Fréttablaðið - 10.03.2003, Síða 11
11MÁNUDAGUR 10. mars 2003
GJAFIR Akureyrardeild Rauða
krossins hefur auglýst eftir rúm-
um og öðru innbúi í sex íbúðir á
Akureyri sem ætlaðar eru flótta-
mönnum sem væntanlegir eru frá
fyrrum lýðveldum Júgóslavíu.
Gerist þetta um leið og Vestur-
landsdeild Rauða krossins gefur
14 rúm til fangelsisins á Kvía-
bryggju fyrir tilstuðlan Árna
Johnsen, sem nýhafið hefur af-
plánun á staðnum. Þykir mörgum
þarna skjóta skökku við:
„Það er ekkert samband þarna
á milli. Við vorum fyrir löngu
búnir að ákveða að auglýsa eftir
innbúinu og rúmunum í íbúðirnar
áður en við fengum fregnir af
Rauða kross rúmunum á Kvía-
bryggju,“ segir Hafsteinn Jóns-
son, framkvæmdastjóri Rauða
krossins á Akureyri. „En ég skil
að fólki þyki þetta skondið,“ segir
hann.
Sex fjölskyldur flóttamanna
eru væntanlegar til Akureyrar í
lok mánaðarins; alls 24 manns.
Um er að ræða Serba sem hraktir
voru frá Króatíu í átökunum sem
þar geisuðu. Bæjaryfirvöld á Ak-
ureyri leggja flóttamönnunum til
sex íbúðir en Rauði krossinn sér
um innbúið.
„Bæjarbúar hafa tekið okkur
vel og við erum allt að því búin að
fá allt sem við þurfum gefins -
líka rúmin,“ segir Hafsteinn. ■
RÚM
Sömu gerðar og gefin voru til fangelsisins
á Kvíabryggju.
Rauði krossinn kemur víða við:
Gefur fangelsisrúm – fær
gefins flóttamannarúm
Lok átaka í Kongó:
Samið
um frið
RÚANDA, AP Uppreisnarmenn og
stjórnvöld í Kongó hafa náð sam-
komulagi um að koma á friði eftir
fjögurra og hálfs árs borgarastríð
í landinu. Meðal samkomulags-
atriða er að herir stjórnvalda og
uppreisnarmanna verða samein-
aðir undir merki nýs hers.
Ríkisstjórnin, uppreisnarmenn
og óvopnaðir stjórnarandstöðu-
flokkar hafa samið um tíma-
bundna stjórnarskrá og millibils-
stjórn sem mun stjórna landinu
næstu tvö árin áður en efnt verð-
ur til fyrstu lýðræðislegu kosn-
inganna í Kongó frá því landið
fékk sjálfstæði 1960. ■
DÆMDIR MENN Í HÉRAÐSDÓMI
Forsprakki þjófanna í Héraðsdómi.
Pólverjarnir fjórir:
Dæmdir fyr-
ir innbrot
DÓMSMÁL Pólverjarnir fjórir sem
fóru ránshendi á stolnum sendi-
ferðabíl um sveitir og bæi á Snæ-
fellsnesi í fyrra hafa verið dæmd-
ir til fangelsisvistar. Tveir voru
dæmdir í sex mánaða fangelsi en
einn í fimm mánaða fangelsi. Sá
fjórði fékk hins vegar 30 daga
skilorðsbundinn fangelsisdóm.
Þjófarnir stálu meðal annars
munum fyrir 1,2 milljónir króna á
bænum Böðvarsholti í Snæfells-
bæ. Segja má að þeir hafi hrein-
lega stolið öllu steini léttara á
bænum; allt frá gólfmottum og
málverkum til djúpsteikingar-
potts, kerta og tepakka. ■
Grænmetisfæði:
Dregur úr
greind
NOREGUR Grænmetisfæði getur
haft neikvæð áhrif á greind barna
sé þess neytt eingöngu, sam-
kvæmt nýrri rannsókn sem gerð
var við Oslóarháskóla.
Í niðurstöðum rannsóknarinnar
kemur fram að börn sem neyttu
eingöngu grænmetisfæðis í móð-
urkviði og á fyrstu mánuðum æv-
innar mældust, þegar á heildina er
litið, með lægri greindarvísitölu
en jafnaldrar þeirra sem einnig
fengu kjöt og fisk. Þetta er einkum
rakið til þess að grænmetisfæði
inniheldur yfirleitt ekki Omega-3
fitusýrur en talið er að þær geti
haft afgerandi áhrif á andlegan
þroska barnanna. ■
Dýr í útrýmingarhættu:
Dvergkanín-
ur að deyja út
WASHINGTON, AP Dvergkanínum
sem kenndar eru við Kólumbíu-
dalinn í Washington-ríki í Banda-
ríkjunum hefur verið bætt á al-
þjóðlegan lista yfir dýr í bráðri út-
rýmingarhættu. Gripið hefur ver-
ið til aðgerða til þess að bjarga
stofninum en líffræðingar telja að
það sé nú þegar orðið um seinan.
Kanínurnar, sem eru að líkind-
um þær minnstu í heiminum, eru
aðeins um tíu til fimmtán sentí-
metrar á lengd og vega innan við
300 grömm. Talið er að innan við
30 dýr séu nú eftir í heiminum en
aðeins þriðjungur þeirra lifir
villtur í náttúrunni. ■