viðtökur gagn- rýnenda segist leikarinn afar sátt- ur við hana. KVIKMYNDIR Kvikmyndagerðarmað- urinn George Lucas, sem er líklega þekktastur fyrir Stjörnustríðs- myndirnar, segist bjartsýnn á að kvikmyndaver sem hann er að byggja rétt fyrir utan San Francisco muni efla kvikmynda- gerð í borginni. Fyrirtækið mun einbeita sér að gerð kvikmynda- brellna, bæði tölvuteiknaðra og annarra, og segist Lucas viss um að tilkoma þess verði til þess að Hollywood fái dygga samkeppni í kvikmyndagerð frá San Francisco í framtíðinni. Lucas var viðstaddur sérstaka athöfn á laugardaginn þegar fyrsta skóflustungan var tekin. Áætlað er að kostnaðurinn við að koma fyrir- tækinu í gang sé um 300 milljónir dollara (rúmlega 23 milljarðar ísl. kr.). „San Francisco hefur alltaf haft yfirbragð í kvikmyndagerð sem flestir vita ekki af,“ sagði Lucas á athöfninni. „Okkur er ýtt undir hatt Hollywood. Með þessu skrefi held ég að heimurinn fari að viðurkenna San Francisco sem kvikmynda- gerðarborg.“ Kvikmyndaverið verður nálægt Golden Gate-brúnni og mun bera nafnið „Letterman Digital Arts Center“. Áætlað er að framkvæmd- um verði lokið árið 2005. Lucas vinnur nú að þriðja kafla Stjörnustríða, sem hann fullyrðir að verði síðasta myndin. Hann hlýt- ur að teljast til frumkvöðla í kvik- myndagerð þar sem hann stofnaði fyrsta tölvubrellufyrirtækið, „Industrial Light & Magic“, auk þess að hanna THX-hljóðkerfið. Kvikmyndaver hans, Skywalker Ranch, er einnig í nágrenni San Francisco. ■ LUCAS OG FÉLAGAR George Lucas, annar frá hægri, tekur fyrstu skóflustunguna nálægt Golden Gate-brúnni í San Francisco þar sem byggja á nýtt kvikmyndaver. Hann segist vongóður um að koma borginni á kortið sem kvikmyndaborg. Hann spáir því einnig að borgin muni veita Hollywood mikla samkeppni í framtíðinni. George Lucas: Storkar veldi Hollywood (A P PH O TO /S AN F R AN C IS C O C H RO N IC LE , K U RT R O G ER S) PERRY Matthew Perry lætur sér ekki nægja að leika í vinsælum sjónvarpsþáttum og kvik- myndum. Vinurinn Matthew Perry: Á leiksvið í Lundúnum LEIKHÚS „Vinurinn“ Matthew Perry mun heyja frumraun sína sem at- vinnusviðsleikari í Lundúnum í maí. Fetar hann þar með í fótspor fjölmargra bandarískra leikara sem stigið hafa á stokk í Lundúna- borg. Perry mun fara með hlutverk Danny í leikritinu „Sexual Per- versity in Chicago.“ Það er sama persóna og Rob Lowe lék í kvik- myndinni „About Last Night“ sem gerð var árið 1986. Meðleikarar Perry verða þau Minnie Driver og Hank Azaria. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.