Fréttablaðið - 10.03.2003, Side 10
10 10. mars 2003 MÁNUDAGURSVONA ERUM VIÐ
SVEITASTJÓRNIR Bæjarfulltrúar sem
sátu hjá þegar bæjarstjórnin í
Reykjanesbæ samþykkti í síðustu
viku að koma á banni við einka-
dansi segjast ekki telja það hlut-
verk yfirvalda að hafa vit fyrir
bæjarbúum.
Fjórir bæjarfulltrúar af ellefu
sátu hjá; tveir úr meirihluta Sjálf-
stæðisflokks og tveir úr minni-
hluta Samfylking-
arinnar. Aðrir
greiddu banntil-
lögunni atkvæði.
Með banninu á
að koma í veg fyrir
að nektardans-
meyjar geti verið
einar með við-
skiptavinum og
hugsanlega framið
með þeim lögbrot
þar sem lögregla
sér ekki til. Bann-
ið, sem styðst við nýlegan Hæsta-
réttardóm, er sagt fela í sér sið-
ferðisskilaboð til bæjarbúa.
„Það gilda um þetta almenn lög
í landinu. Við teljum það ekki vera
í verkahring sveitarfélaga að
setja fyrirtækjum þrengri skorð-
ur,“ segir Guðbrandur Einarsson,
bæjarfulltrúi Samfylkingar.
Garðar Vilhjálmsson, varabæj-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir
að gild rök hafi verið í báðar áttir.
„En ég sá ekki ástæðu til þess að
vera með þá forsjárhyggju sem í
þessu birtist,“ segir hann.
Garðar segir hjásetu sína
nokkuð hafa markast af því að
hann hefði tekið sæti á umrædd-
um bæjarstjórnarfundi á síðustu
stundu. „Ég hafði ekki mótað mér
fullkomlega afstöðu í málinu.
Þess vegna sat ég hjá,“ segir
hann.
Að sögn Garðars er það ekki
hans reynsla að nektardansstað-
urinn Casino, sem er sá eini í
Reykjanesbæ, sé eitthvert vanda-
mál í bæjarfélaginu. „Það eru líka
talsverðir hagsmunir í húfi fyrir
þann fjölda sem starfar á staðn-
um. Mér skilst að það séu um tutt-
ugu manns,“ bendir varabæjar-
fulltrúinn á.
Að sögn Guðbrands Einarsson
beittu fylgismenn bannsins í bæj-
arstjórn fyrir sig órökstuddum
fullyrðingum um vændi og eitur-
lyfjasölu:
„Við vitum að þessi fyrirbæri
þrífast úti um allt þjóðfélagið;
ekkert frekar þarna heldur en ein-
hvers staðar annars staðar. Við
teljum okkur ekki eiga að drottna
hér sem einhverja siðgæðispost-
ula í samfélaginu,“ segir Guð-
brandur.
gar@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Í fyrirspurnartíma
á Alþingi í vikunni beindi Katrín
Fjeldsted þeirri spurningu til heil-
brigðisráherra hvort ráðherra hafi
ákveðið að fara að tillögum
Læknafélags Íslands að komið
verði á fót miðstöð fyrir neytendur
ópíata og sterkra verkjalyfja þar
sem þeir fái skyld lyf eða önnur til
að mæta fíkninni og venjast henni.
Einnig hvort miðlæg verkjameð-
ferð verði styrkt á Landspítala
þannig að læknar geti vísað þeim
þangað sem þurfi að fá flókna
verkjameðferð.
Í svari ráðherra kom fram að
hann ásamt starfsmönnum ráðu-
neytisins hafi átt fund með land-
lækni um hvernig þessum málum
skyldi háttað. „Ég á von á að land-
læknir muni fljótlega leggja fyrir
ráðuneytið tillögur um þau atriði
sem að honum snúa. Tel ég allar
líkur á að að miklu leyti verði ein-
nig farið að tillögum Læknafélag-
ins um miðstöð fyrir neytendur.“ ■
SKATTAFRÁDRÁTTUR
Ár Skattafrádráttur
1998 301.444.000
1999 369.542.000
2000 407.839.000
2001 479.114.000
Heimild: Svar fjármálaráðherra við
fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur.
Drottnum ekki sem
siðgæðispostular
Þverpólitískur minnihluti í bæjarstjórn Reykjanesbæjar er andvígur
banni við einkadansi sem samþykkt hefur verið að koma á. Þeir segjast
andvígir forsjárhyggju. Það sé ekki hlutverk bæjarfulltrúa að drottna
sem siðgæðispostular.
„Það eru líka
talsverðir
hagsmunir í
húfi fyrir þann
fjölda sem
starfar á
staðnum. Mér
skilst að það
séu um tutt-
ugu manns.“
REYKJANESBÆR
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur falið bæjarstjóranum að gangast fyrir því að lögreglu-
samþykkt verði breytt þannig að einkadans verði ekki lengur leyfilegur í bæjarfélaginu.
Málvernd:
Bölvuð
amerískan
ÁSTRALÍA, AP Það eru fleiri en Ís-
lendingar og Frakkar sem óttast
áhrif enskunnar. Peter Beattie,
fylkisstjóri í Queensland í Ástral-
íu, var ómyrkur í máli þegar hann
talaði um þá ógn sem áströlskunni
stæði af amerísku og sagði fólk
væra hætt að nota góð og gegn
áströlsk orð sem væru í raun ein-
stök. Meðal þess sem fer í taug-
arnar á Beattie er að Ástralir tala
nú um sælgæti sem „candy“ í stað
„lollies“, bleiur heiti núorðið „dia-
pers“ en ekki „nappies“, tómat-
sósa sé „ketchup“ í stað „tomato
sauce“ og frönskurnar nefnist nú
„fries“ en ekki „chips“. ■
HEILBRIGÐISRÁÐHERRA
JÓN KRISTJÁNSSON
Á von á að farið verði að tillögum Lækna-
félagsins um að á fót verði komið miðstöð
fyrir fíkla sem neyta sterkra verkjalyfja.
Heilbrigðisráðherra um miðstöð fyrir ópíatafíkla:
Farið verði að
tillögum lækna
HÁLFUR MILLJARÐUR Í FRÁDRÁTT
Fyrirtæki fengu nær hálfan milljarð króna í
frádrátt frá sköttum árið 2001 vegna gjafa
og framlaga til kirkjufélaga, líknarstarfsemi,
stjórnmálaflokka, menningarmála og rann-
sóknastarfa. Mestur var frádrátturinn hjá
fyrirtækjum í verslun og viðgerðarþjónustu,
128 milljónir.