Fréttablaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 12. febrúar 2003 Það hefur aldrei verið hagstæðara að ferðast en núna í sumar, því Heimsferðir lækka verðið til vinsælasta áfangastaðar Íslend- inga í sólinni og bjóða nú vikulegt flug til Costa del Sol á betra verði en nokkru sinni fyrr. Þeir, sem bóka fyrir 15. mars, geta tryggt sér allt að 32.000 afslátt fyrir fjölskylduna í valdar brott- farir, eða kr. 8.000 á manninn. Á Costa del Sol bjóðum við þér vinsælustu gististaðina á ströndinni, spennandi kynnisferðir í fríinu og þjónustu reyndra fararstjóra Heimsferða til að tryggja þér ánægjulega dvöl í fríinu. Þeir fyrstu tryggja sér lægsta verðið og bestu gististaðina Verðlækkun til Costa del Sol og að auki 32.000*kr. afsláttur af ferðinni Vinsælasti áfangastaður Íslendinga í sólinni Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 45.762 M.v hjón með 2 börn, 2–11 ára, 25. júní í 2 vikur, El Pinar, með 8.000 kr. afslætti. * Verð kr. 49.950 M.v. 2 í stúdíói, Santa Clara, 25. júní, vikuferð, með 8.000 kr. afslætti. * Við lækkum verðið Verð kr. 36.962 M.v. hjón með 2 börn, 21. maí í viku, Santa Clara, m. 8.000 kr. afslætti * Aldrei meiri afsláttur 8.000 kr. afsláttur fyrir maninn af ferðum í eftirtaldar brottfarir: 21. maí • 11. júní • 25. júní 11. júlí • 23. júlí 27. ágúst • 3. sept • 10. sept. Gildir af fyrstu 300 sætunum ef bókað er fyrir 15. mars. *32.000 kr. afsláttur, m.v. hámark 4 í bókun. Þeir fyrstu tryggja sér lægsta verðið og bestu gististaðina Óhapp í bruggverk- smiðju: Tekíla hellt- ist niður BANDARÍKIN,_AP Yfir 5000 lítrar af tekíla láku niður í holræsakerfi Louisville í Kentucky þegar starfsmaður bruggverksmiðju reyndi að hella því í yfirfullan geymslutank. Rennsli áfengisins var tæpir 400 lítrar á mínútu og áður en yfir lauk höfðu að minnsta kosti 5500 lítrar lekið niður í frá- rennsliskerfi verksmiðjunnar. Kalla þurfti til slökkvilið vegna þess hve tekíla er eldfimur vökvi en styrkleiki þess er um 40%. Vatn var notað til þess að þynna áfengið og eyða þannig eld- hættu. ■ SKIPULAGSMÁL Kostnaður borgar- innar við uppkaup húsa á Mýrar- götusvæðinu vegna breikkunar Mýrargötu yrði um 2 til 3 millj- arðar króna, að sögn Magnúsar E r l i n g s s o n a r , f r a m k v æ m d a - stjóra eignarhalds- félags um Mýrar- götu 26. Eignarhaldsfé- lagið hefur sótt um að fá að breyta hraðfrystistöðinni í íbúðarhúsnæði með 43 íbúðum. Samkvæmt teikningum sem gerð- ar hafa verið verða íbúðirnar mjög opnar og með fjögurra til sex metra lofthæð. Í samtali við Steinunni Valdísi Óskarsdóttur í Fréttablaðinu á föstudaginn kom fram að enn væri óljóst hvort hraðfrystistöðin og slippfélagshúsið yrðu rifin. Magnús segir að hugmyndir um niðurrif séu byggðar á mjög óraunhæfum hugmyndum um breikkun Mýrargötu. „Við höfum séð lausnir sem gera þessi uppkaup ónauðsyn- leg,“ segir Magnús. „Það fer ekki þannig orð af borginni að hún sé mikið að kaupa upp eignir til þess að greiða fyrir umferðarmann- virkjum. Miklabrautin er gott dæmi um það. Við höfum líka óskað eftir viðræðum við borgina um uppkaup en þeim hefur verið hafnað.“ Magnús segir að í september hafi verið samþykktar vinnustof- ur í húsinu, en umsókn um sam- þykki fyrir íbúðum hafi legið inni hjá byggingarfulltrúa síðan í haust. Svæðið sé hins vegar enn skilgreint sem hafnarsvæði og það hafi tafið afgreiðslu málsins. Hann segir að félagið hafi fyrir- hugað að hefja framkvæmdir síð- astliðið haust og því hafi þessar tafir reynst kostnaðarsamar. Dýrt sé að láta 7.800 fermetra fasteign standa ónotaða og hafa enga arðsemi af henni. Skipulagsvinna vegna upp- byggingar á Mýrargötusvæðinu hefst á þessu ári, en í aðalskipu- lagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir allt að 200 íbúðum á svæðinu. Samkvæmt Steinunni Valdísi á uppbygging á svæðinu að geta hafist innan fimm ára. Magnús segist hins vegar vonast til þess að framkvæmdir við Mýrargötu 26 geti hafist fyrr og helst á næstu mánuðum. Það sé ekki nauðsynlegt að tengja þær við heildarskipulag svæðisins. Borgarráð hefur stofnað sér- stakan stýrihóp sem á að undirbúa skipulagsvinnuna og hafa yfirum- sjón með henni. Skipulagssvæðið nær frá fyrirhuguðu tónlistar- og ráðstefnuhúsi við Faxagarð og vestur að Granda. Magnús segist vonast eftir því að eiga gott sam- starf við stýrihópinn. trausti@frettabladid.is FÍKNIEFNI Héraðsdómur Reykjavík- ur framlengdi að kröfu lögreglunn- ar í Reykjavík gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem grunað- ir eru um innflutning fíkniefna. Um er að ræða Þjóðverja á sex- tugsaldri og þrítugan Íslending. Þjóðverjinn reyndi 7. nóvember síðastliðinn að smygla til landsins níu hundruð grömmum af geysi- sterku amfetamíni og um hálfu kílói af hassi. Maðurinn flaug hing- að frá Frankfurt og þóttist vera blaðamaður. Hann gaf sig á tal við tollverði meðan hann beið eftir farangri sínum. Við tollaeftirlit fundust fíkniefni á manninum sem hann hafði falið á sér innanklæða við beltisstað. Hann var handtek- inn og í framhaldinu voru tveir Ís- lendingar um þrítugt handteknir grunaðir um að eiga aðild að mál- inu. Íslendingarnir eru, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, tvíbur- ar sem báðir hafa áður komið við sögu lögreglu. Stutt er síðan annar tvíburabróðirinn hlaut reynslu- lausn eftir að hafa verið dæmdur í fangelsi í fjögur ár vegna aðildar sinnar að stóra fíkniefnamálinu. Sá sami hefur frá 1990 hlotið átta refsidóma fyrir þjófnað, skjala- fals, fíkniefnabrot og fleiri brot. ■ HRAÐFRYSTISTÖÐINNI BREYTT Í ÍBÚÐARHÚSNÆÐI Hugmyndir eru um að breyta gömlu hraðfrystistöðinni á Mýrargötu 26 í íbúðarhúsnæði með 43 íbúðum. Gluggar verða stækkaðir og nýir settir á þak hússins til að hleypa inn birtu. Hugmyndin er að setja hlaupabraut ofan á þak hússins og jafnvel heitan pott. Uppkaup húsa kosta milljarða Framkvæmdastjóri eignarhaldsfélags um Mýrargötu 26 segir það kosta borgina 2 til 3 milljarða að kaupa upp hús við götuna. Óraunhæfur kostur. Vill breyta hraðfrystistöðinni í íbúðir á þessu ári. „Við höfum séð lausnir sem gera þessi uppkaup ónauðsynleg. HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Mennirnir hafa setið inni frá því í byrjun nóvember. Á föstudag framlengdi Héraðs- dómur enn gæsluvarðhald yfir þeim. Þjóðverji og Íslendingur: Gæsluvarðhald framlengt Gjöld felld niður: Sanngjarn styrkur ALÞINGI „Að því er best verður séð væri hægt að líta á niðurfellingu lendingargjaldanna sem byggða- styrk og væri hún því í fullu sam- ræmi við þær reglur sem settar eru varðandi byggðastyrki á Evr- ópska efnahagssvæðinu,“ segir í greinargerð með tillögu þing- manna Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Lagt er til að samgönguráð- herra geri áætlun um niðurfell- ingu lendingargjalda á Akureyrar- flugvelli og Egilsstaðaflugvelli til næstu fimm ára. Lendingargjöldin verði felld niður hjá þeim flugfé- lögum sem hyggja á reglubundið flug frá þessum flugvöllum til út- landa. Flutningsmenn benda á að gerðar hafi verið tilraunir til þess að auka samgöngur við útlönd frá þessum flugvöllum í allnokkur ár. Það sé hins vegar samdóma álit allra sem að þeim tilraunum hafi komið að einhvers konar stuðning- ur þurfi að koma til. ■ ÁRNI STEINAR JÓHANNSSON Fyrsti flutningsmaður tillögu um tíma- bundna niðurfellingu lendingargjalda fyrir millilandaflug frá Akureyri og Egilsstöðum. 11

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.