Fréttablaðið - 14.02.2003, Síða 16

Fréttablaðið - 14.02.2003, Síða 16
17FÖSTUDAGUR 14. febrúar 2003 Handtekin í Bolungarvík: Grunuð um að dreifa fíkniefnum FÍKNIEFNI Maður og kona voru handtekin á Bolungarvík eftir að lögreglan réðist til inngöngu í leit að fíkniefnum. Lá fólkið undir grun um að dreifa fíkni- efnum úr íbúðinni, auk þess að neysla færi þar fram. Við leit í íbúðinni fundust nokkur grömm af hassi auk áhalda sem greinilega höfðu verið notuð til neyslu fíkniefna. Skömmu áður en húsleitin fór fram var annað par handtekið í Hnífsdal á leið til Ísafjarðar. Við leit í bílnum fundust áhöld til fíkniefnaneyslu. Barn var í bílnum og var því komið til vandamanna. Parið viðurkenndi að hafa fengið keypt tvö grömm af hassi úr fyrrgreindi íbúð. Fólkinu öllu sem að málinu kom hefur verið sleppt úr haldi lögreglu og telst málið að mestu upplýst. ■ LONDON, AP Þegar Mary Martin var tveggja ára gömul flutti hún ásamt foreldrum sínum frá Bandaríkjun- um til Bretlands. Þar hafði hún búið í 54 ár og eignast fjögur börn þegar henni var tilkynnt að hún hefði ekki dvalarleyfi og var fyrir- skipað að snúa aftur heim, til Bandaríkjanna. „Ég hef ekkert að sækja til Bandaríkjanna,“ sagði Mary í við- tali við BBC. „Ég veit ekkert um Bandaríkin. Ég vil ekkert vita um Bandaríkin. Þau eru ekki heima- land mitt, þetta er landið mitt. Ég hef aldrei farið út fyrir Suffolk.“ Segja má að vandræði Mary Martin hafi hafist fyrir tveimur árum þegar móðir hennar lést. Þá komst hún að því að hún væri bandarískur ríkisborgari en ekki breskur. Þegar hún sótti um bresk- an ríkisborgararétt var henni sagt að hún hefði ekki sýnt fram á bú- setu í landinu síðustu 14 ár þrátt fyrir að hún hafi framvísað skatt- framtölum og afsali að íbúð sinni. Það var ekki fyrr en þingmaður gerði málið opinbert að bresk yfir- völd ákváðu að veita Mary lands- vistarleyfi og ákváðu að rannsaka hvernig á því stæði að opinberir starfsmenn hefðu ætlað að gera hana brottræka. ■ Strangar reglur um búsetu í Bretlandi: Rekin úr landi eftir 54 ára búsetu STJÓRNMÁL Sérframboð Kristjáns Pálssonar alþingismanns í Suður- kjördæmi þyrfti að fá um 2000 at- kvæði ætti þingmaðurinn að gera sér vonir um að ná kjöri. Sam- svarar það um tíunda hluta allra atkvæða í kjördæminu: „Það er töluvert,“ segir Kristján sem bíð- ur þess nú að miðstjórn Sjálfstæð- isflokksins komi saman og taki af- stöðu til óskar hans um að fá að bjóða fram DD-lista í nafni flokksins. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins er æðsta valdastofnun flokksins á milli landsfunda og fundar að öllu jöfnu nokkrum sinnum á ári. Að sögn Ágústar Ragnarssonar, skrifstofustjóra Sjálfstæðis- flokksins, hefur ekki enn verið ákveðið hvenær miðstjórnin verði kölluð saman til að fjalla um er- indi Kristjáns. Formaður mið- stjórnarinnar er Davíð Oddsson forsætisráðherra en hann aftekur með öllu að heimilað verði að bjóða fram í kjördæminu undir listabókstafnum DD og gildi það reyndar um öll önnur kjördæmi. ■ Sérframboð: Kristján þarf 2000 atkvæði KRISTJÁN PÁLSSON Hann þarf um tvö þúsund atkvæð til að ná þingsæti fari hann í sérframboð. SAGT AÐ YFIRGEFA LANDIÐ Breskir embættismenn vildu reka Mary Martin úr landi og sögðu hana ekki geta sýnt fram á að hafa búið í Bretlandi síðustu 14 árin.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.