Fréttablaðið - 10.03.2003, Síða 2

Fréttablaðið - 10.03.2003, Síða 2
2 10. mars 2003 MÁNUDAGUR Sigurður Þ. Ragnarsson er víðþekktur veðurfræð- ingur úr Hafnarfirðinum. Hann hefur meðal annars starfað sem veðurfréttamaður hjá Stöð 2 og Sjón- varpinu og kennt veðurfræði við Háskóla Íslands. „Við erum búin að upplifa svo mildan vetur að það eru engar líkur á öðru en að vorið sé komið, þó að veturinn minni á sig einn og einn dag. Svo er páskahretið eftir, og þá kveðjum við veturinn formlega.“ SPURNING DAGSINS Sigurður Þ., er vetur eða vor? ÍRAKSDEILAN HÚSFYLLI Í VETRARGARÐINUM Fimmtíu til sextíu þúsund manns sóttu Brúðkaupssýninguna Já. Mikill áhugi fyrir giftingum: Sextíu þúsund á sýningu SÝNING Brúðkaupssýningin Já var haldin í Vetrargarðinum í Smára- lind um helgina. Fimmtíu til sex- tíu þúsund manns sóttu sýninguna þetta árið, sem eru um tíu þúsund fleiri en í fyrra. Elín María Björnsdóttir, formælandi sýning- arinnar, sagði í viðtali við Frétta- blaðið að bæði gestir og aðstand- endur sýningarinnar væru skýj- um ofar með sýninguna, allt hefði gengið upp. Dagskráin var sam- felld þar sem ýmsar uppákomur svo sem tónlistaratriði og tísku- sýningar voru á boðstólum. Áhugi fyrir brúðkaupum virðist alltaf vera fyrir hendi og líklegast verð- ur þessi sýning gerð að árvissum viðburði. ■ Davíð varar við vinstristjórn Forsætisráðherra varar við vinstristjórn og segir landsmenn geta set- ið uppi með eina slíka eftir næstu kosningar. Síðasta vinstristjórn lagði grunninn að stöðugleika í efnahagslífinu, segja formenn Sam- fylkingar og Vinstri grænna. STJÓRNMÁL Ógöngur í efnahagsmál- um hafa fylgt vinstristjórnum, sagði Davíð Oddsson, forsætisráð- herra og formaður Sjálfstæðis- flokksins, þegar hann ávarpaði Sjálfstæðismenn á fundi í Valhöll. Hann varaði við því að þó skoðana- kannanir sýndu að einungis tvö pró- sent landsmanna vildu fá vinstri- stjórn gæti svo farið að landsmenn sætu uppi með slíka stjórn. Davíð rifjaði upp að engin vinstristjórn hefði nokkurn tímann setið allt kjörtímabilið. Hann sagði ástæðuna ljósa. „Það er ekki nokkur leið að koma í gegnum þriggja flokka vinstristjórn neinum aðgerð- um sem geta lagfært það sem þeir hafa komið í koll á þremur árum.“ Davíð kvaðst ekki trúa því að síð- asta vinstristjórn, sem komst til valda 1988, hefði ætlað sér það í upphafi að stuðla að kaupmáttar- hruni almennings og stórauknum skuldum ríkissjóðs. „Ég trúi því ekki að þeir hafi ætlað sér það. En þannig fór.“ „Þetta er hefðbundinn hægri áróður þar sem er heldur reynt að einfalda söguna,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. Hann segir þessa sögu- skýringu Davíðs ranga. Sérstaklega sé hún ósanngjörn gagnvart síðustu vinstristjórn. „Sú stjórn tók við haustið 1988 þegar ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins gafst upp,“ segir Steingrímur og bætir við að sú vinstristjórn hafi komið hjólum atvinnulífsins af stað og unnið grunnvinnuna sem skilaði sér í lægri verðbólgu. Þar hafi sam- komulag ríkis, verkalýðsfélaga og vinnuveitenda skilað miklum og já- kvæðum árangri. „Forsætisráðherra á bersýnilega erfitt með að leggja saman tölur þessa dagana,“ segir Össur Skarp- héðinsson, formaður Samfylkingar, og bendir á að 45% vilji Samfylk- inguna í stjórn samkvæmt þeirri könnun sem Davíð vísar til. „Það er sömuleiðis ljóst að hann kann ekki sögu síðustu áratuga. Það var ein- mitt ríkisstjórn jafnaðarmanna og framsóknarmanna sem náði niður verðbólgunni um 1990 sem þá hafði grafið um sig undir forystu Sjálf- stæðisflokksins árin á undan. Sú ríkisstjórn, sem var að meginhluta samsett úr þeim flokkum sem nú mynda Samfylkinguna, lagði grunn- inn að stöðugleikanum. Sjálfstæðis- flokkurinn kom þar hvergi nærri.“ brynjolfur@frettabladid.is Skoðanakönnun um Lundúnafundinn: 41 prósent telja Davíð segja satt KÖNNUN Svarendur í skoðana- könnun Fréttablaðsins voru spurðir hvort þeir telji að Davíð Oddsson hafi greint satt og rétt frá fundi hans með Hreini Lofts- syni fyrir þrettán mánuðum. 40,8 prósent telja hann hafa greint satt og rétt frá, 33 prósent telja hann ekki hafa greint satt og rétt frá og 25,5 prósent eru óákveðin. Kjósendur Sjálfstæðisflokks trúa Davíð meir og betur en stuðningsmenn annarra flokka. 78 prósent þeirra telja hann hafa sagt satt og rétt frá, átta prósent taka ekki afstöðu og 13,9 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins trúa ráðherranum ekki. Kjósend- ur Samfylkingarinnar eru tor- tryggnastir, en aðeins 17,3 pró- sent þeirra telja Davíð hafa skýrt satt og rétt frá. 36,2 pró- sent þeirra trúa honum ekki á meðan 46,5 prósent eru óákveð- in. Kjósendur Framsóknar- flokksins koma næstir kjósend- um Sjálfstæðisflokks hvað varð- ar trú á túlkun Davíðs af Lund- únafundinum. 41,2 prósent þeir- ra telja Davíð hafa sagt satt og rétt frá, jafn margir þeirra telja þessu þveröfugt farið og 17,6 prósent eru óákveðin. Jafn marg- ir kjósendur Vinstri grænna telja Davíð hafa sagt satt og rétt frá og telja hann ekki hafa gert það. 31,9 prósent segja hann hafa sagt satt og jafn margir að hann hafi ekki gert það. Svör þeirra sem hyggjast kjósa Frjálslynda flokkinn skiptast þannig að 29,4 prósent telja ráðherrann segja satt og rétt frá, 52,9 prósent eru óákveðin og 17,6 prósent telja hann ekki hafa greint satt og rétt frá. Meðal þeirra sem ekki nefna neinn flokk eru 31,3 prósent þeirrar skoðunar að ráðherrann hafi sagt satt og rétt frá, 22,9 prósent eru óákveðin og 45,8 pró- sent trúa honum ekki. Að venju voru 600 kjósendur spurðir. ■ ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Jafnaðarmenn komu vitinu fyrir Sjálfstæð- ismenn í Evrópumálinu. EES-samningurinn er undirstaða góðærisins. DAVÍÐ ODDSSON Kjósendur eru ekki á eitt sáttir um hvort hann hafi sagt satt og rétt frá fundi hans og Hreins Loftssonar í Lundúnum í janúar 2002. DAVÍÐ ODDSSON Vinstristjórnir hafa leitt til kaupmáttarhruns almennings og skuldasöfnunar ríkissjóðs. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Söguskýringar Davíðs einföldun og rangar. Síðasta vinstristjórn þurfti að leysa vanda sem hægristjórn stakk af frá. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M POWELL BJARTSÝNN Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist í sjón- varpsviðtali við NBC bjart- sýnn á að níu eða tíu ríki myndu sam- þykkja álykt- un Bandaríkj- anna og Bret- lands. „Við sjáum þá til hvort einhver vill beita neitun- arvaldi.“ Bandarískir og breskir erindrekar eru sagðir reyna að einangra Frakka, sem eru harð- astir í afstöðu sinni gegn stríði af ríkjunum sem geta beitt neit- unarvaldi. Atkvæði um ályktun- ina verða greidd í vikunni, hugsanlega á morgun. VILJA LEIÐTOGAFUND Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, hefur tekið undir beiðni Jacques Chirac Frakk- landsfor- seta um að leiðtogar þeirra ríkja sem eiga sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna komi saman til fundar um Íraksdeiluna. Davíð Oddsson: Kannast ekki við afsögn í Lundúnum STJÓRNMÁL Þegar Hreinn Loftsson sagði af sér sem formaður einka- væðinganefndar sendi hann frá sér tilkynningu þar sem hann segist hafa greint Davíð Oddssyni frá ákvörðun sinni á fundi tveimur dögum fyrr, en það var á hinum margumrædda Lundúnafundi. Dav- íð hefur síðar sagt að afsögn Hreins hafi ekki borið á góma í Lundúnum. Í tilkynningu Hreins segir: „Ég undirritaður hef í dag sagt af mér formennsku í framkvæmdanefnd um einkavæðingu. Á fundi sem ég átti með Davíð Oddssyni forsætis- ráðherra sl. laugardag greindi ég honum frá þessari ákvörðun minni og forsendum hennar. Auk for- mennsku í nefndinni hef ég jafn- framt starfað undanfarin ár sem s t j ó r n a r f o r - maður Baugs hf. Í utandag- skrárumræð- um á Alþingi í sl. viku deildi forsætisráð- herra hart á fyrirtækið og s t j ó r n e n d u r þess og hafa þau ummæli orðið til þess að ég tel mér í raun ókleift að sinna for- mennsku í nefndinni. Því hef ég tekið framangreinda ákvörðun.“ Þetta er sent frá Hreini 28. janúar 2002. Forsætisráðuneytið sendir frá sér aðra tilkynningu um sama mál 1. febrúar 2002 og gerir engar at- hugasemdir við skýringar Hreins. Í Kastljósi fyrir réttri viku segir Davíð Oddsson þegar hann er spurður hvort Lundúnafundurinn hafi einungis verið til að ræða stöðu Baugs: „Hann óskaði eftir að fá að koma og hitta mig. Nú er reyndar sagt að hann hafi gert það til að segja af sér sem formaður einka- væðinganefndar. Hann tilkynnti mér það ekki.“ ■ DAVÍÐ ODDSSON Orð hans nú stangast á við það sem kom fram í fréttatilkynn- ingu í janúar í fyrra. BJÖRGUNARSTARF ÞRIGGJA MANNA LEITAÐ Fjöl- mennt lið björgunarsveitarmanna var á Langjökli við leit að þrem- ur vélsleðamönnum þegar blaðið fór í prentun. Einn mannanna hafði grafið sig í fönn. Ekki var vitað af ferðum hinna mannanna. Tveir félagar þeirra náðu til byggða. Harður árekstur: Þrír á slysadeild SLYS Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að fólksbíll og sjö sæta leigu- bíll lentu í árekstri á Reykjanes- braut vestan Vogaafleggjara í gærkvöldi. Einn hinna slösuðu var meðvitundarlaus og alvarlega slasaður. Tvísýnt þótti um afdrif hans. Engar upplýsingar var að fá á slysadeild Landspítalans um líð- an hans áður en blaðið fór í prent- un. Hinir tveir slösuðust minna. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.