Fréttablaðið - 10.03.2003, Síða 13
13MÁNUDAGUR10. mars 2003
LÖGREGLUFRÉTTIR
Aukum
og lífsgleði
sjálfstraust
Upplýsingar í síma 561 8585 og á www.gauilitli.is
Allt þetta er innifalið:
Spinnig 2 í viku taiboo, hipp hopp dans, stöðvaþjálfun, leikræn tjáning,
styrking sjálfsmyndar o.m.f. Vikuleg vigtun, fitumæling, ummálsmælingar,
ítarleg kennslugögn með mataruppskriftum, matardagbókum og
leiðbeiningar varðandi fæðuval, eftirlit með mataræði, frír einkaþjálfari í
tækjasal, fræðsludagur, vatnsbrúsi, bolur, vegleg verðlaun!
Vikuna 10. – 15. mars
hefjast í World Class hin vinsælu
8-vikna unglinganámskeið Gauja litla.
Ný námskeið með breyttum áherslum.
Unglingafjör Gauja litla - 13-16 ára
HEILBRIGÐISMÁL Jón Kristjánsson
heilbrigðisráðherra upplýsti á Al-
þingi í vikunni að hann hafi átt
fund með forsvarsmönnum að-
standenda átröskunarsjúklinga.
Hann hafi fundað með landlækni
og starfsmönnum hans oftar en
einu sinni. „Ég hef farið fram á að
landlæknir komi með formlegar
tillögur um áframhald í þessu
máli.“
Þetta kom fram í svari ráðherra
til Katrínar Fjeldsted. Heilbrigðis-
ráðherra segir að ekki séu til full-
nægjandi upplýsingar eða rann-
sóknir um tíðni átakanna hér á
landi en búast megi við að nýgeng-
ið sé svipað og annars staðar í vest-
rænum löndum þar sem talið er að
1-1,5% kvenna geti haft þessa
röskun. Víða hafi meðferðir verið
reyndar og einnig hafi nokkrir
sjúklingar farið utan til meðferðar.
Heilbrigðisráðherra þakkaði
Katrínu Fjeldsted fyrirspurnina og
sagðist hafa fullan hug á að fylgja
þessu máli eftir að fengnum þeim
tillögum sem hann ætti von á. ■
LONDON, AP Íslamskur klerkur hef-
ur verið dæmdur til níu ára fang-
elsisvistar í Bretlandi fyrir að
hafa hvatt til þess að gyðingar,
hindúar, Bandaríkjamenn og aðrir
sem ekki játa íslamska trú verði
myrtir. Hann sagði meðal annars
að það mætti nota gjöreyðingar-
vopn til að myrða aðra en
múslíma rétt eins og það mætti
nota skordýraeitur á kakkalakka.
Klerkurinn var dæmdur sam-
kvæmt lögum frá 1861 sem hafa
ekki verið notuð í rúma öld. Hann
er fyrsti íslamski klerkurinn til að
vera lögsóttur fyrir boðskap sinn í
Bretlandi. ■
ABDULLAH EL-FAISAL
El-Faisal fæddist á Jamaica, frelsaðist og
fluttist til Bretlands.
Hvatti til morða:
Klerkur dæmdur
M
YN
D
/A
P
KATRÍN FJELDSTED ALÞINGISMAÐUR
Lagði fyrirspurn fyrir Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra um meðferðarúrræði
fyrir sjúklinga með átröskun.
Heilbrigðisráðherra um átröskun:
Ætlar að fylgja
vandanum eftir
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
RÓLEGT Í SKAGAFIRÐI Lögreglan
á Sauðárkróki segist ekki muna
eftir rólegra laugardagskvöldi í
langan tíma.
FASTUR Í STROMPI Maður sem
var lyklalaus reyndi að komast
inn heima hjá sér í gegnum
strompinn með þeim afleiðingum
að hann sat fastur og þurfti hjálp
slökkviliðsins við að komast úr
hremmingunum. Hann sakaði
ekki en var heldur svartur og
sótugur þegar búið var að ná hon-
um upp.
HVASST UNDIR HAFNARFJALLI
Lítill tengivagn fauk á hliðina við
Hafnará á sunnudagsmorgun.
Engin slys urðu á fólki og aðstoð-
aði lögreglan í Borgarnesi við að
rétta vagninn af, sem gekk vel.
ERILL Í MIÐBORGINNI Nokkuð
var um ölvun og pústra í miðborg
Reykjavíkur um helgina. Einnig
voru fimm kærðir fyrir ölvun-
arakstur en að öðru leyti var ró-
legt í Reykjavík.