Fréttablaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 6
6 12. febrúar 2003 MIÐVIKUDAGURVEISTU SVARIÐ?
Svörin eru á bls. 22
1.
2.
3.
Hvaða alþingismaður vill fá að
nota bókstafina DD í sérfram-
boði sínu í Suðurkjördæmi?
Starfsemi á Vogi hefur aukist og
biðlistar heyra nú sögunni til
þegar kemur að konum og ung-
lingum. Hver er yfirlæknir á
Vogi?
Hann lék James Bond og Dýr-
linginn. Nýlega var hann sæmd-
ur orðu fyrir störf sín hjá SÞ.
Hver er maðurinn?
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 77,52 +0,70%
Sterlingspund 125,43 -0,26%
Dönsk króna 11.14 -0,56%
Evra 82,80 -0,56%
Gengisvístala krónu 120,95 -0,16%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 298
Velta 5.670,9 milljónir,
ICEX-15 1.355,2 +0,19%
Mestu viðskipti
Samherji 83.871.850
Baugur Group 81.284.122
Búnaðarbanki Íslands 77.248.712
Mesta hækkun
Búnaðarbanki Íslands +2,47%
Eimskipafélag Íslands +1,67%
Kaldbakur +1,33%
Mesta lækkun
Skýrr -4,50%
SÍF -4,26%
Íslenskir aðalverktakar-1,39%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ*: 7907,0 -0,2%
Nasdaq*: 1303,7 +0,5%
FTSE: 3669,2 +2,5%
DAX: 2633,4 +1,8%
Nikkei: 8484,9 +0,4%
S&P*: 835,2 -0,1%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
Allar meðlagsgreiðslur verði skattfrjálsar:
Framfærslueyrir en ekki tekjur
MEÐLAG „Í hugum flestra er með-
lag foreldris með barni ekki tekj-
ur móttakanda heldur fremur ráð-
stöfun tekna meðlagsgreiðanda í
þágu barnsins,“ segir í greinar-
gerð frumvarps þingkvenna Sam-
fylkingarinnar sem vilja afnema
skattlagningu á öllum meðlags-
greiðslum, hvort sem um er að
ræða einfalt, tvöfalt eða jafnvel
margfalt meðlag. Í skattalegu til-
liti er litið á meðlag umfram tvö-
faldan barnalífeyri sem tekjur og
því greiddur tekjuskattur af því
sem umfram er.
Jóhanna Sigurðardóttir er
fyrsti flutningsmaður en auk
hennar flytja frumvarpið þær
Margrét Frímannsdóttir, Ásta R.
Jóhannesdóttir, Sigríður Jóhann-
esdóttir og Guðrún Ögmundsdótt-
ir. Flutningsmenn benda á að sam-
kvæmt barnalögum sé litið á með-
lag sem framfærslueyri sem til-
heyri barni og því illskiljanlegt að
takmarka undanþágu frá tekju-
skatti við tvöfalt meðlag, en gera
meðlagsgreiðslur umfram það
skattskyldar.
Í slíkum tilvikum sé um tví-
sköttun að ræða, því fyrst sé
greiddur skattur af tekjum með-
lagsgreiðanda og síðan af meðlag-
inu þegar það er komið í hendur
þess sem hefur forræði yfir barn-
inu.
Auk þessa vilja flutningsmenn
að Innheimtustofnun sveitarfélaga
verði gert skylt að annast inn-
heimtu á aukameðlagsgreiðslum,
sé þess óskað. Stofnuninni verði þó
ekki heimilt að taka greiðslu fyrir
innheimtuna líkt og nú tíðkast
vegna innheimtu aukameðlags. ■
BRENNANDI HJÖRTU
Þjóðernissinnaðir hindúar brenndu Valent-
ínusarkort til þess að sýna vanþóknun sína
á þeim auknu vinsældum sem hátíðin á
að fagna á Indlandi.
Þjóðernissinnaðir
hindúar:
Valentínus-
ardegi
mótmælt
BOMBAY, AP Samtök þjóðernissinn-
aðra hindúa á Indlandi hafa hafið
mótmælaaðgerðir vegna Valent-
ínusardagsins, sem haldinn verður
hátíðlegur 14. febrúar næstkom-
andi. Samtök þessi hafa árlega mót-
mælt því harðlega að haldið sé upp
á Valentínusardag í landinu, meðal
annars með því að brenna kort,
leggja gjafavöruverslanir í rúst og
áreita pör sem haldast í hendur á
almannafæri.
Mótmælendurnir líta svo á að
Valentínusardagur sé árás frá hin-
um vestræna heimi á indverska
menningu auk þess sem kaupmenn
nýti sér hátíðina til þess að hafa
ungmenni að féþúfu. Mjög hefur
færst í vöxt á undanförnum árum
að Indverjar haldi upp á þennan dag
og fullyrða verslunarmenn að þess-
ar mótmælaaðgerðir muni engin
áhrif hafa á þá þróun. ■
Verkamannaflokkurinn:
Minnsta
fylgi í rúm
tvö ár
LONDON, AP Stuðningur við breska
Verkamannaflokkinn mælist
minni nú en dæmi eru um síðan
í september árið 2000.
Samkvæmt skoðanakönnun
sem var unnin fyrir The Times
myndu 35% breskra kjósenda
greiða Verkamannaflokknum at-
kvæði sitt. Íhaldsflokkurinn
sækir í sig veðrið og nýtur
stuðnings 34% kjósenda. Mun-
urinn á flokkunum tveimur er
innan skekkjumarka. Frjáls-
lyndir demókratar eru sem fyrr
minnsti flokkurinn en fengju
samkvæmt könnuninni atkvæði
fjórða hvers kjósanda. ■
Forstjóri Nokia:
Vill lægri
skatta
HELSINKI, AP Jorma Ollila, forstjóri
Nokia, hefur blandað sér í umræð-
una um skattamál í Finnlandi
þrátt fyrir að tjá sig almennt lítið
um finnsk stjórnmál. Á ráðstefnu
um efnahagsmál sagði Ollila að
það væri brýn nauðsyn að lækka
tekjuskatta, en þeir geta numið
allt að 60% af tekjum þeirra
launahæstu. Ollila sagði þetta
nauðsynlegt ef tryggja ætti hag-
vöxt og styðja við velferðarkerf-
ið. Skattar á fyrirtæki væru þó
sanngjarnir.
Erkki Tuomioja utanríkisráð-
herra vísaði kröfunni um skatta-
lækkanir á bug og sagði engar
ástæður fyrir því að svo stöddu.
Um miðjan síðasta áratug var
skattaprósentan 65%. ■
Hagstofan:
Bráða-
birgðatölur
fiskaflans
TÖLUR Hagstofa Íslands hefur
ákveðið að hefja að nýju í dag birt-
ingu bráðabirgðatalna fiskaflans
þar sem vigtar- og ráðstöfunar-
skýrslur eru hafðar til hliðsjónar.
Með þeim gefa fiskkaupendur
upplýsingar um kaup sín á hráefni
og ráðstöfun þess. Þessar skýrslur
gefa nákvæmari mynd af veiðum og
vinnslu afla en fæst með upplýsing-
um úr Lóðs, sem er aflaskráningar-
kerfi Fiskistofu sem notað er á
hafnarvogum. Skýrslurnar berast
Fiskistofu nokkuð seinna en gerist
með upplýsingar hafnarvoga sem
skráðar eru í Lóðs. Því verður farin
sú leið að birta þriggja mánaða
gamlar upplýsingar, sem eykur
gæði upplýsinganna. ■
JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR
Segir illskiljanlegt að takmarka undanþágu
frá tekjuskatti við tvöfalt meðlag og telur
rétt að undanþiggja allar meðlagsgreiðslur
skatti.
BANDARÍKIN Leyniskytturnar John
Muhammad og Lee Malvo skildu
eftir sig blóði drifna slóð á aust-
urströnd Bandaríkjanna á síðasta
ári. Margir hafa átt um sárt að
binda vegna þeirra ódæðisverka
sem mennirnir tveir frömdu og
ljóst er að líf aðstandenda fórnar-
lambanna, sem og þeirra sex sem
lifðu árásirnar af, munu aldrei
verða söm aftur. Í grein sem birt-
ist á dögunum í blaðinu New York
Times er fjallað um afdrif þessa
fólks en greinilegt er af því sem
þar kemur fram að aðstæður
þeirra og viðhorf til tilverunnar
eru þó nokkuð mismunandi.
Fórnarlömbin sem lifðu af og
aðstandendur hinna látnu hafa
fengið bætur úr sérstökum sjóði
sem stofnaður var í kjölfar
árásanna og hefur það hjálpað
fólkinu mikið við að koma lífi
sínu á réttan kjöl að nýju. Það er
þó ljóst að engin veraldleg gæði
fá fyllt upp í þau skörð sem
myndast hafa í fjölskyldur fórn-
arlambanna eða bætt það heil-
sutjón sem þeir urðu fyrir sem
lifðu árásirnar af.
Sem fyrr segir eru viðbrögð
fólksins við breyttu hlutskipti
sínu, sem og tilfinningarnar í
garð misgjörðamannanna, tölu-
vert mismunandi. Sár reiði býr í
brjósti margra aðstandendanna
og er þeim mikið í mun að menn-
irnir tveir fái makleg málagjöld.
Nokkrir aðstandendanna hafa
höfðað málsókn á hendur vopna-
sala og framleiðanda sem að
þeirra sögn snýst fyrst og fremst
um að koma í veg fyrir að atburð-
ir sem þessir endurtaki sig. Flest-
ir hafa þó haft sig lítið í frammi
og óskað eftir því að fá ró og næði
til að halda lífinu áfram.
James Ballenger, sem missti
konuna sína fyrir hendi
leyniskyttnanna, stóð uppi sem
einstæður faðir og hefur ofan á
allt annað þurft að kljást við
mikla fjárhagsörðugleika. Ballen-
ger segist engu að síður hafa
þroskast mikið við þá auknu
ábyrgð sem færst hafi á herðar
hans í kjölfar andláts eiginkon-
unnar. Í framhaldi af því hefur
hann valið að vinna úr sorginni
með því að leita leiða til þess að
fyrirgefa misgjörðamönnum sín-
um. Að sögn Ballenger er það
eina leiðin til þess að öðlast frið í
hjartanu og hefur hann hvatt fólk
eindregið til þess að gera slíkt hið
sama. ■
EVRÓPUSAMBANDIÐ „Mér líst í
fyrsta lagi vel á hugmynd um
þverpólitíska Evrópunefnd. Ég
held að það sé gott að tefla þarna
saman litrófinu í stjórnmálunum
og fá að auki utanaðakomandi að-
ila. Það verður vonandi til þess að
umræðan kemst í vitrænt horf,“
sagði Magnús Stefánsson, vara-
formaður utanríkismálanefndar
Alþingis.
Davíð Oddson forsætisráð-
herra hefur skrifað formönnum
stjórnmálaflokkanna bréf þar
sem hann greinir frá hugmyndum
um tíu manna Evrópunefnd og
leitar eftir viðhorfum þeirra til
slíkrar nefndarskipunar. Þetta er í
takt við það sem fram kom í svari
forsætisráðherra við fyrirspurn
Steingríms J. Sigfússonar í lok
janúar. Nefndin á ekki að vera
Evrópustefnunefnd heldur á hún
að fjalla á faglegan hátt um álita-
efni í Evrópumálum, greina
kjarnann frá hisminu.
Við það er miðað að flokkarnir
skipi tvo fulltrúa hver í nefndina,
að því undanskildu að Frjálslyndi
flokkurinn skipi einn. Forsætis-
ráðherra skipar einn án tilnefn-
ingar, sem jafnframt verður for-
maður nefndarinnar. Ekki stendur
til að setja nefndinni tímamörk
eða kveða á um skipunartíma en
þó er miðað við að greint verði
reglulega frá gangi nefndar-
starfsins. ■
DAVÍÐ ODDSSON
Hefur nú skrifað formönnum stjórnmála-
flokkanna bréf, líkt og hann upplýsti í janú-
arlok, og leitar eftir viðhorfum þeirra til
þverpólitískrar Evrópustefnunefndar.
Tíu manna Evrópunefnd forsætisráðherra á teikniborðinu:
Greini kjarnann frá hisminu
BUGUÐ FJÖLSKYLDA
Fjöldi manns á um sárt að binda eftir að stjúpfeðgarnir John Muhammad og Lee Malvo myrtu og særðu vegfarendur á götum
Washington-borgar og nágrennis síðasta haust.
Sár reiði og fyrir-
gefning fórnarlamba
Líf margra tóku stakkaskiptum í kjölfar árása bandarísku leyniskyttn-
anna á síðasta ári. Fórnarlömb og aðstandendur hafa þurft að laga sig
að gjörbreyttum aðstæðum.