Fréttablaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 9
hæfð mælitæki heldur er um að ræða tölvur, síma og þess háttar. Mörg tækjanna fundust heima hjá starfsmönnum eða fundust einfaldlega alls ekki þegar Rík- isendurskoðun reyndi að rekja slóð þeirra. Eftir að athugun Ríkisendur- skoðunar hófst hefur Löggild- ingarstofa gripið til aðgerða til að bæta ástandið. Starfsmönn- um hefur verið fækkað niður í fimmtán, innra eftirlit er strangara, sagt var upp samn- ingi við einkafyrirtækið Rökver ehf. um tölvueftirlit og lækka á ferðakostnað í 7,7 milljónir króna. Ráðherra vill úrskurðar- nefnd Sérstaklega er vikið að þætti kerfisfræðings sem þáði 300 þúsund krónur á mánuði fyrir veitta þjónustu við Löggilding- arstofu á sama tíma og hann var fastur starfsmaður Iðntækni- stofnunar. Ríkisendurskoðun dró í efa að kerfisfræðingurinn gæti hafa unnið svo mikið fyrir Löggildingarstofu á sama tíma og hann var í fullu starfi hjá annarri ríkisstofnun. Samning- um um þetta tölvueftirlit hefur verið rift. Starfsmaðurinn hefur sagt Fréttablaðinu að hann hafi unnið fyrir Löggildingarstofuna um kvöld og helgar. Til séu skýrslur um hverja einustu vinnustund. Valgerður Sverrisdóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, sagðist í bréfi sínu til forstjór- ans, Gylfa Gauts Péturssonar, telja rétt að víkja honum tíma- bundið úr starfi. Síðan verði skipuð þriggja manna nefnd sem meti mál hans. Um er að ræða sams konar nefnd og úr- skurðaði í máli Guðmundar Magnússonar, sem var sviptur starfi forstöðumanns Þjóðmenn- ingarhúss árið 2001. Gylfi Gautur fékk frest til 28. febrúar til að standa fyrir máli sínu gagnvart iðnaðar- og við- skiptaráðuneytinu. Hann óskaði eftir auknum fresti og var hann veittur til dagsins í dag, mánu- dagsins 10. mars. Valgerður Sverrisdóttir hef- ur sagt að hún tjái sig ekki um málefni Löggildingarstofu fyrr en þau séu til lykta leidd. gar@frettabladid.is VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Iðnaðar- og viðskiptaráðherra vill víkja Gylfa Gauti Péturssyni, forstjóra Löggild- ingarstofu, tímabundið frá störfum og fá rannsóknarnefnd til að meta stöðu hans. Forstjórinn hefur frest til dagsins í dag, mánudags, til að kynna ráðherran- um sjónarmið sín. 9MÁNUDAGUR 10. mars 2003 Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna fær gjöf: Hálf milljón að gjöf GJÖF Alþjóðleg samtök Hard Rock safnara afhentu Styrktar- félagi krabbameinssjúkra barna rúma hálfa milljón króna að gjöf. Samtökin, sem á ensku nefn- ast Pincollectors International Network (PIN), stóðu fyrir upp- boði á minjagripum, frá Hard Rock Cafe vítt og breitt um heiminn, á Hard Rock Cafe í Kringlunni á laugardag. Fyrir fram var ákveðið að allt söfnun- arféð myndi renna óskipt til Styrktarfélags krabbameins- sjúkra barna á Íslandi. Um hundrað PIN-félagar víðs vegar að úr heiminum komu til Íslands til að taka þátt í uppboðinu, sem var öllum opið. Formaður PIN, BigBernd Goebel, afhenti í lok uppboðsins Gunnari Ragnars- syni, framkvæmdastjóra Styrkt- arfélags krabbameinssjúkra barna á Íslandi gjöf að upphæð kr. 531.100. ■ Kofi Annan vill þjóðaratkvæðagreiðslu: Leiðtogar sniðgengnir KÝPUR, AP Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, vill snið- ganga leiðtoga grísku og tyrk- nesku hluta Kýpur og láta úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu ráða úr- slitum um tillögu Sameinuðu þjóð- anna um hvernig megi sameina eyjuna, sem hefur verið skipt í tvennt í nær þrjá áratugi. Bæði Tassos Papadopoulos, leiðtogi Kýpur-Grikkja, og Rauf Denktash, leiðtogi Kýpur-Tyrkja, eru andvígir tillögunum og þykir hvorum sem sinn hluti eyjunnar fái ekki nóg í sinn hlut. Annan fundar með þeim í dag og reynir að fá þá til að samþykkja að úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu ráði úr- slitum. Annan hefur þegar valið 30. mars sem þann dag sem þjóð- aratkvæðagreiðslan eigi að vera. Fyrr í mánuðinum efndu 70.000 Kýpur-Tyrkir til mótmæla gegn Denktash fyrir andstöðu hans við tillögu Annans, það er um þriðj- ungur Tyrkja á eynni. Mótmælin þykja vísbending um að almenn- ingur myndi samþykkja tillöguna. Erfiðara er að meta afstöðu Kýp- ur-Grikkja. ■ STOLTUR SAFNARI PIN-samtökin voru stofnuð árið 1997 og hafa þau staðið fyrir nokkrum uppboðum síðan vítt og breitt um heiminn. Eltingaleikur við lögreglu: Ofsaakstur fyrir austan LÖGREGLAN Lögreglan á Egils- stöðum reyndi að stöðva bifreið sem var á leið út úr bænum um fimmleytið aðfaranótt sunnu- dags. Ökumaður sinnti ekki merkjum lögreglu um að stöðva bifreiðina heldur keyrði út Vallaveg á ofsahraða og hófst þá eftirför lögreglu um tíu kíló- metra leið. Var ökumaðurinn, ungur karl- maður um tvítugt, grunaður um ölvunarakstur og handtekinn. Að lokinni skýrslutöku var hann lát- inn laus en bifreiðinni haldið eft- ir í gæslu lögreglunnar á Egilstöðum. ■ Árekstur í Hafnarfirði: Þrír slasaðir á sjúkrahús LÖGREGLAN Slys varð við nýju göngu- brúna á Hraunholtshæð á Hafnar- fjarðarvegi á laugardagsmorgun. Fólksbíl á norðurleið var ekið yfir á rangan vegarhelming með þeim af- leiðingum að hann lenti framan á bíl sem var að koma úr gagnstæðri átt. Klippa þurfti út ökumann annarrar bifreiðarinnar sem var mikið slas- aður en ekki í lífshættu. Átta önnur umferðaróhöpp urðu í Hafnarfirði um helgina en þau voru öll minni- háttar. Mikið var um umferðarlaga- brot í umdæmi lögreglunar í Hafn- arfirði þar sem þrjátíu og sex voru kærðir fyrir hraðakstur og einn fyr- ir ölvunarakstur. ■ MÓTMÆLI Í NIKÓSÍU Tyrkneskir Kýpurbúar efndu til mótmæla gegn Denktash í síðustu viku og hvöttu til þess að tillaga Sameinuðu þjóðanna yrði samþykkt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.