Fréttablaðið - 14.02.2003, Síða 21

Fréttablaðið - 14.02.2003, Síða 21
4 - margvísleg starfsemi í bílskúrum Ekki bara bílskúr Á leið út úr skúrnum Margir tónlistarmenn hafa byrjað sinn feril í bílskúrshljómsveit. Ein slík hljómsveit er rokksveitin Lok- brá sem stofnuð var fyrir tæpum tveimur árum af þeim Óskari, Baldvini, Oddi Inga og Trausta. Hljómsveitin leikur frumsamið efni og segjast strákarnir bráðlega koma út úr skúrnum og fyrir sjónir áhorfenda þegar hljómsveita- keppnin Músíktilraunir verður haldin. Þessa stundina er Lokbrá milli bílskúra. Strákarnir hlæja og segja slíkt ekki óalgengt hjá bíl- skúrshljómsveitum. Oft líði ekki nema þrír mánuðir þangað til ein- hver nágranninn fái sig fullsaddan og biðji þá vinsamlegast að fara eitthvert annað. Strákarnir segja ákveðna stemningu ríkja í bílskúr- um sem ekki náist í stærra æf- ingahúsnæði. Þeir vilja því hvergi annars staðar vera. Stutt að fara í mat Fyrirtækið AB-skilti er í eigu Reynis Sveinssonar. Hann segir fyrirtækið þess eðlis að honum sé kleift að hafa það í bílskúrnum heima hjá sér í Garðabæ. Um sé að ræða alls konar skilti, hvort sem er límstaf- ir, logó eða merkingar. Þessa stundina sé hann í auknum mæli að einbeita sér að minni skiltum og nefnir dyraskilti, skilti á póstkassa og á krossa. Auk þess að nýta bílskúrinn undir fyrirtækið notar hann aðstöðuna til að sinna uppáhaldstómstundaiðju sinni, sem er tréútskurður. Reynir segir það forréttindi að þurfa ekki að fara út í hina miklu umferð til að komast til og frá vinnu. Þá sé stutt að fara heim til eiginkon- unnar í hádegismat. Hægt að mæta á sloppnum Sigríður Sara Sigurðardóttir rek- ur Hársnyrtistofuna Söru í bíl- skúrnum heima hjá sér í Mururima í Grafarvogi. Stofuna opnaði hún í október í fyrra. Áður hafði hún rek- ið hárgreiðslustofu á Loftleiðum í tólf ár. Ástæðan fyrir þessari breyt- ingu segir Sara vera heimilisað- stæður en hún og eiginmaður hennar eiga orðið þrjú börn. Mikil þægindi hljótist af því að vinna svona nálægt heimilinu. Stofan sé opin eftir hádegi fram á kvöld og um helgar eftir samkomulagi. Íbúar í hverfinu sækja mikið til Söru. Einn þeirra lét hafa eftir sér að nánast væri hægt að mæta til hennar í náttsloppnum, slík væru þægindin samfara því að hafa stofuna í hverfinu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.