Fréttablaðið - 14.02.2003, Side 9

Fréttablaðið - 14.02.2003, Side 9
10 14. febrúar 2003 FÖSTUDAGURSVONA ERUM VIÐ FLUGLEIÐIR Halda óbreyttri áætlun til London. Óbreytt áætlun Flugleiða: Farþegar óttast ekki Heathrow STRÍÐSÁTÖK „Það eru engar breyt- ingar á áætlunarflugi okkar til London. Starfsemi okkar á Heath- row-flugvelli er með eðlilegum hætti þrátt fyrir viðbúnað breskra yfirvalda,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða. „Þó verðum við varir við að fólk hringi hingað og spyrji hvort í lagi sé að fljúga til London,“ segir hann. Sem kunnugt er af fréttum er breski herinn með mikinn viðbún- að á Heathrow-flugvelli af ótta við yfirvofandi hermdarverkaárás. Telja yfirvöld sig hafa rökstuddan grun um að hermdarverkamen reyni að skjóta niður flugvél í lendingu eða flugtaki á vellinum. Hafa breskar sjónvarpsstöðvar sýnt tölvumyndir af því hvernig slíkt gæti átt sér stað. Öll starf- semi á flugvellinum fer fram í skjóli brynvarðra skriðdreka og herfylkja með alvæpni. Flugleiðir fljúga tvisvar á dag til London flesta daga vikunnar. ■ OPIÐ HÚS Hagstofan var með opið hús síðastliðinn laugardag vegna flutnings stofnunarinnar í nýtt húsnæði í Borgartúni 21a: „Það kom slangur af fólki. Ég giska á svona 300 manns,“ segir Hallgrímur Snorrason hagstofu- stjóri. „Við keppum ekki við jeppasýningar í þessum efnum,“ bætir hann við. Hagstofan hefur opnað nýjan vef sem er margfalt aðgengilegri en sá eldri, sem tekinn var í notk- un árið 1996. Hagstofustjóri seg- ir þann vef hafa verið barn síns tíma og sá nýi sé margfalt að- gengilegri og þar megi á auðveld- an hátt finna flest það sem feng- ist er við á Hagstofunni: „Þá höfum við sett á stofn nýja könnunardeild sem sér um allar spurningakannanir okkar. Nú ætlum við okkur til dæmis að vera með vinnumarkaðskannanir okkar sífellt í gangi og birta nið- urstöður ársfjórðungslega,“ seg- ir hagstofustjóri en vefslóð Hag- stofunnar er hagstofa.is. ■ Í nýju húsi með nýjan vef: 300 heimsóttu Hagstofuna HAGSTOFAN Miklar breytingar í nýju húsi. Ég tel þessa refsinguvera of þunga miðað við efni brotsins. Það eru ekki margir dómar til að bera þetta saman við. Refsing er matskennd. Þessi refsing er þyngri heldur en ég átti von á. Það sem ég hefði talið rétt í þessu máli fyndist öðrum eflaust alveg jafn vitlaust. Sumum finnst hafragrautur vera góður en öðrum finnst hann vera vondur. Ég get bent á að ef menn ætla að skipta dómi í skilorðsbundinn og óskil- orðsbundinn hluta, sem ég tel reyndar vera mjög slæmt því blandaðir dóm- ar eru vondir, þá má óskil- orðsbundni hlutinn ekki vera nema þrír mánuðir. Það er hins vegar ekki mitt að dæma - það er mitt að verja.“ ■ Mér finnst þetta harð-ur dómur. Ég er ekki sammála þeim sem segja að mikil fjölmiðlaumfjöll- un eigi ekki að hafa áhrif á ákvörðun refsingar. Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að taka tillit til þess þegar jafn mikið er fjallað um mál og í þessu tilviki. Ég var hissa á að Hæstiréttur skyldi hækka refsinguna jafn mikið og raun bar vitni. Það kemur á móti að úr því að héraðs- dómur komst að þessari niðurstöðu og Hæstiréttur sakfelldi fyrir fleiri ákæruatriði geta sumir metið það þannig að það hafi þurft að þyngja refs- inguna. Ég tel að það hafi verið alveg ástæðulaust. Það hefði komið vel til álita að skilorðsbinda að minnsta kosti hluta refs- ingarinnar.“ ■ Mér finnst dómurinnþungur. Allt er þetta innan ramma en það sem truflar mig er þessi heim- ild í lögum að leggja allt að helming við refsingu þeirra sem brjóta af sér í opinberu starfi. Þá fæ ég ekki alveg skilið hvers vegna ekki var hægt að skilorðsbinda dóminn að hluta. Þetta skýrir Hæstiréttur ekki með einu orði heldur læt- ur einfaldlega nægja að ekki séu tilefni til skil- orðsbindingar. Venja í slíkum málum er að horfa til fjárhæðarinnar sem um er að tefla og til þess hvað menn hafa greitt til baka, en það virðist Árni einmitt hafa gert. Þá er líka horft til sakaferils - sem er enginn í tilfelli Árna. Ég átti von á að refs- ingin yrði þannig að Árni fengi átján mánaða fang- elsisdóm en að fimmtán mánuðir yrðu skilorðs- bundnir.“ ■ Refsiákvörðun í þessumáli, eins og öllum öðrum, er hvorki rétt né röng. Þetta er matskennd ákvörðun sem engin leið er að sanna af eða á. Þegar litið er á for- sendur Hæstaréttar og þær flokkaðar, annars vegar í þau atriði sem telj- ast ákærða til málbóta og hins vegar honum í óhag, er tæpast hægt að lesa annað út úr þeim en að ákæruliðirnir fjórir (sem Hæstiréttur bætti við, innsk. blm.) og viðbótar- fjárhæðin - sirka 1,4 millj- ónir - standi fyrir þyng- ingu refsingar um níu mánuði. Ef svo er, sem sýnist, er ég ósáttur við þá niðurstöðu. Þar sem það er aðal- regla að Hæstiréttur breyti ekki refsiákvörðun héraðsdóms, nema sér- staklega standi á, mátti ætlast til þess í máli Árna Johnsen að breytingin væri rökstudd og nánar væri skýrt hvers vegna Hæstiréttur þyngdi refs- inguna.“ ■ Ég taldi að ef beita ættiákvæðinu (um helm- ings álag á refsingu þess sem brýtur af sér í opin- beru starfi, innsk. blm.) væri það einvörðungu um mann sem gegndi opin- berri stöðu sem hefði slíka sérstöðu að hún ætti sér enga hliðstæðu í einkageiranum. Árni hefði til dæmis getað verið formaður byggingarnefndar hjá ein- hverjum samtökum þar sem hann hafði í raun og veru nákvæmlega sömu heimildir til þess að skuld- binda þau samtök. Þá hefði hann ekki verið op- inber starfsmaður og við ákvörðun refsingar ekki verið tekið tillit til þess til þyngingar. Hæstiréttur minnist ekki á þessa málsástæðu einu einasta orði; hvort þetta standist ákvæði (jafnræðisreglu, innsk. blm.) stjórnarskrárinnar. Það finnst mér verulegur galli á dómnum.“ ■ Lögmenn og stjórnmálamenn margir ósammála almenningi: Of þungur dómur yfir Árna Johnsen DÓMSTÓLAR Þó stærstur hluti almennings telji dóm Hæstaréttar Íslands yfir Árna Johnsen vera hæfilegan eru margir meðal löglærðra manna og stjórnmálamanna sem telja Árna hafa fengið of harða refs- ingu. Hæstiréttur sakfelldi Árna fyrir 22 ákæruliði af 27 og bætti níu mánuðum við fimmtán mánaða dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Útkoman varð því tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi. Fréttablaðið ræddi við tvo hæstaréttar- lögmenn og einn lögfræðimenntaðan al- þingismann um dóm Árna. Að auki var hlýtt á fyrirlestur háskólaprófessors um sama efni og í sömu málstofu hjá lagadeild Háskóla Íslands hlustað á sjónarmið verj- anda Árna í Hæstarétti. ■ Kristján Stefánsson hæstaréttarlögmaður: Of þungt miðað við brot Ástæðulaust að þyngja refsinguna Órökstutt að skilorðs- binda ekki Vantar rök fyrir þyngri refsingu Stenst ekki jafnræðis- reglu Lúðvík Bergvinsson alþingimaður: Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður: Jónatan Þórmunds- son lagaprófessor: Björgvin Þorsteins- son, verjandi Árna: KVIÐDÓMUR Ríkisútvarpið: Þingmenn hitta út- varpsmenn ÚTVARP Starfsmannafélag Ríkisút- varpsins hefur boðað þingmenn til fundar við sig í höfuðstöðvum út- varpsins við Efstaleiti næstkom- andi þriðjudag. Ætla útvarpsmenn- irnir þar að krefja þingmennina um skoðun þeirra á hvert Ríkisút- varpið eigi að stefna í framtíðinni: „Við viljum fá að vita um stefnu þeirra í málefnum Ríkisútvarps- ins,“ segir Jón Ásgeir Sigurðsson, formaður starfsmannafélagsins. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við höldum svona fund. Fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar mættu frambjóðendur hér svipaðra er- indagjörða,“ segir hann. ■ FJÓRIR STÚTAR TEKNIR Fjórir ökumenn í Reykjavík voru stöðv- aðir í fyrrinótt grunaðir um ölv- un við akstur. Í ljósi þess að um virkan dag var að ræða segir lög- regla þetta vera óvenju marga stúta. LÖGREGLUFRÉTTIR ÁHYGGJUR VÍSINDAMANNA Félagsvísindamenn lýstu yfir þungum áhyggjum vegna at- vinnuleysis háskólamenntaðra á aðalfundi sínum. Bentu þeir á að gagnlegar tillögur um að flýta verklegum framkvæmdum dugi þeim ekki í bráð. Þá var hug- myndum um rannsóknir á félags- legum áhrifum stóriðju og virk- jana fagnað og hvatt til að þær hefjist sem fyrst. STJÓRNSÝSLAN Á KEFLAVÍKUR- FLUGVELLI Ákvörðun um bygg- ingu stjórnsýsluhúss á Keflavík- urflugvelli verður tekin fljótlega. Málið er á borði ríkisstjórnarinn- ar. Að sögn Víkurfrétta er áætl- aður byggingarkostnaður á bilinu 800 til 1000 milljónir króna. LÖGREGLUFRÉTTIR SKIPTING ÞJÓÐARINNAR Í TRÚFÉLÖG: Þjóðkirkjan 249.456 Fríkirkjur 12.062 Önnur skráð trúfélög 12.239 Óskráð trúfélög 7.740 Utan trúfélaga 6.704 HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.