Fréttablaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 1
STRÍÐSÁTÖK Bandaríski herinn á Keflavíkurflugvelli var settur í aukna viðbragðsstöðu í fyrradag vegna væntanlegrar innrásar í Írak: „Viðbúnaði var lyft á varnar- svæðinu en það mun ekki hafa nein áhrif í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar,“ segir Jóhann R. Benedikts- son, sýslumaður á Keflavíkurflug- velli. „Hærra viðbúnaðarstig gild- ir aðeins innan girðingar varnar- liðsins og birtist helst í nákvæm- ari leit í hliðum vallarins,“ segir hann. Auknar öryggiskröfur á Kefla- víkurflugvelli vegna stríðsundir- búnings Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra kallar á aukið starf íslenskra lögreglumanna á staðnum: „Við þurfum að bæta í en það er allt innan þess ramma sem við ráðum við,“ segir sýslu- maðurinn. Ríkislögreglustjórinn í Reykjavík hefur enn ekki fengið nein boð frá utanríkisráðuneyt- inu um hert eftirlit í einni eða annarri mynd vegna yfirvofandi stríðsátaka eða hermdarverka þeim tengdum. Í Bandaríkjunum hefur borgurum verið tilkynnt að næstefsta viðvörunarstig al- mannavarna hafi tekið gildi vegna rökstudds gruns um hermdarverk sem vænta megi um miðjan þennan mánuð. Að- gerðirnar á Keflavíkurflugvelli eru hluti af þeim viðbúnaði öll- um. ■ TÓNLEIKAR Flytja nýtt verk eftir Atla Heimi bls. 14 Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Miðvikudagurinn 12. febrúar 2003 Tónlist 14 Leikhús 14 Myndlist 14 Bíó 16 Íþróttir 12 Sjónvarp 18 KVÖLDIÐ Í KVÖLD NÁMSKEIÐ Á stórmarkaði trúar- bragðanna nefnist námskeið um kristna trú og nýjar trúarhreyfing- ar sem hefst í kvöld á vegum Leik- mannaskóla þjóðkirkjunnar. Séra Þórhallur Heimisson hefur umsjón með námskeiðinu. Kennt er í Aðal- byggingu Háskóla Íslands. Á stórmarkaði trúarbragðanna STJÓRNMÁL Alþjóðakjarnorkuráðið ræðir um stöðuna í Norður-Kóreu á fundi í dag. Norður-Kórea rædd FUNDUR Þörf á endurskoðun reglna um ráðherraábyrgð verður rædd á málstofu í stofu 101 í Lögbergi í Háskóla Íslands í dag. Málshefj- endur verða Róbert R. Spanó, að- stoðarmaður umboðsmanns Alþing- is, og Bryndís Hlöðversdóttir al- þingismaður. Málstofan er opin öll- um. Ráðherraábyrgð rædd AFMÆLI Röskva, samtök félags- hyggjufólks við Háskóla Íslands, er fimmtán ára í dag. Í tilefni dagsins ætla frambjóðendur Röskvu fyrr og nú að hittast á efri hæð Sólons Íslandus í Bankastræti klukkan 21.00 og eru Röskvuvinir boðnir velkomnir. Röskva fimmtán ára AFMÆLI Listir og bankamál MIÐVIKUDAGUR 36. tölublað – 3. árgangur bls. 16 Útsala afsláttur 70% allt a› Girnilegar tilboðskörfur Smáralind - Glæsibæ FATAHÖNNUN Íslensk innrás í Barcelona bls. 22 ATVINNA Ríkisstjórnin hefur ákveð- ið að setja 6,3 milljarða króna í ýmsar framkvæmdir á næstu 18 mánuðum til að sporna gegn auknu atvinnuleysi í landinu og þeim slaka sem kominn er í efna- hagslífið. Davíð Oddsson forsætisráð- herra segir að atvinnuleysi hafi aukist örlítið meira en ríkisstjórn- in hafi búist við. Þá hafi skýrsla Seðlabanka Íslands sýnt að slak- inn í atvinnulífinu sé meiri en spáð hafi verið. Hann segir að Al- þýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins hafi óskað eftir því við ríkisstjórnina að gripið yrði til einhverra aðgerða til að sporna gegn þessari þróun. Davíð segir að vegna þessa hafi ríkisstjórnin samþykkt á fundi sínum í gærmorgun að veita 4,6 milljörðum í vegaframkvæmdir til að stuðla að eflingu atvinnu- tækifæra fram til þess tíma er áhrifa af stóriðjuframkvæmdum fer að gæta til fulls. Einnig hafi verið samþykkt að hrinda í fram- kvæmd áætlun um menningarhús og auka fé til atvinnuþróunar. Alls verður 1,7 milljörðum veitt í þess- ar framkvæmdir. Auk þess að leggja út í nýjar framkvæmdir hefur ríkisstjórnin ákveðið að flýta ýmsum vega- framkvæmdum sem þegar hefur verið ákveðið að leggja út í. Þessi ákvörðun ríkisstjórnar- innar á sér engin fordæmi í Ís- landssögunni. Að vísu hefur áður verið ákveðið að auka fram- kvæmdir til þess að bregðast við atvinnuleysi og slaka í efnahagslíf- inu, en aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til þess og nú. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að þessi ákvörðun ríkis- stjórnarinnar komi til með að skapa hundruð starfa. Þetta sé ekki varanleg efnahagsleg aðgerð en falli mjög vel að því tímabili sem fram undan sé því meginþungi stóriðjuframkvæmdanna verði ekki fyrr en árin 2005 til 2007. Til þess að fjármagna nýjar vegaframkvæmdir og atvinnuþró- unarátakið hyggst ríkisstjórnin selja bréf ríkisins í Búnaðarbank- anum, Landsbankanum og Ís- lenskum aðalverktökum. Ríkið á enn 2% hlut í Búnaðarbankanum og 9% í Landsbankanum og verða þeir seldir á almennum markaði, en hluturinn í Íslenskum aðal- verktökum verður boðinn út í mars. trausti@frettabladid.is HERT EFTIRLIT Aukin leit í hliðum Keflavíkurflugvallar vegna væntanlegra stríðsátaka. Stríðsundirbúningur teygir sig til Íslands: Viðbúnaður aukinn á Keflavíkurflugvelli Sex milljarðar til eflingar atvinnulífs Alls verður 4,6 milljörðum króna veitt í vegaframkvæmdir á næstu 18 mánuðum til að sporna gegn auknu atvinnuleysi. Milljarður verður settur í byggingu menningarhúsa og 700 milljónir í atvinnuþróunarátak. Aðgerðin á sér engin fordæmi í Íslandssögunni. ÁFANGI bls. 21 Kominn heim í frelsið ÓSKARINN Chicago með flestar tilnefningar bls. 22 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2002 29% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á miðviku- dögum? 55% 81% RÍKISSTJÓRNIN BREGST VIÐ AUKNU ATVINNULEYSI Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eiga að brúa bilið fram að stóriðjuframkvæmdunum sem leggjast á af fullum þunga árið 2005. REYKJAVÍK Suðaustanátt átt 5-10 m/s og skýjað. Hiti 0 til 6 stig. VEÐRIÐ Í DAG VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 5-10 Úrkomulítið 4 Akureyri 15-20 Léttskýjað 4 Egilsstaðir 15-20 Bjartviðri 5 Vestmannaeyjar 10-15 Skýjað 3➜ ➜ ➜ ➜ + + + + FJÁRÚTLÁT RÍKISINS Vegagerð: Milljónir Höfuðborgarsvæðið 1.000 Norðausturland 1.000 Vestfirðir 1.000 Suðurstrandavegur 500 Almannaskarð 500 Hellisheiði 200 Gjábakkaleið 200 Þverárfjallsvegur 200 Samtals 4.600 Aðrar framkvæmdir: Atvinnuþróunarátak Byggðastofnunar 700 Menningarhús á Akureyri og í Vestmannaeyjum 1.000 Samtals 1.700 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.