Fréttablaðið - 10.03.2003, Qupperneq 6
6 10. mars 2003 MÁNUDAGURVEISTU SVARIÐ?
Svörin eru á bls. 30
1.
2.
3.
Kennarar og starfsmenn í
skóla í einu sveitarfélagi
landsins hafa kvartað yfir há-
vaða af heræfingum orrustu-
þotna undanfarið. Hvar er
þetta?
Hver er No Name-andlitið
árið 2003?
Davíð Oddsson opnaði sýn-
ingu á laugardaginn á mynd-
listarverkum sem hann var
beðinn um að velja til sýning-
ar. Í hvaða galleríi er þetta?
HÁSKÓLANÁM „Það var mjög fín að-
sókn,“ segir Guðrún Jónsdóttir
Backmann, kynningarfulltrúi Há-
skóla Íslands, aðspurð um mæt-
ingu á hinn árlega Háskóladag,
sem er kynning á háskólanámi í
Íslandi og var haldinn í gær. Guð-
rún segir að ekki færri en 2.000
manns hafi látið sjá sig og mjög
líklega fleiri.
Níu skólar á háskólastigi
kynntu námsframboð sitt í bygg-
ingum á háskólasvæðinu. Það vek-
ur athygli að mun fleiri komu á
kynninguna en nemur þeim fjölda
sem mun útskrifast úr framhalds-
skólum í vor. Að sögn Guðrúnar
bendir allt til þess að um 40% af
gestunum hafi verið fólk annars
staðar frá, úr atvinnulífinu. Það
stemmir við tölur sem Háskóli Ís-
lands hefur fyrirliggjandi um
samsetningu nemendaflórunnar á
síðastliðnum árum. Um 40% af
nýjum nemendum hafa fimm ára
gamalt stúdentspróf eða eldra. ■
Annasöm helgi
á Egilsstöðum:
Fíkniefni
fundust
LÖGREGLAN Fjölmennt var í bænum
og mikið að gera hjá lögreglunni
um helgina að sögn Davíðs Auð-
bergssonar, aðstoðarvarðstjóra
lögreglunnar á Egilsstöðum. Um
eittleytið aðfaranótt sunnudags
var ungur maður handtekinn og
fundust á honum þrjú grömm af
hassi og þrjú af marijúana.
Gekkst hann við efnunum og
sagði þau til eigin neyslu. Gisti
hann fangageymslur lögreglunnar
en var látinn laus eftir skýrslutöku
morguninn eftir og málið sent í
rannsókn. Hefur maðurinn komið
ítrekað við sögu lögreglu. ■
BEATRIX HOLLANDSDROTTNING
Systurdóttir hennar, Margarete, segir hana
eiga í vandræðum með áfengi. Hér tekur
Beatrix á móti Carlo Azeglio Ciampi, for-
seta Ítalíu, í Haag, en hann var í opinberri
heimsókn í Hollandi í liðinni viku.
Holland:
Drottningin
sögð alkóhólisti
HOLLAND Systurdóttir Beatrix
Hollandsdrottningar hefur lýst
því yfir í fjölmiðlum að drottning-
in sé alkóhólisti. Yfirlýsingin hef-
ur vakið mikla umræðu þar í
landi, en hún var fyrst um sinn
ekki tekin alvarlega og vísað á
bug af konungshöllinni. Síðan
hafa fleiri stigið fram á sjónar-
sviðið og staðfest ummmæli syst-
urdótturinnar. Hún heitir Marga-
rita og er dóttir Irene, systur Be-
atrix. Litlir kærleikar hafa verið á
milli Irene og Beatrix, en Irene
var svipt öllum titlum og útskúfað
úr konungsfjölskyldunni árið
1964 þegar hún gekk að eiga aust-
urrískan prins og tók upp kaþ-
ólska trú. ■
LONDON, AP Afstaðan til Íraksdeil-
unnar hefur reynst Tony Blair,
forsætisráðherra Bretlands, erfið-
asta málið frá því hann komst til
valda í maí 1997. Um 150 til 200
þingmenn Verkamannaflokksins
eru sagðir reiðubúnir að rísa upp
gegn Blair og greiða atkvæði gegn
stjórnarstefnu ef hann ákveður að
styðja innrás í Írak án samþykkis
öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
Fjöldi lágt settra ráðherra hefur
einnig hótað afsögn sinni af sömu
sökum. Í því samhengi hefur verið
nefnt að allt að 30 lágt settir ráð-
herrar muni segja af sér fari Bret-
land í stríð í trássi við vilja Sam-
einuðu þjóðanna.
Andstaða við stjórnarstefnu
Blair hefur aldrei verið meiri.
Þegar 122 þingmenn Verkamanna-
flokksins risu gegn valdi Blairs í
síðasta mánuði og greiddu at-
kvæði gegn stefnu hans í Íraks-
deilunni var það stærsta uppreisn-
in í flokknum í tæpra sex ára
valdatíð hans. Síðan þá virðist
andstaðan innan flokksins hafa
aukist. Að auki hefur fylgi Verka-
mannaflokksins farið minnkandi
samkvæmt skoðanakönnunum
sem birtar hafa verið að undan-
förnu.
Meðan á þessu stendur reynir
Blair að ná einhverri málamiðlun
á vettvangi Sameinuðu þjóðanna
sem heimilar innrás. Litlar líkur
virðast þó vera á því að það takist
enda skilur himinn og haf afstöðu
Bretlands og Bandaríkjanna ann-
ars vegar og Frakka, Þjóðverja,
Rússa og Kínverja hins vegar.
Samkvæmt breskum stjórn-
sýslulögum þarf forsætisráðherra
ekki að leita heimildar þingsins
áður en hann beitir hernum.
Stjórnin hefur þó lofað því að her-
menn fái að greiða atkvæði um
hernaðaraðgerðir. Óvíst er þó
hvort það verði áður eða eftir að
til þeirra kemur. Talsmenn stjórn-
arinnar segja að betra geti verið
að greiða atkvæði um beitingu
hersins eftir að aðgerðir eru hafn-
ar til að stofna öryggi hermanna
ekki í hættu. ■
GERHARD SCHRÖDER
Einn helsti stuðningsmaður Jafnaðar-
manna, ver.di verkalýðshreyfingin, mót-
mælir frumvarpi kanslarans harkalega.
Mótmælt í Berlín:
Deilt um
opnunartíma
BERLÍN, AP Talið er að um 20.000
manns hafi komið saman í Berlín
til að mótmæla hugmyndum Ger-
hards Schröders, kanslara Þýska-
lands, um að rýmka reglur um
opnunartíma verslana.
Mótmælin voru haldin í helsta
verslunarhverfi borgarinnar að
undirlagi ver.di, verkalýðsfélags
fólks í þjónustugreinum. Þau eru
andvíg frumvarpi stjórnvalda um
að verslanir megi vera opnar frá
sex að morgni til átta að kvöldi
laugardaga eins og virka daga. Sá
opnunartími er fjórum tímum
lengri en nú er leyfilegt. Bannað
er að hafa opið á sunnudögum. ■
AP
/E
N
R
IC
O
O
LI
VE
R
IO
.
KYNNING Á HÁSKÓLANÁMI
Ríflega 2.000 manns komu á Háskóladag í
gær. Hér kynna eðlisfræðinemar deildina
sína fyrir áhugasömum.
Háskólanám kynnt:
Fjölmenni á
Háskóladegi
VANDAMÁL HVERT SEM LITIÐ ER
Mikið álag hefur verið á Tony Blair undanfarið og þykjast kunnugir sjá þess merki að það
sé farið að hafa áhrif. Blaðamaðurinn Andrew Rawnsley, sem hefur mikil tengsl inn í
Verkamannaflokkinn, skrifar í Observer að þegar Blair hélt ráðstefnu með Bertie Ahern,
forsætisráðherra Írlands, um friðarferlið á Norður-Írlandi hafi hann verið svo þreyttur að
hann hafi ekki verið í takt við umræðurnar.
Risið upp
gegn Blair
Mikillar óánægju gætir í breska Verkamanna-
flokknum með framgöngu Tony Blair í Íraks-
deilunni. Fjöldi undirráðherra hótar afsögn og
á annað hundrað þingmenn flokksins gætu
greitt atkvæði gegn stjórnarstefnu.
M
YN
D
/A
P