Fréttablaðið - 10.03.2003, Page 1

Fréttablaðið - 10.03.2003, Page 1
STJÓRNMÁL Risið gegn Blair bls. 6 Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Mánudagurinn 10. mars 2003 Tónlist 21 Leikhús 21 Myndlist 21 Bíó 22 Íþróttir 18 Sjónvarp 24 KVÖLDIÐ Í KVÖLD FRÆÐSLA Eining-Iðja, Svæðisvinnu- miðlun Norðurlands eystra, Félag verslunar- og skrifstofufólks og fræðslufulltrúi kirkjunnar á Akur- eyri halda fræðslu- og umræðufund um atvinnumissi í dag kl. 16.00. Fundurinn verður haldinn á Græna hattinum á Akureyri. Fræðslufundur um atvinnuleysi Alpaklúbburinn sýnir fjallamyndir KVIKMYNDIR Banff-fjallamyndahátíð Íslenska Alpaklúbbsins hefst í kvöld í Smárabíói. Þar verða sýndar átján fjallamyndir af ýmsum gerðum, bæði í kvöld og annað kvöld. Á Banff-fjallamyndahátíðinni gefst þeim sem hafa áhuga á fjalla- mennsku og sporti kostur á að sjá myndir um ísklifur, klettaklifur, mixað klifur, kajaka og snjóflóð, svo eitthvað sé nefnt. Forsala aðgöngu- miða er hafin í Nanoq í Kringlunni og í 66˚ Norður á Lækjargötu. DOKTORSVÖRN Chen Hupiping ver doktorsritgerð sína við læknadeild Háskóla Íslands í dag kl. 16.00. Rit- gerðin fjallar um galla í erfðaefni brjósta- og magakrabbameina. Andmælandi verður doktor Stefan Imreh frá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Athöfnin fer fram í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og eru allir velkomnir með- an húsrúm leyfir. Gallar í erfðaefni KAPPAKSTUR Coulthard fagnar sigri MÁNUDAGUR 58. tölublað – 3. árgangur bls. 22 TÓNLIST Aftur til fortíðar bls. 18 REYKJAVÍK Norðaustan 10-15 m/s og skýjað en úrkomu- lítið. Frost 0-5 stig. VEÐRIÐ Í DAG ➜ ➜ ➜ ➜ - - - - UMFERÐARÓHAPP Sextán bíla árekstur varð í Smiðjulaut á Hell- isheiði um miðjan dag í gær. Ekki urðu alvarleg slys á fólki en nokkrir voru fluttir á sjúkrahús. Aldrei áður hafa jafn margir bílar lent í árekstri hér á landi. Áreksturinn varð með þeim hætti að einn bílanna stoppaði vegna þess hve skyggnið var slæmt. Við það lenti annar bíll aft- an á honum og svo koll af kolli. Einn bílanna er lögreglubíll frá lögreglunni á Selfossi sem var úti í vegarkanti með blikkandi ljós. Lögreglan segir ljóst að ekki hafi verið ekið eftir aðstæðum. Það sýna skemmdir á bílunum, en flytja þurfti sex þeirra á brott með kranabílum. Ekki var leyfð umferð um heiðina í nokkrar klukkustundir meðan lögreglan rannsakaði vett- vang. ■ HELLISHEIÐI LOKUÐ Lögreglan lokaði umferð um heiðina meðan rannsókn fór fram á vettvangi. Hellisheiði lokuð í margar klukkustundir: Sextán bíla árekstur KÖNNUN „Út af fyrir sig hef ég haft ágæta tilfinningu fyrir ástandinu hvað sem skoðanakönnunum líður. Ég treysti svo sem ekkert síður á mitt stóra nef en þessar sveiflóttu mælingar. Það er alltaf ánægjulegt að sjá þróunina vera í rétta átt,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, en flokk- urinn mælist með 13,5 prósenta fylgi, sem er það mesta sem hann hefur fengið í vikulegum skoðana- könnunum Fréttablaðsins. Framsókn missir mikið fylgi, var með 12,5 prósent fyrir viku en er nú með 9,7 prósent. „Mér finnst þetta nú í lægri kantinum,“ segir Siv Friðleifsdóttir, ritari Fram- sóknarflokksins. Siv sagði að væntanlega verði sveiflur fram og til baka fram að endasprettin- um. Frjálslyndi flokkurinn bætir við sig, er með 4,7 prósent nú en var með 2,3 prósent í síðustu viku. „Við fögnum því náttúrlega ef við bætum við okkur fylgi,“ segir Guðjón A. Kristjánsson, nýkjör- inn formaður Frjálslynda flokks- ins. Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn þó litlu muni á henni og Sjálfstæðisflokki. Samfylking- in mælist með 36,2 prósent og Sjálfstæðisflokkur með 35,2 pró- sent. Fyrir viku var Samfylking með 37,9 prósent og Sjálfstæðis- flokkur var með 35,2 prósent. Stjórnarflokkarnir fá samkvæmt könnuninni 30 þingmenn, Sjálf- stæðisflokkur 24 og Framsókn sex. Samfylking fengi 24 þing- menn og Vinstri grænir níu. „Samkvæmt þessu er stjórnin kolfallin. Það er athyglisvert mið- að við þá ófrægingarherferð sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur stað- ið fyrir gagnvart Samfylkingunni að Sjálfstæðisflokkurinn gerir ekki annað en að tapa fylgi á því,“ segir Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingar. „Fylgið sveiflast mikið milli Vinstri grænna og Framsóknar. Hins vegar er Sjálfstæðisflokkur- inn nokkuð stöðugur. Hann er með 38 plús/mínus tvö til þrjú prósent og hefur verið það mjög lengi. Þetta er reyndar í neðri mörkun- um á því. Samfylkingin virðist hafa tekið frá Vinstri grænum og Framsókn. Nú er bara spurningin hvað gerist á næstu tveimur mán- uðum fram að kosningum, þegar kosningabaráttan byrjar fyrir al- vöru,“ segir Pétur Blöndal, þing- maður Sjálfstæðisflokks. Sjá einnig bls. 4 HJÖRTUR MAGNI JÓHANNSSON Segir hróplegt ójafnræði vera milli þjóð- kirkjunnar og minni trúfélaga. Fríkirkjuprestur: Trúfélögum mismunað TRÚFÉLÖG Séra Hjörtur Magni Jó- hannsson Fríkirkjuprestur segir mikið ójafnræði vera milli þjóð- kirkjunnar og annarra trúfélaga í landinu. Hann segir Fríkirkjuliða þurfa að verja mannréttindi sín gegn þjóðkirkjunni, sem grafi undan smærri trúfélögum. Í predikun sinni í gærmorgun gagnrýndi séra Hjörtur bréfa- sendingu Jóns Helga Þórarinsson- ar, formanns Prestafélags Ís- lands, til félagsmanna, þar sem þeir eru hvattir til að leitast við að skrá þá sem fermast í þjóðkirkj- unni, en eru utan hennar, í þjóð- kirkjuna. Í bréfi Jóns Helga segir að þannig verði börn þessara fermingarbarna í framtíðinni meðlimir í þjóðkirkjunni, og líkir Jón Helgi þróuninni við „...snjó- bolta sem er fljótur að hlaða utan á sig.“ Þess ber að geta að samkvæmt lögum um stöðu, stjórn og starfs- hætti þjóðkirkjunnar byggir fjöl- di presta á launum frá ríkinu á fjölda safnaðarmeðlima í kirkj- unni. Í sunnudagsprédikun sinni sagði séra Hjörtur ástæðurnar fyrir baráttukveðjunum til þjóð- kirkjupresta undarlegar, þar sem ekki væri verið að útbreiða boð- skap Krists, heldur væri hvatinn að fá fleiri stöðugildi frá ríkinu og meiri peninga en önnur trúfélög. Það kostar hvert fermingarbarn átta þúsund krónur að fermast í þjóðkirkjunni, en Fríkirkjan inn- heimtir ekki slík gjöld. Jón Helgi Þórarinsson kveðst ekki hafa skrifað bréfið til félags- manna sinna sem formaður Prestafélagsins. „Þetta var óform- legt bréf í spjalli milli félags- manna. Þar ræða prestar allt milli himins og jarðar, meðal annars Íraksmálið.“ Hann segir það eðli- legt að prestar upplýsi fólk um stöðu þeirra gagnvart trúfélögum, þar sem mörgum sé ekki kunnugt um að börn þeirra séu sjálfkrafa skráð í trúfélag móður. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M VG og Frjálslyndir bæta við sig fylgi Bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking fá minna fylgi nú en fyrir viku. Ríkisstjórnin missir þingmeirihluta. „Það er alltaf ánægjulegt að sjá þróunina vera í rétta átt.“ NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002. Fr é tt a b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2002 29% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuð- borgarsvæðinu á mánudögum? 73% VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 15-23 Él 5 Akureyri 8-13 Él 5 Egilsstaðir 8-13 Él 4 Vestmannaeyjar 8-13 Snjókoma 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.