Fréttablaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 13
FÓTBOLTI Stjórn enska 1. deildar
liðsins Ipswich Town, sem Her-
mann Hreiðarsson leikur með,
hefur óskað eftir nauðasamning-
um til að bjarga félaginu frá gjald-
þroti. Félagið hefur átt í miklum
fjárhagsörðugleikum eftir að það
féll úr úrvalsdeildinni í fyrra.
Liðið varð af 15 milljónum
punda þegar það féll niður um
deild. Margir þættir spila þar inn
í, svo sem gjaldþrot ITV Digital
sjónvarpsstöðvarinnar og að ekki
hefur tekist að selja leikmenn.
Hermann var til að mynda orðað-
ur við ýmis lið fyrir yfirstandandi
leiktíð. Hann neitaði hins vegar að
fara. ■
13MIÐVIKUDAGUR 12. febrúar 2003
ÍÞRÓTTIR Í DAG
15.00 Stöð 2
Spænsku mörkin
18.00 Sýn
Sportið með Olís
18.30 Sýn
Western World Soccer Show
19.45 Sýn
Landsleikur í knattspyrnu
(England - Ástralía)
19.30 Digranes
SS-bikar karla handbolti
(HK-Fram)
19.30 Valsheimili
SS-bikar karla handbolti
(Valur-Afturelding)
22.30 Sýn
Sportið með Olís
22.35 Sjónvarpið
Handboltakvöld
Ipswich Town:
Óskar eftir nauða-
samningum
Massimo Moratti, forseti Int-er Milan, segist enn hafa
áhuga á að kaupa velska mið-
vallarleikmanninn Ryan Giggs
frá Manchester United. Moratti
segist þó óttast að kaupa leik-
manninn í kjölfar frétta af fjár-
hagsvandræðum ítalskra liða.
Ítalskir fjölmiðlar hafa ítrekað
flutt fréttir af hugsanlegum
kaupum á Giggs á síðustu mán-
uðum.
FÓTBOLTIJimmy Floyd Hasselbaink:
Vill ljúka ferlinum hjá Chelsea
FÓTBOLTI Hollendingurinn Jimmy
Floyd Hasselbaink hefur lýst því
yfir að hann vilji ljúka knatt-
spyrnuferli sínum hjá Chelsea.
Hasselbaink hefur ítrekað verið
orðaður við Barcelona á Spáni á
þessari leiktíð. Þrátt fyrir það
segist hann vilja vera áfram í her-
búðum Lundúnaliðsins.
„Þrátt fyrir að félagið sé langt
í burtu frá heimaslóðum mínum
líður mér eins og heima. Maður
getur alltaf leitað að einhverju
betra en kannski er ekkert betra
annars staðar,“ sagði Hassel-
baink.
Framherjinn snjalli sér fram á
góðar stundir hjá Chelsea enda
eru talsverðar líkur á því að liðið
spili í Meistaradeild Evrópu á
næstu leiktíð. Chelsea er sem
stendur í fjórða sæti ensku úr-
valsdeildarinnar, en fjögur lið
komast í Meistaradeildina.
„Ég hef komið mér vel fyrir
hjá Chelsea og það er ekkert
nauðsynlegt fyrir mig að fara í
stærra eða betra félag. Chelsea er
nálægt hjarta mínu og hér er ég
hamingjusamur,“ sagði Hassel-
baink. ■
HASSELBAINK
Jimmy Floyd Hasselbaink er ánægður hjá
Chelsea og hefur hug á að enda ferilinn
hjá Lundúnaliðinu.
HERMANN
Hermann Hreiðarsson var orðaður við
ýmis lið fyrir yfirstandandi leiktíð.
Kylfingurinn Sergio Garcia:
Ætlar sér tvöfaldan
sigur á leiktíðinni
GOLF Spænski kylfingurinn Sergio
Garcia ætlar sér stóra hluti á kom-
andi leiktíð og hefur sett sér það
markmið að verða efstur á stiga-
lista bæði bandarísku og evrópsku
mótaraðarinnar í golfi.
Garcia, sem er einungis 23 ára
gamall, sigraði á fyrsta mótinu á
bandarísku mótaröðinni á síðasta
ári en lauk hins vegar keppni í 12.
sæti. Hann stóð sig ívið betur á
evrópsku mótaröðinni. Þar bar
hann sigur úr býtum á Opna
spænska meistaramótinu auk þess
sem hann varð þriðji á Johnnie
Walker-mótinu. Lauk hann keppni
sjötti á peningalistanum.
„Ég vil vinna bæði bandarísku
og evrópsku mótaröðina á þessu
ári,“ sagði Garcia skömmu áður en
hann hóf keppni að nýju á Johnnie
Walker-mótinu. „Það verður erfitt
en ég vil bara ná eins langt og ég
get. Mín markmið eru þau sömu
og alltaf. Ég vil halda stöðugleik-
anum eins og undanfarin tvö til
þrjú ár og reyna að vinna. Takist
mér það á ég gott ár fram undan.“
Einn helsti andstæðingur
Garcia, Tiger Woods, keppir á
sínu fyrsta móti í San Diego í
næstu viku. Hann þurfti að af-
boða komu sína á fyrstu fimm
mót leiktíðarinnar vegna hnéað-
gerðar sem hann þurfi að gang-
ast undir. ■
GARCIA
Sergio Garcia ætlar sér stóra hluti á komandi leiktíð.