Fréttablaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 31
FUNDIR 12.00 Þóra Björk Hjartardóttir mál- fræðingur flytur fyrirlestur sem hún nefnir Orð á hreyfingu - Orð og orðanotkun tengd samkyn- hneigð. Fyrirlesturinn er í röð há- degisfyrirlestra Samtakanna ‘78 í tilefni af aldarfjórðungsafmæli þeirra. Hann verður haldinn í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands. 16.30 Málþing í tilefni V-dagsins haldið í hátíðarsal Háskóla Íslands. Elín Hirst, Sverrir Björnsson, Sæunn Kjartansdóttir, Erpur Eyvindar- son, Hildur Fjóla Antonsdóttir og Jón Þór Ólason flytja erindi sem tengjast kynferðisbrotum og viðbrögðum við þeim. Að loknum erindum verða pallborðsumræð- ur. 19.00 Patricia Howard heldur fyrirlestur sem hún kallar Heilun sam- bandsins við sjálf okkur og aðra í Farfuglaheimilinu, Sundlauga- vegi 34, Reykjavík. Aðgangseyrir 1.000 kr. Patricia er heilari og leiðbeinandi frá Barbara Brennan School of Healing. Fyrirlesturinn er á ensku. 20.00 Vestur-íslensk menningarhá- tíð verður haldin í húsakynnum MÍR að Vatnsstíg 10 í dag og á morgun. Í kvöld fjalla Viðar Hreinsson, Jónas Þór og Hólmfríður Tómasdóttir um Stephan G. Stephansson. Í bíósal verða sýndar sex stuttmyndir, allt frá Iceland on the Prairies frá 1941 til Tales From Gimli Hospital eftir Guy Maddin frá 1988. 20.30 Síðasta ljóðakvöld Erlings Sig- urðarsonar verður haldið á Sig- urhæðum á Akureyri í tilefni þess að hann lætur af forstöðu Húss skáldsins: Sigurhæða - Dav- íðshúss. Erlingur spjallar um nokkur öndvegisskáld okkar og flytur uppáhaldsljóð sín með sín- um hætti. OPNANIR 16.00 Anna Líndal sýnir þrjú verk í nýju sýningarrými í kjallara Listasafns Íslands. Þar býður safnið lista- mönnum af yngri kynslóðinni að sýna verk sín og hefur þessi vett- vangur fegnið nafnið Sjónarhorn. Eitt verka Önnu er sérstaklega unnið inn í þetta rými. Hin verkin eru innsetning frá 1999-2000 og videoverk frá árinu 2002. 16.00 Sverrir Páll opnar sýningu á ljós- myndum í Gallerí Gersemi, sem er fyrir ofan kaffihúsið Bláu könn- una í göngugötunni á Akureyri. LEIKSÝNINGAR 20.00 Baráttudagskrá í tilefni V-dags- ins á Nýja sviði Borgarleikhússins. Leikkonurnar Charlotta Böving, Halldóra Geirharðsdóttir, Krist- björg Kjeld, María Ellingsen og Sóley Elíasdóttir flytja brot úr Píkusögum. Gjörningaklúbburinn og Íslenski dansflokkurinn leggja sýningunni lið ásamt þjóðþekkt- um einstaklingum. 20.00 Allir á Svið eftir Michael Frayn frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleik- hússins. 20.00 Rakstur eftir Ólaf Jóhann Ólafs- son á Litla sviði Þjóðleikhússins. 20.00 Veislan eftir Thomas Vinterberg og Mogens Rukov á Smíðaverk- stæði Þjóðleikhússins. 20.00 Söngleikurinn Sól og Máni eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlfsson á Stóra sviði Borg- arleikhússins. 20.00 Rómeó og Júlía eftir William Shakespeare í þýðingu Hallgríms Helgasonar á Litla sviði Borgar- leikhússins. 20.00 Nemendur Verslunarskóla Ís- lands sýna söngleikinn Made in USA eftir Jón Gnarr í Loftkastal- anum. 20.00 Nemendaleikhúsið sýnir Tattú eftir Sigurð Pálsson í Smiðjunni. 21.00 Beyglur með öllu í Iðnó. 21.00 Einleikurinn Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur í NASA við Austur- völl. SKEMMTANIR 20.00 Rosalegt uppistand verður á Sportkaffi. Gestir verða Írinn Dav- id O’Doherty og Nýsjálendingur- inn Rhys Darby. Báðir eru að gera það reglulega gott á uppi- standsenunni í Bretlandi og eru atvinnumenn í faginu. 21.00 Latneskt kvöld í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18, í tilefni Valent- ínusardags. Borgfirðingahátíð á Broadway. Meðal skemmtiatriða má nefna Samkór Mýra- manna, Systrakvartettinn, Atriði úr leikrit- inu Þrek og tár, Bjartmar Hannesson grínista, Freyjukórinn, Kirkjukór Borgar- neskirkju og Atriði úr Taktu lagið Lóa. Hljómsveitin Stuðbandalagið leikur síð- an á ekta sveitaballi Leí Sing skemmtir á litla sviðinu í Broa- dway. Þór Bæring og Júlli Útvarpsséní halda uppi partýstemningu á Vídalín. Hljómsveitin 3-some leikur tónlist fyrir alla á Celtic Cross. Andri sér um stuðið á efri hæðinni á 22. Land og synir á Players í Kópavogi. Ensími, Brain Police og Solid I.V. rokka á Grandrokk í kvöld. „Valíum“, þeir óborganlegu Hjörtur og Halli, skemmta á Ara í Ögri, Ingólfs- stræti 3. Diskódúettinn Þú og ég, skipaður þeim Helgu Möller og Jóhanni Helgasyni, stíg- ur á stokk á Kringlukránni upp úr mið- nætti. Hljómsveit hússins, Cadillac, hitar upp. SÝNINGAR Landssamband hugvitsmanna sýnir í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg í Garðabæ ýmislegt af því sem Íslending- ar hafa fundið upp og komið á markað hérlendis og erlendis Íslendinga. Haukur Helgason, áhugaljósmyndari í 50 ár, opnar ljósmyndasýningu á nokkrum mynda sinna frá síldveiðum áranna 1953-57 á veitingahúsinu Kæn- unni við Hafnarfjarðarhöfn. Að teikna hugarheima nefnist sýning á frönskum og belgískum teiknimynd- um frá upphafi til samtímans, sem nú stendur yfir í listasafni Kópavogs, Gerð- arsafni. Ósk Vilhjálmsdóttir opnaði um síðustu helgi hugmyndasmiðjuna Eitthvað ann- að í Gallerí Hlemmi. Hugmyndasmiðjan er opinn vettvangur fyrir alla sem vilja ræða og rannsaka möguleika lífsins í landinu. Sett hefur verið upp örvandi starfsumhverfi fyrir hugarflugið. Í Ásmundarsal við Freyjugötu stendur nú yfir alþjóðlega samsýningin then ...hluti 5. Þar sýna þeir Birgir Snæbjörn Birgisson, Miles Henderson Smith, Andrew Child, Gísli Bergmann, Tom Merry og Stefan Bottenberg. Sýningunni lýkur 16. febrúar. Elísabet Ýr Sigurðardóttir sýnir olíu- málverk á striga í Blómaverkstæði Betu, Reykjavíkurvegi 60, Hafnarfirði, frá 6. febrúar til 6. mars 2003. Tilfinningar heitir myndlistarsýning Freygerðar Dönu Kristjánsdóttur á Te og Kaffi, Laugavegi 27, Reykjavík. Sýningin stendur út febrúarmánuð. 20 14. febrúar 2003 FÖSTUDAGUR FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR hvað? hvar? hvenær? Eitthvað annað Hvers konar þjóðfélag viljum við? Hvers konar framtíð? Hvers konar lýðræði? Í Gallerí Hlemmi hefur verið sett upp hugmyndasmiðja um spurningar af þessu tagi, þar sem gest- um og gangandi er frjálst að koma með eigin hugmyndir. MYNDLIST Hvort skyldi standa listalífinu á Íslandi meira fyrir þrifum, skortur á styrkjum eða skortur á skilningi? Ósk Vil- hjálmsdóttir myndlistarmaður segist ekki í vafa um að skiln- ingsskorturinn sé mun skeinu- hættari. Hún vill koma af stað umræðum um málið. „Það ríkir menntamannahat- ur á Íslandi, fyrirlitning á fólki sem fæst við skapandi störf, hvort sem það heitir myndlist, ritstörf eða eitthvað annað. Það er litið á þetta sem aumingja- skap,“ segir Ósk. Um síðustu helgi opnaði hún hugmyndasmiðjuna „Eitthvað annað“ í Gallerí Hlemmi, þar sem sett hefur verið upp „örvandi starfsumhverfi fyrir hugarflug- ið.“ Stóru vinnuborði hefur verið komið fyrir í miðju galleríinu, á veggjunum eru töflur eins og í skóla og við hendina eru bækur, myndbönd og fleira hráefni í um- ræðuna. „Það er hreint óþolandi að um- ræðan hér á landi snýst alltaf um hagvöxt og peninga. Ég finn það mjög sterkt hjá fólki í kringum mig að það er komið með ógeð á þessu. Þessu er stillt upp sem ein- hverju lögmáli sem fólk er alls ekkert sammála um að sé lög- mál.“ Ósk segist vilja nýta sér frels- ið sem gallerí bjóða upp á til þess að gera eitthvað annað en að hengja bara myndir upp á veggi. „Maður getur gert alls konar hluti í galleríum sem ekki er hægt að gera í öðru opinberu rými. Ég vil hafa hér opið hús fyrir alla, ekki bara myndlistar- menn, og leyfa fólki að rasa bara út. Við eigum svo mikið af and- legri orku hér á landi. Það þarf að virkja hana. Listamenn hafa til dæmis oft verið andófsafl og maður þarf ekkert endilega að skammast sín fyrir það.“ Á hinn bóginn segir hún lista- menn eiga erfitt með að standa utan við samfélagið hér á landi og horfa á það gagnrýnum augum. „Það er einfaldlega ekki boðið upp á það hér. Fólk lifir í þessu neyslu- gredduþjóðfélagi þar sem allir þurfa að velta ofboðslega miklu bara til þess að geta verið til. Þannig að við erum bæði einangr- uð innan þessa neysluþjóðfélags en tökum samt fullan þátt í því.“ Áhrifin af þessu ástandi á listalífið blasa við. „Maður hef- ur það á tilfinningunni að þótt heimsstyrjöld væri í gangi þá hefði það engin áhrif á sköpun- ina. Fólk væri bara með sinn óð til hvunndagsins eða í einhverj- um minimalisma. Listin er svo gersamlega einangrað fyrir- bæri hér.“ gudsteinn@frettabladid.is ÓSK VILHJÁLMSDÓTTIR Í HUGMYNDASMIÐJU SINNI VIÐ HLEMM Hún stefnir að því að gefa afraksturinn af hugmyndasmiðjunni út á bók. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.