Fréttablaðið - 10.03.2003, Síða 8

Fréttablaðið - 10.03.2003, Síða 8
STJÓRNSÝSLA Óhemjumikil óreiða hjá Löggildingarstofu mun líkleg- ast leiða til þess að forstjóra stofnunarinnar verði vikið úr starfi. Ríkisendurskoðun kannaði fjármál og bókhald Löggildingar- stofu fyrir árin 1999 til 2002. Með- al þess sem kom í ljós var að alls kyns tæki og tól voru horfin, greiddar voru áskriftir og afnot af persónulegum tölvutengingum og símum starfsmanna og jafnvel fólks sem ekki vann hjá stofn- uninni. Tölvur voru ekki keyptar hjá því fyrirtæki sem Ríkiskaup höfðu gert rammasamning við. Jeppi var endurnýjaður fyrir for- stjórann í heimildarleysi. Dæmi um hömlulaus tækja- kaup er að keyptir voru 57 farsím- ar fyrir 20 starfsmenn. Þriðjung- ur símanna fannst ekki við eftir- grennslan Ríkisendurskoðunar. Fjölskyldufyrirtæki Margir ættingjar starfsmanna fengu verktakagreiðslur frá Lög- gildingarstofu. Atorkusamastur að þessu leyti var þáverandi skrif- stofustjóri. Eiginkona skrifstofu- stjórans og dóttir, tvær systur og bróðir auk systkinabarns fengu verktakagreiðslur fyrir ýmis störf. Sjálfur fékk skrifstofustjórinn verulega launahækkun á meðan hann var í löngu veikindaleyfi. Forstjórinn ákvað að setja hann í hæsta launaflokk frá og með 1. janúar 2002. Þar með var skrif- stofustjórinn launahæstur allra ríkisstarfsmanna í sínu stéttarfé- lagi: „Þessi ákvörðun er óskiljanleg í ljósi þess að viðkomandi einstak- lingur hefur verið frá vinnu lengi vegna veikinda,“ segir Ríkisend- urskoðun. Starfslokasamningur hefur verið gerður við skrifstofu- stjórann. Laun eins starfsmanns voru hækkuð um 45% þrjú síðustu árin sem hann var í starfi. Þar með voru honum tryggðar verulega hærri lífeyrisgreiðslur en ella. Laun annars starfsmanns voru í fyrra hækkuð langt umfram aðra launaþróun. Samið var við hann um launalækkun eftir að Ríkis- endurskoðun komst á snoðir um málið. Fjórðungur starfsmanna rek- inn Ferðakostnaður Löggildingar- stofu var 11 til 12 milljónir króna á hverju ári. Það þykir Ríkisend- urskoðun hátt í ljósi þess að starfsmenn eru aðeins 20. Bæði skrifstofustjórinn og for- stjórinn höfðu sérstakt greiðslu- kort frá olíufélagi til að kaupa eldsneyti og rekstrarvörur fyrir bíla sem þeir höfðu til umráða. Í ljós kom að út á kortin voru keyptar ýmsar aðrar vörur sem Ríkisendurskoðun telur aðeins geta talist vera persónulega neyslu. Til dæmis var greitt fyrir þvott og bón á bíl sem forstjórinn átti sjálfur. Ríkisendurskoðun telur tækja- kaup Löggildingarstofu hafa ver- ið úr hófi. Á rúmlega tveimur árum hafi stofnunin notað eina milljón króna að meðaltali á hvern hinna 20 starfsmanna. Í þeirri upphæð eru ekki talin með sér- LÖGGILDINGARSTOFA Fjármálin fóru úr böndunum og bókhaldi var ábótavant hjá Löggildingarstofu á árunum 1999 til 2002, segir Ríkisendurskoðun. Iðnað- ar- og viðskiptaráðherra ætlar ekkert að segja um mál forstjóra Löggildingarstofu fyrr en athugasemdir forstjórans berast eftir helgi. Forstjóri riðar til falls vegna óreiðu Ríkisendurskoðun segir mikla óreiðu hjá Löggildingarstofu. Forstjórinn er að missa starfið. Fyrrverandi skrifstofustjóri réði hjörð ættmenna til verktakastarfa og fékk sjálfur óhóflega launahækkun frá forstjóranum. FRÉTTASKÝRING 8 10. mars 2003 MÁNUDAGUR Síldarvinnslan og SR-mjöl sameinast: Síldarvinnslan stækkar SJÁVARÚTVEGUR Síldarvinnslan er orðin stærsta fyrirtæki landsins í veiðum og vinnslu á uppsjávar- fiski eftir að aðalfundur félags- ins samþykkti samruna við SR- mjöl. „Við horfum fram á að þarna verður til öflugt fyrirtæki sem verður miklu stærra og sterkara saman en fyrirtækin voru sitt í hvoru lagi,“ segir Björgólfur Jó- hannsson, forstjóri Síldarvinnsl- unnar. Hann tók við því starfi snemma árs 1999 og gegnir því áfram. Síldarvinnslan hefur stækkað mjög á þeim tíma. 1999 keypti fyrirtækið uppsjávarhluta útgerðarinnar Snæfells sem rann inn í Samherja og ári síðar sam- einaðist fyrirtækið Snæfugli á Reyðarfirði. Áætluð ársvelta fyrirtækisins eftir samrunann er tíu til ellefu milljarðar króna. Fyrirtækið og hlutdeildarfélög þess ráða yfir veiðiheimildum sem nema um 25.000 þorskígildistonnum. Samherji er stærsti einstaki hluthafinn í Síldarvinnslunni eft- ir sameiningu með um það bil fimmtungs hlut. Samherji á einnig helming í Snæfugli, sem á tíu prósenta hlut. Aðrir stærstu hluthafar eru Kaupþing, Sjóvá- Almennar og samvinnufélag út- gerðarmanna í Neskaupstað. ■ SÍLDARVINNSLAN NESKAUPSTAÐ Hlutafé Síldarvinnslunnar verður aukið um nær helming, 528 milljónir króna. Eigendur SR-mjöls fá það sem greiðslu fyrir hlut sinn í því félagi. Heildarhlutafé verður 1,7 milljarð- ar króna. LÖGREGLUFRÉTT Karlmaður á sex- tugsaldri var fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi með höfuðáverka. Atburðurinn átti sér stað rétt fyrir klukkan hálf fimm aðfaranótt sunnudags á Tryggvagötu við Glaumbar. Of snemmt er að segja til um alvar- leika áverkanna en að sögn lög- reglu er maðurinn heldur á bata- vegi. Ekki er alveg ljóst hvernig áverkarnir hlutust en ástæða er til að ætla að þeir hafi komið að völdum ryskinga og beinist rann- sókn málsins að því. Enn sem komið er er enginn grunaður. Lögreglan í Reykjavík óskar eft- ir hugsanlegum vitnum af at- burðinum, ákveðnar frásagnir eru komnar fram þó enn vanti inn í þær og er fólk beðið um að hafa samband við lögregluna hafi það upplýsingar um málið. ■ KEMUR FYRIR BESTU MENN Mér strikaði fótur og datt ofan í strompinn. Ungur Reykvíkingur sat fastur í strompi um hríð eftir að hafa reynt að koma inn til sín þá leið á sunnudagsmorgun. Morgunblaðið, 9. mars 2003. VORU HINIR AÐ GRÍNAST? Í alvöru talað er mikil nauðsyn á að lækka skatta á lágtekjufólk. Sverrir Hermannsson í ræðu á landsþingi Frjálslynda flokksins á föstudaginn. Morg- unblaðið, 8.mars 2003. ÍHUGUNAREFNI Væri ekki einfaldara fyrir Fram- sókn að banna í stjórnarskránni að lög séu brotin? Sverrir Hermannsson í sömu ræðu, um þá tillögu Framsóknarflokksins að sett verði í stjórnarskrána að sjávarauðlindin skuli vera sameign þjóðarinnar. Sverrir bendir á að klausa af því tagi sé þegar í lögum og hafi verið þar um árabil. ORÐRÉTT Lögreglan óskar eftir vitnum: Á sjúkrahús með höfuðáverka FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.